Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 55

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10:05 var haldinn 55. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Geir Finnsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Ólafur Kr. Guðmundsson, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  2. Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi     (01.807.4)    Mál nr. SN170927
    640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20. september 2019 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna atriða er varðar hljóðvegg og hljóðvist í skilmálum deiliskipulagsins. Einnig bendir stofnunin á nokkur atriði sem æskilegt er að lagfæra. Einnig er lögð fram hljóðskýrsla dags. 1. júní 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

    -    Kl 10:09 tekur Þór Elís Pálsson sæti á fundinum.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Grundarstígur 7, breyting á deiliskipulagi     (01.184.0)    Mál nr. SN190048
    260388-2319 Árni Guðjónsson, Grundarstígur 7, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reitur 1.184.0, vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir Grundarstígur 7 og 7B, kvöð er á lóðinni nr. 7 um umferð, sem og heimild til lagnar fráveituheimæðar og annarra lagna, leyfilegt nýtingarhlutfall lóðanna tveggja er aukið, byggingarreitur bílskúrs á lóð 7B stækkar og heimilt er að fjarlægja bílskúr og reisa innan byggingarreitsins íbúðarhús, kjallara og hæð, allt að 120 fm., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdráttur dags. 237. maí 2019 uppf. 20. september 2019. Tillagan var auglýst frá 28. júní til og með 27. september 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Diljá C. Þiðriksdóttir f.h. Friðriks Þórs Stefánssonar dags. 8. ágúst 2019, G. Rósa Eyvindardóttir dags. 9. ágúst, Vigdís Pálsdóttir og Örn Úlfar Höskuldsson dags. 9. ágúst 2019 og Helgi Kristinn Grímsson dags. 9. ágúst 2019. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jón Þórs Einarssonar og Þóru Elísabetar Kjeld dags. 6. september 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2019. 
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Efstaleiti 7, breyting á deiliskipulagi     (01.745.4)    Mál nr. SN190370
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
    521095-2459 SÁÁ samtök, Efstaleiti 7, 103 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 18. júní 2019 ásamt bréfi dags. 14. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi RÚV-reits vegna lóðarinnar nr. 7 við Efstaleiti. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits ofanjarðar vegna stigahúss og lyftu, aukningu á byggingarmagni ofanjarðar og breytta skilgreiningu á notkun, samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags. 14. júní 2019, br. 11. nóvember 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. október 2019 til og með 30. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasendir: Rauði krossinn dags. 11. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 14. nóvember 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2019.

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31, lýsing     (01.265.2)    Mál nr. SN190500
    530117-0570 Reitir - iðnaður ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
    501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 28. ágúst 2019 ásamt skipulagslýsingu dags. í ágúst 2019 vegna breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar34/Ármúla 31, reitur 1.265. Í skipulagslýsingunni eru fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi tilgreindar. Í breytingunni felst að gert ráð fyrir að þétt ný blönduð byggð rís í stað atvinnuhúsnæðis. Kynning stóð til og með 10. október 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 20. september 2019, Skipulagsstofnun dags. 25. september 2019, skrifstofa umhverfisgæða dags. 1. október 2019, Minjastofnunar Íslands dags. 15. október 2019 og Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 18. október 2019. Erindinu var vísað til vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 og er nú lagt fram að nýju.
    Athugasemdir kynntar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: 

    Á þessum reit eru mikil tækifæri til uppbyggingar. Rétt er að benda á að verið er að gera ráð fyrir talsvert fleiri íbúðum en gert er ráð fyrir í aðalskipulagi, eða allt að 500. Mikilvægt er að huga því að skólahaldi og innviðum fyrir börn í þessu sambandi. Þá liggur ekki fyrir hver fjöldi bílastæða verður á reitnum og er rétt að hafa þar sveigjanleika til að hafa næg bílastæði neðanjarðar. 

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi     (01.283.0)    Mál nr. SN190437
    520716-0920 Starmýri 2A ehf., Viðarrima 33, 112 Reykjavík
    680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 18. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýri/Álftamýri vegna lóðar nr. 2 við Starmýri. Í breytingunni felst að hækka hús nr. 2a um tvær hæðir frá núverandi ástandi og bæta við byggingarreit til vesturs fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi sem snýr að Álftamýri. Breytingin gerir ráð fyrir að á lóðinni verði heimild fyrir íbúðir, verslunar- og þjónustustarfsemi og aðra atvinnustarfsemi sem samræmast notkunarskilgreiningum í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á lóð og nýjum bílastæðaskilmálum í samræmi við áherslur Aðalskipulags, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 12. september 2019, br. 13. nóvember 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1044 frá 12. nóvember 2019.

    (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  8. Kalkofnsvegur 1, Seðlabankinn, (fsp) hækkun húss að hluta     (01.150.2)    Mál nr. SN190455
    560269-4129 Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1, 101 Reykjavík
    500191-1049 Arkþing - Nordic ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar f.h. Seðlabanka Íslands dags. 25. júlí 2019 um hækkun hússins á lóð nr. 1 við Kalkofnsveg að hluta til um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. ódags. 
    Frestað

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

  9. Reynisvatnsás: Haukdælabraut, Döllugata, Gissurargata, hámarkshraði         Mál nr. US190385

    Lagt fram bréf dags. 15. nóvember 2019 þar sem lagt er til að leyfilegur hámarkshraði verði 30 km/klst á eftirfarandi götum: Haukdælabraut, Döllugata og Gissurargata. Göturnar eru allar innan hverfisins Reynisvatnsás.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 3. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  10. Dyngjuvegur, Stöðubann         Mál nr. US190383

    Lagt er fram bréf dags. 13. nóvember 2019 þar sem Lagt er til að sett verði bann við því að leggja við norðausturkant Dyngjuvegar norðvestan Kambsvegar. Bannið sé táknað með B21.11.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Tilmæli umboðsmanns borgarbúa, vegna framkvæmda í miðborginni og á öðrum viðkvæmum rekstrarsvæðum         Mál nr. US190380

    Lagt er fram bréf dags. 31. október 2019 frá umboðsmanni borgarbúa vegna framkvæmda í miðborginni og á öðrum viðkvæmum rekstrarsvæðum.
    Lagt fram.

    Fulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins tekur heilshugar undir tilmæli umboðsmanns borgarbúa.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókar: 

    Framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar hafa dregist úr hófi. Þetta hefur valdið rekstraraðilum tjóni. Fjölmargir aðilar hafa kvartað yfir þessu verklagi og er Umboðsmaður borgarbúa ekki einn um þetta. Borgin þarf að tryggja betra utanumhald verklegra framkvæmda og stórbæta alla upplýsingagjöf og samráð. 

    Flokkur fólksins bókar: 

    Flokkur fólksins hefur ítrekað reynt að fá borgaryfirvöld til að hlusta á borgarbúa og virða þeirra óskir þegar kemur að stórframkvæmdum sem hafa víðtæk áhrif á rekstur. Flokkar eins og Viðreisn og Píratar hjala um að hafa samráð sem eru bara orðin tóm. Nú hefur umboðsmaður borgarbúa bæst í hóp þeirra sem eru að reyna að koma vitinu fyrir borgarmeirihlutann. Með tilmælum sínum kallar umboðsmaðurinn eftir að borgarmeirihlutinn keyri ekki áfram framkvæmdir ýmist í óþökk íbúa og rekstraraðila nema hvort tveggja sé. Hvert málið hefur rekið annað þar sem farið er í framkvæmdir þrátt fyrir hávær mótmæli og ákall um hlustun. Eiga erindin það sammerkt að lýsa neikvæðri upplifun aðilanna af Reykjavíkurborg í tengslum við þær framkvæmdir. Snúa umkvörtunarefnin helst að skorti á árangursríku samráði og nægu upplýsingaflæði í aðdraganda framkvæmda og á verktíma eins og segir í tilmælum umboðsmanns borgarbúa. Önnur sambærileg mál er breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem keyra á í gegn þrátt fyrir hávær mótmæli. Einnig eru framkvæmdir fyrirhugaðar við Stekkjarbakka sem fólk vill fá að skoða betur og kallað hefur verið eftir að fari í íbúakosningu. Það sýnir ómældan hroka og yfirgang yfirvalda borgarinnar að ætla ekki að staldra við í þessum málum. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka: 

    Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar telja mikilvægt að öllum ráðum sé beitt til að koma í veg fyrir tafir á framkvæmdum á borgarlandinu. Sem betur er vinna að bættu verklagi langt komin. Niðurstaðna er að vænta á næstu vikum.

    Fylgigögn

  12. Áfangastaðurinn Reykjavík, erindi til umsagnar         Mál nr. US190379

    Lögð eru fram drög ódags. að nýrri ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg þar sem leitað er umsagnar fagráða við drögin.
    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  13. Umhverfis- og skipulagssvið, 8 mánaðar uppgjör         Mál nr. US190384

    Lögð er fram greinagerð 8 mánaða uppgjörs Umhverfis- og skipulagssviðs janúar - ágúst 2019.
    Lagt fram.

  14. Betri Reykjavík/þín rödd, Endurnýja körfuboltavöll við leikskólann Skógarborg (USK2018040058)         Mál nr. US190386

    Lagt fram meðferðar erindið "Endurnýja körfuboltavöll við leikskólann Skógarborg " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum framkvæmdir.
    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu rekstur og umhirða borgarlands.

    Fylgigögn

  15. Betri Reykjavík/þín rödd, Hjólastæði við lágvöruverðverslun Hallveigarstíg (USK2019100057)         Mál nr. US190387

    Lagt fram meðferðar erindið "Hjólastæði við lágvöruverðverslun Hallveigarstíg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 16. september 2019. Erindið var næst efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum. 
    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu rekstur og umhirða borgarlands.

    Fylgigögn

  16. Betri Reykjavík/þín rödd, Þingholt: Einstefnuakstursgötur og skástæði (USK2019100056)         Mál nr. US190388

    Lagt fram meðferðar erindið "Þingholt: Einstefnuakstursgötur og skástæði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 16. september 2019. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum ásamt því að vera vinsælasta hugmyndin í málaflokknum "Samgöngumál". 
    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  17. Tillaga Flokk fólksins, um skilvirkari vinnubrögð við framkvæmdir og undirbúning í miðborg Reykjavíkur.         Mál nr. US190371

    Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Varaborgarfulltrúi Flokk fólksins leggur til að farið verði gaumgæfilega í gegnum verkferla innan borgarinnar varðandi framkvæmdir í miðborginni. Jafnframt verði skoðað með alvarlegum hætti hvernig hæg er að haga samskiptum við borgarbúa og hagsmunaaðila sem eru staðsettir á því svæði sem framkvæmdir fara fram. Borgaryfirvöld verða að hafa í huga að bæði þeir sem eiga húsnæði og eru með rekstur á framkvæmdasvæði hafa sinn rétt á upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og gang þeirra á öllu verkferlinu. Framkvæmdir eiga ekki að hafa svo víðtæk áhrif á íbúa og rekstraraðila að viðkomandi neyðast til að flytja af svæðinu eða hætta rekstri. Það er á ábyrgð borgarinnar að tryggja öllum íbúum hennar og rekstraraðiljum skjól. Flokkur fólksins leggur jafnframt til að áður en framkvæmdir hefjast sé tryggt að verktakar hafi allt sem þarf til verkefnisins, nægan mannskap á öllu tímabilinu, næg tæki og tól og umfram allt, allt efni sem þarf til framkvæmdanna. Ekki ætti að treysta á sendingar af efni sem ætlað er í framkvæmdir komi settum tíma til landsins, heldur verið að gera þá kröfu að allt efni sé til staðar þegar framkvæmdin hefst.

    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Tillögunni er vísað frá. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: 

    Tillögu Flokks fólksins er vísað frá á grunni þessa að ítarleg vinna um málið nú þegar langt komin. Miðlunaráætlun umhverfis-og skipulagssviðs liggur fyrir í drögum. Þar er sérstaklega fjallað um kynningu á þeim málum sem varða borgarbúa/hagsmunaaðila beint eins og framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að koma eins ítarlegum upplýsingum og liggja fyrir með góðum fyrirvara beint til hagaðila svo þeir geti komið sínum athugasemdum á framfæri snemma í ferlinu og undirbúið sig fyrir óhjákvæmilegan álagstíma. Einnig er gert ráð fyrir ríkari kröfum um útlit verkstaðar í útboðsskilmálum sem og enn ríkari áherslu á aðgengi að starfsemi á meðan á framkvæmdum stendur. Aukið verður eftirlit með því að slíkum kröfum sé fylgt í þaula. Að auki er í bígerð aðkoma borgarhönnuða að stærri framkvæmdasvæðum með mótvægisaðgerðir í huga. Að lokum má segja frá því að fyrirhugað er að samstarf USK og Veitna verði þéttara í undirbúningi framkvæmda, upplýsingagjöf til hagsmunaaðila og öllu fyrirsvari.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Það sætir furðu að skipulagsráð skuli ekki taka undir tillögu af þessu tagi. Flokkur fólksins leggur áherslu á að vinnubrögð og samskipti við rekstraraðila séu skilvirkari þegar til standa framkvæmdir. Ræða þarf við fólkið á svæðinu, íbúa og rekstraraðila áður en verk hefst, heyra þeirra forsendur og áhyggjur ef eru og vera síðan í þéttu sambandi við fólkið allan framkvæmdartímann. Flokkur fólksins furðar sig á samskiptaleysi meirihlutans við alla aðila á neðanverðri Hverfisgötu fyrir og á framkvæmdatímabilinu, sem tafist hefur úr hófi fram. Rekstaraðilar hafa þurft að hætta rekstri og aðrir berjast fyrir tilvist sinni. Verktakar hafa gengið þannig um að erfitt hefur reynst fyrir viðskiptavini að sækja þá þjónustu sem er í boði á svæðinu. Skipulagsyfirvöld þurfa að gyrða sig í brók í þessum efnum og fara gaumgæfilega í gegnum verkferla innan borgarinnar varðandi framkvæmdir í miðborginni. Framkvæmdir eiga ekki að hafa svo víðtæk áhrif á íbúa og rekstraraðila að viðkomandi neyðast til að flytja af svæðinu eða hætta rekstri. Það er á ábyrgð borgarinnar að tryggja öllum íbúum hennar og rekstraraðiljum skjól.

    Fylgigögn

  18. Tillaga Flokk fólksins, um skilvirkari vinnubrögð við framkvæmdir og undirbúning í miðborg Reykjavíkur.         Mál nr. US190371

    Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Varaborgarfulltrúi Flokk fólksins leggur til að farið verði gaumgæfilega í gegnum verkferla innan borgarinnar varðandi framkvæmdir í miðborginni. Jafnframt verði skoðað með alvarlegum hætti hvernig hæg er að haga samskiptum við borgarbúa og hagsmunaaðila sem eru staðsettir á því svæði sem framkvæmdir fara fram. Borgaryfirvöld verða að hafa í huga að bæði þeir sem eiga húsnæði og eru með rekstur á framkvæmdasvæði hafa sinn rétt á upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og gang þeirra á öllu verkferlinu. Framkvæmdir eiga ekki að hafa svo víðtæk áhrif á íbúa og rekstraraðila að viðkomandi neyðast til að flytja af svæðinu eða hætta rekstri. Það er á ábyrgð borgarinnar að tryggja öllum íbúum hennar og rekstraraðiljum skjól. Flokkur fólksins leggur jafnframt til að áður en framkvæmdir hefjast sé tryggt að verktakar hafi allt sem þarf til verkefnisins, nægan mannskap á öllu tímabilinu, næg tæki og tól og umfram allt, allt efni sem þarf til framkvæmdanna. Ekki ætti að treysta á sendingar af efni sem ætlað er í framkvæmdir komi settum tíma til landsins, heldur verið að gera þá kröfu að allt efni sé til staðar þegar framkvæmdin hefst.

    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Tillögunni er vísað frá. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: 

    Tillögu Flokks fólksins er vísað frá á grunni þessa að ítarleg vinna um málið nú þegar langt komin. Miðlunaráætlun umhverfis-og skipulagssviðs liggur fyrir í drögum. Þar er sérstaklega fjallað um kynningu á þeim málum sem varða borgarbúa/hagsmunaaðila beint eins og framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að koma eins ítarlegum upplýsingum og liggja fyrir með góðum fyrirvara beint til hagaðila svo þeir geti komið sínum athugasemdum á framfæri snemma í ferlinu og undirbúið sig fyrir óhjákvæmilegan álagstíma. Einnig er gert ráð fyrir ríkari kröfum um útlit verkstaðar í útboðsskilmálum sem og enn ríkari áherslu á aðgengi að starfsemi á meðan á framkvæmdum stendur. Aukið verður eftirlit með því að slíkum kröfum sé fylgt í þaula. Að auki er í bígerð aðkoma borgarhönnuða að stærri framkvæmdasvæðum með mótvægisaðgerðir í huga. Að lokum má segja frá því að fyrirhugað er að samstarf USK og Veitna verði þéttara í undirbúningi framkvæmda, upplýsingagjöf til hagsmunaaðila og öllu fyrirsvari.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Það sætir furðu að skipulagsráð skuli ekki taka undir tillögu af þessu tagi. Flokkur fólksins leggur áherslu á að vinnubrögð og samskipti við rekstraraðila séu skilvirkari þegar til standa framkvæmdir. Ræða þarf við fólkið á svæðinu, íbúa og rekstraraðila áður en verk hefst, heyra þeirra forsendur og áhyggjur ef eru og vera síðan í þéttu sambandi við fólkið allan framkvæmdartímann. Flokkur fólksins furðar sig á samskiptaleysi meirihlutans við alla aðila á neðanverðri Hverfisgötu fyrir og á framkvæmdatímabilinu, sem tafist hefur úr hófi fram. Rekstaraðilar hafa þurft að hætta rekstri og aðrir berjast fyrir tilvist sinni. Verktakar hafa gengið þannig um að erfitt hefur reynst fyrir viðskiptavini að sækja þá þjónustu sem er í boði á svæðinu. Skipulagsyfirvöld þurfa að gyrða sig í brók í þessum efnum og fara gaumgæfilega í gegnum verkferla innan borgarinnar varðandi framkvæmdir í miðborginni. Framkvæmdir eiga ekki að hafa svo víðtæk áhrif á íbúa og rekstraraðila að viðkomandi neyðast til að flytja af svæðinu eða hætta rekstri. Það er á ábyrgð borgarinnar að tryggja öllum íbúum hennar og rekstraraðiljum skjól.

    Fylgigögn

  19. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins borgarráðs, fjölga bílastæðum fyrir stóra bíla í úthverfum borgarinnar (USK2019090078)         Mál nr. US190373

    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar f.h. borgarráðs dags. 27. september þar sem fram kemur að tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að borgin fari í átak við að fjölga bílastæðum fyrir stóra bíla í úthverfum borgarinnar hafi verið vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs af fundi ráðsins 26. september. 
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: 

    Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að útvega stæði fyrir stórar bifreiðar, hópferðarbíla og stór vinnutæki í íbúabyggð.

    Fulltrú Flokks fólksins bókar: 

    Tillagan hefur verið felld  þar sem áheyrnarfulltrúi  Flokks fólksins lagði fram í borgarráðs, fjölga bílastæðum fyrir stóra bíla í úthverfum borgarinnar og fari í átak við að fjölga bílastæðum fyrir stóra bíla í úthverfum borgarinnar. Skortur á bílastæðum fyrir stóra bíla í úthverfum borgarinnar er raunverulegt vandamál. Það hafa ekki allir aðstöðu fyrir stóra bíla á vinnusvæðum og sumir eru sjálfstætt starfandi. Betra er að takast á við þennan vanda og finna sameiginlega lausn en að hunsa hann sem leiðir til þess að bílum er lagt þar sem þeim er ekki ætlað af neyð. Um þetta gilda vissulega reglur en það er ekki nóg að setja reglur ef ekki er á sama tíma fundið úrræði fyrir þá sem ekki falla undir reglurnar. Vissulega getur borgarstjóri veitt undanþágur og kann að vera að meira þurfi að gera af því þar sem aðstæður bjóða upp á. Fólk þarf að geta lagt bílum sínum við heimili sín og ef ekki er fundin lausn á stæðum fyrir stóra bíla þar sem þeirra er þörf munu kvartanir halda áfram að berast frá íbúum og gestum sem ekki fá stæði vegna þess að stæðin hafa verið teppt af stærri bílum. Flokkur fólksins skorar á skipulagsyfirvöld borgarinnar að leysa þennan vanda.

  20. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins borgarráðs, átak til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Úlfársárdal (USK 2019100028)         Mál nr. US190382

    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar f.h. borgarráðs dags. 27. september þar sem fram kemur að tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins til átaks til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Úlfársárdal 
    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  21. Sólvallagata 68, kæra 137/2018, umsögn, úrskurður     (01.134.5)    Mál nr. SN180813
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. nóvember 2018 ásamt kæru dags. 25. nóvember 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2018 á lóðarbreytingu sem felst í skiptingu lóðarinnar nr. 68 við Sólvallargötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 22. janúar 2019. jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. nóvember 2018, sem staðfest var í borgarráði 29. s.m., er lýtur að afmörkun lóðanna Sólvallagötu 68 og Framnesvegar 31B.

  22. Skólavörðustígur 8, kæra 104/2019, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN190624
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2019 ásamt kæru dags. 9. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir biljarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir biljarðsstofu með vínveitingaleyfi að Skólavörðustíg 8.

  23. Skólavörðustígur 8, kæra 105/2019, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN190622
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2019 ásamt kæru dags. 9. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir biljarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir biljarðsstofu með vínveitingaleyfi að Skólavörðustíg 8.

  24. Skólavörðustígur 8, kæra 106/2019, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN190621
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. október 2019 ásamt kæru dags. 13. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir biljarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir biljarðsstofu með vínveitingaleyfi að Skólavörðustíg 8. 

  25. Skólavörðustígur 8, kæra 108/2019, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN190660
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. október 2019 ásamt kæru dags. 13. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir biljarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir biljarðsstofu með vínveitingaleyfi að Skólavörðustíg 8.

  26. Skólavörðustígur 8, kæra 110/2019, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN190661
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. október 2019 ásamt kæru dags. 25. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir biljarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir biljarðsstofu með vínveitingaleyfi að Skólavörðustíg 8.

  27. Funafold 42, breyting á deiliskipulagi     (02.860.5)    Mál nr. SN190581
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Funafoldar vegna lóðarinnar nr. 42 við Funafold.

    Fylgigögn

  28. Skarfagarðar 2, breyting á deiliskipulagi     (01.321.7)    Mál nr. SN190584
    500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 276 Mosfellsbær

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðarinnar nr. 2 við Skarfabakka.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:15