Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 5. júní kl. 10:09 var haldinn 39. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 4 - 7. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 8 – 16.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Frakkastígsreitur 1.172.1, (fsp) Laugavegur 33, 33a, 33b, 35, 37 og Vatnsstígur 4 (01.172.1) Mál nr. SN180793
621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
530302-3420 Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 ReykjavíkLögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 13. nóvember 2018 ásamt greinargerð dags. 9. nóvember 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg sem felst í að hús að Laugavegi 33 og 33B verði færð í átt að upprunalegu útliti, hús að Laugavegi 35 verði hækkað um eina hæð og timburhluti sama húss verði endurbyggður og hækkaður um eina hæð, hús að Laugavegi 33A og Vatnsstígi 4 verði rifin og ný byggð í þeirra stað, uppbyggingu að Laugavegi 37 o.fl., samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. dags. 12. nóvember 2018. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. dags. 12. nóvember 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. nóvember 2018 og tölvupóstur Orra Árnasonar arkitekts ásamt greinargerð Húsverndarstofnunar Íslands um ástand húss ódags. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 11. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
Vísað í borgarráð.Leiðrétt bókun frá síðasta fundi, dags, 29. maí 2019:
Rétt bókun er:Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
-
Laugavegur 37, (fsp) nýbygging á baklóð (01.172.1) Mál nr. SN190202
650308-0180 Smáfuglar ehf., Pósthólf 806, 121 Reykjavík
691004-2790 Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2, 101 ReykjavíkÁ embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2019 var lögð fram fyrirspurn Smáfugla ehf. dags. 22. mars 2019 um nýbyggingu á baklóð Laugavegs 37. Gert er ráð fyrir að byggt verði ofan á núverandi vinnustofu og að timburbygging á baklóð verði flutt annað. Byggingin verði þrjár hæðir auk rishæðar og kjallara. Á jarðhæð verði gert ráð fyrir verslunum og/eða þjónustu og á efri hæðum verði íbúðir, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 22. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
Vísað í borgarráð.Leiðrétt bókun frá síðasta fundi, dags, 29. maí 2019:
Rétt bókun er:Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
-
Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi (34.2) Mál nr. SN190104
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst í að rýmka heimildir fyrir iðnaðarstarfsemi með ákveðnum skilyrðum, á tiltekinni lóð á Esjumelum í samræmi við aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið sem er auglýst samhliða. Jafnframt er gert ráð fyrir lóð undir veitumannvirki við norðvesturenda svæðisins, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 13. febrúar 2019. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. maí 2019.
Samþykkt.Leiðrétt bókun frá síðasta fundi, dags, 29. maí 2019:
Rétt bókun er:Samþykkt.
Vísað í borgarráð.(E) Samgöngumál
-
Strætó, endurskoðun á stefnu og hlutverki, kynning Mál nr. US190183
Stjórn Strætó hefur unnið að endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó undanfarið. Kynnt verða drög að stefnu Strætó og áherslum til næstu ára.
Kynnt.
Fulltrúar Strætó bs. Jóhannes Rúnarsson og Björg Fenger taka sæti á fundinum undir þessum lið.Kl. 10:50 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði auk áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins þakka góða kynningu á vinnu við endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó. Við fögnum þeirri stefnu að leggja aukna áherslu á tíðari ferðir á stofnleiðum. Hún fellur vel að samgöngumiðuðu skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Ljóst er að skilvirkar og vistvænar almenningssamgöngur leika lykilhlutverk í því að létta á umferðinni og gera borgina byggilegri. Þær eru auk þess mikilvægur liður í þeirri stefnu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
-
Miðbakki, Safnstæði Mál nr. US190178
Lagt er fram bréf samgöngustjóra dags. 27. maí 2019 vegna safnstæði fyrir hópbifreiðar að Miðbakka.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Fylgigögn
-
Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi (01.193) Mál nr. SN190129
681116-1920 Snorrabragur ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 ReykjavíkLögð fram umsögn Plúsarkitekta ehf. dags. 25. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að rampur niður í bílakjallara er færður frá suðvesturhorni nýbyggingar að Bergþórugötu (norðurhlið), tengibyggingu milli nýbyggingar og Mjólkurstöðvar bætt við og 100 fermetrum bætt við nýbyggingu. Einnig er bætt við að færsla á lögnum Veitna vegna framkvæmda er á kostnað lóðarhafa ásamt ákvæði um hornsneiðingu við bílrampa, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 28. maí 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað í borgarráð.Fylgigögn
-
Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023, kynning Mál nr. US190184
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dagsett 31. maí 2019, ásamt greiningarskýrslu og drögum að umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023, unnið af Verkís, Trafkon AB og Eflu. Drög að umferðaröryggisáætlun kynnt og lagt til að þau verði kynnt fyrir hagsmunaaðilum og sett á netið til kynningar fyrir almenning.
Kl. 11:04 tekur Ólafur Kr. Guðmundsson sæti á fundinum.
Samþykkt.
Fulltrúi Trafkon AB Höskuldur Kröyer, fulltrúi Eflu Berglind Hallgrínsdóttir og fulltrúi Verkís Sigurður Andrés Þorvarðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Tryggvagata, hönnun og útfærsla göturýmis, kynning Mál nr. US190182
Kynnt er hönnun og útfærslu göturýmis á Tryggvagötu.
Kynnt.
Fulltrúi Landmóta Áslaug Traustadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.(A) Skipulagsmál
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur Mál nr. SN190323
Kynnt verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2019 vegna fyrirhugaðrar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Íbúðabyggð og blönduð byggð 2010-2030/2040. Í tillögunni felst endurmat á forgangsröðun og þéttleika uppbyggingar á grundvelli markmiða um breyttar ferðavenjur, uppbyggingu Borgarlínu og stefnu í loftlagsmálum. Einnig eru lagðir fram viðaukar og matslýsing VSÓ ráðgjafar dags. 22. maí 2019.
Kl. 12:57 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Fulltrúi Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað í borgarráð.Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Miðborg M1a, M1c, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur Mál nr. SN190339
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags, í júní 2019 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir svæði M1a og M1c innan miðborgarinnar vegna túlkunar á sérákvæðum vegna hlutfalls gististaða í nýrri uppbyggingu/enduruppbyggingu samkvæmt ákvörðun í deiliskipulagi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Fulltrúi Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað í borgarráð.Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Reitur 1.265, Orkuhúsreitur, kynnt niðurstaða hugmyndasamkeppni (01.265) Mál nr. SN180831
Vinningstillaga úr hugmundasamkeppni kynnt, um skipulag reits 1.265, Orkuhúsreitsins, við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31.
Kynnt.Fulltrúar Alark arkitektum ehf. Jakob Emil Líndal og Kristján Ásgeirsson, fulltrúi Reitum ehf. Friðjón Sigurðarson, fulltrúi skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Óli Örn Eiríksson og Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 13:13 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.
-
Vegbrekkur 43, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN190245
500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 11. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Aðveitustöðvar 12 við Trippadal vegna lóðar nr. 43 við Vegbrekku. Í breytingunni felst að stækka lóð og byggingarreit aðveitustöðvarinnar til að koma fyrir vararafstöð, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 29. maí mars 2019. Einnig er lögð fram ákvörðun skrifstofu umhverfisgæða um framkvæmd í flokki C sé ekki matsskyld dags. 10. maí 2019.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Fylgigögn
-
Grundarstígur 7, breyting á deiliskipulagi (01.184.0) Mál nr. SN190048
260388-2319 Árni Guðjónsson, Grundarstígur 7, 101 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkLögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 22. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reitur 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir Grundarstígur 7 og 7B, kvöð er á lóðinni nr. 7 um umferð, sem og heimild til lagnar fráveituheimæðar og annarra lagna, leyfilegt nýtingarhlutfall lóðanna tveggja er aukið, byggingarreitur bílskúrs á lóð 7B stækkar og heimilt er að fjarlægja bílskúr og reisa innan byggingarreitsins íbúðarhús, kjallara og hæð, allt að 120 fm., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað í borgarráð.(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Bergstaðastræti 29, Nýbygging (01.184.413) Mál nr. BN055324
040474-5019 Guðmundur Aðalsteinsson, Danmörk,
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til byggja mhl. 02 sem er tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús með kjallara á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 5. nóvember 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendafélagið f.h. Telmu Hrund Jóhannesdóttur dags. 29. nóvember 2018, Brynja Aðalsteinsdóttir dags. 30. nóvember 2018, Berglind Sigurðardóttir f.h. eigenda að Bergstaðastræti 31A og Helga Berglind Atladóttir og Bjarni Már Bjarnason dags. 1. desember 2018, Sigurður Atli Atlason dags. 2. desember 2018 og Halldóra Jónsdóttir, Sigurður Páll Árnason, Ísold Jakobsdóttir og Benedikt Óttar Snæbjörnsson dags. 3. desember 2018. Einnig er lagður fram uppdráttur/sniðmyndir GRÍMA-arkitekta dags. 21. desember 2018 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. janúar 2019. Jafnframt eru lagðir fram lagfærðir uppdættir GRÍMA-arkitekta ehf. dags. 16. maí 2019. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Fylgigögn
-
Vesturgata 51C, Hækka ris (01.134.007) Mál nr. BN055292
051180-4539 Hafþór Páll Bryndísarson, Vesturgata 51C, 101 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka ris þannig að ný hæð verði þar sem nú er hæð og ris í húsi á lóð nr. 51C við Vesturgötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. mars 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 15. apríl 2019 til og með 13. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sturla Einarsdóttir og Þórunn Björnsdóttir dags. 12. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2019.
Samþykkt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2019.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
(D) Ýmis málFylgigögn
-
Silfratjörn 26-32, málskot (05.052.4) Mál nr. SN190270
681206-0510 Stéttafélagið ehf., Breiðhellu 12, 221 HafnarfjörðurLagt fram málskot Stéttafélagsins ehf. dags. 2. maí 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. febrúar 2019 um stækkun á byggingarreit lóðarinnar nr. 26-32 við Silfratjörn.
Staðfest er niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn dags. 15. febrúar 2019. -
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna Hagasels 23 Mál nr. US190090
Á fundi skipulags- og samgönguráðs 13. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn
áheyrnarfulltrúa Miðflokksins þar sem borist hefur fjöldi fyrirspurna vegna Hagasels 23 og fyrirhugaðs búsetuúrræðis þar.
Óskað því eftir uppl. um hvar málið er statt og hver næstu skref verða. Einnig er lagt fram svar skipulagsfulltrúa við fyrirspurninni dags. 3. júní 2019.Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, stígar í nágrenni við Bryggjuhverfi Mál nr. US190152
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að ráðist verði í stíga fyrir gangandi og hjólandi í nágrenni Bryggjuhverfis.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Frestað.Fylgigögn
-
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðiflokksins, skoðun á kaupum leiguskápa fyrir reiðhjól Mál nr. US190181
Á 38. fundi skipulags- og samgönguráðs lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir því að skoðað verði að kaupa leiguskápa fyrir reiðhjól sem hægt er að staðsetja á fjölförnum stöðum. Líkt og við sundlaugar, í bílastæðahúsum og við Nauthólsvík. Við höfum nú þegar ráðist í miklar framkvæmdir til þess að efla hjólreiðar í borginni. Læstir leiguskápar fyrir reiðhjól er hægt að finna víða í löndum í kringum okkur og myndu verða góð viðbót við þá þjónustu sem við veitum þeim fjölmörgu sem velja það að nýta sér hjólreiðar sem ferðamáta í Reykjavík.
Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngurstjóra.
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, samráð vegna fyrirhugaðrar lokunar Laugavegarins og nærliggjandi gatna.
Mál nr. US190132Á fundi skipulags- og samgönguráðs 17. apríl 2019 var lögð fram tillaga Flokk fólksins að gerð verði skýlausa krafa um samráð vegna fyrirhugaðrar lokunar Laugavegarins og nærliggjandi gatna.
Flokkur fólksins leggur til að komið verði á markvissu samráði við rekstrar- og hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar varanlegrar lokunar verslunargatna í miðborginni. Meirihluti borgarinnar er með þessari ákvörðun sinni að valta yfir á þriðja hundrað rekstraraðila við Laugaveg sem hafa með undirskrift sinni mótmælt þessari ákvörðun og óttast um afkomu sína. Með því að keyra þessa ákvörðun í gegn í óþökk og í andstöðu svo margra sem eiga hagsmuna að gæta er yfirvofandi stór ágreiningur og hugsanleg kostnaðarsöm málaferli gagnvart Reykjavíkurborg. Flokkur fólksins fer fram á að tekið verði tillit til þeirra undirskrifta sem afhentar voru borgarstjóra fyrir borgarstjórnarfund 2. apríl s.l. þar sem um 90% rekstraraðila sýndu andstöðu sína í verki varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir? Jafnframt hafa samtök eldri borgara og öryrkja lýst stórum áhyggjum sínum um aðgengi þeirra að þessum rótgrónu verslunargötum. Í drögum meirihlutans að Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar segir: Borgarbúar eiga að hafa skýran og skilgreindan rétt til að fara fram á að grípa inn í ákvarðanir. Miklar líkur eru á að hér sé verið að brjóta sveitarstjórnarlög. Flokkur fólksins trúir því að setjist aðilar niður verði hægt að sætta sjónarmið og aðlaga verslunargötur miðborgarinnar að þörfum borgarbúa bæði í nútíð og framtíð.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Frestað.Fylgigögn
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Jólahverfi borgarinnar Mál nr. US190187
Á 39. fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 5. júní 2019 lagði áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi tillögu:
Reykjavíkurborg velur jólahverfi Reykjavíkurborgar ár hvert í nóvember.
Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg velji (eða láti kjósa) eitt hverfi árlega sem Jólahverfi Reykjavíkur. Með slíkur vali er verið að vekja athygli á umræddu hverfi og gera hverfinu hátt undir höfði. Reykjavíkurborg mun sjá um skreytingar í hverfinu og lýsa hverfið hátt og lágt. Ýmsar uppákomur í samvinnu við hin ólíku starfandi félög á svæðinu.Frestað.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Breiðholtið. Mál nr. US190186
Á 39. fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 5. júní 2019 lagði áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi tillögu:
Flokkur fólksins leggur til að borgarmeirihlutinn hugi sérstaklega að Breiðholtinu. Í hverfinu ríkir gríðar mikil fjölbreytni sem ber að fagna. Breiðholtið hefur hins vegar oft orðið fyrir neikvæðri umræði í þjóðfélaginu. Upp úr 1970 voru byggðar íbúðir fyrir efnalitlar barnafjölskyldur sem var fyrirtaks framkvæmd. Síðan liðu áratugirnir og nú er hverfið vinsælt hjá öllum aldurhópum og stéttum sem búa í fjölbýli og einbýli. Breiðholtið er friðsælt og fallegt og var fyrirtaks framkvæmd. Breiðholtið er fjölmenningar samfélag og ótrúlega gaman að virða fyrir sér hina ólíku hópa sem nú hafa flutt í hverfið. Þetta fólk er yndislegt og kryddar tilveruna. Maður upplifir sig á göngu í London eða New York þegar farið er út að ganga í hverfinu. Nauðsynlegt er að finna leiðir til að lyfta hverfinu frá þeirri oft ósanngjörnu neikvæðu umræðu sem oft á tíðum maður verður vitni að. Að margra mati er Breiðholtið best geymda leyndarmálið á höfuðborgarsvæðinu.
Frestað.
-
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Farartálmar og flöskuhálsar Mál nr. US190189
Á 39. fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 5. júní 2019 lagði áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi tillögu:
Farartálmar og flöskuhálsar eru víða í borginni á álagstímum. Einn er sá flöskuháls sem tefur alla þá sem upp í Efra Breiðholt ætla á álagstímum. Draga má verulega úr þeim töfum sem vegfarendur upplifa og þurfa að sæta á leið sinni upp í Efra Breiðholt. Þegar ekið er upp Stekkjabakka til austurs og síðan beygt til hægri við Höfðabakkann í átt til Efra Breiðholts eru þar iðulega miklar umferðarteppur á álagstímum. Vegfarendur sem ætla í átt að Höfða og Árbæjarhverfi fara þessa leið og stífla alla umferð í Efra Breiðholtið. Tillaga Flokks fólksins er að unnið verði að úrbótum með því að gerð verði frárein sem byrjar vestast á Stekkjabakkanum og upp á Höfðabakkann og þar með yrði leiðin greið fyrir vegfarendur sem þurfa upp í Efra Breiðholt.
Frestað.