Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 46

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 4. september kl. 10:08 var haldinn 46. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðsödd voru: Alexandra Briem, Pawel Bartoszek, Ragna Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 3 – 13, 15 og 16. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Skipulags- og samgönguráð, Nýr nefndarmaður Viðreisnar         Mál nr. US190282

    Lagt er fram bréf dags. 22. ágúst 2019 frá fundi borgarráðs þann 22. ágúst 2019 þar sem samþykkt var að Pawel Bartoszek taki sæti í skipulags- og samgönguráði í stað Diljár Ámundadóttur og að Geir Finnsson taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  2. Skipulags- og samgönguráð 2018-2022, kosning varaformanns         Mál nr. US180158

    Kosning varaformanns skipulags- og samgönguráðs 2018-2022. 
    Samþykkt að kjósa Pawel Bartoszek sem varaformann skipulags- og samgönguráðs.

    (A) Skipulagsmál

  3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 23. ágúst og 30. ágúst 2019.

    Fylgigögn

  4. Laugavegur sem göngugata, skipulagslýsing, skipulagslýsing         Mál nr. SN190399

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2019, vegna nýs deiliskipulags fyrir Laugaveginn sem göngugötu sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur. Markmið og tilgangur verkefnisins er að skipuleggja varanlegar göngugötur á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Unnið er samhliða að forhönnun og undirbúningi í samráði við hagsmunaaðila. Ákveðið verður í framhaldinu hvort unnið verði eitt heildstætt skipulag fyrir götukaflana, eða svæðið bútað niður í áfanga. Lýsing var kynnt frá 31. júlí 2019 til og með 21. ágúst 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins dags. 7. ágúst 2019, Skipulagsstofnun dags. 8. ágúst 2019 og Veitur ohf. dags. 21. ágúst 2019.
    Kynnt. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Miðflokkurinn harmar að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila, þ.e. íbúa og rekastaraðila,við ákvörðunartöku um að varanlegar göngugötur. Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. 2018 um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar myndi lokast. Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða. Fulltrúi Miðflokksins fagnaði þó að dregið var í land með lokun Laugavegs frá Hlemm og að efsti punktur lokunar yrði Barónstígur. En nú virðist sem fyrri galskapur borgarstjóra sé aftur kominn upp á borð? Hvar endar sú gerræðisför sem hér er haldið í? Krafan er að raunverulegt samráð sé haft við hagsmunaaðila og íbúa. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti göngugötum, en setur kröfu um að slíkt sé gert í sátt og samráði. Það er farsæl leið. Það er rétt leið. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka: 

    Við undirbúning varanlegra göngugatna í Reykjavík hefur víðtækt samráð þegar átt sér stað og verður haldið áfram. Sem dæmi má nefna opið samráð í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar og opinn samráðsfund með veitingafólki, verslunarrekendum, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilum. Þá á borgin í reglulegu og góðu samtali við Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hagsmunafélög auk þess sem á vegum borgarinnar starfar öflug aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Nú er í gangi deiliskipulagsvinna fyrir Laugaveg sem göngugötu og felur það í sér lögbundið samráðsferli við hagsmunaaðila. Að sjálfsögðu verður innsendum athugasemdum við það deiliskipulag svarað. Þó gleður það fulltrúa meirihlutans að heyra að Miðflokkurinn hafni ekki göngugötum almennt.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Vogabyggð svæði 5 - Skólpdælustöð, breyting á deiliskipulagi     (01.45)    Mál nr. SN190476
    260362-6589 Sigríður Magnúsdóttir, Hávallagata 21, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Sigríðar Magnúsdóttur dags. 15. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar. Breytingin felst í því að stækka lóð skólpdælustöðvar um 150m2 (úr 900m2 í 1050m2) og minnka um leið athafnarsvæði smábáta úr 25.555m2 í 25.415m2 ásamt því að stækka mannvirki skólpdælustöðvarinnar að flatarmáli (úr 300m2 í 500m2) og rúmmáli, hæð þess getur orðið 9 metra hátt frá jörðu. Ásamt því að skilgreina nýja kvöð utan lóðar skólpdælustöðvar um graftrarétt, landmótun og göngustíg við lóð skólpdælustöðvar samkvæmt uppdrætti Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 15. ágúst 2019. 
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Grjótháls 1-3, breyting á deiliskipulagi     (04.302.4)    Mál nr. SN190472
    710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
    590902-3730 Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 9. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall ofanjarðar er hækkað upp í 0,75, samkvæmt tillögu T.ark Arkitekta ehf. dags. 28. ágúst 2019.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  7. Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi     (01.221.1)    Mál nr. SN190382
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. dags 21. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún. Í breytingunni felst í meginatriðum að heimilt verður niðurrif eldri frambyggingar á lóðinni og stækkun bílakjallara undir henni. Bundið er að nýbyggingin leggist í sömu línu að Borgartúni og sé hornskorin á horni Borgar- og Nóatúns á 1. og 2. hæð, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 12. júní 2019, breytt 16. ágúst 2019. Einnig er lagt fram bréf Aðalsteins Steinþórssonar, Birnu Stefnisdóttur, Geirs Sigurðssonar og Matthildar Skúladóttur dags. 27. ágúst 2019.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: 

    Fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins harma að ekki hafi verið farin leið samráðs og sáttar í máli þessu. Borgartún 24 er hluti 3ja hæða stakstæðra húsa þessa götuhluta, sem nær milli Katrínartúns og Nóatúns. Því er ekki að furða að íbúa Mánatúns 7-17 reki í rogastans vegna þeirra breytinga sem hér um ræðir. Allar forsendur íbúa við kaup sinna eigna verða að engu. Ekki er gerð tilraun til að koma til móts við íbúana, heldur ekki rekstaraðila í nærumhverfinu sem einnig sendu inn athugasemdir. Sú aðferðafræði sem meirihluti Vg-Sf-P-C beitir hér er reyndar kunnugleg: 1. Deiliskipulagsbreyting unnin án samráðs við nærumhverfi.2. Deiliskipulag sett í auglýsingu undir formerkjum samráðs.3. Allar athugasemdir sem berast virtar að vettugi. Kjörnir fulltrúar virðast ekki skilja að þeir eru kosnir til að framfylgja vilja borgaranna og bera hag þeirra fyrir brjósti í sínum störfum. Góður stjórnandi velur leið samráðs og sátta, ekki stríð. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka:

    Umrædd deiliskipulagsbreyting snýr að því að bæta við og stækka fermetratölu fyrir bílastæðahús neðanjarðar. Nýtingarhlutfall ofanjarðar helst óbreytt. Lögbundið samráð er og hefur verið haft vegna breytinga á deiliskipulagi á reitnum við Borgartún 24. Ekki verður tekið undir það meginsjónarmið að allar forsendur íbúðakaupa verði að engu við það að önnur uppbygging eigi sér stað í nágrenninu.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Skúlagata 26, 28 og 30, breyting á deiliskipulagi     (01.154.3)    Mál nr. SN190393
    710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags 26. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 26, 28 og 30 við Skúlagötu. Í breytingunni fyrir Skúlagötu 26 felst stækkun byggingarreits og lóðar, breytt aðkoma, endurskoðun hæða, hækkun húss úr 60 metrum í 66,5 metra, hækkun á leyfilegri hæð tæknirýma yfir sjávarmáli úr 63 m.y.s. í 65 m.y.s., heimild fyrir einstaka útlits- og vinduppbrotstengda byggingahluta að ná út fyrir byggingarlínu og flutning á spennistöð úr inngarði út að Vitastíg. Í breytingum fyrir Skúlagötu 28 eru flóttastigar betur skilgreindir á uppdrætti. Bílastæða- og hjólakröfur breytast skv. skilmálum á öllum lóðum samkvæmt uppdrætti T.ark Arkitekta ehf. dags 20. júní 2019 síðast breytt 28. ágúst 2019. Lagt fram samþykki/umboð eigenda Skúlagötu 26, 28 og 30 dags 5. júlí 2019 og samgöngumat Eflu dags 29. ágúst 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN190205
    470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
    431005-0690 P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 22. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, bygging einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið hússins með þaksvölum og gerð inndreginnar þakhæðar, gerð tengibyggingar á millibyggingu milli hornhúss og risshúss með kvisti til suðurs úr mænisþaki sem veitir aðgang að þaksvölum sem verða yfir endahúsinu, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 22. mars 2019, breytt 16. ágúst 2019 ásamt skuggavarpsuppdráttum dags. 16. ágúst 2019. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 12. nóvember 2018 og 25. mars 2019 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 13. maí til og með 24. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðlaugur Örn Þorsteinsson dags 23. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2019. 
    Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2019. 
    Vísað til borgarráðs

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Landspítali Háskólasjúkrahús, breyting á deiliskipulagi     (01.198)    Mál nr. SN190412
    090364-6939 Þorkell Magnússon, Laxatunga 1, 270 Mosfellsbær

    Lögð fram umsókn Þorkels Magnússonar dags 9. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss. Í breytingunni felst að byggingareit fyrir bílastæðahús er breytt og hann færður 10 metrum sunnar á lóð, byggingareitur á þaki meðferðarkjarna færður og viðbygging allt að 12m2 heimiluð, nýr 16 m2 byggingareitur fyrir rofastöð Veitna og hjólaskýli við Læknagarð fært til, samkvæmt uppdr. Spital dags. 9. júlí 2019 og breytt 23. ágúst 2019.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31, lýsing     (01.265.2)    Mál nr. SN190500
    530117-0570 Reitir - iðnaður ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
    501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

    Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 28. ágúst 2019 ásamt skipulagslýsingu dags. í ágúst 2019 vegna breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 34/Ármúla 31, reitur 1.265. Í skipulagslýsingunni eru fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi tilgreindar sem felst helst í því að gert verði ráð fyrir að þétt ný blönduð byggð rís í stað atvinnuhúsnæðis.
    Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og eftirtöldum aðilum; Skipulagsstofnun, Veitur, Minjastofnun, Borgarsögusafn, SSH Strætó bs., Íbúaráð og íbúasamtök, Eftirtaldar deildir, skrifstofur og svið Reykjavíkurborgar: Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, Skrifstofa Samgöngustjóra og borgarhönnunar, Skrifstofa framkvæmda og viðhalds, Skrifstofa reksturs og umhirðu, Skrifstofa umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Skóla- og frístundasvið auk þess að kynna hana fyrir almenningi. 
    Vísað til borgarráðs

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi     (01.172.1)    Mál nr. SN190397
    621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Zeppelin ehf. dags. 26. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að húsin við Laugaveg verði gerð upp í upprunalegri mynd, heimilað verði að rífa Laugaveg 33A, húsin við Laugaveg 35 verði hækkuð um eina hæð og timburhús lengt til vesturs, heimilað verði að byggja á baklóð, gamalt timburhús verði flutt og nýlegt steinhús rifið og nýtt hús reist í staðinn, timburhúsið við Vatnsstíg 4 verði rifið og byggt nýtt hús í staðinn ásamt breytingum á lóðarstærðum samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta ehf. dags 28. júní 2019, lagfært 22. ágúst 2019. Einnig er lagt fram umboðsbréf og rökstuðning fyrir hóteli ásamt mæli- og hæðarblaði. Einnig er sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóða númer 33, 35 og 37 við Laugaveg og Vatnsstíg 4. Gert er ráð fyrir að húsin á Laugavegi verð gerð upp, nema hvað heimilað verði að rífa Laugaveg 33a. Húsin við Laugaveg 35 verði hækkuð um eina hæð og timburhús lengt til vesturs. Einnig verði heimilað að byggja á baklóð. Gamalt timburhús á baklóð Laugavegs 37 verði flutt og nýlegt steinhús rifið. Í þeirra stað verði reist nýtt hús. Timburhúsið á Vatnsstíg verði rifið og nýtt byggt í þess stað. Gerðar verða breytingar á lóðastærðum. Einnig er lagt fram álit Minjastofnunnar dags. 9. ágúst 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 11:29 víkur Eyþór Laxdal Arndals af fundi

    Fylgigögn

  13. Suður Selás og Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi     (04.3)    Mál nr. SN190504

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyting á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts. Í breytingunni felst að deiliskipulagssvæðinu er skipt þannig að sá helmingur sem er vestan Breiðholtsbrautar verður hluti af hverfisskipulagi fyrir Selás og færast allir skilmálar fyrir það svæði yfir í hverfisskipulag Seláss. Austari hlutinn verður áfram hluti deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts. Allir skilmálar fyrir austari hlutann eru óbreyttir, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 27. ágúst 2019.

    Kl. 11.30 tekur Valgerður Sigurðardóttir sæti á fundinum.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

     (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  14. Nafnanefnd, tillaga         Mál nr. US190283

    Lagt er fram bréf byggingarfulltrúa f.h. Nafnanefndar dags. 29. ágúst 2019 með tillögu að heiti sunds, næst fyrir vestan Þjóðleikhúsið. Einnig er lagt frá bréf frá Þjóðleikhússtjóra dags. 18. júní 2019 og skjáskot af ja.is með staðsetningu sundsins.
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs

    Fylgigögn

  15. Garðastræti 14, Rishæð - stækkun og kvistir.     (01.136.308)    Mál nr. BN055958
    061148-3459 Guðrún Jónasdóttir, Garðastræti 14, 101 Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum á þrjá vegu og gera þar sjálfstæða íbúð í húsi á lóð nr. 14 við Garðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 16. maí 2019 til og með 13. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gestur Ólafsson dags. 11. júní 2019 og Lilja Valdimarsdóttir og Pálmi Guðmundsson dags. 13. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júní 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2019.
    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2019. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  16. Langagerði 14, Bílskúr austan við hús     (01.832.007)    Mál nr. BN055842
    220576-3109 Jón Aðalsteinn Sveinsson, Langagerði 14, 108 Reykjavík
    081283-2309 Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Langagerði 14, 108 Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr, einangraðan að innan með timburþaki á lóð nr. 14 við Langagerði. Erindi var grenndarkynnt frá 15. apríl til og með 13. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir. Guðný J. Valberg og Ólafur Eggertsson, dags. 2. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2019 og lagfærðum uppdr. verkfræðistofunnar Þráins og Benedikts dags. 21. febrúar 2019 og síðast breytt 19. ágúst 2019.
    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2019. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

  17. Hlíðarendi, hámarkshraði         Mál nr. US190280

    Lagt fram bréf frá samgöngurstjóra Reykjavíkur dags. 21. ágúst 2019 til samþykktar vegna tillögu um að leyfilegur hámarkshraði verði 30 km/klst á eftirfarandi götum: Arnarhlíð, Fálkahlíð, Haukahlíð, Hlíðarendi, Smyrilshlíð og Valshlíð.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  18. Fyrirspurn frá Flokki fólksins, hvenær laga á aðgengi að Breiðholtsbrúnni vinstra megin við Brautina þegar komið er frá Mjódd         Mál nr. US190276    

    Að komast upp á brúna yfir Breiðholtsbrautina ef komið er frá Mjódd, vinstra megin við Brautina er aðeins fyrir þá fótafimustu. Það er hrikalegt að sjá þennan frágang og ekki nokkur leið fyrir eldri borgara, hreyfiskerta eða aðra sem eiga erfitt með gang Þennan spöl þarf nánast að fara upp á fjórum fótum og á vetrum yrði þetta bara eins og rennibraut. Myndir fylgja fyrirspurninni Spurt er hvort þetta sé lokafrágangur ? Ef ekki hvenær á að laga þetta og ganga frá þessu með sómasamlegum hætti þannig að aðgengi þarna megin við brúna verði fyrir alla?

    Frestað.

  19. Fyrirspurn frá Flokki fólksins, er varðar orð formanns Skipulags- og samgönguráðs í bókun hennar við lið 16 á dagskrá fundar 21. 8.         Mál nr. US190277

    Fyrirspurn frá Flokki fólksins er varðar orð formanns Skipulags- og samgönguráðs í bókun hennar við lið 16 á dagskrá fundar 21. 8. Þar segir hún í svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi samráð við hagsmunaaðila við Laugarveginn vegna göngugatna. Núna er í gangi deiliskipulagsferli fyrir Laugaveg sem göngugötu og felur það í sér lögbundið samráðsferli við hagsmunaaðila. Flokkur fólksins óskar eftir ítarlegum upplýsingum um hvernig þetta lögbundna samráðsferli við hagsmunaaðila eigi að fara fram. Þegar talar er um að fá ítarlegar upplýsingar er átt við: Hvernig skal það samráð fara fram, hvar og hvenær? Felst í þessu "samráði" að hagsmunaaðilar muni fá tækifæri til að taka fullan þátt í ákvörðunum byggðan á þeirra forsendum? Nú hafa hagsmunaaðilar mótmælt harðlega lokun þar sem verslun þeirra hefur í kjölfarið hrunið. Spurt er, verður tekið tillit til þess? Fram til þessa hefur ekkert samráð verið en hagsmunaaðilum boðið á einn fund og fengið að merkja inn á svæðið hvar hafa á bekki og blómapotta. Hvað varðar Sjálfsbjörg og ÖBÍ hefur borgin vissulega sent umboðslausa embættismenn til viðræðu við samtökin. Mörgum spurninga þeirra hefur ekki verið svarað. Hagsmunaaðilar hafa aldrei verið spurðir um afstöðu varðandi lokun gatna hvað þá að tekið hafi verið tillit til þeirra vilja og skoðana. Reiði hefur verið mikil í þessum hópi sem finnst Skipulagsráð og meirihluti borgarstjórnar hafa valtað yfir sig með frekju, valdníðslu og yfirgangi.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:

    Samkvæmt samþykktum er nefndarmönnum í fastanefndum heimilt að leggja fram fyrirspurnir, að jafnaði ekki vera lengri en 200 orð, um mál sem eru á verksviði nefndar. Sérstaklega er tekið fram að óheimilt sé að "færa í gerðarbók greinargerðir eða hvers konar skriflegan málflutning um afstöðu borgarfulltrúa til máls sem til meðferðar er". Ekki þykir því rétt að vísa fyrirspurn til meðferðar umhverfis og skipulagssviðs þar sem efni hennar varðar pólitíska afstöðu fulltrúa í skipulagsráði sem ekki er eðlilegt að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar eigi að svara fyrir. Með lögformlegu samráði er vísað til samráðs á grundvelli 40. gr. skipulagslaga og 5. kafla skipulagsreglugerðar. Bent er á að vikulangt íbúasamráð sem fram fór í ráðhúsinu í upphafi árs ásamt rýnihópum fagaðila þar sem öllum gafst færi á að koma á framfæri skoðunum sínum á hugmyndinni og útfærslu hennar. Að öðru leyti liggur sú stefna meirihlutans að gera Laugaveg að göngugötu allt árið skýrt fyrir.

  20. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, fyrirspurn vegna Strætó         Mál nr. US190080

    Á fundi skipulags- og samgönguráðs 6. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokk fólksins Þórs Elís Pálssonar varðandi kvartanir sem væntanlega berast Strætó BS.
     
    Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um allar kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó BS frá notendum þjónustunnar og sem varða þjónustuna. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig Strætó BS hafi afgreitt kvartanir sem kunna að hafa borist. Óskað er upplýsinga um hversu langur tími að meðaltali hefur liðið frá því að kvörtun berst og þar til sá sem kvartar fær svar/afgreiðslu máls síns.

    Einnig er lagt fram svar sem barst frá Strætó bs. til borgarráðs dags. 22. maí 2019 við samhljóðandi fyrirspurn.

    Fylgigögn

  21. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, áskorun rekstaraðila við Laugarveg -          Mál nr. US190284

    Tillaga Flokks fólksins að meirihlutinn í borgarstjórn og skipulags- og samgönguráði eigi alvöru og heiðarlegt samtal við hvern einn aðila sem sendi borgarstjórn opið bréf í maí s.l. og ræði afstöðu þeirra og óskir hvað varðar fyrirkomulag á Laugavegi og Skólavörðustíg. Í bréfinu segir: „Við sem skrifum þetta opna bréf rekum öll fyrirtæki sem hafa starfað í miðbænum í 25 ár eða lengur. Samanlögð viðskiptasaga fyrirtækjanna er 1.689 ár. Við höfum því lifað tímana tvenna. Við höfum staðið vaktina þrátt fyrir tilkomu Kringlu, Smáralindar og fleiri verslunarkjarna víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Sumarlokanir gatna í miðbænum frá árinu 2012 og síendurteknar skyndilokanir hafa leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Viðskiptavinir venjast af því að versla hér á þessu svæði þegar götunum er lokað og ástandið versnar í hvert sinn sem lokað er að nýju. Á þetta hefur ítrekað verið bent, meðal annars með veltutölum, en við höfum talað fyrir daufum eyrum borgaryfirvalda. Svo fór að Miðbæjarfélagið kærði ákvörðun um lokun gatna til ráðherra og það mál fór einnig fyrir umboðsmann Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að staðið hefði verið að lokunum með ólögmætum hætti. Borgaryfirvöld létu það álit sem vind um eyru þjóta og héldu uppteknum hætti.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 

    Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillagan verði felld. 
    Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: 

    Ekki er unnt að taka undir efni tillögunnar. Sá vilji meirihlutans að gera Laugaveg að göngugötu allt árið liggur skýrt fyrir. Skipulagsvinna við að umbreyta Laugaveginum er í fullum gangi. Opið íbúasamráð fór fram í upphafi árs og búið er að kynna skipulagslýsingu. Næsta skref er deiliskipulagsvinna með því lögformlega samráði sem henni fylgir. Enginn vafi er á að umbreyting Laugavegar mun reynast verslun og mannlífi farsæl þegar litið verður til baka.

  22. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði, heimilt verði að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar í 120 mínútur á dag         Mál nr. US190281

    Lögð er fram tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði Reykjavíkur um að heimilt verði að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar í 120 mínútur á dag.: 

    Lagt er til að heimilt verði að leggja frítt í bílastæðahúsin í borginni í 120 mínútur á dag. Tillaga Flokks fólksins sem hér er lögð fram er að heimila að leggja frítt í bílastæðahúsin í 120 mínútur á dag. Lagt er til að viðbótarkostnaður sem af þessu hlýst verði tekinn af kostnaðarliðnum ófyrirséð 09205. Áður hefur Flokkur fólksins lagt til að heimila að leggja frítt í 90 mínútur í bílastæði Miðbæjarins og einnig að komið verði á bifreiðastæðaklukku í borginni sem reynst hefur frábærlega vel þar sem slíkt fyrirkomulag er. Enn hafa ekki borist viðbrögð borgarmeirihlutans við þessum tillögum. Bílastæði Miðborgarinnar eru ekki fullnýtt og kemur þar margt til. Að heimila frítt stæði í 2 tíma á dag er hvatning fyrir íslendinga að skjótast í Miðbæinn. Auka mætti sýnileika þessara bílastæðahúsa, t.d. með því að auglýsa þau betur með myndrænum hætti. Annað mál er síðan hvernig ástatt er um bílastæðahúsin en mörg þeirra eru því miður afar óaðlaðandi og aðkoma þröng og hafa þar að leiðandi fælingaráhrif. Mjög margt eldra fólk forðast þau. Eins og vitað er hefur miðbærinn svo gott sem tæmst af íslendingum og er nú fátt að finna þar nema ferðamenn og þá sem búa á svæðinu auk gesta sem sækja skemmtanalífið. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillagan verði felld. 
    Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: 

    Vinna stendur yfir við endurskoðun bílastæðastefnu, þ.m.t. gjaldtöku vegna stæða í eigu borgarinnar. Tillagan fæli í sér lægri tekjur og verri stýringu á bílastæðum. Við getum því ekki samþykkt hana.

  23. Brautarholtsvegur milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar, kæra 56/2019, umsögn         Mál nr. SN190440
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júlí 2019 ásamt kæru dags. 9. júlí 2019 þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir gerð Brautarholtsstígs á Kjalarnesi, útgefið 30. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. ágúst 2019.

  24. Laugavegur 35, kæra 73/2019     (01.172.1)    Mál nr. SN190457
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. júlí 2019 ásamt kæru dags. 25. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2019 um að gefa út byggingarleyfi fyrir innréttingu veitingastaðar í fl. I teg. D á 1. hæð í húsi á lóð nr. 35 við Laugaveg. 
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  25. Grandagarður 1A, kæra, umsögn, úrskurður 74/2019     (01.115.2)    Mál nr. SN190459
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júlí 2019 ásamt kæru dags. 26. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 um að gefa út byggingarleyfi fyrir innréttingu neyðarskýlis fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur o.fl. á lóð nr. 1A við Grandagarð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. ágúst 2019 vegna stöðvunarkröfu og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. ágúst 2019. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um frestun réttaráhrifa samkvæmt hinni kærðu ákvörðun er hafnað.

  26. Álakvísl 1-7, nr. 7B - kæra 75/2019, umsögn     (04.233.0)    Mál nr. SN190461
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júlí 2019 ásamt kæru dags. 26. júlí 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 28. júní 2019, varðandi breytingar utanhúss á fjöleignarhúsinu að Álakvísl 7, íbúð 7B. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. ágúst 2019.

  27. Hallveigarstígur 1, kæra 142/2018, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN180860
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. desember 2018 ásamt kæru mótt. 13. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. ágúst 2019 þar sem fram kemur að mál 142/2018, 143/2018, 144/2018, 145/2018 og 153/2018 voru sameinuð í mál 142/2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg.

  28. Hallveigarstígur 1, kæra 143/2018, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN180862
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. desember 2018 ásamt kæru mótt. 14. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. ágúst 2019 þar sem fram kemur að mál 142/2018, 143/2018, 144/2018, 145/2018 og 153/2018 voru sameinuð í mál 142/2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg.

  29. Hallveigarstígur 1, kæra 144/2018, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN180871
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2018 ásamt kæru dags. 15. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. ágúst 2019 þar sem fram kemur að mál 142/2018, 143/2018, 144/2018, 145/2018 og 153/2018 voru sameinuð í mál 142/2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg.

  30. Hallveigarstígur 1, kæra 145/2018, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN180872
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2018 ásamt kæru dags. 16. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. ágúst 2019 þar sem fram kemur að mál 142/2018, 143/2018, 144/2018, 145/2018 og 153/2018 voru sameinuð í mál 142/2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg.

  31. Hallveigarstígur 1, kæra 153/2018, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN190010
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. janúar 2019 ásamt kæru dags. 29. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. ágúst 2019 þar sem fram kemur að mál 142/2018, 143/2018, 144/2018, 145/2018 og 153/2018 voru sameinuð í mál 142/2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg.

  32. Skólavörðuholt, kæra 105/2018, umsögn, úrskurður     (01.19)    Mál nr. SN180574
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. ágúst 2018 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærður er frestur vegna auglýsingar/grenndarkynningar á breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. september 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. ágúst 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 24. maí 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðanna nr. 21-27 við Frakkastíg og nr. 2-20 við Bergþórugötu.

  33. Freyjubrunnur 23, kæra 112/2018, umsögn, úrskurður     (02.695.4)    Mál nr. SN180618
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. ágúst 2018 ásamt kæru dags. 29. ágúst 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um útgáfu framkvæmdaleyfis á lóðinni Freyjubrunnur 23. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. september 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. ágúst 2019. Úrskurðarorð: Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 17. ágúst 2017, um að endurútgefa byggingarleyfi fyrir þriggja hæða fjölbýlishúsi ásamt geymslu- og bílageymslukjallara á lóðinni nr. 23 við Freyjubrunn, er felld úr gildi.

  34. Rangársel 2-8, kæra 131/2018, umsögn, úrskurður     (04.938.7)    Mál nr. SN180767
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. nóvember 2018 ásamt kæru dags. 30. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að heimila barnaheimili að Rangárseli 8, neðri hæð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. nóvember 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. ágúst 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúand í Reykjavík frá 23. október 2018 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir að breyta notkun verslunarrýmis í húsinu nr. 8. við Rangársel í barnaheimili.

  35. Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi     (01.705.8)    Mál nr. SN160912
    450406-0230 VERT ehf., Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík
    470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð.

    Fylgigögn

  36. Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag     (04.4)    Mál nr. SN170467

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá s.d. á auglýsingu á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda Skipulagsstofnunarvið deiliskipulag athafnasvæðis á Hólmsheiði.

    Fylgigögn

  37. Hringbraut 116, breyting á deiliskipulagi     (01.138.2)    Mál nr. SN190401
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bykoreitar fyrir lóð nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut.

    Fylgigögn

  38. Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut         Mál nr. SN190115
    471107-0180 Andrúm arkitektar ehf., Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands austan Suðurgötu vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut.

    Fylgigögn

  39. Hamrahlíð 17, breyting á deiliskipulagi     (01.714.1)    Mál nr. SN190406
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíðar vegna lóðarinnar nr. 17 við Hamrahlíð.

    Fylgigögn

  40. Gufunes, Skemmtigarður, breyting á deiliskipulagi     (02.2)    Mál nr. SN190311
    650602-4470 Fjörefli ehf., Pósthólf 10230, 130 Reykjavík
    581298-2269 Landark ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gufuness.

    Fylgigögn