Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 37

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 15.maí kl. 9:10, var haldinn 37. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Katrín Atladóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Marta Grettisdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1-9. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 15.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2019, 3. og 10.  maí 2019.

    Fylgigögn

  2. Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi vegna Kirkjuteigs 24     (01.360)    Mál nr. SN190278

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 9. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst að stækka núverandi byggingu leikskólans þannig að skólinn verði átta deilda leikskóli, færanlegar kennslustofur á leikskólalóðinni verða fjarlægðar, um er að ræða byggingarreit fyrir allt að tveggja hæða byggingu að hluta til og verður hluti þaks á 1. hæð notað sem leiksvæði barnanna, norðan megin við núverandi leikskólabyggingu verður gert nýtt leiksvæði og einnig við lóðarmörk leikskólans í austur sem munu nýtast bæði börnunum í Laugarnesskóla og þeim sem eru á leikskólanum Hofi og lóð leikskólans verður stækkuð til norðurs, samkvæmt deiliskipulag- og skýringaruppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8.maí 2019. Einnig er lagt fram heildaryfirlit lóða leikskólans og grunnskólans ódags. og minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 9. maí 2019.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN180683

    510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 11. desember 2018. Einnig er lagður fram  skuggavarpsuppdráttur THG Arkitekta ehf. dags. 1. október 2018, leiðr. 8. febrúar 2019 ásamt skuggavarpi í þrívídd dags.15. apríl 2019.  Jafnframt er lögð fram húsakönnun og fornleifaskráning  Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2019 til og með 9. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður Á Þráinsson og Sólveig K Jónsdóttir, Hjarðarhaga 27, dags 1.febrúar, Athugasemdir og undirskriftir 23 aðila að Tómasarhaga 32, Arnargötu 14, Dunhaga 19,21 og 23, Fálkagötu 25, 27 og 34, dags. 7. febrúar 2019, Athugasemdir og undirskriftir 5 aðila að Tómasarhaga 32,34,35,37 og 39, Athugasemdir og undirskriftir frá íbúum og eigendum Hjarðarhaga 27, dags 7. febrúar, Áslaug Árnadóttir f.h. Árna Kolbeinssonar, Tómasarhaga 34, dags. 7. febrúar 2019, Einar Ólafsson, Tómasarhaga 32, dags. 8. febrúar 2019, ASK Arkitektar ehf., Páll Gunnlaugsson, f.h. eigenda tveggja íbúða við Tómasarhaga mótt. 19. mars 2019, Þórný Hlynsdóttir dags. 21. mars 2019, Ásdís Schram dags. 7. apríl 2019, Fannar Jónsson og Elísabet S. Auðunsdóttir dags. 8. apríl 2019, Íbúar og eigendur að Hjarðarhaga 27 dags. 8. apríl 2019, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Hilmar Guðjónsson dags. 8. apríl 2019, Eva Björk Valdimarsdóttir dags. 9. apríl 2019, Tómas Hansson, dags, 9. apríl 2019 og athugasemdir og undirskriftalisti 49 aðila dags. 9. apríl 2019.

    Frestað.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi     (01.705.8)    Mál nr. SN160912

    450406-0230 VERT ehf., Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík

    470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf., Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hornsteina arkitekta ehf. mótt. 1. desember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis sem tekur mið af formgerð Þóroddsstaða. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. janúar 2018. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags., umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 28. mars 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 26. mars 2018 til og með 7. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Úrsúla dags. 26. mars 2018, undirskriftarlisti 12 aðila dags. 7. maí 2018 og Veitur dags. 7. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf Karim Askari forstjóra stofnunar múslima á Íslandi dags. 6. apríl 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.  Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 6. maí 2019 þar sem stofnunin áréttar að þar sem ekki er möguleiki á að birta auglýsingu um gildistöku skipulagsins innan árs frá því að skipulagsfresti lauk (sbr. 2. mgr. 42. gr. Skipulagslaga) þarf það að fara aftur í gegnum samþykktir og auglýsingu sbr. 41. gr.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Sléttuvegur 25-27 og Skógarvegur 4-10, breyting á deiliskipulagi     (01.793.1)    Mál nr. SN190065

    650213-0840 Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík

    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 30. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 25-27 við Sléttuveg og 4-10 við Skógarveg. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða við Sléttuveg 27 um 6 eða úr 54 í 60, breyting á gólfkóta í íbúðarhúsum við Skógarveg 4 og 10, bundin byggingarlína við vesturgafl er felld niður, breyting á lóðamörkum vegna göngustígs og breyting á fyrirkomulagi bílastæða samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 7. maí 2019.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi         (01.130.1)    Mál nr. SN170526

    421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit. Breytingin nær til byggingarreita, byggðamynsturs, lóðamarka, hæða húsa og starfsemi á jarðhæðum. Felld er úr gildi byggingarheimild fyrir hjúkrunarrými og heimild bætt inn fyrir samsvarandi byggingarmagn undir íbúðir og heimild er sett inn fyrir hótel við Seljaveg, samkvæmt uppdr., greinagerð og hönnunarhandbók dags. 20. desember 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 17. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björgólfur Thorsteinsson f.h. Húsfélagsins Vesturgata 69-75 dags. 8. mars 2019, Sif Jónsdóttir dags. 10. mars 2019, Árný E. Sveinbjörnsdóttir f.h. íbúa í 301, Vesturgötu 73, dags. 10. mars 2019, Stefanía Helga Skúladóttir dags. 11. mars 2019, Guðrún Birna Brynjarsdóttir dags. 11. mars 2019, Hafþór Óskarsson, Unnsteinn Jóhannsson, Helga Arnardóttir, Bryndís Brandsdóttir, Birna Óskarsdóttir, Úlfar Gíslason og Marta Valgeirsdóttir dags. 11. mars 2019, Steinþór Þorsteinsson dags. 11. mars 2019, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. mars 2019 og Sveinn Sigurður Kjartansson dags. 12. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 29. mars 2019, umögn Vegagerðarinnar dags. 4. apríl 2019, umsögn Heilbirgðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. apríl 2019 og umsögn Faxaflóahafna dags. 9. apríl 2019. Jafnframt eru lagðir fram lagfærðir uppdrættir Jvantspijker og Teikn arkitektaþjónustu dags. 20. desember 2018, síðast breytt 10. maí 2019 og lagfærð greinargerð Jvantspijker og Teikn arkitektaþjónustu dags. 20. desember 2018 síðast breytt 10, maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2019.

    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. maí 2019.

    Vísað til borgarráðs.

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er

    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1017 frá 16. apríl 2019,

    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1018  frá 30. apríl  2019 og

    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1019 frá 7. maí  2019.

    Fylgigögn

  8. Skúlagata 26, fagrýni         Mál nr. BN055896

    Kynntar tillögur að útliti hússins að Skúlagötu 26.

    Kynnt.

    Atli Kristjánsson, Kári Arngrímsson og Tony Kettler taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Síðumúli 23, Reyndarteikningar 3.hæð     (01.295.105)    Mál nr. BN055643

    690372-0109 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 108 Reykjavík

    Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 3. hæð og staðsetja nýjan flóttastiga á bakhlið húss á lóð nr. 23 við Síðumúla. Erindi var grenndarkynnt frá 25. mars 2019 til og með 22. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ingvar Garðarsson dags. 22. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2019. Samþykki meðeigenda dags. 7. janúar 2019 og skýringarblað hönnuðar ódags. fylgir erindi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. janúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2019. Gjald kr. 11.200

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. maí 2019, samþykkt.

    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

    Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  10. Nauthólsvegur við Hlíðarenda, framkvæmdir sumarið 2019         Mál nr. US190160

    Kynning á framkvæmdum sumarið 2019 við Nauthólsveg við Hlíðarenda.- 

    Kynnt. 

    Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggja áherslu á vandaða og miðborgarlega hönnun Nauthólsvegs við Hlíðarenda. Þess er því óskað að nánari útfærsla og hönnun verði kynnt og samþykkt af ráðinu.

    Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  11. Hverfisgata, framkvæmdir sumarið 2019         Mál nr. US190161

    Kynning á framkvæmdum sumarið 2019 við Hverfisgötu.

    Kynnt. 

    Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:55 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

  12. Jaðarleiti, Efstaleiti, stöðubann         Mál nr. US190157

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 9. maí 2019 varðandi stöðubann við Jaðarleiti og Efstaleiti.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    -    Kl. 10:58 tekur Ólafur Kr. Guðmundsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  13. Brautarholt, stöðubann         Mál nr. US190164

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 13. maí 2019 varðandi stöðubann við norðurkant Brautarholts. 

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  14. Krókháls og Vínlandsleið, Breytt akstursleið leið 18         Mál nr. US190162

    Kynntar nýjar biðstöðvar strætó við  Krókháls og Vínlandsleið ásamt nýrri asksturleið fyrir leið 18. 

    Kynnt.

    Fylgigögn

  15. Könnun á öryggistilfinningu hjólreiðamanna,          Mál nr. US190163

    Lögð fram til kynningar skýrsla varðandi öryggistilfinningu hjólreiðamanna sem unnin var fyrir umhverfis- og skipulagssvið dags. í febrúar 2019.

    Kynnt.

    Fulltrúi PRS ráðgjöf Sigrún Birna Sigurðardóttir, félags- og samgöngusálfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  16. Skipulags- og samgönguráð, opin fundur         Mál nr. US190165

    Lögð fram tillaga formanns skipulags- og samgönguráðs um að sameiginlegur fundur skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs sem haldinn verður þann 12. júní 2019 verði opinn og honum streymt. 

    Samþykkt og vísað til skrifstofu sviðsstjóra til undirbúnings og framkvæmdar í samráði við formenn skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs

  17. Aðgerðaráætlun í úrgangsmálum,          Mál nr. US190146

    Kynnt vinna við undirbúning að aðgerðaráætlun í úrgangsmálum. 

    Kynnt.

    Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  18. Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur, Skilti í lögsögu Reykjavíkur         Mál nr. SN170096

    Lögð fram tillaga starfshóps varðandi samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur dags. 15. febrúar 2019, síðast breytt 10. maí 2019, ásamt korti. Einnig er lögð fram skýrsla Lisku dags. í apríl 2018,  umsögn Íþróttabandalags Reykjavíkur mótt 18. mars 2019 og umsögn Billboard mótt. 15. mars 2019.  Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2019.

    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. maí 2019.

    Vísað til borgarráðs.

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Borgartún 24, (fsp) niðurrif á núverandi húsi     (01.221.1)    Mál nr. SN190151

    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf íbúa dags. 7. maí 2019  fh. starfshóps íbúa Mánatúns 7-17 vegna Borgartúns 24.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

  20. Miðtún 82, (fsp) - Samþykkt á áður gerðri íbúð     (01.235.110)    Mál nr. BN055297

    030446-3999 Sigurður Harðarson, Njarðargata 41, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf Sigurðar Harðarssonar f.h. eigenda að fasteigninni Miðtún 82 dags. 8. apríl 2019 til skipulags- og samgönguráðs þar sem farið er fram á grein um hámarksfjölda íbúða á lóð í samþykktu deiliskipulagi Túna frá 27.október 2010 verði endurskoðuð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  21. Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, Bréf styrktarfélagsins Ás         Mál nr. US190142

    Lagt fram bréf Styrktarfélagsins  Ás dags. 26. apríl 2019 varðandi akleiðir og öryggi fólks á  byggingartíma og til frambúðar. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

    Fylgigögn

  22. Ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, Erindisbréf         Mál nr. US190115

    Lagt fram að erindisbréfi umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 15. maí 2019 varðandi ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Melgerði 17, kæra 25/2019     (01.815.3)    Mál nr. SN190251

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. apríl 2019 ásamt kæru dags. 12. apríl 2019 þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 12. mars á umsókn nr. BN05129 um breytingar á þaki o.fl. á einbýlishúsi á lóð nr. 17 við Melgerði.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  24. Grandagarður 1A, kæra 33/2019     (01.115.2)    Mál nr. SN190273

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. maí 2019 ásamt kæru dags. 7. maí 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 að samþykkja leyfisveitingu til að innrétta neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur, koma fyrir hvíldaraðstöðu á 2. hæð, nýrri pallalyftu milli hæða, svölum með hringstiga, og komið verður fyrir nýju bílastæði á lóð nr. 1A við Grandagarð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  25. Þrastargata 1-11, nr. 7B, kæra 38/2018, umsögn     (01.553.1)    Mál nr. SN180184

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. mars 2018 ásamt kæru dags. 7. mars 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 8. febrúar 2018 um að hafna að beita úrræðum 2. mgr. 55. gr. laganr. 160/2010 um mannvirki vegna kvista á norður- og suðurhlið húss að Þrastargötu 7B, sem stendur á sameiginlegri lóð nr. 1-11 við Þrastargötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. apríl 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. apríl 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. febrúar 2019 um að hafna kröfu um beitingu þvingunarúrræða vegna kvista á norður- og suðurhlið hússins að Þrastargötu 7b.

    Fylgigögn

  26. Norðurbrún 2, kæra 20/2019, umsögn     (01.352.5)    Mál nr. SN190171

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. mars 2019 ásamt kæru dags. 12. mars 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráð frá 7. febrúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 6. maí 2019.

    Fylgigögn

  27. Blesugróf 12, kæra 13/2019, umsögn, úrskurður     (01.885.5)    Mál nr. SN190132

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. febrúar 2019 ásamt kæru mótt. 25. febrúar 2019  þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 24. apríl 2018 um að gefa út byggingarleyfi vegna byggingu parhúss með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 12 við Blesugróf. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. mars 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarmála umhverfis- og auðlindamála frá 12. apríl 2019. Úrskurðarorð: Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. apríl 2018 um að veita byggingarleyfi til að byggja parhús með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 12 við Blesugróf er felld úr gildi.

    Fylgigögn

  28. Hlíðarendi, kæra 140/2018, umsögn, úrskurður     (01.62)    Mál nr. SN180841

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. desember 2018 ásamt kæru dags. 6. desember 2018 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 25. október 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. febrúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. apríl 2019.

    Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 25. október 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðar A.

    Kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 21. desember 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðar A er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Fylgigögn

  29. Lindargata 10, Kæra 23/2018, umsögn, úrskurður     (01.151.5)    Mál nr. SN180114

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 15. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 14. febrúar 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs Reykjavíkur á breytingu á deiliskipulagi reits nr. 1.151.5. er varðar lóðina nr. 10 við Lindargötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. maí 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 9. maí 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 21. desember 2017 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna staðgreinireits 1.151.5 fyrir lóðina nr. 10 við Lindargötu.

    Fylgigögn

  30. Hlíðarendi 2, Kæra 24/2018, umsögn, úrskurður     (01.629.8)    Mál nr. SN180113

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 16. febrúar 2018 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavikur, dags. 21. desember 2017, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Hlíðarenda og að framkvæmdir á grundvelli deiliskipulagsbreytingarinnar verði stöðvaðar meðan málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. febrúar 2018 um stöðvun framkvæmda og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. maí 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun er hafnað. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. apríl 2018 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. apríl 2019.

    Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 25. október 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðar A.

    Kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 21. desember 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðar A er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Fylgigögn

  31. Þrastargata 1-11, nr. 7b, kæra 87/2018, umsögn, úrskurður     (01.553.1)    Mál nr. SN180453

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. júní 2018 ásamt kæru dags. 14. júní 2018 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á breytingu á skilmálum deiliskipulags Fálkagötureist vegna lóðar nr. 7b við Þrastargötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. júlí 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 9. maí 2019. 

    Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. maí 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna hússins að Þrastargötu 7b

    Fylgigögn

  32. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2019, úthlutun styrkja 2019         Mál nr. US190001

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á trúnaðarmerktri tillögu sviðsins að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2019.

    Fylgigögn

  33. Landsskipulagsstefna, lýsing - kynning         Mál nr. SN190196

    590269-5149 Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. apríl 2019 um lýsingu fyrir gerð Landskipulagsstefnu

    Fylgigögn

  34. Kópavogur, endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, skipulagslýsing         Mál nr. SN190189

    700169-3759 Kópavogsbær, Digranesvegi 1, 200 Kópavogur

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. apríl 2019 varðandi skipulagslýsingu Kópavogsbæjar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.

    Fylgigögn

  35. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190246

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á verklýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Korpulínu.

    Fylgigögn

  36. Elliðabraut 4-22, breyting á deiliskipulagi     (04.772.3)    Mál nr. SN190121

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    530214-0870 Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-22 við Elliðabraut.

    Fylgigögn

  37. Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut         Mál nr. SN190115

    471107-0180 Andrúm arkitektar ehf., Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands austan Suðurgötu vega lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut.

    Fylgigögn

  38. Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi     (01.862.3)    Mál nr. SN190241

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2, vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland.

    Fylgigögn

  39. Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN190205

    470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík

    431005-0690 P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreits, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg.

    Fylgigögn

  40. Suðurhlíð 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.780.4)    Mál nr. SN190243

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðar nr. 9 við Suðurhlíð, Klettaskóla.

    Fylgigögn

  41. Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag     (04.4)    Mál nr. SN170467

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2019 um samþykki borgarráðs s.d á nýju deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði.

    Fylgigögn

  42. Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi     (01.332)    Mál nr. SN180743

    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2019 um samþykki borgarráðs s.d á umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2019 vegna athugasemdar sem barst frá Skipulagsstofnunar 27. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  43. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Leikvöllur við Laufrima         Mál nr. US190166

    Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir upplýsingum um það hvort að setja eigi aftur upp leikvöll fyrir neðan Laufskála við Laufrima í Grafarvogi. Fyrir um tveim árum síðan þá voru öll leiktæki fjarlægð af þessum leikvelli.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu farmkvæmda og viðhalds.

    Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið klukkan 12:43

Hjálmar Sveinsson