Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 48

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 25. september kl. 9:05 var haldinn 48. fundur skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, ásamt umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur og var það 29. fundur þess. Fundurinn var haldinn í Hofi að Borgartúni 12 – 14.Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson,  Aron Leví Beck, Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Auk þeirra sátu eftirtaldir fulltrúar umhverfis- og heilbrigðisráðs fundinn: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Egill Þór Jónsson, Örn Þórðarson, Jórunn Pála Jónasdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Nikulás Úlfar Másson, Hreinn Ólafsson, Kristján Ólafur Smith, Hrönn Hrafnsdóttir, Þórólfur Jónsson, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari er Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð, Kynnt         Mál nr. US190026

    Lagt er fram bréf dags. 23. september 2019, frá fundi borgarstjórnar 3. september 2019 þar sem var samþykkt að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Mörtu Guðjónsdóttur.
    Lagt fram.

    Kl. 9:09 tekur Ólafur Jónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2020         Mál nr. US190303

    Lögð eru fram drög að greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs með fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. 

    Þar á meðal eru drög að:

    - rekstraryfirliti Umhverfis- og skipulagssviði í aðalsjóði fyrir árið 2020
    - rekstraryfirliti Umhverfis- og skipulagssviði í eignasjóði fyrir árið 2020
    - gjaldskrám Umhverfis- og skipulagssviði fyrir árið 2020

    -    Kl. 9:22 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum skipulags- og samgönguráðs, fulltrúa Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Skipulags- og samgönguráð staðfesta að drög að starfs- og fjárhagsáætlun séu í samræmi við ákvarðanir ráðanna um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum.
    Vísað til borgarráðs.

  3. Umhverfis- og skipulagssvið, 6 mánaða uppgjör         Mál nr. US190304

    Lögð er fram greinagerð 6 mánaða uppgjörs Umhverfis- og skipulagssviðs janúar - júní 2019
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  4. Umhverfis- og skipulagssvið, Innkaup sem fara yfir milljón         Mál nr. US190305

    Lögð eru fram innkaupaskýrslur frá janúar - júní 2019 fyrir aðalsjóð og eignasjóð á kaupum sem fara yfir milljón. 
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  5. Umhverfis- og skipulagssvið, Yfirlit ferðakostnaðar         Mál nr. US190306

    Lögð er fram skýrsla á ferðakostnaði starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs frá apríl - júní 2019.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  6. Fyrirspurn Flokks fólksins, lið 5 á fundi beggja ráða 25. september 2019, Yfirlit ferðakostnaðar.         Mál nr. US190310

    Flokkur fólksins óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum?.
    1.     Var nauðsynlegt að svo margir fulltrúar færu á ráðstefnuna í Osló í vor?
    2.    Var kannað hvort boðið yrði upp á fjarfund.
    3.    Ef boðið var upp á fjarfund hvers vegna var hann ekki nýttur.

    Flokkur fólksins vill gera athugasemdir við hversu margir frá Umhverfsis og skipulagssviði fóru á ráðstefnu til Osló í vor. Kostnaður er rúmar 4 milljónir. Hér má spyrja hvort allt þetta fólk hafi þurft að sækja sömu ráðstefnuna þótt mikilvæg væri. Hvað með fjarfundi, var kannað hvort það var í boði. Hvernig sem á málið litið er hér um gríðarháa upphæð að ræða og engan veginn verjandi enda hefði dugað að senda 2-3 sem hefðu getað uppfrætt þá sem heima sátu.