Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 26. júní kl. 09:14 var haldinn 41. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Geir Finnsson, Ragna Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Katrín Atladóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Starfsfólk skipulagsfulltrúa situr fundinn, eftir atvikum undir liðum 1 – 13.
Fundarritari er Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 31. maí 2019 og 7., 14. og 21. júní 2019.
Fylgigögn
-
Laugavegur 73, breyting á deiliskipulagi (01.174.0) Mál nr. SN190156
460715-0320 Fiskistígur ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík
680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019 ásamt bréfi dags. 5. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsbankareits, Reitur 1.174.0, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 9 í 10, inngangur að efri hæðum er færður á Laugaveg, inndráttur á 5. hæð sem snýr að Laugavegi vefur verði málsettur á uppdrætti og heimilt er að búnaður á þaki s.s. lyftuhús og tæknibúnaður fari upp fyrir tilgreindan hámarkskóta, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. apríl 2019 til og með 21. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Inga Bragadóttir dags. 20. maí 2019. Að loknum athugasemdarfresti bárust athugasemdir frá Stefáni Barða dags. 22. maí 2019 og Þórdísi Jóhannesdóttur, Sigurrósu Svavarsdóttur og Guðfinnu Steinunni Svavarsdóttur dags. 22. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019 með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Einarsnes 44 og 44A, breyting á deiliskipulagi (01.672.0) Mál nr. SN190299
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Vegmúla 2, 108 Reykjavík
090559-4439 Efemia Mjöll Guðmundsdóttir, Einarsnes 44A, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Arnfríðar Sigurðardóttur dags. 16. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðanna nr. 44 og 44A við Einarsnes. Í breytingunni felst færsla á lóðamörkum þannig að bílastæði á baklóð húss nr. 44 verði hluti af lóð 44A. Lóð nr. 44 minnkar um 16 fm. við breytinguna og lóð nr. 44A stækkar sem því nemur. Kvöð um bílastæði á baklóð húss nr. 44 fellur niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 3. maí 2019 br. 12. júní 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda dags. 14. maí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.Birkir Ingibjartsson skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lambastekkur 5-11, breyting á deiliskipulagi (04.616.1) Mál nr. SN190310
081071-3229 Eggert Antoníus Ólafsson, Lambastekkur 9, 109 ReykjavíkLögð fram umsókn Eggerts Antoníusar Ólafssonar dags. 20. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I, neðra Breiðholts, vegna lóðarinnar nr. 5-11 við Lambastekk. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir bílgeymslu við norðurhlið hússins nr. 9 við Lambastekk ásamt breytingu á notkun núverandi bílgeymslu í vinnustofu og geymslu, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Teiknistofu arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 20. maí 2019, br. 12. júní 2019. Einnig er lögð fram yfirlýsing eigenda að Lambastekk 7 dags. 27. febrúar 2019.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.Birkir Ingibjartsson skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Höfðabakki 5, breyting á deiliskipulagi (04.070.0) Mál nr. SN190369
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Eystri vegna lóðarinnar nr. 5 við Höfðabakka. Í breytingunni felst að koma fyrir fimm smáhýsum á lóðinni en Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Ekki er gert ráð fyrir að búseta sé varanleg notkun á lóðinni. Við breytinguna minnkar nýtingarhlutfall lóðarinnar og byggingareitur færist, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar Stika ehf. dags. 13. júní 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og samgönguráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðsSólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Héðinsgata 8, breyting á deiliskipulagi, búsetuúrræði Velferðarsviðs - smáhýsi Mál nr. SN180859
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts til að koma fyrir 1-5 ca. 30m2 smáhýsum fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur /Félagsbústaða. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð Héðinsgata 8 fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 12. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Örn Helgason f.h. Héðinsgötu 10 ehf. dags. 5. mars 2019, Kristján Sveinlaugsson f.h. Þingvangs dags. 11. mars 2019, Arnar Þór Ólafsson dags. 11. mars 2019, Stella Guðrún Arnarsdóttir mótt. 11. mars 2019, Ólafur H. Ólafsson f.h. Spörvar Líknarfélag Reykjavíkur mótt. 11. mars 2019, Aron Örn Jakobsson mótt. 11. mars 2019, Kristinn A. Kristinsson mótt. 11. mars 2019, Haraldur Guðnason mótt. 11. mars 2019, Karítas Ósk Þorsteinsdóttir f.h. Alanó Klúbbinn mótt. 11. mars 2019, Ólafur Þórir Guðjónsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Ólafsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Konráðsson mótt. 11. mars 2019, Hrefna Rán mótt. 11. mars 2019, Sigurður Þór Þórsson mótt. 11. mars 2019 og Ásta Björg Jörundar mótt. 11. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2019.
Frestað.Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi (01.807.4) Mál nr. SN170927
640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018 síðast breytt 20. júní 2019. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018. Tillaga var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Nína Petersen dags. 31. desember 2018, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 2. janúar 2019, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 3. janúar 2019, Guðrún S. Gröndal og Þuríður Vigfúsdóttir f.h. aðgerðarhóps íbúa við Furugerði og Espigerði dags. 3. janúar 2019, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 4. janúar 2019, Ingibjörg Halldórsdóttir f.h. íbúa að Furugerði 10 og 12, dags. 4. janúar 2019, Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir dags. 6. janúar 2019, Viðar Hjartarson og Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, dags. 6. janúar 2019 og Garðar Friðrik Harðarson dags. 7. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2019.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa 24. júní 2019 og einnig samþykktir uppdrættir Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018 síðast breytt 20. júní 2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingar og fulltrúi Viðreisnar bóka: „Tillaga Arkís arkitekta að nýjum íbúðum við Furugerði 23 hefur tekið talsverðum breytingum til samræmis við athugasemdir íbúa sem bárust við fyrri deiliskipulagsauglýsingu. Húsin hafa verið lækkuð úr þremur hæðum í tvær. Þau hafa einnig verið færð fjær núverandi fjölbýlishúsabyggð og dvalarsvæði íbúa fært að norðurhlið húsanna þar sem hljóð- og svifryksmengun frá Bústaðarvegi verður talsvert minni. Einnig hefur breyting verið gerð á B-reit sem felur nú í sér raðhúsabyggð í stað fjölbýlis. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata fagna þessari uppbyggingu og áorðnum breytingum á deiliskipulagstillögunni, enda eftirsótt svæði í nálægð við almenningssamgöngur, skóla og stóra vinnustaði Reykjavíkur og í samræmi við markmið gildandi Aðalskipulags Reykjavíkur.“
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn fagnar því að komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa í Furugerði og næsta nágrennis eins og Miðflokkurinn lagði til með bókun sinni þann 6.mars síðastliðinn:
,,Miðflokkurinn tekur heilshugar undir athugasemdir íbúa hvað varðar fjölda íbúða í fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi við Furugerði, með tilheyrandi vandamálum sem ljóst er að fylgja.
Að fjölga íbúðum úr 4 – 6 í 32 er ekki ásættanlegt.
Miðflokkurinn leggur til að fundin verði lausn í sátt við íbúa, t.d. með fækkun íbúða, lækkun bygginga ofl.“Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur, nýtt deiliskipulag (04.2) Mál nr. SN190373
Kynnt drög að deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn.
Fulltrúar Landslags Þráinn Hauksson og Gísli Rafn Guðmundsson, Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Snorri Sigurðsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag (04.6) Mál nr. SN160907
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf. dags. 14. desember 2018 br. 4. júní 2019 að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Um er að ræða nýtt skipulag á svæðinu norðan Stekkjarbakka þar sem er skilgreint opið svæði og þróunarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í tillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingareitir og hámarks byggingarmagn á svæðinu. Sýndar eru nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreint. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Guðrún Bára Gunnarsdóttir dags. 30. janúar 2019, Halldór Páll Gíslason, f.h. Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins dags. 7. febrúar 2019, Stefán Jón Hafstein, dags. 19. febrúar 2019, Páll Ísólfur Ólason og fjölskylda dags. 26. febrúar 2019, Hallur Heiðar Hallsson, dags. 1. mars 2019 2019, Guðrún Helga Theodórsdóttir dags. 2. mars 2019, Linda Rós Guðmundsdóttir dags. 2. mars 2019, Halldór Frímannsson dags. 3. mars 2019, Hjördís Hendriksdóttir dags. 3. mars 2019, Guðjón Sigurbjartsson dags. 3. mars 2019, Sædís Þorleifsdóttir dags. 3. mars 2019, Kolbrún Elíasdóttir og Björn Bjarnason dags. 3. mars 2019, Signý Sæmundsdóttir dags. 3. mars 2019, Ólafur Kr. Guðmundsson dags. 3. mars 2019, Anna Kristín Einarsdóttir dags. 3. mars 2019, Sigurður Sigurjónsson dags. 3. mars 2019, Hildur Nielsen dags. 3. mars 2019, Halldóra Sveinsdóttir dags. 3. mars 2019, Edda Kristín Reynis dags. 3. mars 2019, Hallur Heiðar Hallsson dags. 3. mars 2019, Guðbjörg Eggertsdóttir dags 3. mars 2019, Jósep Valur Guðlaugsson dags. 4. mars 2019, Sveinn Atli Gunnarsson dags. 4. mars 2019, Jón Smári Úlfarsson dags. 4. mars 2019, Bergljót Rist dags. 4. mars 2019, Valgerður Sigurðardóttir dags. 4. mars 2019, Guðmundur Eyjólfsson dags. 4. mars 2019, Tryggvi G. Tryggvason dags. 4. mars 2019, Unnur Sveinsdóttir og Hafþór Snæbjörnsson dags. 4. mars 2019, Auðna Ágústsdóttir dags. 4. mars 2019, Birkir Björnsson dags. 4. mars 2019, Sigurlaug Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Anni G. Haugen dags. 4. mars 2019, Magnús Þorgrímsson dags. 4. mars 2019 , Guðmundur Tryggvi Sigurðsson dags. 4. mars 2019, Jón Eiríksson dags. 4. mars 2019, Þórunn Óskarsdóttir og Sigurður Hjartarson dags. 4. mars 2019, Guðrún Ágústsdóttir dags. 4. mars 2019, Ragnheiður Kristjánsdóttir dags. 4. mars 2019, Svavar Hrafn Svavarsson dags. 4. mars 2019, Sigurður Ingi Arnars Unuson dags. 4. mars 2019, Íris Hafsteinsdóttir dags. 4. mars 2019, Eva Yngvadóttir og Sigurjón Sigurjónsson dags. 4. mars 2019, Sigrún Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Ragnheiður Ólafsdóttir dags. 4. mars 2019, Anna Sif Jónsdóttir, Arnar Jónsson og Anna Dögg Arnarsdóttir dags. 4. mars 2019, Margrét Aðalheiður Markúsdóttir dags. 4. mars 2019, Dagný Bjarnadóttir dags. 4. mars 2019, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir dags. 4. mars 2019, Guðmundur V. Guðmundsson dags. 4. mars 2019, Björn I. Guðmundsson dags. 4. mars 2019, Guðmundur Axel Hansen f.h. íbúa í Hólastekk 4 dags. 4. mars 2019, Kolbrún Ýr Sigfúsdóttir dags. 4. mars 2019, Lilja Sigrún Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Una Sigurðardóttir dags. 4. mars 2019, Torfi Stefán Jónsson dags. 4. mars 2019, Halldór Páll Gíslason dags. 4. mars 2019 og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins dags. 4. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. mars 2019, umsögn Veitna dags. 13. mars 2019, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2019 og minnisblað Veitna dags. 30. apríl 2019. Einnig er lagt fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2019.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2019, einnig samþykkt uppdrættir Landslags ehf. dags. 14. desember 2018 br. 4. júní 2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði á móti tillögunni.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:„Uppbyggingin sem tillagan fjallar um kemur til með að glæða röskuðu svæði við útjaðar dalsins nýju lífi. Mannvirkin verða að hluta til niðurgrafin og mótuð inn í landið. Deiliskipulagið hefur að mati fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata tekið jákvæðum breytingum. Landnotkunin er að okkar mati í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Mannvirkin geta orðið tengipunktur við útivistarperlu Elliðaárdalsins og jafnframt boðið upp á þjónustu fyrir nálæg íbúðarhverfi.“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn frekari uppbyggingu mannvirkja í Elliðaárdal. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir verulega breyttri landnotkun frá því sem nú er. Réttast væri að vernda Elliðaárdalinn með friðlýsingu. Græn svæði borgarinnar eru mikilvæg en af þeim er Elliðaárdalurinn með viðkvæmasta náttúru. Áform um hverfisvernd frá 2014 hefur ekki verið lokið, en horfið hefur verið frá því að flytja Stekkjarbakka norðar og því ástæðulaust annað en að skilgreina dalinn og vernd hans samkvæmt því.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins bókar:
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggst alfarið gegn uppbyggingu ALDIN biodome á Stekkjarbakka Þ73 og tekur undir flest sjónarmið íbúa og hagsmunasamtaka sem vara við raski, mengun og umferð. Elliðaárdalurinn er einstök náttúruperla sem ætti alltaf að fá að njóta vafans og við, íbúar Reykjavíkur, eigum það skilið að dalurinn okkar verði verndaður og friðaður.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Miðflokkurinn telur friðun Elliðaárdals algjört forgangsverkefni og að það verði gert í góðri sátt við íbúa borgarinnar. Telja verður með öllu óásættanlegt að fyrirhugað deiliskipulag fái afgreiðslu eða sé yfirhöfuð tekið til umræðu þar til afmörkun og friðlýsing Elliðaárdals hefur verið afgreidd í sátt við hagsmunaaðila, það er borgarbúa.
Þrákelkni meirihluta Sf-Vg-C og P í þessu mikilvæga hagsmunamáli borgarbúa er með öllu óskiljanleg og virðist í engu samræmi við yfirlýst markmið þeirra um verndun grænna svæða í borginni.
Að reisa glerhallir sem gnæfa yfir einni af náttúruperlum borgarbúa og fylla upp í eyðurnar með hundruðum bílastæða er óásættanlegt.
Hér þarf að forgangsraða með hag borgarbúa í öndvegi.
Að lokinni auglýsingu um breytt deiliskipulag hefur borist slíkur fjöldi athugasemda frá samtökum og íbúum að ekki er verjandi að halda lengra.
Miðflokkurinn mótmælir því harðlega að málinu verði framhaldið.
Krafa okkar um vinnulag hvað varðar umdeilanlegar breytingar er einföld:
Umræða-Samráð-Sátt. Þetta vinnulag þekkja góðir stjórnendur en slæmir ekki.
Meirihluti S-Vg-C og P fékk í síðustu kosningum umboð til að framfylgja vilja borgaranna, ekki eigin vilja.
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa boðað undirskriftasöfnun um íbúakosningu og óskar Miðflokkurinn þeim velgengi þar.Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN190362
Lögð er fram tillaga Teiknistofunnar Storð dags. 13. júní 2019 f.h. Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar fyrir lóðirnar við Álfabakka 2a-2d. Í breytingunni felst að gerðar eru breytingar á aðkomu í bílakjallara og þeim fjölgað.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Reitur 1.240.3, Snorrabraut, Grettisgata, Rauðarárstígur og Njálsgata, nýtt deiliskipulag (01.240.1) Mál nr. SN190374
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 20. júní 2019 um gerð nýs deiliskipulags fyrir reit 1.240.1 sem afmarkast af Grettisgötu, Rauðarárstíg, Njálsgötu og Snorrabraut. Í tillögunni felst uppbygging á lóð nr. 89 við Njálsgötu fyrir leikskóla og þjónustumiðstöð, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssvið dags. 18. júní 2019. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur frá 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðsHildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Miðtún 82, (fsp) - Samþykkt á áður gerðri íbúð (01.235.110) Mál nr. BN055297
030446-3999 Sigurður Harðarson, Njarðargata 41, 101 ReykjavíkÁ fundi skipulags- og samgönguráðs 15. maí 2019 var lagt fram bréf Sigurðar Harðarssonar f.h. eigenda að fasteigninni Miðtún 82 dags. 8. apríl 2019 til skipulags- og samgönguráðs þar sem farið er fram á að grein um hámarksfjölda íbúða á lóð í samþykktu deiliskipulagi Túna frá 27.október 2010 verði endurskoðuð. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2019.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2019.Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Varmidalur, Ósk um heimild til lóðaafmörkunar Mál nr. US190199
Lagt er fram bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 28. maí 2019 þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og samgönguráðs til lóðaafmörkunar fyrir sumarhúsalóðir í Varmadal. Með bréfinu er einnig er lagt fram skýringarkort af Varmadal. Einnig er lagt fram bréf frá Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til borgarráðs dags. 14. febrúar 2019 þar sem þeir óska eftir heimild til að gefa út ótímabundna lóðarleigusamninga fyrir frístundahús.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 2022 frá 28. maí 2019,
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 2023 frá 4. júní 2019
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 2024 frá 11. júní 2019.
fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 2025 frá 18. júní 2019.(C) Fyrirspurnir
Fylgigögn
-
Elliðabraut 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN190039
500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 MosfellsbærLögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 16. janúar 2019 ásamt greinargerð dags. 16. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar sr. 2 við Elliðabraut sem felst stækkun lóðarinnar og breyting á nýtingarhlutfalli og notkun, reisa verslunarhús á lóðinni og flytja til, innan lóðar, fjölorkustöð sem fyrir er á lóðinni, samkvæmt tillögu DAP ehf. dags. í Janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.
Vísað til borgarráðs.
Leiðrétt bókun frá fundi, dags, 6. mars 2019:
Rétt bókun er:Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fegrunarviðurkenningar 2019, skipan fulltrúa Mál nr. SN190371
Lagt til að eftirfarandi starfsmenn skipulagsfulltrúa verði skipaðir í vinnuhóp sem gerir tillögu til ráðsins að fegrunarviðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana auk viðurkenninga vegna endurbóta á eldri húsum árið 2018: Edda Ívarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Björn Ingi Edvardsson.
Samþykkt að skipa vinnuhóp sem í eru Edda Ívarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Björn Ingi Edvardsson sem gerir tillögu að fegrunarviðurkenningum. -
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, stígar í nágrenni við Bryggjuhverfi Mál nr. US190152
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að ráðist verði í stíga fyrir gangandi og hjólandi í nágrenni Bryggjuhverfis.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt.
Skipulags- og samgönguráð bókar:
Tillagan er samþykkt og verða úrbætur á stígatengingum við Bryggjuhverfi með því fyrsta sem kemst til framkvæmda þegar skipulagsferli fyrir Ártúnshöfða/Elliðaárvog er lokið. Úrbætur sem tilgreindar eru í tillögunni og kalla ekki á staðfest deiliskipulag verði teknar til skoðunar og framkvæmdar sem fyrst eftir því sem fjármunir leyfa. Sérstök áhersla verður lögð á hættuleg blindhorn við undirgöng undir Gullinbrú, aðreinar inn í Bryggjuhverfi og vinnusvæði Björgunar ásamt öðrum stöðum sem koma fram í greinagerð með tillögunni.Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, samráð vegna fyrirhugaðrar lokunar Laugavegarins og nærliggjandi gatna.
Mál nr. US190132Lögð fram eftirfarandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að komið verði á markvissu samráði við rekstrar- og hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar varanlegrar lokunar verslunargatna í miðborginni. Meirihluti borgarinnar er með þessari ákvörðun sinni að valta yfir á þriðja hundrað rekstraraðila við Laugaveg sem hafa með undirskrift sinni mótmælt þessari ákvörðun og óttast um afkomu sína. Með því að keyra þessa ákvörðun í gegn í óþökk og í andstöðu svo margra sem eiga hagsmuna að gæta er yfirvofandi stór ágreiningur og hugsanleg kostnaðarsöm málaferli gagnvart Reykjavíkurborg. Flokkur fólksins fer fram á að tekið verði tillit til þeirra undirskrifta sem afhentar voru borgarstjóra fyrir borgarstjórnarfund 2. apríl s.l. þar sem um 90% rekstraraðila sýndu andstöðu sína í verki varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir? Jafnframt hafa samtök eldri borgara og öryrkja lýst stórum áhyggjum sínum um aðgengi þeirra að þessum rótgrónu verslunargötum. Í drögum meirihlutans að Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar segir: Borgarbúar eiga að hafa skýran og skilgreindan rétt til að fara fram á að grípa inn í ákvarðanir. Miklar líkur eru á að hér sé verið að brjóta sveitarstjórnarlög. Flokkur fólksins trúir því að setjist aðilar niður verði hægt að sætta sjónarmið og aðlaga verslunargötur miðborgarinnar að þörfum borgarbúa bæði í nútíð og framtíð. Tillögunni fylgir greinargerð ódags.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði vísað frá. Tillögu vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: “Reynslan af göngugötum í miðborg Reykjavíkur er góð og ánægja Reykvíkinga mikil líkt og kannanir staðfesta. Göngugötur skapa rými fyrir fólk og bæta mannlíf. Þá hafa erlendar athuganir sýnt að velta verslana eykst þegar göngugötur eru opnaðar. Við undirbúning varanlegra göngugatna í Reykjavík er víðtækt samráð algjört leiðarstef, svo hefur verið hingað til og verður áfram. Sem dæmi má nefna opið samráð í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar og opinn samráðsfund með veitingafólki, verslunarrekendum, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilum. Þá á borgin í reglulegu og góðu samtali við Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hagsmunafélög auk þess sem á vegum borgarinnar starfar öflug aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Einnig er vert að benda á að í maí var tilkynnt að aðgengisfulltrúar ÖBÍ muni á næstunni gera úttekt á aðgengismálum fatlaðra á ýmsu stöðum í borginni, þar með talið á Laugavegi. ”
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Réttara hefði verið að taka fyrir tillöguna enda engin rök fyrir frávísun. Borgarstjórn samþykkti samhljóða að viðhafa samráð. Tillaga Flokks fólksins er í anda þeirrar samþykktar.
Fylgigögn
-
Völvufell-Fellagarðar, þróunarsvæði Þ63, breyting á deiliskipulagi (04.683.2) Mál nr. SN180749
Kynnt drög að skipulags- og samráðsáætlun fyrir verslunar- og þjónustusvæði við Völvufell, Fellagarða og næsta nágrennis.
Fulltrúar frá Krads arkitektum Kristján Örn Kjartansson, Óli Geir Kristjánsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri og Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Jólahverfi borgarinnar Mál nr. US190187
Lögð fram eftirfarandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Reykjavíkurborg velur jólahverfi borgarinnar ár hvert í nóvember.
Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg velji ( eða láti kjósa) eitt hverfi árlega sem Jólahverfi Reykjavíkur. Með slíkur vali er verið að vekja athygli á umræddu hverfi og gera hverfinu hátt undir höfði. Reykjavíkurborg mun sjá um skreytingar í hverfinu og lýsa hverfið hátt og lágt. Ýmsar uppákomur í samvinnu við hin ólíku starfandi félög á svæðinu.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði vísað frá. Tillögu vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: „Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata vísa frá umræddri tillögu um jólahverfi borgarinnar þar sem nú þegar er starfrækt umfangsmikil starfsemi í miðborginni um jólin, auk þess sem skreytingar eru settar upp í öllum hverfum borgarinnar.“
C) Fyrirspurnir
-
Fyrirspurn frá fulltrúa Flokki fólksins, ólöglegur halli á Hjartagarðinum Mál nr. US190179
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins:
Ólöglegur halli á Hjartagarðinum.
Halli frá laugarvegi inn í Hjartagarðinn er langt yfir leyfilegum mörkum og brýtur gegn ákvæðum byggingareglugerðar. Samkvæmt henni er mesti leyfilegi hallinn fimm prósent en hallinn í Hjartagarðinum er 15 prósent. Kemur fram hjá Margréti Lilju Aðalsteinsdóttur aðgengisfulltrúa ÖBI í fjölmiðlum nýlega að slík brot á byggingarreglugerðinni séu mun algengari en margur myndi halda.
1. Hver sér um eftirlit með að byggingarreglugerðum sé framfylgt?
2. Hver er kostnaður við lagfæringar á slíkum framkvæmdum s.l. fimm ár? (
3. Hver ber kostnaðinn?
4. Fjöldi aðgengisframkvæmda í Reykjavík þar sem byggingareglugerðir hafa verið brotnar?
5. Hver hafa viðbröðin verið hjá þeim sem ábyrgðina bera gagnvart kvörunum frá ÖBÍ
6. Hve langan tíma frá því að kvörtun berst og búið er að lagfæra eða afgreiða kvörtunina?
Fram kemur í viðtali við Margréti Lilju Aðalsteinsdóttur aðgengisfulltrúa ÖBÍ að halli fyrir fimm prósent hefur mjög mikil áhrif á hreyfihamlað fólk og fólk sem á erfitt með gang og hvað þá þegar hallinn er kominn upp í 15 prósent.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds mannvirkja og skrifstofu byggingarfulltrúa. -
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna stæða fyrir stór ökutæki í Hólahverfi Breiðholti og Reykjavík almennt Mál nr. US190180
Lögð fram eftirfarandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir upplýsingum vegna lokunar á stæði fyrir stór ökutæki við Vesturhóla í Hólahverfi Breiðholti, sem lokað var á síðastliðnu ári og hefur skapað vanda fyrir notendur þeirra.
1. Hyggst borgin bjóða önnur úrræði fyrir þá notendur sem þarna misstu aðstöðu?
2. Ef svo er, hversu langt er í að þau úrræði verði tilbúinn til notkunar.
3. Stórbíla stæði það sem lokað var á síðastliðnu ári með hindrunum og stendur nú ónotað. Kemur til greina að opna aftur fyri notkun þess þar til önnur lausn hefur verið fundin? ( stæði stendur í dag ónotað og óhreyft.)
4. Hvaða stórbíla stæði eru í boði í dag í hverfum borgarinnar og hvaða stæði stendur til að taka í notkun?
5. Hefur öðrum stórbíla stæðum borgarinnar verið lokað á síðustu árum?
6. Ef svo er, voru aðrar lausnir fundnar á móti.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. -
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Breiðholtið. Mál nr. US190186
Lögð fram eftirfarandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að borgarmeirihlutinn hugi sérstaklega að Breiðholtinu. Í hverfinu ríkir gríða mikil fjölbreytni sem ber að fagna. Breiðholtið hefur hins vegar oft orðið fyrir neikvæðri umræði í þjóðfélaginu. Upp úr 1970 voru byggðar íbúðir fyrir efnalitlar barnafjölskyldur sem var fyrirtaks framkvæmd. Síðan liðu áratugirnir og nú er hverfið vinsælt hjá öllum aldurhópum og stéttum sem búa í fjölbýli og einbýli. Breiðholtið er friðsælt og fallegt og var fyrirtaks framkvæmd. Breiðholtið er fjölmenningar samfélag og ótrúlega gaman að virða fyrir sér hina ólíku hópa sem nú hafa flutt í hverfið. Þetta fólk er yndislegt og kryddar tilveruna. Maður upplifir sig á göngu í London eða New York þegar farið er út að ganga í hverfinu. Nauðsynlegt er að finna leiðir til að lyfta hverfinu frá þeirri oft ósanngjörnu neikvæðu umræðu sem oft á tíðum maður verður vitni að. Að margra mati er Breiðholtið best geymda leyndarmálið á höfuðborgarsvæðinu.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði vísað frá. Tillögu vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: „Breiðholtið hefur verið í brennipunkti borgarstjórnar allt frá því að nýr borgarstjórnarmeirihluti var stofnaður vorið 2010 uppi á þaki á Æsufelli. Áhersla hefur verið lögð á að efla gott mannlíf og skapa jákvæða ímynd. Margt hefur verið gert. Af því helsta má nefna að sérstakur hverfisstjóri Breiðholts hefur verið ráðinn, glæsileg líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug opnuð, Fab-Lab verkstæði stafrækt á jarðhæð FB, aðstaða fyrir Nýlistasafnið í Fellagörðum, metnaðarfullar og áberandi myndskreytingar eftir suma af þekktustu listamenn landsins prýða stóra húsgafla. Í sumar stendur Myndhöggvarafélag Reykjavíkur, með aðstoð borgarinnar, fyrir skemmtilegri sýningu í Breiðholti á útilistaverkum í sýningaröð sem nefnið Hjólið. Síðast en ekki síst ber að nefna að borgin hefur fest kaup á Arnarbakka og Völvufelli með það fyrir augum að hleypa nýju og frjóu lífi í þessa gömlu kjarna sem hafa verið í niðurníðslu í langan tíma. Við teljum rétt að vísa tillögunni frá. Það sem þar er nefnt er þegar komið til framkvæmdar.“
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í janúar til mars 2019.
-
Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður Mál nr. US170113
Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið janúar til mars 2019.
-
Umhverfis- og skipulagssvið, þriggja mánaða uppgjör Mál nr. US190196
Lagt fram þriggja mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs, janúar til mars 2019.
-
Þjóðhildarstígur 2-6, kæra 46/2019 (04.112.2) Mál nr. SN190364
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. júlí 2019 ásamt kæru dags. 3. júní 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um synjun á beitingu þvingunarúrræða vegna bifreiðaumferðar á baklóð Þjóðhildarstígs 2-6.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. -
Hólmasel 2, kæra 47/2018, umsögn, úrskurður (04.937.7) Mál nr. SN180217
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. mars 2018 ásamt kæru dags. 18. mars 2018 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2018 á byggingarleyfi fyrir Hólmasel 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. apríl 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. júní 2019. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar frá 20. febrúar 2018 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hluta Hólmasels 2.
(E) samgöngumál
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, Rýmka aftur reglur um vistvæna bíla Mál nr. US190198
Á borgarráðsfundi 6. júní 2019 var tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins vísað til skipulags- og samgönguráðs:
Borgarráð 6.6.'19: Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að rýmka aftur reglur um vistvæna bíla - R19060057
Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg rýmki aftur reglur um hvaða bílar teljist vistvænir og þeir sem það teljast geti lagt frítt í gjaldskyld bílastæði í allt að 90 mín. Meirihlutinn í borginni hefur gefið sig út fyrir að vilja vistvæna borg. Sérstaklega hefur verið horft til bíla í því sambandi. Það kom því á óvart þegar Reykjavíkurborg um áramót 2011 herti reglur um hvaða bílar teljast visthæfir og hverjir ekki. Frá 2011 hafa visthæfir bílar getað lagt frítt í gjaldskyld bílastæði borgarinnar í allt að níutíu mínútur. Með hertum reglum féllu fjöldi bifreiða úr visthæfa flokknum með breytingunum og gátu eigendur ekki lengur nýtt sér þennan valkost. Áður töldust bílar visthæfir ef þeir losuðu minna en 120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra í blönduðum akstri en þetta mark hefur nú verið lækkað niður í hundrað grömm. Bifreiðar sem ganga fyrir vetni, rafmagni og metani falla einnig í flokk visthæfra ökutækja. Bílarnir mega í mesta falli vera 1.800 kílógrömm að þyngd og mega ekki vera á negldum vetrardekkjum.Greinargerð
Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að 11.432 skráðar bifreiðar hafi losað á bilinu 100-120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra. Sá fjöldi hefur talist óvisthæfur frá áramótum. Að auki vantar upplýsingar um tvinnökutæki.
Á vefsíðu Bílgreinasambandsins má finna lista yfir bíla sem brenna bensíni, dísilolíu eða metani og uppfylla skilyrðin til að teljast visthæfir bílar. Á þeim lista eru rúmlega níutíu tegundir en aðeins tæpur þriðjungur þeirra uppfyllir nú skilyrðin til að teljast visthæfur. Rétt er að taka fram að listinn var síðast uppfærður í sumar og er ekki tæmandi talning á þeim ökutækjum er uppfylla skilyrðin. Reglur um vistvæna bíla geta haft áhrif á ákvörðun neytenda um hvaða bíll verður keyptur. Þessum reglum var á sínum tíma breytt með einu pennastriki og kom illa við marga t.d. þá sem voru nýbúnir að kaup sér vistvænan bíl.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingar og fulltrúi Viðreisnar bóka: „Að okkar mati er ekki ráðlagt að draga úr þeim kröfum sem gerðar eru til vistvænna bíla og samþykktar voru 2017, enda er markmið þeirra að hvetja til notkunar á umhverfisvænni bifreiðum. Markmiðum um kolefnishlutleysi á Íslandi árið 2040 verður ekki náð nema með róttækum aðgerðum svo sem hertum reglum um vistvæna bíla.“
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: Það virðist ekki vera mikið samræmi milla orða og athafna borgarmeirihlutans þegar kemur að því að finna leiðir til að draga úr mengun því allir bílar eru settir undir sama hatt. Verði haldið áfram með aðför að bílaeigendum mun miðbærinn von bráðar verða einsleitur þegar rekstraraðilar hafa margir lagt á flótta vegna þess að verslun þeirra hefur hrunið eftir að lokað var fyrir umferð bíla. Æ færri koma í miðbæinn vegna aðgengisvanda eins og könnun Zenter rannsókna hefur sýnt. Hin öfgafulla stefna hvað varðar miðbæinn vekur upp þá hugsun hvort verið sé að reyna að gera þeim sem nota bílinn sinn erfitt um vik til að geta sagt „sko, við verðum að fá borgarlínu“. Enda þótt borgarlínan verði til er engin nauðsyn að útrýma einkabílnum úr miðbænum. Að finna leiðir til að umbuna þeim sem velja að aka vistvænum bílum ætti að vera framarlega á forgangslistanum fremur en að setja allt púður í að útiloka bíla frá miðbænum. Flokkur fólksins hvetur meirihlutann til að draga úr öfgum. Með því að umbuna þeim sem aka vistvænum bílum svo sem með því að bjóða þeim frítt bílastæði í 90 mín. eins og var mun auka líkur á að fleiri sjái slíka fjárfestingu sem góðan kost.
-
Varanlegur regnbogi í Reykjavík, bréf frá borgarráði Mál nr. US190200
Lagt er fram bréf frá borgarráði dags. 12. júní 2019 vegna tillögu um varanlegan regnboga í Reykjavík.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.Fylgigögn
-
Nauthólsvegur við Hlíðarenda, framkvæmdir sumarið 2019 Mál nr. US190160
Kynning á framkvæmdum sumarið 2019 við Nauthólsveg við Hlíðarenda.
Ársæll Jóhannsson byggingartæknifræðingur og fulltrúi Landmótun Þórhildur Þórhallsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Úrbætur í vegamálum í Reykjavík Mál nr. US190188
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins:
Úrbætur í vegamálum í Reykjavík
Flöskuhálsar og tafir eru víða í borginni á álagstímum. Einn er sá flöskuháls sem tefur alla þá sem aka frá suðri til norðurs á Breiðholtsbraut og ætla að beygja til vinstri inn á Bústaðarveg á álagstímum. Draga má verulega úr þeim töfum sem vegfarendur upplifa og þurfa að sæta á sessari leið. Leggur Flokkur fólksins til að bannað verði að beygja til vinstri inn á Bústaðarveg hvern virkan dag frá kl 16 til 18 í tilraunaskyni. Ljósin verði tekin úr notkun á þessum tíma. Með slíkri framkvæmd má draga verulega úr töfum vegfarenda á leið sinni suður og norður eftir Breiðholtsbrautinni.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillagan verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: „Áður hefur verið skoðað að loka þessari beygju og bentu útreikningar til að betra væri að sleppa þeirri lokun frekar en að stuðla að því að stór hluti umferðarinnar færi í staðinn um slaufugatnamótin. Lokun sem þessi hefði í för með sér ný vandamál með nýjum flækjustigum sem betra væri að komast hjá.“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Rétt væri að vísa þessum tillögum í vinnu Vegagerðarinnar og SSH þar sem notað væri heildstætt umferðarmódel þar sem allar tegundir faramáta eru metnar.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Farartálmar og flöskuhálsar Mál nr. US190189
Lögð fram eftirfarandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins með eftirfarandi tillögu:
Farartálmar og flöskuhálsar eru víða í borginni á álagstímum. Einn er sá flöskuháls sem tefur alla þá sem upp í Efra Breiðholt ætla á álagstímum. Draga má verulega úr þeim töfum sem vegfarendur upplifa og þurfa að sæta á leið sinni upp í Efra Breiðholt. Þegar ekið er upp Stekkjabakka til austurs og síðan beygt til hægri við Höfðabakkann í átt til Efra Breiðholts eru þar iðulega miklar umferðarteppur á álagstímum. Vegfarendur sem ætla í átt að Höfða og Árbæjarhverfi fara þessa leið og stífla alla umferð í Efra Breiðholtið. Tillaga Flokks fólksins er að unnið verði að úrbótum með því að gerð verði frárein sem byrjar vestast á Stekkjabakkanum og upp á Höfðabakkann og þar með yrði leiðin greið fyrir vegfarendur sem þurfa upp í Efra Breiðholt.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillagan verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: „Nýlega var farið í ástandsgreiningu á þjónustustigi umferðarmestu vega stofnvegakerfisins til að varpa ljósi á umferðaraðstæður á annatímum á einstökum köflum og gatnamótum. Ekki var talin þörf á úrbótum á þessum vegkafla Stekkjarbakka og þess vegna telur meirihlutinn er ráðlagt að grípa inn í fyrir það mikilvæga ferli sem unnið er í samráði við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og er í tengslum við samgönguúrbætur á höfuðborgarsvæðinu öllu.“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Rétt væri að vísa þessum tillögum í vinnu Vegagerðarinnar og SSH þar sem notað væri heildstætt umferðarmódel þar sem allar tegundir faramáta eru metnar.
-
Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa, viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar Mál nr. SN190357
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. maí 2019 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 7. maí 2019 á breytingu á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna fullnaðarafgreiðsluheimilda skipulagsfulltrúa.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN170737
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Fylgigögn
-
Álfsnesvík, nýtt deiliskipulag (36.2) Mál nr. SN190324
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 6. júní 2019 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Álfsnesvík.
Fylgigögn
-
Sléttuvegur 25-27 og Skógarvegur 4-10, breyting á deiliskipulagi (01.793.1) Mál nr. SN190065
650213-0840 Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 6. júní 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrirlóðaina nr. 25-27 við Sléttuveg og 4-10 við Skógarveg.
Fylgigögn
-
Skálafell, breyting á deiliskipulagi (35.3) Mál nr. SN190083
500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæði í Skálafelli.
Fylgigögn
-
Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, breyting á deiliskipulagi (01.241.0) Mál nr. SN180046
461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
460902-2150 K.J. hönnun ehf, Kringlunni 7, 123 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 6. júní 2019 á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 4, 6, 8 og 10 við Mjölnisholt.
Fylgigögn
-
Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN180683
510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 6. júní 2019 á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46.
Fylgigögn
-
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, breytt vaxtamörk á Álfsnesi - breytinga á svæðisskipulagi Mál nr. SN170934
681077-0819 Samtök sveitarfélaga á höfuðbsv, Hamraborg 9, 200 KópavogurLagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 6. júní 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 varðandi breytt vaxtamörk á Álfsnesi.
Fylgigögn
-
Álftamýri 7-9, breyting á deiliskipulagi (01.280.1) Mál nr. SN180731
490998-2179 Bjarkar ehf, Stigahlíð 59, 105 Reykjavík
691209-1480 Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 6. júní 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 1-5 og 7-9 vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri.
Fylgigögn
-
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, eftirlitsmyndavélar Mál nr. US190202
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og skipulagsráði leggja til að umhverfis- og skipulagssvið birti ekki efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum sínum á vefsíðu aðgengilega öllum eins og hefur verið.
Umhverfis- og skipulagssvið starfrækir átta eftirlitsmyndavélar í borgarlandinu undir því yfirskyni að fylgjast með færð vega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta ekki svo á að fylgjast þurfi með færð á sumrin og ekki að efnið þurfi að vera aðgengilegt öllum á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þegar kemur að rafrænu eftirliti er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Friðhelgi einkalífsins á að vega þyngra en þörf almennings til að fylgjast með umferð og færð á vegum í þéttbýli.
Frestað. -
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins, aðgerðir til að stemma stigu við hraðakstri Mál nr. US190203
Tillaga um að gripið verði til róttækra aðgerða til að stemma stigu við hraðakstri mótorhjóla og vespa á stígnum bak við Fannafell, Gyðufell og Iðufell. Lagt er til að usk komi með tillögur fyrir skipulags og samgönguráð.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.