Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 25. september kl. 10:36 var haldinn 49. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. og 20. september 2019.
Fylgigögn
-
Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, tillaga (07.1) Mál nr. SN150143
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 ásamt almennri greinargerð og stefnu dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 og skipulagsskilmálum dags. 14. desember 2018, br. 14. september 2019. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar 2019 til og með 17. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: María Gísladóttir og Birgir Guðmundsson mótt. 25. febrúar 2019, Jóhann P. Jónsson mótt. 28. febrúar 2019, Þorsteinn Sigurðsson mótt. 10. mars 2019, Pálína Björnsdóttir mótt. 8., 11. og 14. mars 2019, Linda Björk mótt. 11. mars 2019, Hallur Steinar Jónsson og Jóhanna Valgerður Magnúsdóttir mótt. 12. mars 2019, Ragnar W. Hallbergsson mótt. 12. mars 2019, Björn H. Sigurðsson og Bryndís Magnúsdóttir mótt. 12. mars 2019, Ragnheiður Valdimarsdóttir dags. 12. mars 2019, Sigrún Hjartardóttir og Elvar Vilhjálmsson mótt. 13. mars 2019, Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir og Pálmar Guðmundsson mótt. 13. mars 2019, Þorgeir Björnsson mótt. 13. mars 2019, Vilhelmína Sigurðardóttir dags. 13. mars 2019, Ingibjörg Tómasdóttir mótt. 12., 13. og 14. mars 2019, íbúar og fasteignaeigendur við Birtinga- og Bleikjukvísl, undirskriftalisti 101 aðili, mótt. 14. mars 2019, Bryndís Björnsdóttir og Magni Sigurður Sigmarsson dags. 14. mars 2019, Þór Austmar mótt. 15. mars 2019, Sigurður Ingvarsson og María Bjarnadóttir mótt. 15. mars 2019, Lovísa Hallgrímsdóttir f.h. Regnbogans leikskóla mótt. 15. mars 2019, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir f.h. eigenda Birtingakvíslar 50 dags. 16. mars 2019, Elísabet Jónsdóttir mótt. 16. mars 2019, Einar Guðberg Jónsson mótt. 17. mars 2019, Guðný Klara Kristjánsdóttir mótt 17. mars 2019, Ágústa Kristófersdóttir og Óli Jón Jónsson dags. 17. mars 2019, Sigurgeir A. Jónsson dags. 17. mars 2019, Inga Lára Karlsdóttir og Jökull Úlfarsson mótt. 17. mars 2019, Árný Þórarinsdóttir og Ragnar Jónsson mótt 17. mars 2019, Árný Þórarinsdóttir, Ragnar Jónsson, Ásdís Sigurgeirsdóttir og Þórarinn Klemensson mótt. 17. mars 2019, Anna Kristín Karlsdóttir og Lárus Þórhallsdóttir mótt. 17. mars 2019, Sigmundur Einarsson og Margrét I Kjartansdóttir mótt 17. mars 2019, Díana Hilmarsdóttir mótt. 17. mars 2019, Stefán Orri Stefánsson mótt 17. mars 2019, Snæbjörn Ingi Ingólfsson mótt. 17. mars 2019, Ingólfur Finnbogason mótt. 18. mars 2019 og Viktoría Áskelsdóttir mótt. 18. mars 2019. Einnig sendu eftirtaldar stofnanir inn umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 20. mars 2019, Skipulagsstofnun dags. 29. mars 2019 og Veitur dags. 22. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Samþykkt sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Vísað til borgarráðsFulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, tillaga (07.2) Mál nr. SN150144
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 ásamt almennri greinargerð og stefnu dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 og skipulagsskilmálum dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar 2019 til og með 17. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðmundur H. Einarsson mótt 17. mars 2019. Einnig sendu eftirtaldar stofnanir inn umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 20. mars 2019, Skipulagsstofnun dags. 29. mars 2019 og Veitur dags. 22. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Vísað til borgarráðsFulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, tillaga (07.3) Mál nr. SN150145
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 ásamt almennri greinargerð og stefnu dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 og skipulagsskilmálum dags. 14. desember 2018, br. 14. september 2019. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 17. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðmundur H. Einarsson mótt. 17. mars 2019. Einnig sendu eftirtaldar stofnanir inn umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 20. mars 2019, Skipulagsstofnun dags. 29. mars 2019 og Veitur dags. 22. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Vísað til borgarráðsFulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hverfisskipulag - leiðbeiningar, leiðbeiningar Mál nr. SN180716
Lagðar fram eftirfarandi leiðbeiningar dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019, um 1. Starfsemi í íbúðabyggð, 2. Fjölgun íbúða, 3. Viðbyggingar við einbýlishús, 4. Parhús og raðhús, 5. Fjölbýlishús án lyftu, 6. Borgarbúskapur, 7. Borgargötur, 8. Hverfiskjarnar, 9. Þakbreytingar, 10. svalir og útlitsbreytingar á húsum, 11. Almenningsrými, 12. Ljósvist, 13. Útfærsla lóða og 14. Blágrænar ofanvatnslausnir, sbr. samþykkt um málsmeðferð leiðbeininga um útfærslu skipulags- og byggingaheimilda í hverfisskipulagi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019.
Vísað til borgarráðsFulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hopp - rafskútuleiga í Reykjavík, Kynning Mál nr. US190295
Fulltrúar Hopp kynna starfsemi fyrstu rafhlaupahjólaleigunnar í Reykjavík sem opnar á næstu vikum.
Kynnt.Fulltrúar frá Hopp, Ægir Þorsteinsson, Eiríkur Nilsson og Ragnar Valgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Bríetartún 3-5, breyting á deiliskipulagi (01.22) Mál nr. SN180596
530416-0890 J.E. 101 ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 22. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til norðausturs og auka nýtingarhlutfall þannig að heimilaðar verði þrjár hæðir með inndregni þakhæð sem snýr að Bríetartúni, en fimm hæðir að aukinni inndregni þakhæð á norðaustur hluta lóðar, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 22. ágúst 2018, síðast breytt 12. september 2019. Einnig er lagt fram bréf THG Arkitekta ehf. dags. 22. ágúst 2018. Tillagan var auglýst frá 28. desember 2018 til og með 8. febrúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur ohf. dags. 31. janúar 2019. Einnig lögð fram netsamskipti við Borgarsögusafn vegna húsakönnunar og fornleifaskráningar 28. desember 2018 -15. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. mars 2019 og 5. september 2019, fornleifakönnun Fornleifastofnunar Íslands ses dags Reykjavík 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. september 2019.
Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. september 2019.
Vísað til borgarráðsFulltrúi Sósíalistaflokksins bókar: Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins veltir því fyrir sér hvort raunverulega sé þörf á frekari hótel uppbyggingu í Reykjavík á meðan húsnæðismarkaðurinn er jafn slæmur og hann er í dag.
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi (01.460.0) Mál nr. SN190203
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 HafnarfjörðurLögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 22. mars 2019 ásamt minnisblaði dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni vegna uppbyggingar meðfram Skeifunni og breyting notkunar efri hæða fyrir íbúðir, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 22. mars 2019, síðast breytt 20.09.2019. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits dags. 15. mars 2019 um hljóðvist og Greinargerð-Samgöngumat Mannvits dags 17. september 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðsLilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN190399
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 1. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verði gerðir að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. september 2019.
Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar, fulltrúa Viðreisnar og Katrínu Atladóttur og Hildar Björnsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Vísað til borgarráðsEyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins bókar: Það eru vonbrigði að málið sé afgreitt með flýtimeðferð þegar samráðsferlið hefur verið eins umdeilt og raun ber vitni. Samkvæmt framlagðri áætlun átti að ljúka deiliskipulagi fyrir göngugötur í október-nóvember, en hér í reynd verið að afgreiða málið í september bæði úr skipulags- og borgarráði. Þá liggur ekki fyrir endanleg útfærsla á aðgengi fyrir þá sem þurfa að komast inn á svæðið á bíl, svo sem íbúar, hreyfihamlaðir og neyðarþjónusta slökkviliðs, lögreglu og sjúkrabíla.
Rekstur verslana og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur hefur verið afar þungur undanfarið og tugir rekstaraðila hafa hætt rekstri. Hærri gjöld, launakostnaður, slæmt aðgengi vegna framkvæmda og aðrir þættir hafa dregið þróttinn úr mörgum rekstraraðilum. Vilji meirihluta rekstraraðila er skýr; þeir leggjast gegn heilsárslokun. Hér hefur ekki verið hlustað á þessi sjónarmið sem skyldi og því greiði ég atkvæði gegn þessari afgreiðslu.Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Samskonar þróun má greina meðal annarra sambærilegra verslunarþjóða. Reglulega í sögunni má finna dæmi þess að tækninýjungar leysi eldri hugmyndir af hólmi. Ætli hefðbundin verslun að halda velli þarf að bjóða jákvæða upplifun og framúrskarandi þjónustu. Sýnt hefur verið að með göngugötum megi skapa betra verslunarumhverfi og mæta nýjum áskorunum í verslun.
Verslun og þjónusta á mjög undir högg að sækja í miðborg Reykjavíkur. Samráðsleysi vegna umfangsmikilla framkvæmda, síhækkandi fasteignaskattar, launahækkanir og aukin netverslun eru meðal þátta sem valda erfiðleikum. Mikilvægt er að hlúa betur að rekstri og auka samráð við rekstraraðila miðborgar samhliða útfærslu göngugatna.
Samhliða auknu samráði við rekstraraðila er mikilvægt að hlusta á vilja íbúa , en í síbreytilegu markaðsumhverfi hefur viðskiptavinurinn lokaorðið. Eftirspurn stýrir að endingu framboði. Íbúakannanir hafa ítrekað sýnt mikla jákvæðni íbúa í garð göngugatna. Nýleg könnun sýnir að yfirgnæfandi meirihluti íbúa miðborgar vill göngugötur. Eins eru fleiri íbúar með göngugötum en á móti innan allra borgarhluta. Alls staðar meðal ólíkra aldurshópa er hlutur þeirra sem eru neikvæðir minni en helmingur. Tölurnar sýna glöggt hvaða hugmyndir borgarbúar hafa almennt um þróun verslunar og umhverfis í miðborg Reykjavíkur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: Flokkur fólksins óskar eftir ítarlegum upplýsingum um hvernig þetta lögbundna samráðsferli við hagsmunaaðila eigi að fara fram. Þegar talað er um að fá ítarlegar upplýsingar er átt við: Hvernig skal það samráð fara fram, hvar og hvenær? Felst í þessu "samráði" að hagsmunaaðilar muni fá tækifæri til að taka fullan þátt í ákvörðunum byggða á þeirra forsendum? Nú hafa hagsmunaaðilar mótmælt harðlega lokun þar sem verslun þeirra hefur í kjölfarið hrunið. Spurt er, verður tekið tillit til þess? Fram til þessa hefur ekkert samráð verið en hagsmunaaðilum boðið á einn fund og fengið að merkja inn á svæðið hvar hafa á bekki og blómapotta. Hagsmunaaðilar hafa aldrei verið spurðir um afstöðu varðandi lokun gatna hvað þá að tekið hafi verið tillit til þeirra vilja og skoðana. Reiði hefur verið mikil í þessum hópi sem finnst Skipulagsráð og meirihluti borgarstjórnar hafa valtað yfir sig með frekju, valdníðslu og yfirgangi. Flokkur fólksins harmar að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila, þ.e. íbúa og rekastaraðila,við ákvörðunartöku um að varanlegar göngugötur. Tekið skal fram að Flokkur fólksins er ekki á móti göngugötum.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn afgreiðslu nýs skipulags Laugavegs sem göngugötu og harmar að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila við ákvörðunartöku á fyrri stigum.
Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. 2019 um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar myndi lokast.
Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða.
Yfirlýsingar eins og ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ þóttu kannski boðlegar á miðöldum en eru það sannarlega ekki á 21.öldinni.
Sá misskilningur virðist hrjá meirihlutann með borgarstjóra í broddi fylkingar, að í síðustu kosningum hafi hann fengið umboð borgarbúa til að framfylgja vilja sínum, en ekki þeirra.
Krafan er að raunverulegt samráð verði haft við hagsmunaaðila og borgarbúa.
Fáum upp á borðið hver vilji þeirra er áður en lengra er haldið.
Það er farsæl leið.
Það er rétt leið.
Fulltrúi Miðflokksins hefur ekkert á móti göngugötum, en setur kröfu um að slíkt sé gert með sátt og samráði.Fulltrúi Landslags ehf., Þráinn Hauksson og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Brú yfir Fossvog, kynning Mál nr. US190307
Kynning á fyrirkomulagi hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um hönnun brúar yfir Fossvog.
Fulltrúar frá Vegagerðinni, Guðmundur Valur Guðmundsson og Bryndís Friðriksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Samgöngumál
-
Göngugötur 2019 - 2020, Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Mál nr. US190308
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september með tillögu um göngugötur 2019-2020.
Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar, fulltrúa Viðreisnar og Katrínu Atladóttur og Hildar Björnsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Vísað til borgarráðsEyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins bókar: Nýtt og umdeilt deiliskipulag vegna göngugatna er nýsamþykkt í auglýsingu. Vilji meirihluta rekstraraðila í miðborginni er skýr; þeir leggjast gegn vetrarlokun. Hér hefur ekki verið hlustað á þessi sjónarmið sem skyldi og sátt hefur ekki náðst og því greiði ég atkvæði gegn þessari afgreiðslu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn afgreiðslu nýs skipulags Laugavegs sem göngugötu og harmar að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila við ákvörðunartöku á fyrri stigum.
Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. 2019 um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar myndi lokast.
Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða.
Yfirlýsingar eins og ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ þóttu kannski boðlegar á miðöldum en eru það sannarlega ekki á 21.öldinni.
Sá misskilningur virðist hrjá meirihlutann með borgarstjóra í broddi fylkingar, að í síðustu kosningum hafi hann fengið umboð borgarbúa til að framfylgja vilja sínum, en ekki þeirra.
Krafan er að raunverulegt samráð verði haft við hagsmunaaðila og borgarbúa.
Fáum upp á borðið hver vilji þeirra er áður en lengra er haldið.
Það er farsæl leið.
Það er rétt leið.
Fulltrúi Miðflokksins hefur ekkert á móti göngugötum, en setur kröfu um að slíkt sé gert með sátt og samráði.- Kl. 13:28 víkur Eyþor Arnalds af fundi.
(C) Fyrirspurnir
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.45) Mál nr. SN190314
701017-0990 Gelgjutangi ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 ReykjavíkLögð fram fyrirspurn Þorsteins Inga Garðarssonar dags. 22. maí 2019 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 1 sem felst í að heimilað er að byggja á svæði 1.6 í Vogabyggð íbúðir ofan á þegar heimilaða bílageymslu, samkvæmt hugmyndum Jvantspijker dags. í maí 2019. Einnig er lögð fram hljóðskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. 12. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2019.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Bergstaðastræti 72, málskot (01.197) Mál nr. SN190491
290966-8259 Ólafur Loftsson, Bergstaðastræti 72, 101 ReykjavíkLagt fram málskot Ólafs Loftssonar og Dagnýjar Hermannsdóttur dags. 19. ágúst 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. desember 2018 um að setja bílastæði á lóð nr. 72 við Bergstaðastræti.
Staðfest er niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn dags. 7. desember 2018.Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.}
Fylgigögn
-
Lykilstígar, Tillaga nöfn á lykilstígum Mál nr. US190301
Lagt er til fela nafnanefnd að gera tillögu um nöfn að eftirfarandi göngu- og hjólastígum.
a) Stígnum meðfram Sæbraut.
b) Stígnum sem liggur meðfram Ægisíðu og í gegnum Fossvog, inn í Elliðarárdal.
c) Stígnum í gegnum Elliðarárdal.
d) Stígnum sem liggur meðfram frá Sæbraut, í gegnum Geirsnef, og svo Vesturlandsvegi inn í Mosfellsbæ.
e) Stígnum sem gengur í frá Bryggjuhverfi, í gegnum Grafarvoginn og til Mosfellsbæjar meðfram sjó.
f) Stígnum frá Nauthólsvík, meðfram Öskjuhlíð og niður í miðbæ Reykjavíkur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Nafnanefndar.Fylgigögn
-
Umsókn um sérmerkt P-stæði, P - merkt bílastæði Mál nr. US190300
Lagt er fram til bréf Samgöngustjóra Reykjavíkur dags. 13. september 2019 vegna umsóknar um sérmerkt p-stæði Þórsgötu 12, Baldursgötumegin, sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 10.09.2019. Lagt fyrir skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur til kynningar og endanlegrar samþykktar.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Fylgigögn
-
Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi leigubifreiðastæða í Reykjavík, Tillaga - USK2018010012 Mál nr. US190296
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. september, tillaga um breytingar á fyrirkomulagi leigubifreiðastæða í Reykjavík.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Hlíðar - besta hverfið, Erindi frá íbúum Mál nr. US190302
Lagt fram erindi frá Hlíðar - besta hverfið! þar sem íbúar koma með nokkrar uppástungur um hvernig megi betrumbæta hverfið.
Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar(D) Ýmis mál
-
Betri Reykjavík, laga grindverk í kringum körfuboltavöllinn við Eyjabakka (USK2018040017) Mál nr. US180081
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram erindið "laga grindverk í kringum körfuboltavöllinn við Eyjabakka" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2018. Erindið var fimmta efsta hugmynd marsmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins úr borgarráði, um afdrif tillögu um að banna vinstri beygju inn á Bústaðarveg - R19060230 Mál nr. US190298
BORGARRÁÐ 27. júní 2019: Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um afdrif tillögu um að banna vinstri beygju inn á Bústaðarveg - R19060230
Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill spyrja af hverju tillögunni um að loka fyrir beygju til vinstri inn á Bústaðarveg hvern virkan dag frá kl 16 til 18 í tilraunaskyni var ekki vísað til Vegagerðarinnar og SSH á fundi Skipulags- samgönguráðs 26. júní. Tillaga fjallaði um að þar yrðu ljósin tekin úr notkun á þessum tíma. Með slíkri framkvæmd má draga verulega úr töfum vegfarenda á leið sinni suður og norður eftir Breiðholtsbrautinni. Það eru fjölmargir sem styðja þessa tillögu enda myndi þetta geta virkilega leyst úr mjög erfiðum flöskuháls sem þarna myndast. Enda þótt mæling hafi einhvern tímann sýnt að þetta sé ekki til bóta er ekki þar með sagt að það myndi ekki gera það núna. Þetta er eitt dæmi þess að borgarmeirihlutinn virðist einfaldlega ekki vilja gera neitt í umferðarmálum og þráast við þegar koma góðar tillögur til bóta. Er það vegna þess að verið er að gera stöðuna eins erfiða og hægt er til að sýna fram á mikilvægi borgarlínu og útrýma bílnum úr miðbænum? En eitt útilokar ekki annað. Borgarlína kemur ekki á morgun og þangað til er sjálfsagt að grípa til aðgerða strax sem leysir helsta vandann. Borgarfulltrúa finnst borgarmeirihlutinn sýna mikið andvaraleysi og áhugaleysi en vill þessi meirihlutinn lítið gera fyrir bílaeigendur í borginni. Lágmarksviðbrögð væri að vísa þessum tillögum í vinnu Vegagerðarinnar og SSH og er spurt hér af hverju það var ekki gert.
Fyrirspurn vísað frá.Fulltrúi Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: Fyrirspurnir eru mikilvægt tæki sem kjörnir fulltrúar hafa til að afla upplýsinga um það sem fram fer í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Fyrirspurnum er ekki ætlað að krefja aðra kjörna fulltrúa um frekari réttlætingu fyrir atkvæði sínu enda eru kjörnir fulltrúar eru einungis bundnir af eigin sannfæringu þegar þeir greiða atkvæði um tillögur annarra fulltrúa. Viðkomandi tillaga var felld og hægt að leita í fundargerð eftir frekari útskýringu á afstöðu kjörinna fulltrúa.
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, lækkun hámarkshraða á Reykjavegi og Sundlaugarvegi Mál nr. US190309
Lögð er fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um lækkun hámarkshraða á Reykjavegi og Sundlaugarvegi. Lagt er til að hámarkshraði á þeim hluta Reykjavegar og Sundlaugarvegar sem er með hámarkshraða 50 km/klst. verði lækkaður og umhverfis- og skipulagssviði falið að útfæra bestu lausnir til að tryggja hraðalækkun og öruggar gönguþveranir.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt áheyrarfulltrúum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks Fólksins í samgöngu- og skipulagsráði fagna því að hlustað sé á vilja íbúa um bætt umferðaröryggi barna í Laugarnesinu.(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins, gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar Mál nr. US190297
BORGARRÁÐ 5. september 2019: Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar - R19090068
Bílastæðaskortur er vaxandi vandamál í miðborg Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar finna fyrir þeim skorti en lítið bólar á úrræðum til úrlausnar á vandanum. Á sama tíma rekur Reykjavíkurborg 6 bílastæðahús með yfir þúsund bílastæðum. Bílastæðahúsin eru alls ekki nógu vel nýtt yfir daginn og notkun þeirra er enn minni á nótinni. Gjaldskylda í bílastæði fellur niður á kvöldin en gjaldskylda er allan sólarhringinn í bílastæðahúsum. Til að stemma stigu við bílastæðavanda miðborgarinnar er því lagt til að það verði gjaldfrjálst að leggja í bílastæðahús á nóttinni, nánar tiltekið milli kl. 22:00 og kl. 8:00. Þannig er hægt að koma til móts við bílastæðavanda miðborgarinnar og auka notkun bílastæðahúsa. Þá er það einnig íbúum til góðs að leggja bílum sínum þar sem þeir njóta skjóls frá veðri og vindum.
Frestað. -
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði, Rafhleðslustöðvar Mál nr. US190299
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að uppsetningu hleðslustöðva verði hraðað.
Fyrirspurn vísað frá.
Fulltrúi Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar bóka: Búið er að samþykkja reglur um styrki vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla við fjöleignarhús og er fyrirhugað er að borgin og Orkuveitan veiti 40 milljónir árlega til þeirrar uppbyggingar næstu þrjú árin. Þar sem sambærilegt verkefni er þegar í vinnslu er tillögunni vísað frá. -
Héðinsgata 8, kæra 79/2019 Mál nr. SN190534
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 3. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Haukdælabraut 106, kæra 84/2019 (05.113.5) Mál nr. SN190533
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndarumhverfis- og auðlindamála dags. 3. september 2019 ásamt kæru dags. 29. ágúst 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 um að gefa út byggingarleyfi vegna byggingu einbýlishús á lóð nr. 106 við Haukdælabraut.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Hagasel 23, kæra 85/2019 (04.937) Mál nr. SN190539
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. september 2019 ásamt kæru dags. 7. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Héðinsreitur, reitur 1.130.1, kæra 89/2019 (01.130.1) Mál nr. SN190551
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 14. september 2019 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Héðinsreits, reitur 1.130.1, sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðnda 15. ágúst 2019.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Héðinsreitur, reitur 1.130.1, kæra 90/2019 (01.130.1) Mál nr. SN190552
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 13. september 2019 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Héðinsreits, reitur 1.130.1, sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðnda 15. ágúst 2019.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.Fylgigögn
-
Héðinsreitur, reitur 1.130.1, kæra 91/2019 (01.130.1) Mál nr. SN190550
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 15. september 2019 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Héðinsreits, reitur 1.130.1, sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðnda 15. ágúst 2019.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Álftamýri 7-9, kæra 88/2019 (01.280.1) Mál nr. SN190553
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 13. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgögnuráðs 29. maí 2019 og borgarráðs 6. júní 2019 á breyting á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 7-9.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Hagasel 23, kæra 92/2019 (04.937) Mál nr. SN190564
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. september 2019 ásamt kæru dags. 15. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Hraunbær 102B-E, kæra 18/2019, umsögn (04.343.3) Mál nr. SN190160
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. mars 2019 ásamt kæru dags. 7. mars 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa þann 11. febrúar 2019 vegna skjólveggja við Hraunbæ 102BE. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. apríl 2019.
-
Klapparstígur 29, kæra 98/2018, umsögn, úrskurður (01.172.0) Mál nr. SN180532
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júlí 2018 ásamt kæru dags. 15. júlí 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi á lóð nr. 29 við Klapparstíg, auglýst í B-deild Sjórnartíðinda 15. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. nóvember 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurðurður umhverfis- og auðlindamála frá 12. september 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 2. maí 2018 um að breyta skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg.
-
Bankastræti 12, kæra 115/2018, umsögn, úrskurður (01.171.2) Mál nr. SN180643
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. september 2018 ásamt kæru dags. 14. september 2018 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bankastræti. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. október 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurðurður umhverfis- og auðlindamála frá 12. september 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar frá 17. ágúst 2018 um að breyta skilmálum deiliskipulags staðgreinireits 1.171.2 á þann veg að heimila áður gerða geymslu, sorpgerði og svalir að Bankastræti 12.
-
Þjóðhildarstígur 2-6, kæra 122/2018, umsögn, úrskurður (04.112.2) Mál nr. SN180704
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. október 2018 ásamt kæru dags. 5. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja beiðni um niðurrif skjólveggjar að Þjóðhildarstíg 2-6. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. mars 2018 að hafna beitingu þvingunarúrræða vegna skjólveggjar að Þjóðhildarstíg 2-6, ófrágenginnar lóðar og bílaumferðar á baklóð nefndrar lóðar.
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. maí 2019 um að synja beiðni kærenda um beitingu þvingunarúrræða vegna umferðar bifreiðar um baklóð Þjóðhildarstíg 2-6. -
Þjóðhildarstígur 2-6, kæra 46/2019, umsögn, úrskurður (04.112.2) Mál nr. SN190364
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. júlí 2019 ásamt kæru dags. 3. júní 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um synjun á beitingu þvingunarúrræða vegna bifreiðaumferðar á baklóð Þjóðhildarstígs 2-6. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. mars 2018 að hafna beitingu þvingunarúrræða vegna skjólveggjar að Þjóðhildarstíg 2-6, ófrágenginnar lóðar og bílaumferðar á baklóð nefndrar lóðar.
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. maí 2019 um að synja beiðni kærenda um beitingu þvingunarúrræða vegna umferðar bifreiðar um baklóð Þjóðhildarstíg 2-6. -
Döllugata 4, kæra 50/2019, umsögn, úrskurður (05.113.7) Mál nr. SN190442
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. júlí 2019 ásamt kæru dags. 29. júní 2019 þar sem kærð er umsögn/afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 3. maí 2019 á umsókn BN055846 varðandi Döllugötu 4. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. júlí 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. september 2019. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísða frá úrskurðarnefndinni.
-
37. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða Mál nr. SN180292
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð.
Fylgigögn
-
Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN190397
621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg.
Fylgigögn
-
Skúlagata 26. 28 og 30, breyting á deiliskipulagi (01.154.3) Mál nr. SN190393
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 26, 28 og 30 við Skúlagötu.
Fylgigögn
-
Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi (01.171.5) Mál nr. SN190205
470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
431005-0690 P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreits, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg.
Fylgigögn
-
Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31, lýsing (01.265.2) Mál nr. SN190500
530117-0570 Reitir - iðnaður ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 KópavogurLagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsbraut 34/Ármúla 31, reitur 1.265, í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgigögn
-
Fegrunarviðurkenningar 2019, tilnefningar trúnaðarmál Mál nr. SN190371
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2019 vegna tilkynningar borgarráðs s.d. á samþykkt ráðsins frá 22. ágúst 2019 á tillögum að fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar fyrir 2019.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna Laugavegs 20b og Laugavegs 15. Mál nr. US190311
1. Hver var kvótastaða svæðis þann 13.september 2019 þegar samþykkt var fyrsta umsókn Feather On the Olfus ehf um leyfi fyrir veitingastað á Laugavegi 15?
2. Hver var kvótastaða svæðis þann 20.september 2019 þegar hafnað var þriðju umsókn Stórvals ehf um leyfi fyrir veitingastað á Laugavegi 20b?
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu Skipulagsfulltrúa. -
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Tillaga Mál nr. US190312
Lagt er til að Reykjavíkurborg og Bílastæðasjóður ráðist í kynningarátak á bílhúsum miðborgar og frekari þróun á viðeigandi snjallforritum með það fyrir augum að gera miðborgina aðgengilegri.
Greinargerð
Bílastæðum hefur fjölgað í miðborg síðustu ár með tilkomu nýrra bílhúsa. Borgarbúar upplifa hins vegar skort á bílastæðum í miðborginni og því æskilegt að bregðast við þeirri upplifun. Betur má gera við kynningu nýrra bílastæða í bílhúsum og því mikilvægt að ráðast í kynningarátak svo borgarbúar séu upplýstir um þróunina. Áður hefur Sjálfstæðisflokkur lagt til frekari þróun snjallforritsins leggja.is með það fyrir augum að gera bílhúsin aðgengilegri. Þannig yrði unnt að greiða fyrir aðgang að bílhúsum með forritinu eða öðrum sambærilegum forritum. Tillagan hefur ekki enn fengið afgreiðslu. Eins mætti þróa snjallforritin áfram með það fyrir augum að gestir miðborgar geti aflað upplýsinga í rauntíma um fjölda lausra bílastæða í hverju bílhúsi ásamt ráðleggingum um viðeigandi bílhús eftir því hvert sækja skal verslun eða þjónustu í miðborg.
Frestað. -
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Tillaga um rafknúin farartæki í miðborg Mál nr. US190313
Nýleg könnun meðal íbúa sýnir að borgarbúar myndu helst nýta sér þjónustu miðborgar oftar ef þar væri aðgengilegur einhvers konar miðborgarvagn. Með umbreytingu og endurhönnun Laugavegs er yfirlýst markmiðið borgarinnar að glæða götuna enn meira lífi með það fyrir augum að veita gangandi og hjólandi vegfarendum aukið rými. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið bjóði út rekstur smárra rafknúinna farartækja sem gætu ferjað viðskiptavini frá bílhúsum að verslun og þjónustu í miðborg. Eins er lagt til að umhverfis- og skipulagssvið hlutist til um gott aðgengi að reiðhjólum, rafskútum og öðrum sambærilegum farartækjum nærri bílhúsunum. Þannig megi gera verslun og þjónustu enn aðgengilegri fyrir gesti miðborgar og skapa sátt um útfærslu göngugatna.
Frestað. -
Fyrirspurn frá fulltrúa Viðreisnar, Fyrirspurn Mál nr. US190314
Hverjar hafa verið tekjur vegna leyfa fyrir torgsölu, leigu á dagsölusvæðum o.þ.h. á árinu 2018 og það sem af er árinu 2019. Hver hefur nýting svæðanna verið, skipt eftir svæðum.
Frestað. -
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, fyrirspurn Mál nr. US190315
Fjölgun stofnana og fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur.
1. Hefur Borgin í hyggju að setja mannfrekar stofnanir og fyrirtæki í póstnúmer 101, 102, 103, 104 og 108.
2. Ef svo er, hvaða stofnanir og fyrirtæki er um að ræða.
3. Hvaða póstnúmer eru á áætlun fyrir nýjar stofnanir og fyrirtæki?
4.Eru borgaryfirvöld tilbúin að beita sér fyrir fækkun stofnana og opinberra fyrirtækja í borginni og fjölga þeim í austur hluta borgarinnar.Eins og margoft hefur komið fram eru umferðarmálin í miklum ólestri og er ekki á það bætandi að fjölga fyrirtækjum og stofnunum í ofangreindum póstnúmerum. Flokkur fólksins ber kvíðboga ef um fjölganir stofnana og fyrirtækja í umræddum póstnúmerum verður að ræða.
Frestað.