Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 9:07 var haldinn 53. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari er Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Upplýsingaskjár í Kvosinni, kynning Mál nr. US190357
Kynning á fyrirhuguðum upplýsingaskjá um samgöngur í Kvosinni.
Kynnt.Finnur Kári Guðnason verkefnisstjóri og Rebekka Guðmundsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Drög að fimmtán ára samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024, umsögn (USK2019110001) Mál nr. US190361
Lögð er fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 31. október 2019 um drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Hér er verið að tala um áætlun til 15 ára sem minnir á að mörg ár eru í borgarlínu. Sjálfssagt er að gera áætlanir en það þýðir ekki að hunsa megi núverandi umferðarvanda sem þyngist með hverjum degi. Segja má að skipulagsyfirvöld hafi misst sig dálítið langt inn í framtíðina og samhliða gleymt hver staðan er í dag og verður a.m.k. næstu árin. Núna er umferðaröngþveyti mikið á þessu svæði. Skipulagsyfirvöld hafa ekkert reynt að leysa þær. Fjölmargt er hægt að gera strax með því að koma t.d. upp snjallstýringu ljósa. Þetta er ólíðandi aðstæður fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem vinna á svæðinu og eru ekki búsettir í nágrenninu. Umferðarteppur menga. Erfitt er að taka afstöðu til fjölmargra hluta tengt þessu máli, samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar enda liggur engin útfærsla fyrir á þessu stigi. Það er sérstakt að þetta vandamál sé ekki ávarpað í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og samgöngustjóra um fimmtán ára samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024 borgarinnar.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. október 2019 og 1. nóvember 2019.Fylgigögn
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag (04.0) Mál nr. SN170899
Kynnt frumtillaga ASK Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 2.
Kynnt.Fulltrúar ASK Arkitekta Páll Gunnlaugsson, Þorseinn Helgason og Gunnar Örn Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 2, deiliskipulag (04.0) Mál nr. SN170900
Kynnt frumtillaga Arkís arkitekta og Landslags að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 2.
Kynnt.Fulltrúar Arkís arkitekta Björn Guðbrandsson og Sigurbjörg Gunnbjörnsdóttir og fulltrúi Landslags Þráinn Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
-
Færsla Hringbrautar, Skógarhlíð, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa Mál nr. SN190658
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Færslu Hringbrautar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Skógarhlíð. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 30. október 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins leggst gegn því sem að virðist vera handahófskennd staðsetning smáhýsa í borgarlandinu. Reynslan sýnir að smáhýsi hafa að mestu verið úthlutuð einstaklingum sem eiga við mikinn fíknivanda að stríða og verið algjörlega eftirlitslaus. Það er staðreynd. Þetta eru einstaklingar sem þurfa hjálp og eftirlit. Ekki eftirlitslaus smáhýsi eða gáma í jaðri byggðar og við hraðbrautir borgarinnar. Hér þarf að vanda til verks og huga að öllum þáttum.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Samfylkingarinnar gagnbóka:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar fagna uppbyggingu og staðsetningu nýrra smáhýsa í borginni. Verkefnin eru undir eftirliti velferðarsviðs sem er með sérhæfða þjónustu og teymi fyrir þá einstaklinga sem þar munu búa.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Veðurstofuhæð, Bústaðavegur, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa Mál nr. SN190659
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Veðurstofuhæðar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Bústaðavegur. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 30. október 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins leggst gegn því sem að virðist vera handahófskennd staðsetning smáhýsa í borgarlandinu. Reynslan sýnir að smáhýsi hafa að mestu verið úthlutuð einstaklingum sem eiga við mikinn fíknivanda að stríða og verið algjörlega eftirlitslaus. Það er staðreynd. Þetta eru einstaklingar sem þurfa hjálp og eftirlit. Ekki eftirlitslaus smáhýsi eða gáma í jaðri byggðar og við hraðbrautir borgarinnar. Hér þarf að vanda til verks og huga að öllum þáttum.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Samfylkingarinnar gagnbóka:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar fagna uppbyggingu og staðsetningu nýrra smáhýsa í borginni. Verkefnin eru undir eftirliti velferðarsviðs sem er með sérhæfða þjónustu og teymi fyrir þá einstaklinga sem þar munu búa.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Borgartúnsreitur Vestur 1.216, Guðrúnartún, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa Mál nr. SN190657
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits Vestur 1.216 vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Guðrúnartún. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. október 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins leggst gegn því sem að virðist vera handahófskennd staðsetning smáhýsa í borgarlandinu. Reynslan sýnir að smáhýsi hafa að mestu verið úthlutuð einstaklingum sem eiga við mikinn fíknivanda að stríða og verið algjörlega eftirlitslaus. Það er staðreynd. Þetta eru einstaklingar sem þurfa hjálp og eftirlit. Ekki eftirlitslaus smáhýsi eða gáma í jaðri byggðar og við hraðbrautir borgarinnar. Hér þarf að vanda til verks og huga að öllum þáttum.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Samfylkingarinnar gagnbóka:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar fagna uppbyggingu og staðsetningu nýrra smáhýsa í borginni. Verkefnin eru undir eftirliti velferðarsviðs sem er með sérhæfða þjónustu og teymi fyrir þá einstaklinga sem þar munu búa.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.25 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Blesugróf 34, breyting á deiliskipulagi (01.885.5) Mál nr. SN180814
650505-1580 Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík
701294-8909 Skipulags/arkitekt/verkfrst ehf, Garðastræti 17, 101 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gests Ólafssonar dags. 26. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að reisa tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð innan núverandi byggingarreits og með nýtingarhlutfalli 0,45, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta-, og verkfræðistofunnar ehf. dags. 23. nóvember 2018, síðast br. 25. október 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 4. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: mótmæli hagsmunaaðila og húseiganda að Blesugróf og Jöldugróf, undirskriftarlisti 32 aðilar, mótt. 28. mars 2019, Úti og inni arkitekta f.h. eigenda og íbúa Jöldugrófar 24 dags. 2. apríl 2019, ályktun íbúa að Bleikargróf, Blesugróf, Jöldugróf og Stjörnugróf, undirskriftalisti 48 aðilar, dags. 2. apríl 2019, Ingibjörg Lára Skúladóttir f.h. íbúa og eigenda Blesugrófar 16 dags. 3. apríl 2019 og Lagastoð lögfræðiþjónusta f.h. Fjóla ehf., Hrólfs Ölvissonar og Irmu Sjafnar Óskarsdóttur dags. 3. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.
Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019, með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins telur rétt að tekið sé tillit til innsendra athugasemda í máli því sem hér um ræðir. Nær allir íbúar hverfisins leggjast gegn fyrirhugaðri breytingu deiliskipulags og færa fyrir því réttmæt rök. Borgarstjórnameirihluta C-P-Vg-Sf er tíðrætt um mikilvægi sáttar og samráðs við íbúa borgarinnar þessa dagana. Hér er tækifæri til að láta verkin tala og hafna þessari breytingu og virða þannig vilja íbúanna
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Vesturgata 6-10A, breyting á deiliskipulagi (01.132.1) Mál nr. SN190333
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
630785-0309 Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 ReykjavíkLögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 6-10A við Vesturgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir svölum á austurenda vesturgötu 6-8 og endurbyggja svalir með tröppum á Vesturgötu 10. Gististarfsemi heimiluð á 2. hæð Vesturgötu 6-8, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 24. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Háaleitisbraut 1, nýtt deiliskipulag (01.252.1) Mál nr. SN170454
570269-1439 Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 ReykjavíkLögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 31. maí 2017, ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Háaleitisbraut. Í tillögunni felst að bætt verður við tveimur nýjum byggingarreitum á lóð Háaleitisbrautar 1 auk þess sem heimilt verður að stækka hús Veitna við Bolholt 5. Næst Kringlumýrarbraut verður heimilt að reisa fimm hæða skrifstofubyggingu með bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts verður heimilt að reisa sex hæða íbúðarhús með bílakjallara ásamt þjónustu- og verslunarrými á 1. hæð. Bílastæðum fjölgar og verður hluti þeirra í bílakjallara. Byggingarmagn og nýtingarhlutfall hækkar á báðum lóðum sem þessu nemur, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 4. nóvember 2019. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits um hljóðvist dags. 16. nóvember 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2019, húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. júlí 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri og fulltrúi THG Arkitekta Halldór Guðmundsson og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
- Tillaga að nýju deiliskipulagi Háaleitisbraut 1
- Háaleitisbraut 1 og Bolholt 5-5a, húsakönnun
- Minnisblað Mannvits "Deiliskipulag Háaleitisbrautar 1 - Hljóðvist"
- Umsókn, tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Háaleitisbraut 1
- Umsögn Minjastofnunar - Háaleitisbraut 1 dags. 8. maí 2019
- Umsögn Minjastofnunar - Háaleitisbraut 1, dags. 17.júlí 2019
-
Breiðholt 1, breyting á deiliskipulagi (04.6) Mál nr. SN190641
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1. Í breytingunni felst að færa núverandi grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir að framlengja gangstétt við núverandi bílastæði að grenndarstöðinni og staðsetja upplýsingaskilti.
Frestað.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi (01.19) Mál nr. SN190644
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds um breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts. Í breytingunni felst að fjögur bílastæði við austurenda Hallgrímskirkju verði breytt í grenndarstöð, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við Eiríksgötu.
Frestað.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi (01.360) Mál nr. SN190643
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af núverandi gangstétt samsíða Sigtúni verði breytt í grenndarstöð og að núverandi gangstétt verði færð fyrir sunnan við hana, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við stöðina.
Frestað.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Túngötureitur, breyting á deiliskipulagi (01.137.4) Mál nr. SN190640
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Túngötureits. Í breytingunni felst að tvö bílastæði á horni Bræðraborgarstígs og Túngötu verði breytt í grenndargámastöð, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við Túngötu.
Frestað.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi (34.2) Mál nr. SN190618
090982-3549 Jóhann Einar Jónsson, Laugarnesvegur 60, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Jóhanns Einars Jónssonar dags. 17. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Í breytingunni felst að byggingarreit A er hliðrað til vesturs vegna legu fornleifa á svæðinu, reitur Þ1 er stækkaður til vesturs svo að reitur A falli allur innan svæðisins eftir færsluna, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt. Auk þess verða B-rými sem eru ekki inni í heildartölu byggingarmagns og bætt er við ákvæði um að leyfa gististarfsemi á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 10. október 2019. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 195.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Sætún I, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN190652
070763-3899 Kristinn Gylfi Jónsson, Mýrargata 26, 101 Reykjavík
440406-0840 Kjalarnes ehf., Sundaborg 1, 104 Reykjavík
Lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 28. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún I á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að lóðir A og B skerðast vegna veghelgunarsvæðis fyrir nýjan Vesturlandsveg. Nýtingarhlutfall á lóðunum verður 0,42, samkvæmt uppdr. Einars Ingimarssonar arkitekta dags. 25. október 2019.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1042 frá 29. október 2019.
(D) Ýmis málFylgigögn
-
Hraunbær 133, málskot (04.341.1) Mál nr. SN190549
511017-0410 Fasteignaþróunarf. Spilda ehf., Katrínartúni 2, 105 ReykjavíkLagt fram málskot Önnu Sigríði Arnardóttur framkvæmdastjóra Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ehf. vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi Bæjarháls-Hraunbæjar vegna reits A, Hraunbær 133, sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum á reitnum um 10 þannig að í stað 58 íbúða verði 68 íbúðir, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf. dags. 4. júní 2019. Einnig er lögð fram kynning Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ódags. um uppbyggingu. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2019.
Skipulags- og samgönguráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina.
Afgreiðsla þessi felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu skipulags- og samgönguráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.Fulltrúi Viðreisnar bókar:
Í fyrirspurn umsækjenda felst að fá að gera tillögur að breyttu deiliskipulagi með það að markmiði að fjölga minni íbúðum á kostnað stórra á reitnum. Hugmyndin samrýmist aðalskipulagi, áherslum um þéttingu byggðar og áherslum í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar um fjölgun minni íbúða óháð eignarformi. Vitað er að talsverð þörf er á smærri íbúðum í borginni. Ég tel þessi sjónarmið, sjónarmið um þörf um á minni íbúðum óháð eignarformi, vegi þyngra en þau rök sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa. Ég fellst því ekki á umsögnina og tel að taka eigi jákvætt í fyrirspurnina. Ég áskil mér rétt til að taka endanlega afstöðu til málsins þegar endanlegar tillögur og öll sjónarmið í málinu liggja fyrir.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa Viðreisnar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir bókun fulltrúa Viðreisnar vegna málskots Spildu ehf.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Betri Reykjavík/þín rödd, Hjólastæði við lágvöruverðverslun Hallveigarstíg (USK2019100057) Mál nr. US190359
Lagt fram erindið "Hjólastæði við lágvöruverðverslun Hallveigarstíg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 16. september 2019. Erindið var næst efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.Fylgigögn
-
Betri Reykjavík/þín rödd, Þingholt Einstefnuakstursgötur og skástæði (USK2019100056) Mál nr. US190360
Lagt fram erindið "Þingholt: Einstefnuakstursgötur og skástæði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 16. september 2019. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum ásamt því að vera vinsælasta hugmyndin í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.Fylgigögn
-
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna framkvæmda við Bústaðaveg Mál nr. US190355
Óskað er upplýsinga um hvers vegna framkvæmdaleyfi var veitt vegna framkvæmda við aðrein og ramp við Bústaðaveg án þess að grenndarkynning hafi farið fram? Þá er óskað upplýsinga um hvernig Reykjavíkurborg muni bregðast við niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella framkvæmdaleyfið úr gildi.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. -
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna tafa á framkvæmdum við Hverfisgötu. Mál nr. US190354
Verulegar tafir hafa orðið á framkvæmdum við Hverfisgötu en þeim átti upphaflega að vera lokið í ágústmánuði síðastliðnum. Þessar tafir hafa leitt til þess að rekstraraðilar hafa séð sig knúna til að hætta rekstri.
Óskað er skýringa á þessum töfum og hvenær er áætlað að framkvæmdum ljúki?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. -
Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn um samræmi á milli deiliskipulags og aðalskipulags vegna uppbyggingar Biodome. Mál nr. US190353
Hvernig samræmist rúmlega 800 m2 svæði fyrir verslunar- og veitingarekstur sem gert er ráð fyrir í húsnæði "Biodome" í drögum að deiliskipulagi ákvæðum Aðalskipulags Reykjavík.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. -
Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn skoðanakannanir vegna Biodome og Elliðaárdals. Mál nr. US190352
Óskað er eftir að skipulagsráð fái þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið varðandi "Biodome" og Elliðaárdal.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. -
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, kynningarátak á bílhúsum miðborgar Mál nr. US190312
Lagt er til að Reykjavíkurborg og Bílastæðasjóður ráðist í kynningarátak á bílhúsum miðborgar og frekari þróun á viðeigandi snjallforritum með það fyrir augum að gera miðborgina aðgengilegri.Greinargerð fylgir tillögunni
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs. -
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, auka sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla til framtíðar Mál nr. US190356
Í þeim tilgangi að auka sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla til framtíðar er skipulagsfulltrúa falið að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi hverfisins sem miða að því að fjölga íbúum og þétta byggð. Gert verði ráð fyrir því að önnur þjónusta og verslun fái einnig tækifæri til að þróast innan hins nýja skipulags. Sérstök áhersla verði lögð á að nýjar íbúðir henti vel ungum barnafjölskyldum og fyrstu kaupendum. Áform meirihluta borgarstjórnar um að loka Korpuskóla munu draga úr lífsgæðum fjölskyldna sem búa í Staðahverfi og hafa áhrif á áhuga fólks á að flytja í hverfið. Það er því mikilvægt að flýta skipulagsgerðinni sem kostur er og leggja drög að skipulagsbreytingum fyrir ráðið og íbúa hverfisins hið allra fyrsta.
Greinargerð fylgir tillögunni
Frestað. -
Skólavörðustígur 8, kæra 108/2019 (01.171.2) Mál nr. SN190660
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. október 2019 ásamt kæru dags. 13. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.Fylgigögn
-
Skólavörðustígur 8, kæra 110/2019 (01.171.2) Mál nr. SN190661
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. október 2019 ásamt kæru dags. 25. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Vísa til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.Fylgigögn
-
Tangabryggja 13, kæra 54/2019, umsögn (04.023.1) Mál nr. SN190439
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. júlí 2019 ásamt kæru dags. 1. júlí 2019 þar sem kærð er útgáfa byggingarfulltrúa Reykjavíkur á lokaúttekt vegna Tangabryggju 13 og 15, útgefin þann 21. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019.
Fylgigögn
-
Hagasel 23, kæra 85/2019, umsögn (04.937) Mál nr. SN190539
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. september 2019 ásamt kæru dags. 7. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019.
Fylgigögn
-
Hagasel 23, kæra 92/2019, umsögn (04.937) Mál nr. SN190564
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. september 2019 ásamt kæru dags. 15. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019.
Fylgigögn
-
Hagasel 23, kæra 96/2019, umsögn (04.937) Mál nr. SN190576
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. september 2019 ásamt kæru dags. 19. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 og málsmeðferð Reykjavíkurborgar á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019.
Fylgigögn
-
Héðinsgata 8, kæra 79/2019, umsögn Mál nr. SN190534
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 3. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. október 2019.
Fylgigögn
-
Álftamýri 7-9, kæra 88/2019, umsögn (01.280.1) Mál nr. SN190553
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 13. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs 29. maí 2019 og borgarráðs 6. júní 2019 á breyting á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 7-9. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. október 2019.
Fylgigögn
-
Freyjubrunnur 23, kæra 102/2019, umsögn (02.695.4) Mál nr. SN190586
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. september 2019 ásamt kæru dags. 28. september 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 18. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjubrunn 23. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða úr fimm í átta og aukning á byggingarmagni. Einnig er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. október 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 30. október 2019.
Fylgigögn