Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 51

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 23. október kl. 9:04 var haldinn 51. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. og 18. október 2019.

    Lagt fram

    Fylgigögn

  2. Ármúli 7, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.262.1)    Mál nr. SN190536

    530117-0490 Reitir - þróun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 10. september 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Ármúla-Vegmúla-Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 7 við Ármúla. Í breytingunni felst að heimilt verði að endurbyggja og/eða hækka núverandi tengibyggingu. Áætlað er að reisa 4. hæða tengibyggingu og sameina hana Ármúla 7.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    -    Kl. 9.07 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Jórufell 2-12, breyting á deiliskipulagi     (04.685)    Mál nr. SN190525

    510497-2799 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Þorkels Magnússonar dags. 4. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III - suður vegna lóðarinnar nr. 2-12 við Jórufell. Í breytingunni felst að afmarkaðir eru þrír reitir fyrir sorpskýli á lóð og verður hver reitur 20m2, núverandi byggingarheimildir fyrir bílskýli eru felldar út, fyrirkomulag bílastæða breytist og bílastæðum fækkar, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 3. september 2019. Við breytinguna mun byggingarmagn aukast og nýtingarhlutfall hækka.

    -    Kl. 9.10 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum. 

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Tunguháls 5, breyting á deiliskipulagi     (04.327.2)    Mál nr. SN190583

    700176-0299 Tunguháls ehf., Tunguhálsi 5, 110 Reykjavík

    540212-2790 Verkfræðistofa Ívars Hauks ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Ívars Haukssonar dags. 26. september 2019 ásamt minnisblaði ódags. varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálshverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Tunguháls. Í breytingunni felst að hækka nýtingarhlutfall lóðar út 0.7 í 1.1, stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu á norðvestur og suðaustur enda byggingar og breyta bílastæðakröfum, samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Ívars Haukssonar dags. 22. september 2019.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Skarfagarðar 2, breyting á deiliskipulagi     (01.321.7)    Mál nr. SN190584

    500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 276 Mosfellsbær

    Lögð fram umsókn DAP ehf. dags. 26. september 2019 ásamt bréfi dags. 25. september 2019 ásamt greinargerð dags. 25. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðarinnar nr. 2 við Skarfagarða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður að hluta á norðvestur horn reitsins. Nýtingarhlutfall jarðhæðar fer úr 0.5 í 0.56 og nýtingarhlutfall millipalla í 0.25, samkvæmt uppdrætti DAP dags. 25. september 2019. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 20. september 2019.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1039 frá 1. október 2019 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1040 frá 8. október 2019 .

    Lagt fram 

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  7. Hæðargarður, bann við því að stöðva og leggja næst Réttarholtsvegi (USK2019100012)         Mál nr. US190328

    Lagt er fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 4. október 2019 þar sem lagt er til að sett verði bann við því að stöðva og leggja við norðurkant Hæðargarðs, frá gatnamótum við Réttarholtsveg og 25 metra inn götuna. Bannið sé táknað með skilti B24.11 og tilheyrandi undirmerki. 

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2 mgr. 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  8. Langahlíð sunnan Miklubrautar, gönguþveranir merktar með gangbrautarmerkingu (USK2019100052)         Mál nr. US190334

    Lagt er fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. október 2019 þar sem lagt er til að gönguþveranir yfir Lönguhlíð sunnan Barmahlíðar, Mávahlíðar og Drápuhlíðar séu merktar sem gangbrautir með D02.11 og tilheyrandi yfirborðsmerkingu, M13.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2 mgr. 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  9. Framnesvegur við Vesturbæjarskóla, stæði fyrir skólarútur og vörulosun (USK2019100051)         Mál nr. US190335

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. október 2019 þar sem lagt er til að merkt verði stæði fyrir skólarútur og vörulosun á Framnesvegi við Vesturbæjarskóla. Stæðið verði einungis ætlað skólarútum og vöruafhendingu milli klukkan 7 og 17. Stæðið verði merkt með skilti D09.21 og tilheyrandi undirmerkjum.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2 mgr. 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  10. Skógarvegur og Lautarvegur, biðskylda (USK2019100064)         Mál nr. US190336

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. október 2019 þar sem lagt er til að biðskylda verði á umferð á Skógarvegi gagnvart umferð á Háaleitisbraut og Lautarvegi gagnvart umferð á Háaleitisbraut. Biðskylda er merkt með A06.11 og tilheyrandi yfirborðsmerkingu, M12.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2 mgr. 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  11. Sólvallagata sunnan Framnesvegar, gönguþverun merkt með gangbrautarmerkingu (USK2019100062)         Mál nr. US190337

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. október 2019 þar sem lagt er til að gönguþverun yfir Sólvallagötu sunnan Framnesvegar sé merkt sem gangbraut með D02.11 og tilheyrandi yfirborðsmerkingu, M13.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2 mgr. 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  12. Freyjugata 36, sérmerkt P-stæði (USK2019100070)         Mál nr. US190330

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 1. október 2019 vegna umsókn um sérmerkt p-stæði við Freyjugötu 36, sem samþykkt var á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 30. september 2019. Erindi er lagt fyrir skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur til kynningar og endanlegrar samþykktar.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2 mgr. 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  13. Vesturgata 36B, sérmerkt P-stæði (USK2019100071)         Mál nr. US190331

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 1. október 2019 vegna umsóknar um sérmerkt p-stæði við Vesturgötu 36B, sem samþykkt var á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 30. september 2019. Erindi er lagt fyrir skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur til kynningar og endanlegrar samþykktar.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2 mgr. 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  14. Rauðarárstígur 1, málskot     (01.222.1)    Mál nr. SN190597

    530514-2500 Ástrík poppkorn slf., Ásvegi 16, 104 Reykjavík

    Lagt fram málskot Ásthildar Björgvinsdóttur og Svavars Þorsteinssonar dags. 3. október 2019 ásamt fylgiskjölum vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2019 varðandi breytingu á notkun verslunarrýma á 1 hæð hússins á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg í íbúðir (Fnr. 20099593 og F2009594).

    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. ágúst 2019, staðfest með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka: 

    Borgarfulltrúarnir ítreka þá skoðun sína að þörf er á úttekt á framboði og eftirspurn þjónustu- og verslunarrýma í borginni. Á sama tíma og heldur dregur saman í rekstri er framboð rýma á jarðhæð að aukast hratt. Þörf er fyrir talningu á rýmum á jarðhæð og endurmeta núverandi stefnu með hliðsjón af breyttum aðstæðum.

    Fylgigögn

  15. Faxaflóahafnir, merkingar á landi Faxaflóahafna         Mál nr. US190329

    Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 12. september 2019 ásamt tillögu ódags. að samræmdum merkingum á landi Faxaflóahafna.

    Fylgigögn

  16. Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði, opna Austurvöll og fjarlægja blómabeð - R19090309         Mál nr. US190318

    Lögð er fram tillaga sem var vísað frá borgarráði 26. september 2019 þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg opni Austurvöll og fjarlægi upphlaðin blómabeð sem liggja milli Vallarstrætis og Austurvallar. 

    Greinargerð fylgir tillögunni

    (E) Samgöngumál

  17. Mjódd - endurgerð torgs, kynning (USK2019100010)         Mál nr. US190326

    Lagt fram til kynningar endurgerð torgs í Mjódd.

        Kynnt

        

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins fagnar flottri og skemmtilegri hönnun á nýjum torgum á suður svæðinu í Mjódd. Hér verður um að ræða fallegt og vel upplýst svæði. Þökkum það sem vel er gert.

    Ólafur Ólafsson deildarstjóri og Guðrún Birna Sigmarsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  18. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)         Mál nr. US130045

    Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í september 2019.

    Fylgigögn

  19. Laugavegur 15, Kæra 100/2019, umsögn, úrskurður     (01.171.1)    Mál nr. SN190580

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. september 2019 ásamt kæru dags. 24. september 2019 þar sem kærð er afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 13. september 2019 varðandi rekstur verslunar og veitingastaðar/take away á jarðhæð hússins á lóð nr. 15 við Laugaveg. Einnig er lagt fram svar/umsögn skrifstofu sviðsstjóra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. september 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 2. október 2019. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Fylgigögn

  20. Bústaðavegur/Kringlumýrarbraut, kæra 101/2019         Mál nr. SN190585

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. september 2019 ásamt kæru dags. 26. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulagsfulltrúa frá 16. ágúst 2019 um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna m.a. gerðs fráreinar í akstursstefnu til austurs og breikkun rampa til suðurs á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá norðurakbraut Bústaðavegar og setja ný umferðarljós á rampann.

    Fylgigögn

  21. Freyjubrunnur 23, kæra 102/2019     (02.695.4)    Mál nr. SN190586

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. september 2019 ásamt kæru dags. 28. september 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 18. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjubrunn 23. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða úr fimm í átta og aukning á byggingarmagni.

    Fylgigögn

  22. Drápuhlíð 36, kæra 99/2018, umsögn, úrskurður     (01.713)    Mál nr. SN180535

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. júlí 2018 ásamt kæru dags. 17. júlí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa um að gefa út byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 36 við Drápuhlíð. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. ágúst 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2018 um að samþykkja umsókn um byggingu bílskúrs á lóð nr. 26 við Drápuhlíð.

    Lagt fram að nýju ásamt erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. ágúst 2019 ásamt bréfi dags. 18. júlí 2019 þar sem farið er fram á endurupptöku máls nefndarinnar. Einnig er lagt fram álit umboðsmanns Alþingis dags. 20. júní 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. október 2019.

    Fylgigögn

  23. Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN190399

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 1. október 2019 á tillögu að deiliskipulagi fyrir 1. áfanga Laugavegar sem göngugötu.

    Fylgigögn

  24. Reitur 1.171.0, breyting á deiliskipulagi     (01.171.0)    Mál nr. SN190566

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.0, sem afmarkast af Laugavegi, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg.

    Fylgigögn

  25. Reitur 1.171.1, Hljómalindarreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.171.1)    Mál nr. SN190567

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg.

    Fylgigögn

  26. Reitur 1.171.2, breyting á deiliskipulagi     (01.171.2)    Mál nr. SN190568

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.2, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Hallveigarstíg, Ingólfsstræti og Bankastræti.

    Fylgigögn

  27. Reitur 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.171.3)    Mál nr. SN190569

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.3, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg.

    Fylgigögn

  28. Reitur 1.171.4, breyting á deiliskipulagi     (01.171.4)    Mál nr. SN190570

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.4, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Vegamótastíg.

    Fylgigögn

  29. Reitur 1.171.5, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN190571

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.5, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Grettisgötu og Vegamótastíg.

    Fylgigögn

  30. Rauðagerði 27, breyting á deiliskipulagi     (01.821.2)    Mál nr. SN180047

    530169-5539 Félag íslenskra hljómlistarm, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík

    450400-3510 VA arkitektar ehf., Borgartúni 6, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Rauðagerði.

    Fylgigögn

  31. Rauðagerði við Miklubraut, breyting á deiliskipulagi     (01.82)    Mál nr. SN180472

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna nýrra lóðarmarka að Rauðagerði 27.

    Fylgigögn

  32. Bríetartún 3-5, breyting á deiliskipulagi     (01.22)    Mál nr. SN180596

    530416-0890 J.E. 101 ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík

    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit 1.220.0, vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún.

    Fylgigögn

  33. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi     (01.460.0)    Mál nr. SN190203

    690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifan-Fenin vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Samúel Torfi Pétursson dags. 15. október 2019,

    Fylgigögn

  34. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins, fyrirspurn vegna biðskýla         Mál nr. US190339

    Ég óska eftir skýringu á því hvers vegna farþegar Strætó sem nota Klambratúnsbiðstöðvarnar, báðum megin Miklubrautar, íbúar Hlíðahverfis sunnan þessarar umferðaræðar, þurfi að standa úti í regni og roki, kulda og trekki, meðan á mörgum öðrum biðstöðvum er einhverskonar skjól? Hver eru áform nýs rekstraraðila varðandi þessar biðstöðvar sem og aðrar sem ekki hafa skýli og hvenær verða þessar biðstöðvar komnar í ásættanlegt horf?

    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs.

  35. Flokkur fólksins leggur til að steypuklumpar við Kríuhóla 2 verði fjarlægðir. Flokkur fólksins telur mikilvægt að borgin fari í átaksvinnu til að auðvelda eigendum stórra vinnatækja sérstaklega þeim sem eru sjálfstætt starfandi að leggja tækjum sínum nálægt heimilum sínum. Flokkur fólksins hefur áður lagt til að bílastæðum fyrir stóra bíla verði fjölgað í úthverfum. Vörubifreiðastjóra spyrja hvar þeir geti lagt vinnutækjum og sums staðar er hvergi svæði til þess. Í Breiðholtinu er víða skipulagsleysi og er lokun plansins við Kríuhóla 2 dæmi um það. Vörubílstjórar þurfa nú sem búa í hverfinu að leggja í öðrum hverfum og ganga langar leiðir að atvinnutækjunum. Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins leggur m.a. til eftirfarandi lausnir til að bæta úr þessum vanda.

    1. Flokkur fólksins telur heillavænlegast að fjarlægja steypuklumpana sem eru ekki prýði fyrir hverfið.

    2. Flokkur fólksins telur skynsamlegast að borgin hafi samráð við íbúa í hverfinu um hvar sé best að stórum vinnutækjum sé lagt og að þeim stæðum verði fjölgað þar sem þurfa þykir.

    3. Flokkur fólksins leggur áherslu á að reynt sé að koma til móts við eigendur stórra vinnuvéla- bifreiða í hverfinu og þá sérstaklega sjálfstætt starfandi vörubifreiðastjóra.

    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs.

  36. Tillaga áheyrnafulltrúa Flokks fólksins, Tillaga áheyrnafulltrúa Flokks fólksins um að setja bekki á Geirsnefi         Mál nr. US190341

    Hundasvæði eru fá á Íslandi miðað við í nágrannalöndunum. Eitt þeirra er á Geirsnefi. Hundagerðið á Geirsnefi hefur staðið í nokkur ár og er ca 600 m2. Á síðastliðnum 10 árum hefur orðið hrein sprenging í hundaeign á höfuðborgarsvæðinu en þjónusta við hundaeigendur hefur því miður ekki náð að fylgja þeirri þróun. Hundagerðið á Geirsnefi er afar vinsælt. Á svæðið vantar tilfinnanlega bekki svo fólk sem er með hunda sína þar geti tyllt sér. Á löngu svæði er enginn bekkur. Flokkur fólksins vill beina því til skipulags- og umhverfisyfirvalda að settir verði bekkir á svæðið með reglulegu millibili.

    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið klukkan 09:58

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir