Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 38

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 29. maí kl. 9:04 var haldinn 38. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1-20. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 2, 3 og 23.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 17. og 24. maí 2019.

    Fylgigögn

  2. Hlemmur, reitur 1.240.0, lýsing     (01.2)    Mál nr. SN190145

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2019, vegna nýs deiliskipulags reits 1.240.0 Hlemmur í kjölfar hugmyndasamkeppni um svæðið, sem felst í endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreitar fyrir flutningshúsið Norðurpóll og nýrra léttra mannvirkja fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kristófers Oliverssonar f.h. lóðarhafa Laugavegar 120 dags. 7. maí 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 2. apríl 2019 , Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl 2019 og Vegagerðin dags. 15. apríl 2019, Umhverfisstofnun dags. 22. maí 2019.

    Kynnt.

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Hlemmur, reitur 1.240.0, forhönnun Hlemmtorgs         Mál nr. US190177

    Kynnt forhönnun Hlemmtorgs. 

    Martin Arfalk og Andrei Deacu fulltrúar Manda Works, Dagný Bjarnadóttir fulltrúi DLD, Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri, Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri og Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN190323

    Kynnt drög að verklýsingu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2019 vegna fyrirhugaðrar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Íbúðabyggð og blönduð byggð 2010-2030/2040. Í tillögunni felst endurmat á forgangsröðun og þéttleika uppbyggingar á grundvelli markmiða um breyttar ferðavenjur, uppbyggingu Borgarlínu og stefnu í loftlagsmálum. Einnig eru lagðir fram viðaukar og matslýsing VSÓ ráðgjafar dags. 22. maí 2019.

    kynnt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins legur fram svohjóðandi bókun:

     Mikil áhersla er lögð á að byggja upp nýtt íbúðarhúsnæði sem næst miðborginni og nærhverfum. Nú er staðan á fasteignamarkaði þannig, að í og við miðborgina standa að líkindum yfir 400 nýjar íbúðir óseldar og fer fjölgandi, á verði frá 29,5 milljónir og uppúr. Hér er um að ræða staði eins og Efstaleiti, Hafnartorg, Bríetartún, Tryggvagötu, Hverfisgötu og víðar.

    Á sama tíma staldra nýjar íbúðir í úthverfum borgarinnar, sem dæmi í Úlfarsárdal mjög stutt við. Svo virðist sem áhugi hins almenna borgara á að búa í og við miðborgina sé afar takamarkaður og því leggur fulltrúi Miðflokksins til að megináhersla verði lögð á uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, þar er eftirspurnin og þar er vöntunin.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN170737

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík dags. uppf. 29. maí 2019. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Alta dags. uppf. 29. maí 2019, ásamt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 dags. 29. desember 2018, uppf. 29. maí 2019. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018. Kynning stóð til og með 20. september 2018. Eftirtaldir sendu umsagnir/athugasemdir: Orkustofnun dags. 12. september 2018, Vegagerðin dags. 19. september 2018, Faxaflóahafnir dags. 19. september 2018, Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. september 2018, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 19. og 20. september 2018, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 24. september 2018, Mosfellsbær dags. 24. september 2018, Umhverfistofnun dags. 3. október 2018, Minjastofnun Íslands dags. 3. október 2018, Kópavogsbær dags. 3. október 2018, Mosfellsbær dags. 15. október 2018 og Seltjarnarnesbær dags. 17. október 2018.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. . 

    Vísað í borgarráð.

    Hrafnhildur Brynjólfsdóttir fulltrúi Alta og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, breytt vaxtamörk á Álfsnesi - breytinga á svæðisskipulagi         Mál nr. SN170934

    681077-0819 Samtök sveitarfélaga á höfuðbsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lögð fram tillaga samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 14. desember 2018, uppf. 29. maí 2019 að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 varðandi breytt vaxtarmörk á Álfsnesi. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. 29. maí 2019.

    Samþykkt.

    Vísað í borgarráð.

    Hrafnhildur Brynjólfsdóttir fulltrúi Alta og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Álfsnesvík, nýtt deiliskipulag     (36.2)    Mál nr. SN190324

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Álfsnesvík. Í tillögunni er verið að skilgreina 7,5 ha lóð fyrir alla almenna starfsemi Björgunar á Álfsnesi. Um er að ræða efnisvinnslusvæði með viðlegukanti, þar sem landað er seti af hafsbotni. Hámarks byggingarmagn er 1.000 fm innan byggingarreits, auk 300 fm fyrir skýli utan byggingareita o.fl. samkvæmt uppdr. Alta dags. 29. maí 2019 og greinargerð Alta dags. 29. maí 2019.

    Skipulags- og samgönguráð leggur til að gerðar verði breytingar á deiliskipulagstillögunni áður en það fer í auglýsingu. Lagt er til að ákveðnar verði tekið á landmótun og öðrun umhverfisfrágangi við svæðið í greinargerð.

    Samþykkt er að auglýsa tillögu með þeim breytingum sem komu fram á fundinum samkvæmt 1. mgr. 41. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

    Vísað í borgarráð.

    Hrafnhildur Brynjólfsdóttir fulltrúi Alta og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN180088

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Iðnað og aðra landfreka starfsemi dags. í febrúar 2019 uppf. 19. mars 2019 og umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í febrúar 2019. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. mars 2019. Tillagan var auglýst frá 29. mars 2019 til og með 10. maí 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Vegagerðin dags. 4. apríl 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 8. maí 2019, Garðabær dags. 13. maí 2019 og Minjastofnunar Íslands dags. 22. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulag Reykjavíkur dags. 24. maí 2019.

    Samþykkt með vísan til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur dags. 24. maí 2019.

    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Frakkastígsreitur 1.172.1, (fsp) Laugavegur 33, 33a, 33b, 35, 37 og Vatnsstígur 4     (01.172.1)    Mál nr. SN180793

    621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

    530302-3420 Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 13. nóvember 2018 ásamt greinargerð dags. 9. nóvember 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg sem felst í að hús að Laugavegi 33 og 33B verði færð í átt að upprunalegu útliti, hús að Laugavegi 35 verði hækkað um eina hæð og timburhluti sama húss verði endurbyggður og hækkaður um eina hæð, hús að Laugavegi 33A og Vatnsstígi 4 verði rifin og ný byggð í þeirra stað, uppbyggingu að Laugavegi 37 o.fl., samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. dags. 12. nóvember 2018. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. dags. 12. nóvember 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. nóvember 2018 og tölvupóstur Orra Árnasonar arkitekts ásamt greinargerð Húsverndarstofnunar Íslands um ástand húss ódags. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 11. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.

    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019. 

    Vísað í borgarráð.

    Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Laugavegur 37, (fsp) nýbygging á baklóð     (01.172.1)    Mál nr. SN190202

    650308-0180 Smáfuglar ehf., Pósthólf 806, 121 Reykjavík

    691004-2790 Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2, 101 Reykjavík

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2019 var lögð fram fyrirspurn Smáfugla ehf. dags. 22. mars 2019 um nýbyggingu á baklóð Laugavegs 37. Gert er ráð fyrir að byggt verði ofan á núverandi vinnustofu og að timburbygging á baklóð verði flutt annað. Byggingin verði þrjár hæðir auk rishæðar og kjallara. Á jarðhæð verði gert ráð fyrir verslunum og/eða þjónustu og á efri hæðum verði íbúðir, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 22. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.

    Kl. 11:20 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

    Kl. 11:29 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019. 

    Vísað í borgarráð.

    Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi     (34.2)    Mál nr. SN190104

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst í að rýmka heimildir fyrir iðnaðarstarfsemi með ákveðnum skilyrðum, á tiltekinni lóð á Esjumelum í samræmi við aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið sem er auglýst samhliða. Jafnframt er gert ráð fyrir lóð undir veitumannvirki við norðvesturenda svæðisins, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 13. febrúar 2019. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. maí 2019.

    Samþykkt.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Skálafell, breyting á deiliskipulagi     (35.3)    Mál nr. SN190083

    500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landslags ehf. dags. 8. febrúar 2019 ásamt greinargerð ódags. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Skálafelli, sem er í samræmi við samþykkt framtíðaráform samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Í breytingunni felst m.a. að fella út og sameina byggingarreiti fyrir skíðalyftur, færa byggingarreiti fyrir smáhýsi, minnka það svæði sem skilgreint er fyrir skíðabrekkur, fækka mögulegum bílastæðum, fjölga valkostum um vatnslón fyrir snjóframleiðslu o.fl., samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 14. febrúar 2019 br. 16. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Engar athugasemdir bárust. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. apríl 2019, Vegagerðin dags. 15. apríl 2019, Mosfellsbær dags. 29. apríl 2019, Skipulagsstofnun dags. 6. maí 2019 og Veðurstofa Íslands dags. 16. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2019.

    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2019.

    Vísað í borgarráð.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN180683

    510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 11. desember 2018 leiðr. 27. maí 2019. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdráttur THG Arkitekta ehf. dags. 1. október 2018, leiðr. 8. febrúar 2019. Jafnframt er lögð fram drög að húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2019 til og með 9. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður Á Þráinsson og Sólveig K Jónsdóttir, Hjarðarhaga 27, dags 1.febrúar, Athugasemdir og undirskriftir 23 aðila að Tómasarhaga 32, Arnargötu 14, Dunhaga 19,21 og 23, Fálkagötu 25, 27 og 34, dags. 7. febrúar 2019, Athugasemdir og undirskriftir 5 aðila að Tómasarhaga 32,34,35,37 og 39, Athugasemdir og undirskriftir frá íbúum og eigendum Hjarðarhaga 27, dags 7. febrúar, Áslaug Árnadóttir f.h. Árna Kolbeinssonar, Tómasarhaga 34, dags. 7. febrúar 2019, Einar Ólafsson, Tómasarhaga 32, dags. 8. febrúar 2019, ASK Arkitektar ehf., Páll Gunnlaugsson, f.h. eigenda tveggja íbúða við Tómasarhaga mótt. 19. mars 2019, Þórný Hlynsdóttir dags. 21. mars 2019, Ásdís Schram dags. 7. apríl 2019, Fannar Jónsson og Elísabet S. Auðunsdóttir dags. 8. apríl 2019, Íbúar og eigendur að Hjarðarhaga 27 dags. 8. apríl 2019, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Hilmar Guðjónsson dags. 8. apríl 2019, Eva Björk Valdimarsdóttir dags. 9. apríl 2019, Tómas Hansson, dags, 9. apríl 2019 og athugasemdir og undirskriftalisti 49 aðila dags. 9. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2019.

    Kl. 12:01 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundi.

    Kl. 12:02 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum.

    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2019 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Vísað til borgarráðs. 

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Lækjargata 10 og Skólabrú 2, kynning - sýning um minjar og aukið veitingarými     (01.141.2)    Mál nr. SN190317

    630169-2919 Íslandshótel hf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf Ólafs Torfasonar f.h. Íslandshótela og miðborgareigna dags. 15. maí 2019 þar sem óskað er eftir því að kynna fyrir skipulags- og samgönguráð áform um sýningu um minjar að Lækjargötu 10 og Skólabrú 2 og aukið veitingarými.

    Lagt fram og kynnt.

    Aron Leví Beck víkur af fundi undir þessum lið.

    Fulltrúar f.h. Íslandshótels og miðborgareigna Hjörleifur Stefánsson, Björn Skaptason arkitekt, Ólafur Torfason, Davíð Torfi Ólafsson, Þórunn Þorgrímsdóttir og Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  15. Héðinsteitur, kynning         Mál nr. SN190301

    Kynntar hugmyndir lóðarhafa að uppbyggingu hótels við Héðinsreit.

    Fulltrúar Center hotels Jóhannes Þórðarson og Ólafur St. Hauksson og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  16. Vegamótastígur 7 og 9, breyting á skilmálaum deiliskipulags     (01.171.5)    Mál nr. SN190277

    500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

    650417-2910 VMT ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Birkis Árnasonar dags. 8. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi deiliskipulags reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina lóð, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. dags. 8. maí 2019.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Úlfarsárdalur, reitir C1, C2, E og G, breyting á deiliskipulagi     (02.6)    Mál nr. SN190322

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals fyrir reiti C1, C2, E og G. Í breytingunni felst að heimildir eru leiðréttar og útskýrðar, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 23. maí 2019. 

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Álftamýri 7-9, breyting á deiliskipulagi     (01.280.1)    Mál nr. SN180731

    490998-2179 Bjarkar ehf, Stigahlíð 59, 105 Reykjavík

    691209-1480 Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 18. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 1-5 og 7-9 vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri 7-9. Í breytingunni felst m.a. að byggð er ein hæð ofan á núverandi tveggja hæða byggingu og viðbygging á lóðarmörkum lóðar nr. 1-5 við Álftamýri verði hækkuð um tvær hæðir til jafns við aðalhúsið og framlengt að byggingarlínu norðurhliðar á 2. og 3. hæð, horn jarðhæðar er enn opið, samkvæmt uppdr. Tvíhorf dags. 8. nóvember 2018, síðast br. 14. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 4. mars 2019 til og með 15. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: íbúar og eigendur að Álftamýri 15-27 dags. 13. mars 2019 og Ásberg K. Ingólfsson og Þórhildur Guðmundsdóttir dags. 15. apríl 2019. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 27. apríl 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019.

    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019. 

    Vísað til borgarráðs. 

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, breyting á deiliskipulagi     (01.241.0)    Mál nr. SN180046

    461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

    460902-2150 K.J. hönnun ehf, Kringlunni 7, 123 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. Arctic Tours ehf. dags. 23. janúar 2018, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 4, 6, 8 og 10 við Mjölnisholt. Í umsókn um breytingunni fólst að hækka húsin um 46-60 cm, sameina lóðirnar nr. 6 og 8 og byggja sameiginlegan stigagang/lyftuhús, gera niðurgrafna bílgeymslu á lóðunum nr. 6, 8 og 10, útbúa bílastæði fyrir rafmagnsbíl í bakgarði lóðar nr. 4 og geymsluskúr á baklóð lóðar nr. 6, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. janúar 2018, síðast breytt 23. mars 2018. Í breyttri tillögu felst að leiðrétta mænishæðir húsanna þannig að rishæðir nýtist fyrir íbúðir, mænishæðir hækka um 0,5 -2,3 m. Einnig bætist við heimild fyrir 35 m2 geymsluskúr á lóðinni nr . 6 og leiðréttar eru upplýsingar um byggingarmagn geymsluskúra á lóðum nr. 8 og 10. Einnig lagt fram bréf Kjartans Ingvarssonar dags 14. júní 2018 og breyttur uppdráttur K.J. hönnunar ehf. dags 13. júní 2018 þar sem óskað er eftir afstöðu til breyttrar tillögu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018. Jafnframt er lagt fram bréf Kjartans Ingvarssonar f.h. Arctic Tours ehf. dags. 16. nóvember 2018 um endurupptöku á ákvörðun skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. febrúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilars sendu athugasemdir: Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson dags. 25. febrúar 2019 og Páll V. Bjarnason f.h. RA 5 ehf. dags. 1. mars 2019. Tillagan var grenndarkynnt að nýju frá 17. apríl 2019 til og með 15. maí 2019. Engar athugasemdir bárust við seinni grenndarkynningunni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 24. maí 2019.

    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Vísað til borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Grundarstígur 7, breyting á deiliskipulagi     (01.184.0)    Mál nr. SN190048

    260388-2319 Árni Guðjónsson, Grundarstígur 7, 101 Reykjavík

    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 22. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reitur 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir Grundarstígur 7 og 7B, kvöð er á lóðinni nr. 7 um umferð, sem og heimild til lagnar fráveituheimæðar og annarra lagna, leyfilegt nýtingarhlutfall lóðanna tveggja er aukið, byggingarreitur bílskúrs á lóð 7B stækkar og heimilt er að fjarlægja bílskúr og reisa innan byggingarreitsins íbúðarhús, kjallara og hæð, allt að 120 fm., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019. 

    Frestað.

     (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er

    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1020 frá 14. maí 2019 og 

    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1021 frá 21. maí 2019.

    Lagt fram.

    Fylgigögn

  22. Bergstaðastræti 29, Nýbygging     (01.184.413)    Mál nr. BN055324

    040474-5019 Guðmundur Aðalsteinsson, Danmörk, 

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til byggja mhl. 02 sem er tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús með kjallara á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 5. nóvember 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendafélagið f.h. Telmu Hrund Jóhannesdóttur dags. 29. nóvember 2018, Brynja Aðalsteinsdóttir dags. 30. nóvember 2018, Berglind Sigurðardóttir f.h. eigenda að Bergstaðastræti 31A og Helga Berglind Atladóttir og Bjarni Már Bjarnason dags. 1. desember 2018, Sigurður Atli Atlason dags. 2. desember 2018 og Halldóra Jónsdóttir, Sigurður Páll Árnason, Ísold Jakobsdóttir og Benedikt Óttar Snæbjörnsson dags. 3. desember 2018. Einnig er lagður fram uppdráttur/sniðmyndir GRÍMA-arkitekta dags. 21. desember 2018 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. janúar 2019. Jafnframt eru lagðir fram lagfærðir uppdættir GRÍMA-arkitekta ehf. dags. 16. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2018 og er nú lagt fram að nýju.

    Stærð mhl.02: 226,7 ferm., 682,4 rúmm. Gjald kr. 11.000

    Frestað.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  23. Miðbakki, Safnstæði         Mál nr. US190178

    Lagt er fram bréf dags. 27. maí 2019 vegna safnstæði fyrir hópbifreiðar að Miðbakka.

    Frestað.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  24. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)         Mál nr. US130045

    Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í apríl 2019.

    Lagt fram.

    Fylgigögn

  25. Stjórnarráðsreitur, bréf framkvæmdasýslu ríkisins         Mál nr. SN190284

    Lagt fram bréf framkvæmdasýslu ríkisins dags. 10. maí 2019 varðandi deiliskipulagsafmörkun á Stjórnarráðsreit 

    Vísað til skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  26. Köllunarklettsvegur 3-5, Bréf Faxaflóahafna         Mál nr. US190176

    Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 17. maí 2019 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi íbúðarhúsnæði til skammtímanota á Köllunarklettsvegi 3-5.

    Vísað til skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  27. Betri Reykjavík/ þín rödd, Bæta gönguljós við Sæbraut-Sægarða         Mál nr. US190169

    Lagt fram erindið "Bæta gönguljós við Sæbraut-Sægarða" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd þann 30. apríl 2019. Erindið var efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum ásamt því að vera efst í málaflokknum samgöngur. 

    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngurstjóra.

    Fylgigögn

  28. Betri Reykjavík/ þín rödd, Betri ruslafötur í Laugardal         Mál nr. US190170

    Lagt fram erindið "Betri ruslafötur í Laugardal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd þann 30. apríl 2019. Erindið var næst efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum. 

    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  29. Betri Reykjavík/ þín rödd, Hjólastígar í Google Maps         Mál nr. US190171

    Lagt fram erindið "Hjólastígar í Google Maps" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd þann 30. apríl 2019. Erindið var þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum. 

    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngurstjóra.

    Fylgigögn

  30. Betri Reykjavík/ þín rödd, Lengri og bjartari götulýsing         Mál nr. US190172

    Lagt fram erindið "Lengri og bjartari götulýsing" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd þann 30. apríl 2019. Erindið var fjórða efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum. 

    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  31. Betri Reykjavík/ þín rödd, Strætóakrein á Sæbraut         Mál nr. US190173

    Lagt fram erindið "Strætóakrein á Sæbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd þann 30. apríl 2019. Erindið var fimmta efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum. 

    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  32. Betri Reykjavík/ þín rödd, Hundagerði við skíðabrekkuna í Grafarvogi         Mál nr. US190174

    Lagt fram erindið "Hundagerði við skíðabrekkuna í Grafarvogi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd þann 30. apríl 2019. Erindið var efst í málaflokknum skipulagsmál. 

    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  33. Betri Reykjavík/ þín rödd, Bakkar; laga gangstéttar og göngustíga         Mál nr. US190175

    Lagt fram erindið "Bakkar; laga gangstéttar og göngustíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd þann 30. apríl 2019. Erindið var efst í málaflokknum umhverfismál. 

    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  34. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, stígar í nágrenni við Bryggjuhverfi         Mál nr. US190152

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að ráðist verði í stíga fyrir gangandi og hjólandi í nágrenni Bryggjuhverfis. 

    Tillögunni fylgir greinargerð. 

    Frestað.

    Fylgigögn

  35. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, hjólreiðahraðareglur         Mál nr. US190147

    Á fundi borgarráðs 2. maí 2019 var eftirfarandi tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vísað til skipulags- og samgönguráðs.

    Flokkur fólksins leggur til að settar verði hjólareiðahraðareglur í borginni þar sem þess þarf og það er eflaust víða. Nú með hækkandi sól eykst umferð hjólandi, gangandi og hlaupandi. Fjölmörg dæmi eru um að hjólreiðamenn hjóla allt of hratt þegar þeir fara fram úr öðrum hjólreiðarmönnum og gangandi vegfarendum. Margir gangandi og einnig hjólreiðarmenn eru með hundinn sinn sér við hlið. Dæmi eru um að hjólreiðamenn hafi þotið fram hjá á ca 60 km+. Hvað gerist t.d. ef 80 kg hjólreiðamaður lendir á fólki eða dýrum á 60 km hraða. Ástandið er þannig víða að það er ekki spurning um hvort verður slys heldur hvenær. Nefna má staði eins og Víðidal. Að sunnanverðu er víða mjög blint vegna trjáa. Engu að síður hjóla sumir á ógnarhraða og taka hiklaust fram úr öðrum hjólandi og gangandi stundum á ógnarhraða. Ástandið í Víðidal er alvarlegt hvað þetta varðar og án efa er það víðar í borginni. Hér verður að grípa til aðgerða með því að setja hámarkshraða, hraðahindranir þar sem það á við og að aðskilja keppnishjólreiðar og gangandi vegfarendur þar sem það er nauðsynlegt.

    Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngurstjóra.

  36. Tillaga Flokks fólksins, bifreiðastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur.         Mál nr. US190066

    Lögð fram tillaga Flokk fólksins um að teknar verði upp bifreiðastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur.

    Lagt er til að Reykjavíkurborg innleiði bifreiðastæðaklukkur í þar til gerð merkt stæði í miðbænum og nágrenni hans. Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eins og oft er kallað gæti komið að gagni ekki einungis í miðbænum heldur líka næst háskólanum og víðar. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu einmitt í borgum á stærð við Reykjavík. Framrúðuskífa hentar sérlega vel ekki bara fyrir borgir af þessari stærðargráðu heldur einnig á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík. Misjafnt yrði eftir stæðum hversu lengi má leggja, frá einni upp í tvær klst. eftir því hve nálægt miðbænum stæðið er. Leyfilegur tími er tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, klukka rangt stillt eða engin klukka sjáanleg í framrúðu er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá.

    Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  37. Tilllaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri gr, deilisamgöngur         Mál nr. US190119

    Lagt fram bréf borgarstjórar dags. 4. apríl 2019 varðandi tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um deilisamgöngur.

    Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  38. Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi     (01.193.4)    Mál nr. SN180076

    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

    440417-1240 Snorrahús ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut.

    Fylgigögn

  39. Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi     (01.705.8)    Mál nr. SN160912

    450406-0230 VERT ehf., Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík

    470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð.

    Fylgigögn

  40. Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi vegna Kirkjuteigs 24     (01.360)    Mál nr. SN190278

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig.

    Fylgigögn

  41. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi     (01.130.1)    Mál nr. SN170526

    421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit.

    Fylgigögn

  42. Fyrirspurn frá fulltrúa Flokki fólksins, ólöglegur halli á Hjartagarðinum         Mál nr. US190179

    Á 38. fundi skipulags- og samgönguráðs sendi áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins eftirfarandi fyrirspurn: 

    Ólöglegur hallir á Hjartagarðinum. Halli frá laugarvegi inn í Hjartagarðinn er langt yfir leyfilegum mörkum og brýtur gegn ákvæðum byggingareglugerðar. Samkvæmt henni er mesti leyfilegi hallinn fimm prósent en hallinn í Hjartagarðinum er 15 prósent. Kemur fram hjá Margréti Lilju Aðalsteinsdóttur aðgengisfulltrúa ÖBI í fjölmiðlum nýlega að slík brot á byggingarreglugerðinni séu mun algengari en margur myndi halda. 1. Hver sér um eftirlit með að byggingarreglugerðum sé framfylgt? 2. Hver er kostnaður við lagfæringar á slíkum framkvæmdum s.l. fimm ár? 3. Hver ber kostnaðinn?  4. Fjöldi aðgengisframkvæmda í Reykjavík þar sem byggingareglugerðir hafa verið brotnar? 5. Hver hafa viðbröðin verið hjá þeim sem ábyrgðina bera gagnvart kvörunum frá ÖBÍ 6. Hve langan tíma frá því að kvörtun berst og búið er að lagfæra eða afgreiða kvörtunina? Fram kemur í viðtali við Margréti Lilju Aðalsteinsdóttur aðgengisfulltrúa ÖBÍ að halli fyrir fimm prósent hefur mjög mikil áhrif á hreyfihamlað fólk og fólk sem á erfitt með gang og hvað þá þegar hallinn er kominn upp í 15 prósent. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og byggingarfulltrúa.

  43. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna stæða fyrir stór ökutæki í Hólahverfi Breiðholti og Reykjavík almennt         Mál nr. US190180

    Á 38. fundi skipulags- og samgönguráðs sendi áheyrnarfulltrúi Miðflokksins eftirfarandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir upplýsingum vegna lokunar á stæði fyrir stór ökutæki við Vesturhóla í Hólahverfi Breiðholti, sem lokað var á síðastliðnu ári og hefur skapað vanda fyrir notendur þeirra. 1. Hyggst borgin bjóða önnur úrræði fyrir þá notendur sem þarna misstu aðstöðu?

    2. Ef svo er, hversu langt er í að þau úrræði verði tilbúinn til notkunar. 3. Stórbíla stæði það sem lokað var á síðastliðnu ári með hindrunum og stendur nú ónotað. Kemur til greina að opna aftur fyri notkun þess þar til önnur lausn hefur verið fundin? ( stæði stendur í dag óotað og óhreyft.) 4. Hvaða stórbíla stæði eru í boði í dag í hverfum borgarinnar og hvaða stæði stendur til að taka í notkun? 5. Hefur öðrum stórbíla stæðum borgarinnar verið lokað á síðustu árum? 6. Ef svo er, voru aðrar lausnir fundnar á móti.

    Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngustjóra. 

  44. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðiflokksins, skoðun á kaupum leiguskápa fyrir reiðhjól         Mál nr. US190181

    Á 38. fundi skipulags- og samgönguráðs sendu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi tillögu: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir því að skoðað verði að kaupa leiguskápa fyrir reiðhjól sem hægt er að staðsetja á fjölförnum stöðum. Líkt og við sundlaugar, í bílastæðahúsum og við Nauthólsvík. Við höfum nú þegar ráðist í miklar framkvæmdir til þess að efla hjólreiðar í borginni. Læstir leiguskápar fyrir reiðhjól er hægt að finna víða í löndum í kringum okkur og myndu verða góð viðbót við þá þjónustu sem við veitum þeim fjölmörgu sem velja það að nýta sér hjólreiðar sem ferðamáta í Reykjavík. 

    Frestað.