Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 11. september kl. 10:09 var haldinn 47. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragna Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1 – 6.
Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 7 og 10 – 14. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag (04.0) Mál nr. SN170899
Kynntar hugmyndir að skipulagi fyrir miðsvæðið á Krossamýrartorgi Elliðaárvogi/Ártúnshöfða svæði 1.
Kynnt.Chris Wieszczycki, fulltrúi TP Bennett teiknistofu og Halldór Eyjólfsson fulltrúi Klasa taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. september 2019.
Fylgigögn
-
Hlemmur +, 1.241.0, 1.241.1 - Hampiðjureitir, breyting á skilmálum deiliskipulags Mál nr. SN190528
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Hlemmur + 1.241.0, 1.241.1 Hampiðjureitir". Í breytingunni felst að skilgreind er nánar heimild í deiliskipulagi vegna minniháttar breytinga varðandi kvisti og svalir.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Lækjargata 8, breyting á deiliskipulagi (01.140.5) Mál nr. SN180334
450269-3609 Lækur ehf., Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
490597-3289 Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn Studio Granda ehf. dags. 3. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu. Í breytingunni felst m.a. að einnar hæðar bakbyggingar gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6b verði fjarlægðar og endurbyggðar að hluta, byggðar verði 2 hæðir og portbyggt ris með kvistum yfir innkeyrsluramp auk þess sem byggt verði upp að gafli Lækjargötu 6b. Gert er ráð fyrir kjallara undir gamla húsinu og nýbyggingu, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Studio Granda ehf. dags. 1. október 2018. Einnig er lögð fram útskrift úr fundargerð Minjastofnunar Íslands 3. ágúst 2016, minnisblað EFLU dags. 24. nóvember 2016 og Bréf Studio Granda ehf. dags. 1. október 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. nóvember 2018 og bréf Studio Granda ehf. dags. 22. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haraldur Ingvarsson f.h. eiganda að Lækjargötu 6B dags. 29. apríl 2019 og Jón Örn Valsson, Magnús Steinþórsson og Eiríkur Óskarsson f.h. húsfélagsins Pósthússtræti 13 dags. 8. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2019.
Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2019
Vísað til borgarráðsÁheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir innsendar athugasemdir og veltir fyrir sér hvers vegna verið er að leyfa þreföldun byggingarmagns á téðri lóð með tilheyrandi skerðingu gæða nágranna. Núgildandi deilskipulag er frá árinu 2008 og því ekki um eðlilega breytingu að ræða vegna breyttra tíma. Í málflutningi er talað um óverulegar breytingar, en raunin er þreföldun byggingamagns. Það eru ekki óverulegar breytingar. Í ljósi nýlegra úrskurða Úrskurðarnefndar Umhverfis og auðlindamála telur fulltrúi Miðflokksins rétt að staldra hér við og að tekið sé tillit til innsendra athugasemda.
Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar gagnbóka:
Markmið tillögunnar er að bæta ásýnd og nýtingu á svæðinu bak við Lækjargötu 8. Skúr á baklóð og bygging við Lækjargötu 6 verða fjarlægðar. Nýjar byggingar koma í stað þeirra. Einnig kemur tveggja hæða nýbygging með portbyggðu risi og kvistum ofan á innkeyrslurampa á baklóðinni.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Laugarnes, minningarreitur um Holdsveikraspítalann (01.328.5) Mál nr. SN190217
110346-3019 Magnús Sædal Svavarsson, Máshólar 10, 111 ReykjavíkLagt fram bréf Magnúsar Sædals Svavarssonar f.h. Oddfellowreglunnar Ob. Petrusar, dags. 26. mars 2019 varðandi áform um gerð minningarreits um Holdsveikraspítalann í Laugarnesi. Tillagan hefur verið unnin í samstarfi við Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn Reykjavíkur. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Landslags dags. 19. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn/svar deildarstjóra náttúru og garða hjá skrifstofu Umhverfisgæða Reykjavíkur dags. 13. ágúst 2019.
Kynnt.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kringlan, Kynnt (01.721) Mál nr. SN170316
Kynnt staða vinnu að skipulagi á Kringlusvæðinu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins gerði athugasemd við samþykkt rammaskipulags vegna Kringlureits á síðasta ári á þeim forsendum að ekki hafi verið gengið frá skipulagi vegna mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Því ber að fagna að vinna við forhönnun Miklubrautar í stokk er hafin. Samkvæmt rammaskipulagi eru þó einungis sex metrar frá húsvegg fyrirhugaðra bygginga á reitnum að þessum lykil stofnbrautum borgarinnar. Áður en lengra er haldið þarf í samráði við Vegagerðina að ganga að fullu frá skipulagi vegna mislægra gatnamóta þessara stofnbrauta og þeim vegtengingum sem því fylgja. Gildir þá einu hvort talað er um stokk eða mislæg gatnamót.
Friðjón Sigurðarson, fulltrúi Reita tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) samgöngumál
Fylgigögn
-
Strætó bs., Kynning Mál nr. US190292
Nýtt leiðanet – endurskoðun leiðakerfis Strætó vegna Borgarlínu
Kynning á yfirstandandi vinnu og tillögu á vinnslustigi.Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir fulltrúar Strætó bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
-
8. Köllunarklettsvegur 3 og 5, (fsp) uppbygging (01.328) Mál nr. SN190326
671106-0750 Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 ReykjavíkLögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 24. maí 2019 varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til skammtímanota á lóð nr. 3 og 5 við Köllunarklettsveg, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. í apríl 2019.
Frestað.Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1032 frá 13. ágúst 2019,
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1033 frá 20. ágúst 2019,
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1034 frá 27. ágúst 2019 og
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1035 frá 3. september 2019.(E) Umhverfis- og samgöngumál
Fylgigögn
-
Ármúli, Almenn stæði fyrir hreyfihamlaða við Ármúla Mál nr. US190286
Lagt er fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar vegna almennra stæða fyrir hreyfihamlaða, endastæði við Síðumúla 1, Ármúla-megin. dags. 30. ágúst 2019. Með bréfinu fylgja reglur/leiðbeiningar vegna þessara stæða í borgarlandi, sem rökstuðningur fyrir úthlutun stæðisins dags. 16. október 2017.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Fylgigögn
-
Bílastæðasjóður, Tillaga Mál nr. US190290
Lögð er fram tillaga til samþykktar dags. 28. ágúst 2019 frá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs þar sem lagt er til um breytingu á gjaldsvæði 1.
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið uppá strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum.
Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar gagnbóka:
Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla.
Fylgigögn
-
Bílastæðasjóður, Tillaga Mál nr. US190288
Lögð er fram tillaga til samþykktar frá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóði dags. 28. ágúst 2019 þar sem lagt er til að lengja gjaldskyldutíma og tillögu um gjaldskyldu á sunnudögum.
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið uppá strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum.
Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar gagnbóka:
Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla.
Fylgigögn
-
Bílastæðasjóður, Tillaga Mál nr. US190289
Lögð er fram tillaga til samþykktar frá Skrifstofu samgöngu og borgarhönnunar, bílastæðasjóður dags. 28. ágúst 2019 þar sem lögð er fram tillaga að gjaldskrárbreytingu.
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið uppá strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum.
Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar gagnbóka:
Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla.
Fylgigögn
-
Björgun á Álfsnesi, tillaga að matsáætlun Mál nr. US190072
Lögð er fram umsögn dags. 5. september 2019 frá Skrifstofu umhverfisgæða á umhverfis- og skipulagssviði vegna óskar frá Skipulagsstofnun dags. 28. ágúst 2019 um umsögn um frummatsskýrslu um landfyllingu og höfn fyrir efnisvinnslusvæði Björgunar á Álfsnesi.
Lagt fram.(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fyrirspurn frá Flokki fólksins, hvenær laga á aðgengi að Breiðholtsbrúnni vinstra megin við Brautina þegar komið er frá Mjódd Mál nr. US190276
Að komast upp á brúna yfir Breiðholtsbrautina ef komið er frá Mjódd, vinstra megin við Brautina er aðeins fyrir þá fótafimustu. Það er hrikalegt að sjá þennan frágang og ekki nokkur leið fyrir eldri borgara, hreyfiskerta eða aðra sem eiga erfitt með gang. Þennan spöl þarf nánast að fara upp á fjórum fótum og á vetrum yrði þetta bara eins og rennibraut. Myndir fylgja fyrirspurninni Spurt er hvort þetta sé lokafrágangur ? Ef ekki hvenær á að laga þetta og ganga frá þessu með sómasamlegum hætti þannig að aðgengi þarna megin við brúna verði fyrir alla?
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um lækkun hámarkshraða á Laugarásvegi Mál nr. US190291
Vísað er til skipulags- og samgönguráðs frá Borgarráði dags. 5. september 2019 þar sem borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að hámarkshraði á Laugarásvegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Nauðsynlegt er að lækka hámarkshraða á Laugarásvegi úr 50 km/klst. í 30 km/klst. í samræmi við aðrar götur í hverfinu þar sem íbúðarhúsnæði er þétt. Ökumenn aka jafnan vel yfir 50 km/klst. á Laugarásvegi sem skapar mikla hættu en mikið af börnum búa í götunni og leika sér fyrir framan húsin. Gatan er löng og þ.a.l. eiga ökumenn það til að auka hraðann verulega. Íbúar við Laugarásveg eru uggandi um börn sín og telja að það auki öryggi þeirra til muna verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst.
Samþykkt. Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til endanlegrar útfærslu. Athygli er vakin á því að endanlegt samþykki er háð samþykki Lögreglustjóra. -
Búland 1-31 2-40, kæra 82/2019 Mál nr. SN190508
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 21. ágúst 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa dags. 22. júlí 2019 þess efnis að framkvæmdir á lóðinni Búland 36, Búland 1-31 og 2-40, falli undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 í e. lið greinar 2.3.5 og því muni byggingarfulltrúi ekki aðhafast frekar í máinu.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Sviðsstjóra. -
Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, kæra 80/2019, umsögn Mál nr. SN190507
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 17. ágúst 2019 þar sem kærð samþykkt nýs deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. september 2019.
-
Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, kæra 83/2019, umsögn Mál nr. SN190509
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 23. ágúst 2019 þar sem kærð er samþykkt nýs deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. september 2019.
-
Drápuhlíð 36, kæra 99/2018, umsögn, úrskurður (01.713) Mál nr. SN180535
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. júlí 2018 ásamt kæru dags. 17. júlí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa um að gefa út byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 36 við Drápuhlíð. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. ágúst 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2018 um að samþykkja umsókn um byggingu bílskúrs á lóð nr. 26 við Drápuhlíð.
Lagt fram að nýju ásamt erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. ágúst 2019 ásamt bréfi dags. 18. júlí 2019 þar sem farið er fram á endurupptöku máls nefndarinnar. Jafnframt er lagt fram álit umboðsmanns Alþingis dags. 20. júní 2019. -
Reitur 1.240.3, Snorrabraut, Grettisgata, Rauðarárstígur og Njálsgata, nýtt deiliskipulag (01.240.1) Mál nr. SN190374
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs dags. s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.3 sem afmarkast af Grettisgötu, Rauðarárstíg, Njálsgötu og Snorrabraut.
Fylgigögn
-
Hagasel 23, breyting á deiliskipulagi (04.937) Mál nr. SN180409
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs 29. ágúst 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel.
Fylgigögn
-
Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi (01.862.3) Mál nr. SN190241
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn frá Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, kynning Mál nr. US190293
1. Hversu margir djúpgámar eru í notkun í Reykjavík? 2. Hver er áætlun og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar við að fjölga djúpgámum innnan borgarmarkanna. 3. Nú er kostnaður við djúpgám um 20 milljónir. Hvernig hyggst borgin koma til móts við þá sem óska eftir slíkum gámum?
Frestað.
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Fyrirspurn Mál nr. US190294
Hvenær er Reykjavíkurtjörn hreinsuð og hversu oft á ári? Gróður í Reykjavíkurtjörn er nauðsynlegur og hefur gróður aukist sýnilega. Í dag er tjörnin á köflum dökkgræn þegar horft er ofan í hana og ekki augnayndi að mati margra. Aukning á slíkum gróðri hefur jákvæð áhrif á vistkerfi tjarnarinnar og bætir meðal annars skilyrði fyrir smádýr sem eru mikilvæg fæða fyrir endur. Því er það Flokki fólksins hugleikið hversu oft þarf að hreinsa tjörnina árlega til að halda vistkerfi hennar í eðlilegu ástandi.
Frestað.