Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 54

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 9:00 var haldinn 54. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal.
Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Þór Elís Pálsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  2. Hönnun fyrir alla - leiðbeiningar, kynning         Mál nr. US190338

    Kynning á nýjum leiðbeiningum, Hönnun fyrir alla - algild hönnun utandyra, sem unnin er af Verkís fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg.

    Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir frá Verkís og Berglind Hallgrímsdóttir frá Eflu taka sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Göngugötur Reykjavíkurborgar, skýrsla Maskínu         Mál nr. US190363

    Lögð fram skýrsla Maskínu dags. í september 2019 vegna könnunar sem gerð var um göngugötur Reykjavíkurborgar.
    Kynnt 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Fulltrúi Miðflokksins er löngu hættur að furða sig á framgöngu meirihluta borgarstjórnar í þessum málaflokki. Spurningum í könnunum þeim sem hér eru kynntar eru ekki til þess fallnar að fá fram hug borgarbúa til þess er málið raunverulega varðar sem er: Varanleg lokun Laugavegs allt frá Hlemmi til enda og Skólavörðustígs allt frá Bergstaðastræti til enda, fyrir bílum, allt árið um kring í öllum veðrum og vindum. Á fyrri árum hefur spurningin verið: Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni yfir sumartímann?
    Í ár er spurningin: ,,Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni?“ Hvers vegna? Jú, meirihlutinn ákvað spurninguna.

    Aldrei er spurt réttu spurningarinnar: Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart varanlegri lokun Laugavegs allt frá Hlemmi og Skólavörðustígs allt frá Bergstaðastræti,allt árið, í öllum veðrum og vindum? Hætt er við að niðurstöður úr slíkri könnun yrðu ekki að óskum meirihluta borgarstjórnar. Því er hennar ekki spurt.
    Meirihlutinn virðist ætla að halda sig við fyrri stefnu sem best verður lýst í þeim orðum er féllu í umræðu um málið á fyrri stigum: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.´´ Guð blessi Reykjavík.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka: Fullyrðingar um hrun atvinnustarfsemi í kjölfar þess að gangandi vegfarendum sé gefið aukið vægi í borgarumhverfinu eiga ekki við rök að styðjast. Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 7 af hverjum 10 Reykvíkingum eru hlynntir göngugötum. Meirihluti Reykvíkinga er hlynntur göngugötum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: Í þessari könnun er það staðfest sem Flokkur fólksins hefur alltaf sagt að vaxandi óánægja borgarbúa með að breyta helstu verslunargötum í göngugötur. Á þessar kvartanir og ýmsar jákvæðar ábendingar hlustar meirihlutinn ekki. Jákvæði hópurinn hefur nú minnkað um heil 9% að sögn starfsmanns Maskínu. Eftirtektarvert er að fólk sem býr á Kringlusvæðin hefur breytt um skoðun, áhugi þess hefur minnkað um 30 %. Það væri gróft ef borgarmeirihlutinn ætlað að hunsa þetta þar sem hér er um afgerandi niðurstöðu að ræða. Hér er sönnun þess að skipulagsyfirvöld hafa ekki haft neitt samráð og hafa rekstraraðila barist fyrir að fá hlustun frá því að atlagan hófst, en ekki fengið.
    Öllum er kunnugt um hina miklu óánægju er varðar lokanir og þá ákvörðun að opna þær ekki að nýju núna í október eins og ráð var fyrir gert. Verslun hefur hrunið eftir að þessum götubútum var lokað fyrir bílaumferð. Afleiðingin er að verslunareigendur hafa flúið í stórum stíl með verslanir sínar af svæðinu. Orsök og afleiðing er lögmál sem erfitt er að hunsa.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka: Fullyrðingar um hrun atvinnustarfsemi í kjölfar þess að gangandi vegfarendum sé gefið aukið vægi í borgarumhverfinu eiga ekki við rök að styðjast. Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 7 af hverjum 10 Reykvíkingum eru hlynntir göngugötum. Meirihluti Reykvíkinga er hlynntur göngugötum.

    Fulltrúi Maskínu Birgir Rafn Baldursson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190246

    Að lokinn kynningu á drögum að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2019 er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í nóvember 2019 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga að breytingu nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. september 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir vegna kynningar á drögum á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs: Mosfellsbær dags. 11. október 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 24. október 2019 og Garðabær dags. 25. október 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu að aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN190323

    Kynnt er staða vinnu og næstu skref.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

  6. Rafhjól til útláns, Kynning á verkefninu         Mál nr. US180405

    Lögð fram skýrsla Trafkon AB vegna tilraunaverkefnisins um rafhjól til útláns.

    Kynnt

    Fulltrúi Trafkon AB Höskuldur Kröyer tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Tækniskólinn, fyrirhuguð nýbygging     (04.2)    Mál nr. SN190006
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. desember 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. desember 2018 á tillögu borgarstjóra dags. 11. desember 2018 um fyrirhugaða nýbyggingu Tækniskólans. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7 nóvember 2019 lagt fram.

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1043 frá 5. nóvember 2019.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  9. Umsókn um sérmerkt P-stæði, Bílastæði         Mál nr. US190368

    Lagt er fram bréf dags. 5. nóvember 2019 vegna umsóknar um sérmerkt p-stæði við Þingholtsstræti 6, var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 28.10.2019. Lagt fyrir skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur til kynningar og endanlegrar samþykktar.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  10. Miðborgin - gjaldskylda bílastæða, áskorun til skipulags- og samgönguráðs         Mál nr. US190366

    Lagt fram erindi stjórnar Miðborgarinnar okkar dags. 31. október 2019 þar sem skorað er á skipulags- og samgönguráð að fresta áformum um gjaldskyldu í bílastæði í Miðborginni á sunnudögum.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
        
    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Fulltrúi Miðflokksins tekur heilshugar undir áskorun Hagsmunasamtakanna Miðborgin Okkar. Áskorunin er vel rökstudd og sanngirnismál að við henni verði orðið.

    (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  11. Brautarholt 8, (fsp) hækkun húss     (01.241.2)    Mál nr. SN180823
    570215-0350 Urban arkitektar ehf., Túngötu 45, 101 Reykjavík
    181066-4079 Snorri Waage, Hlíðarbyggð 19, 210 Garðabær

    Lögð fram fyrirspurn Urban arkitekta ehf. dags. 30. nóvember 2018 ásamt greinargerð dags. 27. nóvember 2018 um hækkun hússins á lóð nr. 8 við Brautarholt úr þremur hæðum í fimm hæðir, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2018, breytt 11. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2018. Lagt fram að nýju ásamt breyttum gögnum/tillögu 26. ágúst /11. október 2019, greinargerð dags. 21. október 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags 25. október 2019.
    Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2019. 

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  12. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Laugarásvegur  (USK2019100036)         Mál nr. US190255

    Samkvæmt ábendingu er undirrituðum barst er sá hluti Laugarásvegs er liggur að húsum nr. 39,41,43 og 45 ómalbikaður, holóttur og slæmur yfirferðar.
    1. Er í bígerð að bæta úr þessu?
    2. Með hvaða hætti á endurbæta götuhlutann?
    3. Hvenær mega íbúar reikna með að endurbætur götuhlutans hefjist?
    4. Hvenær mega íbúar reikna með að endurbótum götuhlutans ljúki?
    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. október 2019.

    Fylgigögn

  13. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna Sæbrautar  (USK2019100037)         Mál nr. US190257

    Áður óséð ófremdar ástand hefur ríkt stóran part dags síðustu mánuði  á Sæbraut í austur, allt frá Hörpu að Höfða vegna framkvæmda við gatnamót Sæbrautar/Snorrabrautar.
    Undirritaður hefur á liðnum vikum fylgst með framgangi framkvæmda og getur því staðfest að í rúman mánuð hið minnsta hefur þrenging Sæbrautar í eina rein vegna þessa, verið algjörlega óþörf.
    Hverfisgata og þvergötur hafa fyrir vikið verið yfirfylltar svo afleiðinga gætir víða.
    1. Hvernig má það vera að eitt vörubretti valdi lokun Sæbrautar niður í eina rein svo vikum skiptir?
    2. Hvaða tímarammi var settur fyrir verkið?
    3. Hvaða tímarammi var settur fyrir heimildir lokunar reina og þar með ófremdar ástands?
    4. Hvenær lýkur þessu verki?
    Undirritaður er ekki einn um áhyggjur af slíku verklagi og hér hefur verið beitt og leggur þessa fyrispurn fram fyrir hönd fjölda borgarbúa sem til undirrritaðs hafa leitað vegna málsins.
    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. október 2019.

    Fylgigögn

  14. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Leikvöllur við Laufrima  (USK2019100034)         Mál nr. US190166

    Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir upplýsingum um það hvort að setja eigi aftur upp leikvöll fyrir neðan Laufskála við Laufrima í Grafarvogi. Fyrir um tveim árum síðan þá voru öll leiktæki fjarlægð af þessum leikvelli.
    Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. október 2019.

    Fylgigögn

  15. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks,          Mál nr. US190356

    Í þeim tilgangi að auka sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla til framtíðar er skipulagsfulltrúa falið að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi hverfisins sem miða að því að fjölga íbúum og þétta byggð. Gert verði ráð fyrir því að önnur þjónusta og verslun fái einnig tækifæri til að þróast innan hins nýja skipulags. Sérstök áhersla verði lögð á að nýjar íbúðir henti vel ungum barnafjölskyldum og fyrstu kaupendum. Áform meirihluta borgarstjórnar um að loka Korpuskóla munu draga úr lífsgæðum fjölskyldna sem búa í Staðahverfi og hafa áhrif á áhuga fólks á að flytja í hverfið. Það er því mikilvægt að flýta skipulagsgerðinni sem kostur er og leggja drög að skipulagsbreytingum fyrir ráðið og íbúa hverfisins hið allra fyrsta.
    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa og deildarstjóra aðalskipulags.

    Fylgigögn

  16. Skólavörðustígur 8, kæra 104/2019, umsögn     (01.171.2)    Mál nr. SN190624
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2019 ásamt kæru dags. 9. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  17. Skólavörðustígur 8, kæra 105/2019, umsögn     (01.171.2)    Mál nr. SN190622
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2019 ásamt kæru dags. 9. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  18. Skólavörðustígur 8, kæra 106/2019, umsögn     (01.171.2)    Mál nr. SN190621
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. október 2019 ásamt kæru dags. 13. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  19. Skólavörðustígur 8, kæra 108/2019, umsögn     (01.171.2)    Mál nr. SN190660
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. október 2019 ásamt kæru dags. 13. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  20. Skólavörðustígur 8, kæra 110/2019, umsögn     (01.171.2)    Mál nr. SN190661
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. október 2019 ásamt kæru dags. 25. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  21. Skógarsel 41-43, Alaskareitur, kæra 71/2019, umsögn     (04.931.2)    Mál nr. SN190453
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. júlí 2019 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærandi fer fram á að úrskurðað verði um deiliskipulagsskilmála frá 2002 er varðar einkaafnotafleti til suðurs með öllum neðstu hæðum Skógarsels 41-43. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  22. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks,          Mál nr. US190369

    Lagt er til að Reykjavíkurborg reisi minnisvarða um brautryðjandann og baráttukonuna, Auði Auðuns, í borgarlandinu. Listasafni Reykjavíkur verði falið að velja listamann til að hanna minnisvarðann og umhverfis- og skipulagssviði verði falið að finna minnisvarðanum stað í borgarlandinu.
    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Vísað til menningar- og ferðamálassviðs og umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  23. Tillaga Flokks fólksins, að staðið sé betur að undirbúningi framkvæmda til að koma í veg fyrir óþarfa tafir.         Mál nr. US190370

    Flokkur fólksins leggur til að staðið sé betur að undirbúningi framkvæmda til að koma í veg fyrir óþarfa tafir. Áður en framkvæmdir hefjast þarf að tryggja mun betur, en gert hefur verið, að allt tiltækt sem þarf til verkefnisins sé til staðar áður en verkið hefst s.s. nægan mannskap á öllu tímabilinu, næg tæki og tól og umfram allt, allt efni sem þarf til framkvæmdanna. Þannig verður tryggara að kostnaður fari ekki úr böndum og að tafir verði á verkinu verði óverulegar. Tafir eins og hafa verið á Hverfisgötu eru ekki líðandi og hafa þær stórskaðað rekstur þar og þar með sett rekstraraðila og fjölskyldur þeirra í mikinn vanda sem taka mun langan tíma að ná sér upp úr.
    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Frestað.

    Fylgigögn

  24. Tillaga Flokk fólksins, um skilvirkari vinnubrögð við framkvæmdir og undirbúning í miðborg Reykavíkur.         Mál nr. US190371

    Varaborgarfulltrúi Flokk fólksins leggur til að farið verði gaumgæfilega í gegnum verkferla innan borgarinnar varðandi framkvæmdir í miðborginni. Jafnframt verði skoðað með alvarlegum hætti hvernig hæg er að haga samskiptum við borgarbúa og hagsmunaaðila sem eru staðsettir á því svæði sem framkvæmdir fara fram. Borgaryfirvöld verða að hafa í huga að bæði þeir sem eiga húsnæði og eru með rekstur á framkvæmdasvæði hafa sinn rétt á upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og gang þeirra á öllu verkferlinu. Framkvæmdir eiga ekki að hafa svo víðtæk áhrif á íbúa og rekstraraðila að viðkomandi neyðast til að flytja af svæðinu eða hætta rekstri. Það er á ábyrgð borgarinnar að tryggja öllum íbúum hennar og rekstraraðiljum skjól. Flokkur fólksins leggur jafnframt til að áður en framkvæmdir hefjast sé tryggt að verktakar hafi allt sem þarf til verkefnisins, nægan mannskap á öllu tímabilinu, næg tæki og tól og umfram allt, allt efni sem þarf til framkvæmdanna. Ekki ætti að treysta á sendingar af efni sem ætlað er í framkvæmdir komi settum tíma til landsins, heldur verið að gera þá kröfu að allt efni sé til staðar þegar framkvæmdin hefst.

    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:45

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir