Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 21. ágúst kl. 9:07 var haldinn 44. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ragna Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Valgerður Sigurðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 3, 5 – 8. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 1 og 4. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Hjólastæði og strætóbiðstöðvar, til kynningar Mál nr. US190268
Fulltrúi frá Mannviti verkfræðistofu kynnir stöðu hugmynda um fjölgun hjólastæða við stoppistöðvar almenningssamgangna.
Kynnt.Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka:
Góð og vönduð hjólastæði við stoppistöðvar Strætó eru lykill að skilvirkum og fjölbreyttum samgöngum. Við þökkum góða kynningu og fögnum þeirri vinnu sem nú er hafin.
Fulltrúar frá Mannviti verkfræðistofu, Ólöf Kristjánsdóttir og Hrönn Karólína Scheving Hallgrímsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júlí til 16. ágúst 2019.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:Bókun vegna liðs nr.1 – Fundargerð Skipulagsfulltrúa frá 9.ágúst 2019, liður 7.Úlfarsfell Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar og vísar í fyrri bókanir vegna málsins. Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals,Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. 50m hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði og allt það fargan sem því fylgir skal nú reist, þvert gegn vilja íbúa. Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyritækis, ekki íbúa. Fyrir liggur að Úlfarsfell er EKKI talinn besti kostur, þar trónir efst á lista Þverfellshorn í Esju og Bláfjöll,þar sem fyrir er sendir frá öðru fyrirtæki, þykir og góður kostur. Það er því alvarlegt mál að því fullyrt sé að þetta sé eina færa leiðin. Fjöldi athugasemda í kjölfar auglýsingar téðs deiliskipulags var slíkur að elstu menn muna ekki annað eins. Það er tillaga Miðflokksins að þessari aðför að ljúki hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt. Tilgangurinn með auglýsingum af þessu tagi, er að fá fram vilja borgaranna og hann er skýr: Nei takk. Jafnframt mælist undirritaður til þess að núverandi óleyfisbúnaður verði fjarlægður tafarlaust.
Fylgigögn
-
Hagasel 23, breyting á deiliskipulagi (04.937) Mál nr. SN180409
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja tveggja hæða íbúðarhús fyrir átta íbúðir, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf. dags. 13. desember 2018. Íbúðirnar falla undir sértæk búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða. Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2019 til og með 16. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sóley Jónsdóttir dags. 2. og 23. mars 2019, Berglind Gunnarsdóttir dags. 5. mars 2019, Ólöf Birna Ólafsdóttir dags. 29. mars 2019, Hólmfríður Th. Brynjólfsdóttir og fjölskylda dags. 2. apríl 2019, Eiríkur Fannar Torfason og Bryndís Björnsdóttir dags. 4. apríl 2019, Hildur Jóna Bergþórsdóttir og Hákon Ingi Jörundsson dags. 5. apríl 2019, Gísli Már Gíslason dags. 6. apríl 2019, Bjarni Fritzson dags. 8. apríl 2019, Bergþóra Halldórsdóttir og Jón H. Gunnarsson dags. 8. apríl 2019, Hildur Jóna Bergþórsdóttir dags. 8. apríl 2019, Ólafur Ásgeir Snæbjörnsson dags. 8. apríl 2019, Þóra Dögg Guðmundsdóttir og Finnbogi Þorsteinsson dags. 8. apríl 2019, Tómas Hansson dags. 9. apríl 2019, Anna María Valdimarsdóttir og Bjarni Brandsson dags. 12. apríl 2019, 5 stjórnendur skóla í Seljahverfi dags. 13. apríl 2019, Anna Maria Valdimarsdóttir f.h. Noon ehf dags. 13. apríl 2019, Guðmundur Björnsson og Helga Egilsdóttir dags. 14. apríl 2019, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, dags. 14. apríl 2019, Kristján Ólafsson og Ragna Eyjólfsdóttir dags. 14. apríl 2019, Guðmundur Bjarni Harðarsson og Rut Hreinsdóttir dags. 14. apríl 2019, Adam Benedikt B. Finnsson dags. 15. apríl 2019, Margrét V. Helgadóttir dags. 15. apríl 2019, Guðmundur Magnús Daðason f.h. stjórnar foreldrafélags Ölduselsskóla dags. 15. apríl 2019, Vilborg Bjarnadóttir dags. 15. apríl 2019, Pétur J. Haraldsson og Guðrún Halldórsdóttir dags. 15. apríl 2019, Margrét Matthíasdóttir dags. 15. apríl 2019, Arnaldur Freyr Birgisson dags. 15. apríl 2019, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Garðar Sigfússon dags. 16. apríl 2019, Ingibjörg Þráinsdóttir dags. 16. apríl 2019, Gestur Þór Gestsson dags. 16. apríl 2019, Inga Dóra Magnúsdóttir, dags. 16. apríl 2019, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Parker Graves O'Halloran dags. 16. apríl 2019, Signý Þóra Ólafsdóttir dags. 16. apríl 2019, Ingibjörg Jónsdóttir dags. 16. apríl 2019, Þrándur Ólafsson dags. 16. apríl 2019, Guðmundur Magnús Daðason dags. 16. apríl 2019, Pétur Bolli Jóhannesson og Rut Indriðadóttir dags. 16. apríl 2019, Guðni I. Pálsson og Thelma Magnúsdóttir dags. 16. apríl 2019 og Jón Kristinn Valsson dags. 16. apríl 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2019.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á mikilvægi þess að finna búsetuúrræðum Velferðarsviðs stað í borginni. Æskilegt er að ná sátt um staðsetningu úrræðanna og tryggja ánægjulegt sambýli við nágranna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja úrræðið að Hagaseli í trausti þess að a) öryggisvistun verði fyrst færð úr Rangárseli og b) íbúar verði ekki í virkri neyslu. Betur hefði mátt standa að samráði og upplýsingagjöf til íbúa í næsta nágrenni. Með vönduðu kynningarferli hefði mátt fyrirbyggja misskilning um búsetuúrræðið, koma í veg fyrir áhyggjur íbúa og tryggja meiri sátt innan hverfis.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins harmar að ekki eigi að taka tillit til fjölda að virðist réttmætra athugasemda íbúa í kjölfar auglýsingar um breytingu deiliskipulags lóðar Hagasel 23. Blásið er á réttmætar áhyggjur íbúa og þær í raun auknar með óskýrum svörum. Í ferlinu voru ekki gefin skýr svör um að engin hætta yrði af komandi íbúum/ notendum úrræðissins. Íbúar eru því eðlilega áhyggjufullir. Íbúum er lofað að téð úrræði verði ekki tekið í notkun fyrr en öðru umdeildu, öryggisvistun í Rangárseli hafi lokað. Íbúar, sem hafa búið við mikið óöryggi vegna eins úrræðis í áraraðir, sem meðal annars hefur leitt af sér árás á barn, er nú lofað áframhaldandi óöryggi inn í framtíðina. Engin skýr svör fást um hvaða hættur þarf að varast þegar hið nýja úrræði í Hagaseli 23 verður tekið í notkun á þeim forsendum að uppl. um slíkt brjóti gegn persónuverndarlögum. Því miður virðist hér um að ræða enn eitt tilfellið um vinnubrögð þar sem ekkert tillit er tekið til íbúa, ekkert samráð. Nú tekur við nýtt tímabil óvissu fyrir íbúa.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Við Hagasel 23 er fyrirhugað að rísi 8 íbúðir fyrir fatlað fólk. Er þetta ein af þeim tveimur íbúðakjörnum sem fyrirhugað er að rísi í Breiðholti af þeim fimmtán sem fyrirhugað er að byggja í Reykjavík til ársins 2030. Sú uppbygging er hluti af uppbyggingaráætlun sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk sem samþykkt var í borgarráði 24. ágúst 2017. Áætlunin grundvallast á hugmyndinni um sjálfstætt líf. Rangt er að neysla fíkniefna verði leyfð í umræddum íbúðakjarna eins og kemur fram í svörum við athugasemdum um deiliskipulagsbreytinguna fyrir hönd Skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata fagna þeirri uppbyggingu sem á sér nú stað til að mæta þörfum fatlaðs fólks óháð eðli fötlunar.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Deilihjólaleiga í Reykjavík, kynning Mál nr. US190272
Fulltrúi frá Framúrskarandi deilihjólaleigu kynnir deilihjólaleigu sem stefnt er að því að opna í Reykjavík á næstu vikum.
Kynnt.Fulltrúar frá Framúrskarandi deilihjólaleigu, Eyþór Máni Stefánsson og Kormákur Atli Unnþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi (01.862.3) Mál nr. SN190241
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 11. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2, vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Í breytingunni felst að byggingarreit er breytt og hann stækkaður, byggingarmagn er aukið, lóðinni er skipt upp og afmörkuð er sér lóð fyrir spennistöð og almennur göngustígur sem liggur gegnum lóðina að norðanverðu flyst til norðurs vegna viðbyggingar norðan við núverandi hús, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. apríl 2019, síðast breytt 16. júlí 2019. Tillagan var auglýst frá 13. maí 2019 til og með 24. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þorsteinn Marinósson dags. 12. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. júlí 2019.
Vísað til borgarráðs.Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi (01.34) Mál nr. SN190411
420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 4. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusandi. Breytingin felst í því að lóðamörkum er breytt lítillega til að íbúðarhús uppfylli kröfur um bílastæði innan lóðar samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags 5. júlí 2019, breytt 15. ágúst 2019.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1032 frá 13. ágúst 2019.
Fylgigögn
-
Melgerði 17, Breyta efri hæð og byggja sólstofu (01.815.312) Mál nr. BN056127
140356-7009 Svanhvít MacKenzie Aðalsteinsd., Melgerði 17, 108 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við austurhlið og til að rífa kvisti og byggja nýja, koma fyrir þakgluggum, gera yfirbyggðar svalir á vesturhlið og breyta innra skipulagi efri hæðar ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum bílskúr á lóð einbýlishúss á lóð nr. 17 við Melgerði, samkvæmt uppdr. Arkiteo ehf. dags. 23. apríl 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 12. júní 2019 til og með 10. júlí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Guðjónsson og Edda Thors dags. 8. júlí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2019. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019 samþykkt. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Bílastæði við Dynskóga Mál nr. US190264
Lagt er fram bréf frá þinglýstum eigendum húseigna við Dynskóga í Reykjavík ódags. þar sem þeir mótmæla þeirri breytingu sem gerð hefur verið á bílastæðasjá Reykjavíkurborgar.
Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar:
Það er ætíð farsælast í öllum málum að viðhafa samráð við íbúana. Flokkur fólksins skilur vel vonbrigði þinglýstra eigenda húseigna við Dynskóga í Reykjavík að ekki hafi verið haft samráð við íbúana þar sem málið snýst um fjögur bílastæði.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fulltrúi Miðflokksins tekur heilshugar undir beiðni íbúa Dynskóga 1,3,5,7,9 og 11 um að 4 almenn bílastæði við enda götunnar verði aftur færð inn í bílastæðasjá. Þarna er einhugur allra íbúa við götuna að baki og málið virðist ekki snerta hagsmuni annarra en þeirra og gesta þeirra. Fulltrúi Miðflokksins mælist því til þess að beiðni þessi verði samþykkt. Hafi téð bílastæði ekki verið formlega skráð sem slík áður, mælist fulltrúi Miðflokksins til að svo verði framvegis.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Misskilnings virðist gæta í málinu þar sem bílastæðasjá hefur ekki lagalegt eða skipulagslegt gildi hvað varðar merkingu bílastæða. Bílastæðasjá er hins vegar nýtt til kortlagningar á því hvar ökutækjum er lagt, bæði löglega og ólöglega. Samkvæmt umferðarlögum er óheimilt að stöðva eða leggja ökutækjum í snúningshaus botnlangagötu.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.
-
Bústaðavegur - Kringlumýrarbraut, frárein og breikkun rampa Mál nr. US190270
Kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar við frárein af Bústaðavegi á Kringlumýrarbraut.
Kynnt.Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar:
Þessar framkvæmdir hljóma vel og líta vel út. Flokkur fólksins fagnar þessari framkvæmd.
-
Hátún 39, umsókn um sérmerkt bílastæði Mál nr. US190271
Lögð er fram umsögn frá skrifstofu samgöngustjóra dags. 11. júlí 2019 vegna umsóknar um sérmerkt p-stæði við Hátún 39. Umsóknin var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1.júlí 2019..
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.(D) Ýmis mál
-
Betri Reykjavík, leysa stanslausan umferðarhnút við gangbrautarljós við HÍ (USK2015040061) Mál nr. US150127
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLögð fram þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum samgöngur „leysa stanslausan umferðarhnút við gangbrautarljós við HÍ“ sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar.Fylgigögn
-
Betri Reykjavík, veljum mannlíf í stað hraðbrautar - Miklubraut í göng (USK2015090016) Mál nr. US150192
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram erindið „veljum mannlíf í stað hraðbrautar - Miklubraut í göng“ sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar.Fylgigögn
-
Betri Reykjavík, þrífa veggjakrot í Seljahverfi (USK2015090066) Mál nr. US150210
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram erindið „þrífa veggjakrot í Seljahverfi“ sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Reksturs og umhirðu.Fylgigögn
-
Betri Reykjavík, göngustíg og gangstétt yfir Hallsveg frá Rimahv. í Foldahv. (USK2015120008) Mál nr. US150269
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram erindið „göngustíg og gangstétt yfir Hallsveg frá Rimahv. í Foldahv.“ sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar.Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi samráð við hagsmunaaðila við Laugarveginn vegna göngugatna Mál nr. US190097
Á fundi skipulags- og samgönguráðs 20. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sem spyr hvers vegna var ekki haft samráð við hagsmunaaðila við Laugaveginn þegar ákveðið var að gera hann að göngugötu. Á blaðamannafundi Laugavegsamtakanna í19.3.2019 kom fram að ekkert samráð var haft við verslunar og fyrirtækjaeigendur við götuna, hvað þá íbúa. Laugarvegurinn og nærliggjandi götur sem eru með verslunar og veitingarými eru aðal aðdráttarafl miðborgarinnar. Þangað hafa íbúar borgarinnar sótt sérnauðsynjar, skemmtun og mannlíf. Flokkur fólksins vill benda á að Reykjavík er staðsett á Íslandi sem liggur við 66° gráðu, eða á norðurhveli jarðar. Á þessu blessaða landi eru ýmis konar veðrabrigði, þá sérstaklega á vetrum. Því miður hvernig sem viðhorf fólks er, er íbúum borgarinnar nauðsynlegt að nýta sér bílinn til að komast auðveldlega um í erfiðum veðrum, sérstaklega. Verslunaraðilar við Laugaveginn og nærliggjandi götum fullyrða að verslun við Laugaveginn minnki um allt að 30% við lokun hinna ýmsu hluta gatnanna, hingað til í tilraunaskyni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fullyrti í fréttatíma RÚV sama dag og fundurinn var haldinn að borgarstjórn hafi samþykkt samhljóða að gera Laugaveginn að göngugötu. Borgarfulltrúi Flokk fólksins kannast ekki við það.
Meðfylgjandi er bókun Flokks fólksins frá:
Fundargerð frá 4. sept. 2018
https://reykjavik.is/fundargerd/borgarstjorn-492018Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Göngugötur eru vissulega skemmtilegar og lífga upp á mannlífið en að gera allan Laugaveg að göngugötu eins og komið hefur fram hjá borgarfulltrúa meirihlutans að gæti staðið til er kannski fullbratt að mati Flokks fólksins þar sem ekki liggur fyrir skýr afstaða borgarbúa hvað þá hugmynd varðar. Borgarfulltrúi vill vera alveg viss um að það að gera allan Laugaveginn að göngugötu, samræmist óskum, vilja og væntingum borgarbúa, kaupmanna við Laugaveg og annarra hagsmunaðila áður en slík aðgerð kemur til greina. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Miðflokksins sátu hjá.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Til eru margar tegundir af rökvillum og er svokölluð „Leiðandi spurning“ ein af þeim þar sem svaranda er einungis gert kleift að játa eða neita spurningunni, þótt hvorugt svarið eigi í raun við. Spurt er af hverju var ekki haft samráð við verslunareigendur þegar ákveðið var að breyta Laugavegi í göngugötu. Svarið er að það var haft samráð við verslunareigendur. Við undirbúning varanlegra göngugatna í Reykjavík er víðtækt samráð mikilvægt leiðarstef, þannig hefur það verið hingað til og verður áfram. Sem dæmi má nefna opið samráð í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar og opinn samráðsfund með veitingafólki, verslunarrekendum, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilum. Þá á borgin í reglulegu og góðu samtali við Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hagsmunafélög auk þess sem á vegum borgarinnar starfar öflug aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Núna er í gangi deiliskipulagsferli fyrir Laugaveg sem göngugötu og felur það í sér lögbundið samráðsferli við hagsmunaaðila.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Í svari er enn og aftur rætt um mikið og gott samstarf og samráð sem allir vita að er hvorki satt né rétt. Ástandið í miðbænum er slæmt og fer versnandi. Varla líður sá dagur að ekki eru upphróp óánægjuradda, fólk sem finnst að hafi verið valtað yfir sig með yfirgangi og hroka. Flokkur fólksins vill vísa leiðara í Fréttablaðinu um daginn þar sem ástandinu er ítarlega lýst. Safnað hefur verið 247 mótmælaundirskriftum og segja þar allir að enginn hafi haft samband frá borginni og viðkomandi ekki spurður álits. Það telst varla til samráðs að vera boðið að mæta í 90 mínútur í Ráðhúsið aðeins til að fá að heyra hvað borgarmeirihlutinn hefur ákveðið að gera. Formaðurinn bauð fólki að koma með hugmyndir um hvar ætti að setja niður bekki og blómapotta. Það er því marg staðfest að formaðurinn fer ekki rétt með þegar hún segir að víðtækt samráð hafi verið haft með veitingafólki, verslunarrekendum, Öryrkjabandalagi Íslands og öðrum félagasamtökum um lokun gatna og aðgengismál að Miðborginni. Eins og vitað er hefur miðbærinn svo gott sem tæmst af íslendingum og er nú fátt að finna þar nema ferðamenn og þá sem búa á svæðinu auk gesta sem sækja skemmtanalífið. Fækkun verslana er. Samkvæmt talningu 18. ágúst voru 38 laus verslunarrými á Laugavegi. Skólavörðustíg og Hverfisgötu.
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, fyrirspurn vegna Strætó Mál nr. US190080
Á fundi skipulags- og samgönguráðs 6. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokk fólksins Þórs Elís Pálssonar varðandi kvartanir sem væntanlega berast Strætó BS.
Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um allar kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó BS frá notendum þjónustunnar og sem varða þjónustuna. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig Strætó BS hafi afgreitt kvartanir sem kunna að hafa borist. Óskað er upplýsinga um hversu langur tími að meðaltali hefur liðið frá því að kvörtun berst og þar til sá sem kvartar fær svar/afgreiðslu máls síns.Vísað til umsagnar Strætó bs.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190231
Einfalda aðkomu og aðgengi að bílastæðahúsum. Margir eldri borgarar og ungir ökumenn treysta sér ekki í þau, aðkoma virkar flókin og fólk óttast að lokast inni með bíl sinn t.d. þar sem enginn umsjón er á svæðinu.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld.
Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Ekki er tekið undir að hægt sé að einfalda aðkomu að bílastæðahúsum meira en nú er. Aðkoma að bílastæðahúsum borgarinnar er almennt skýr og skilvirk. Óttist ökumenn að nota bílastæðahús er besta leiðin til að breyta því að fá fleiri til að nota þau. Ekki fæst séð að endurkoma bílastæðavarða breyti einhverju um öryggisupplifun ökumanna. Tillagan er því felld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Það liggur orðið í augum uppi að einkabíllinn er ekki velkominn lengur í miðbæinn og allt virðist gert til að hindra aðgengi fólks sem kemur á bílnum sínum í bæinn. Á meðal þess er að gera aðkomu og aðgengi að bílstæðahúsum eins erfitt og óaðlaðandi og hægt er. Fjölmargir forðast bílastæðahúsin og má þar nefna hreyfihamlaða og eldri borgarra. Eins og vitað er hefur miðbærinn svo gott sem tæmst af íslendingum og er nú fátt að finna þar nema ferðamenn og þá sem búa á svæðinu auk gesta sem sækja skemmtanalífið. Könnun Zenter rannsókna sýna að æ færri íslendingar leggja leið sína í miðbæinn enda margt það sem fólk sótti þar er horfið þaðan. Til að sporna við mætti sem dæmi heimila að leggja frítt í bílastæðahúsin í 120 mínútur á dag. Það yrði í það minnsta smávegis hvatning fyrir íslendinga að skjótast í Miðbæinn. Auka mætti sýnileika þessara bílastæðahúsa, t.d. með því að auglýsa þau betur með myndrænum hætti. Annað mál er síðan hvernig ástatt er um bílastæðahúsin að innan en mörg þeirra eru því miður afar óaðlaðandi og þau þar að leiðandi fælingarmátt.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190230
Skoða að leggja af stöðumæla og setja þess í stað bílastæðaklukkur. Í því myndi vera mikill sparnaður og hagræðing. Klukkur og nemar er það sem reynst hefur best annars staðar.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar. -
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190229
Það er óþarfi að loka Lækjargötunni með þeim hætti sem nú er gert vegna framkvæmda, vinnusvæði þar gæti verið mun minna. Aðstæður þar núna skapa slysahættu.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld.
Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Við útgáfu afnotaleyfis fyrir þessa framkvæmd voru settir ítarlegir skilmálar til þess að tryggja öryggi gangandi vegfarenda og gott flæði almenningssamgangna. Ekki er tekið undir fullyrðingar fulltrúa Flokks fólksins um að vinnusvæðið þar geti verið mun minna enda liggur þessi niðurstaða fyrir að loknu ítarlegu samráðsferli allra sem að framkvæmdinni koma. Tillagan er því felld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Hér er bílastæði fyrir byggingarkrana verktaka og því væri hægt að loka Vonarstrætinu og hafa byggingarkranann þar og nota götuna sem vinnusvæði og halda þannig Lækjargötunni opinni. Hafa mætti gönguleið öðru megin við götuna og síðan aftur yfir við Tjörnina hjá Miðbæjarskólanum.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190228
Breyta hraðahindrunum þannig að á 50 km götu sé radar og myndavélar í staðin fyrir hraðahindrun nema fyrir framan skóla, þar sem börn fara yfir.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld.
Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: .
Stuðst er við faglegar leiðbeiningar fyrir gönguþveranir sem voru unnar af Vegagerðinni og Reykjavíkurborg en ekki geðþótta einstakra borgarfulltrúa. Tillagan er því felld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Tillaga um að breyta hraðahindrun í samræmi við eins og gengur og gerist hjá þjóðum sem við berum okkur saman við er fleygt af meirihlutanum. Svo ótal margt er varðar umferð er gamaldags í Reykjavík og úrelt og þetta er eitt af því. Margar þjóðir eru að hætta að nota hraðahindranir, nota heldur myndavélar, hraðaskilti og síðan almennilega löggæslu. Bílar í dag eru ekki smíðaðir fyrir annað en sléttar götur og því mikið um tjón og óþarfa slit með því að vera með hraðahindranir. Í Reykjavík eru hraðahindranir settar á 30 km. götur en minna í 50 km. götur. Það gerir enginn annarsstaðar og er bara til að auka enn meira á tjón, mengun og eyðslu. Til eru mælingar um að 50 km gata með hraðahindrunum eykur eyðslum 47%, meðan sambærileg gata með hringtorgum eykur eyðslu um 15% í samanburði við götur með fríu flæði. Þetta þýðir sömu aukningu CO2 útblásturs, algjörlega að óþörfu. Engin ástæða er að hafa hraðahindrun á 50 km götu nema fyrir framan skóla, þar sem börn fara yfir.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190227
Nota tækni til að auka flæði. Skipta út stýrikerfi á umferðarljósum í borginni. Umferðarstýringakerfi á að vera þannig að það snýst um að lágmarka tafatíma hver og eins. Flæðistýring umferðarljósa er eitt aðaltækið til að bæta umferðina.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Þessi vinna er nú þegar í gangi og er stór hluti af samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Tillögunni er því vísað frá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Markmiðið á að vera að minnka tafir fyrir alla, ekki reyna að stýra og stjórna fólki og vali þess á samgöngum eins og borgarmeirihlutinn vill gera. Af hverju vill þessi meirihluti ekki nútímavæðast og skipta t.d. út stýrikerfi á umferðarljósum á höfuðborginni með umferðarstýringakerfi sem snýst um að lágmarka tafatíma hvers og eins? Það yrði mikill tímasparnaður, sparnaður myndi aukast mikið og auka flæði almenningssamgangna einnig. Ef það ekki dugar verður að huga að mislægum gatnamótum þar sem 130 þús. bílar geta farið í gegn. Ef umferð á einhvern tímann á að verða í lagi verður að hafa umferðarmódel, nota tölvukerfi til að mæla hverfin og flæðið, hindranir og tafir. Hólfa borgina niður í litla ferninga og mæla hvar fólk eyðir deginum. Hvar fólk vinnur, hvar er fólkið yfir daginn. Á þessu hefur borgarmeirihlutinn að því er virðist engan áhuga.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190226
Láta af því sem stjórnvald að vilja velja samgöngumáta fyrir fólk.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Samgöngumátinn var valinn fyrir komandi kynslóðir árið 1962 þegar einkabíllinn fékk allt pláss í borginni í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Honum var ætlað að leysa öll heimsins vandamál og gert var ráð fyrir því að öll heimili myndu skuldbinda sig til þess að kaupa bíl. Allar götur síðan hefur einkabíllinn fengið meira pláss en nokkuð annað farartæki í þessari borg og kostnaðurinn sem hefur farið í uppbyggingu samgöngumannvirkja, umferðarslys og útgjöld heimilanna er hærri en flest annað sem þessi þjóð hefur tekið sé fyrir hendur. Tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að meirihlutinn láti af því sem stjórnvald að vilja velja samgöngumáta fyrir fólk er vísað frá þar sem hún felur aðeins í sér sérkennilega fullyrðingu en ekki raunverulega tillögu og er ekki tæk til afgreiðslu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Það er gríðarleg forræðishyggja í gangi hjá borgarmeirihlutanum. Þau vilja stjórna ótrúlegustu hlutum í lífi fólks þar á meðal samgöngumáta. Þetta er sérkennilegt því þeir flokkar sem skipa meirihlutann hafa orðið tíðrætt um lýðræðið, val og frelsi. Hér finnst Flokki fólksins skorta mikla virðingu gagnvart borgarbúum. Nú er allt kapp lagt á að taka einkabílinn af fólki og það fólk sem gefur sig ekki með það er ekki velkomið í bæinn. Vistvænir bílar hafa ekki einu sinni hlotið náð fyrir augum meirihlutans. Það er óskiljanlegt af hverju ekki má gera þeim sem velja að aka vistvænum bíl eða rafbíl hátt undir höfði. Sú var tíðin að þeir sem vildu skipta yfir í vistvæna bíla fengu ákveðna umbun. Sú umbun var tekin af. Það hefur komið skýrt fram að þessi meirihluti ætlar ekki að gera neinn greinarmun á hvort bíll er bensínbíll eða rafbíll. Einu sinni fengu vistvænir bílar ókeypis stæði í miðborginni. Þá var talað um að það skref væri eitt af hinum 10 grænu skrefum. Það sérkennilega er að í meirihlutanum sitja VG sem nú virðast ekki hafa áhuga á „grænu“ alla vega ekki hvað varðar umferðarmál og mengun í því sambandi.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190225
Innleiða nýja hugsun sem gengur út á að minnka tafir fyrir alla. Að hugsa eða halda að það sé í lagi að tefja þá sem eru á bíl er röng hugsun og stríðir gegn jafnræðisreglunni
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld.
Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Það að byggja upp innviði fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til að minnka tafir fyrir alla. Jafnræðisreglan, sem er að finna i 65. gr. stjórnarskrárinnar, segir að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Jafnframt segir þar að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Að halda því fram að tafir á bílaumferð séu mannréttindabrot er vægast sagt hæpin fullyrðing. Hins vegar er vert að hafa í huga að úrskurðað hefur verið í öðrum borgum Evrópu, m.a. Madrid, að óheilsusamlegt umhverfi og sú hætta sem steðjar að gangandi og hjólandi af völdum bílaumferðar brjóti gegn mannréttindum þeirra.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Ný hugsun er sú hugsun að minnka tafir fyrir alla, ekki bara suma. Flokki fólksins hefur fundist meirihlutinn nánast vilja tefja umferð kannski til að styðja þeirra hugmynd um að miðbærinn eigi að vera bíllaus. Þetta er mjög ósanngjarn og stríðir gegn jafnræðisreglunni. Bera þarf virðingu fyrir vali fólks á samgöngumáta og reyna allt til að auka flæði og minnka tafir allra hvernig svo sem þeir kjósa að ferðast.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190224
Að hægt sé að aka upp Hverfisgötuna og til að auðvelda flæðið þarf að breyta Hafnarstræti úr einstefnugötu þannig að hægt sé að beygja út af Mýrargötu inn á Hafnarstræti og komast þannig annað hvort upp Hverfisgötuna eða suður Lækjargötuna. Við það myndi umferðarhnúturinn við Geirsgötu örugglega minnka mikið. Á háannatíma eru margir farnir að þræða sig í gegnum Þingholtin til að komast án vandræða til vinnu. Ef ein leið lokast þá reynir fólk að finna aðra. Kannski þróast mál nú þannig að aðalumferðaræðin verður í gegnum Þingholtin?
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Tillagan virðist ekki vera fullmótuð þar sem ekki er hægt að beygja út af Mýrargötu inn á Hafnarstræti enda liggur Mýrargata ekki við Hafnarstræti. Hafnarstræti tengist heldur ekki Hverfisgötu og því ekki hægt að sjá hvernig tillagan mun á nokkurn hátt "leysa umferðarhnút við Geirsgötu". Hinsvegar er rétt að benda á að nýafstaðnar framkvæmdir í Tryggvagötu eru vel heppnaðar, gatan er með breiðum gangstéttu og fallegum gróðri. Ástæðan fyrir einstefnu Tryggvagötu við gatnamót Lækjargötu/Hverfisgötu eru sú að gríðarlegur fjöldi strætisvagna ekur niður Hverfisgötu og beygir til vinstri inn Lækjargötu. Öll bílaumferð sem fer í veg fyrir þá strætisvagnaleið hefur verulega áhrif á ferðatíðni á stofnleiðum strætó. Ef farið væri í að endurgera glænýja framkvæmd og taka hana upp myndi mikill kostnaður falla að óþörfu á borgarbúa. Tillagan er því felld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins vill beina athygli meirihlutans í Reykjavík að Hafnarstræti og Tryggvagata gætu opnast yfir ljósin og inn á Hverfisgötu.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190223
Opna aftur fyrir að hægt sé að aka niður Laugaveginn og fjölga bílastæðum með því að fjarlægja eitthvað af þeim hindrunum sem settar hafa verið til að takmarka aðgengi þeirra sem koma í miðbæinn á bíl (fólk sem kemur oft langan veg, jafnvel úr öðrum bæjarfélögum eða utan af landi). Bílaumferð á Laugavegi hefur alltaf verið hæg og ekki valdið slysum.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Bílaumferð um Laugaveg hefur alla tíð verið hæg en jafnframt valdið óþarfa mengun, ónæði og tafir fyrir íbúa Laugavegar, gangandi, hjólandi og aðra sem farið hafa um Laugaveginn með vistvænum ferðamáta. Reynslan af göngugötum í miðborg Reykjavíkur er góð og ánægja Reykvíkinga mikil líkt og kannanir staðfesta. Göngugötur skapa jafnframt rými fyrir fólk og bæta mannlíf. Flokkarnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu allir þá stefnu að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu og umboð kjósenda því skýrt. Tillagan er því felld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins leggur enn og aftur áherslu á að hægt væri að aka niður Laugaveginn og fjölga bílastæðum með því að fjarlægja eitthvað af þeim hindrunum sem settar hafa verið til að takmarka aðgengi þeirra sem í í miðbæinn á bíl. Bílaumferð hefur alltaf verið hæg og ekki valdið slysum.
-
Tillögur Flokks fólksins, umferðarmál Mál nr. US190222
Byrja á að auðvelda almenningssamgöngur og gera þær fýsilegan kost en ekki einblína á að hindra og tefja fyrir umferð.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Í tillögunni hefur fulltrúi Flokks fólksins gefið sér að ekki sé verið að gera almenningssamgöngur að fýsilegum kosti þegar ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Borgarlína er einmitt hryggjarstykkið í því að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Einnig er vert að nefna þá eflingu sem hefur orðið á tíðni Strætó, bættri þjónustu, betra appi, nýjum strætóskýlum, aðgengi fyrir gæludýr og margt margt fleira. Núna er vinna í gangi um endurskoðun leiðarkerfis Strætó vegna Borgarlínu. Hið nýja leiðanet er skipulagt til þess að tengja vagna Strætó við stofnleiðanet Borgarlínunnar. Ekki er verið að einblína á að hindra og tefja umferð eins ferðamáta heldur einfaldlega látið af því að velja samgöngumáta fyrir fólk.
-
Athugasemd við dagskrá skipulags- og samgönguráðs, frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins Mál nr. US190258
Flokkur fólksins vill enn og aftur gera athugasemd varðandi dagskrá Skipulags- og umhverfisráðs sem snýr að upplýsingum um afgreiðslu mála sem birta ætti í dagskrá fyrir fundinn. Fram kemur að mál eigi að koma til afgreiðslu en engar umsagnir fylgja með sem gerir undirbúning erfiðan. Til að geta samið efnislega bókun byggða á rökum fyrir af hverju mál er fellt eða vísað frá verðum við að sjá rökin fyrir því fyrir fundinn. Eins og þetta er núna virkar þetta eins og teknar séu einhverjar skyndi geðþóttaákvarðanir um málin, þau ýmis felld eða vísað frá á kerfisbundin hátt. Í því felst engin fagmennska. Málin okkar hljóta að hafa verið til umræðu einhvers staðar hjá Ráðinu/sviðinu og úr þeirri umræðu hlýtur að hafa komið eitthvað mat/umsögn sem verður að fylgja með í dagskrá til að Flokkur fólksins geti samið efnislega bókun fyrir fundinn. Í borgarráði er þessu oftast þannig farið. Þá fylgja umsagnir sem gefa tóninn og í framhaldi er hægt að undirbúa bókun í málinu fyrir fundinn sjálfan.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Samkvæmt stjórnsýslulögum starfar ráðið á fundum þar sem umræður og afgreiðslur eiga að fara fram. Þegar dagskrá liggur fyrir sést hvaða mál eru til afgreiðslu og því vita allir fulltrúar hvaða mál verða afgreidd á fundinum.
(C) Fyrirspurnir
-
Fyrirspurn frá Flokki fólksins, hvenær laga á aðgengi að Breiðholtsbrúnni vinstra megin við Brautina þegar komið er frá Mjódd Mál nr. US190276
Að komast upp á brúna yfir Breiðholtsbrautina ef komið er frá Mjódd, vinstra megin við Brautina er aðeins fyrir þá fótafimustu. Það er hrikalegt að sjá þennan frágang og ekki nokkur leið fyrir eldri borgara, hreyfiskerta eða aðra sem eiga erfitt með gang
Þennan spöl þarf nánast að fara upp á fjórum fótum og á vetrum yrði þetta bara eins og rennibraut. Myndir fylgja fyrirspurninni
Spurt er hvort þetta sé lokafrágangur ?
Ef ekki hvenær á að laga þetta og ganga frá þessu með sómasamlegum hætti þannig að aðgengi þarna megin við brúna verði fyrir alla?
Frestað. -
Fyrirspurn frá Flokki fólksins, er varðar orð formanns Skipulags- og samgönguráðs í bókun hennar við lið 16 á dagskrá fundar 21. 8. Mál nr. US190277
Fyrirspurn frá Flokki fólksins er varðar orð formanns Skipulags- og samgönguráðs í bókun hennar við lið 16 á dagskrá fundar 21. 8. Þar segir hún í svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi samráð við hagsmunaaðila við Laugarveginn vegna göngugatna.
"Núna er í gangi deiliskipulagsferli fyrir Laugaveg sem göngugötu og felur það í sér lögbundið samráðsferli við hagsmunaaðila."
Flokkur fólksins óskar eftir ítarlegum upplýsingum um hvernig þetta lögbundna samráðsferli við hagsmunaaðila eigi að fara fram. Þegar talar er um að fá ítarlegar upplýsingar er átt við:
Hvernig skal það samráð fara fram, hvar og hvenær?
Felst í þessu "samráði" að hagsmunaaðilar muni fá tækifæri til að taka fullan þátt í ákvörðunum byggðan á þeirra forsendum?
Nú hafa hagsmunaaðilar mótmælt harðlega lokun þar sem verslun þeirra hefur í kjölfarið hrunið. Spurt er, verður tekið tillit til þess?
Fram til þessa hefur ekkert samráð verið en hagsmunaaðilum boðið á einn fund og fengið að merkja inn á svæðið hvar hafa á bekki og blómapotta. Hvað varðar Sjálfsbjörg og ÖBÍ hefur borgin vissulega sent umboðslausa embættismenn til viðræðu við samtökin. Mörgum spurninga þeirra hefur ekki verið svarað. Hagsmunaaðilar hafa aldrei verið spurðir um afstöðu varðandi lokun gatna hvað þá að tekið hafi verið tillit til þeirra vilja og skoðana. Reiði hefur verið mikil í þessum hópi sem finnst Skipulagsráð og meirihluti borgarstjórnar hafa valtað yfir sig með frekju, valdníðslu og yfirgangi.
Frestað.Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið klukkan 12:06