Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 10. apríl, var haldinn 34. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09:04. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Daníel Örn Arnarson, Baldur Borgþórsson, Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 5. apríl 2019.
Fylgigögn
-
Skerjafjörður Þ5, rammaskipulag, deiliskipulag Mál nr. SN170833
Kynnt staða á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð. Einnig er lagt fram minnisblað verkefnastjóra dags. mars 2019
Kynnt.Kl. 9:40 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum.
Fulltrúar Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Við þökkum vandaða vinnu við undirbúning deiliskipulags fyrir nýtt uppbyggingarsvæði við Skerjafjörð. Hún er ýtarleg og fagleg og byggir á grunni rannsókna. Rammaskipulagið sem liggur að baki deiliskipulagsvinnunni fékk verðlaun skipulagsfræðingafélags Íslands í byrjun ársins. Þarna mun rísa vistvæn og aðlaðandi byggð sem snýr til suðurs við sjávarsíðuna. Íbúðirnar munu verða kærkomin viðbót við þau íbúðarsvæði sem nú eru í uppbyggingu í borginni. Gert er ráð fyrir grunnskóla í hverfinu auk þjónustu og verslunar, sem styður við sjálfbærni hverfisins og breyttar ferðavenjur. Sú hugmynd að úthluta einstaka reitum til lítilla og stórra uppbyggingaraðila, byggingarfélaga stúdenta og verklýðshreyfingarinnar lofar góðu.Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri, Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri, fulltrúi Eflu Ólafur Árnason, fulltrúi SEA Óli Örn Eiríksson og fulltrúi ASK arkitekta Páll Gunnlaugsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur frá Rafstöðvarvegi vestur fyrir Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi (04.2) Mál nr. SN180786
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 ReykjavíkLögð fram til kynningar umsókn Veitna ohf. dags. 7. nóvember 2018 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar veitukerfa í Elliðaárdal frá Rafstöðvarvegi vestur fyrir Reykjanesbraut. Einnig er lögð fram útboðs- og samningsskilmálar og verklýsing ódags., ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2018 um matsskyldu, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. nóvember 2018, drög að verkáætlun og lokunum dags. 25. janúar 2019 og teikningahefti Veitna ohf. dags. í janúar 2019.
Kynnt.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri, fulltrúi Veitna Hörður Jósef Harðarson og fulltrúi Mannvits Brynjólfur Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag (04.4) Mál nr. SN170467
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Skipulagssvæðið er um 60 ha að stærð og liggur að jaðri vatnsverndarsvæðis Höfuðborgarsvæðisins og er í jaðri græna trefilsins. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að skipuleggja athafnasvæði, með fjölbreyttum atvinnulóðum innan svæðis, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, þ.á.m. lóðum fyrir gagnaver, skv. uppdráttum Arkís arkitekta dags. 18. október 2018 br. 5. apríl 2019. Einnig er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar og umhverfisskýrsla Arkís arkitekta ehf. dags. 18. október 2018 br. 5. apríl 2019. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, greinargerð Íslenskra orkurannsókna dags. 1. september 2018, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2018. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur dags. 31. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn Mosfellsbæjar dags. 18. febrúar 2019, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 8. mars 2019, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. mars 2019, umsögn Landsnets dags. 11. mars 2019 og minnisblað VSÓ ráðgjafar dags. 11. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Mat á losun bifreiða á höfuðborgarsvæðinu árið 2030, Mál nr. US190117
Lagt fram minnisblað sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2030.
Kynnt.Fulltrúar Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Mat á losun gróðurhúsalofttegunda frá fólksbifreiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2030 sýnir að nauðsynlegt er ráðast í metnaðarfullar aðgerðir til að standast skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Þar kemur í ljós að rafbílavæðing og aukin sparneytni bifreiða er langt frá því að vera nægjanleg til að mæta markmiðum samkomulagsins. Þörf er á öðrum aðgerðum sem draga úr akstri bifreiða á höfuðborgarsvæðinu til að ná settum markmiðum. Loftslagsmál eru mikilvægasta mál samtímans og það skiptir öllu máli að við látum ekki okkar eftir liggja, hvorki á líðandi stundu né á þeim tíma sem framundan er. Lagt er til að minnisblaðið verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Reykjavík getur gert betur í rafbílavæðingu bílaflotans enda í kjöraðstöðu sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur. Noregur hefur náð miklum árangri þar sem nú er annar hver nýr bíll rafbíll. Þó Ísland hafi náð ákveðnum árangri í rafbílavæðingu og orkuskiptum erum við eftirbátar Norðmanna. Íslenskt rafmagn er græn orka. Borgin hefur stigið varfærnisleg skref í átt að bættu aðgengi til að hlaða rafbíla. Nú er kominn tími til að taka stærri og metnaðarfyllri skref í þessa átt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins áréttar að samkvæmt skýrslunni kynnt á fundi Skipulags- og samgönguráðs 10. 4. 2019 um útblástursmengun frá umferð í Reykjavík, þá verði ekki beitt boðum og bönnum við fækkun bifreiða í borginni heldur leitað leiða til að fækka umferð með eðlilegum hætti, t.d. með að beita aðferðum nýsköpunar. Þannig verði bæði hægt með skjótari hætti hægt að raf- og metanvæða bílaflotann samfara fækkun með því að bjóða upp á aðra kosti til fólksflutninga með einkabílnum.Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri, Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson HR og Brynhildur Davíðsdóttir HÍ taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag (04.6) Mál nr. SN160907
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf. dags. 14. desember 2018 að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Um er að ræða nýtt skipulag á svæðinu norðan Stekkjarbakka þar sem er skilgreint opið svæði og þróunarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í tillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingareitir og hámarks byggingarmagn á svæðinu. Sýndar eru nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreint. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Guðrún Bára Gunnarsdóttir dags. 30. janúar 2019,
Halldór Páll Gíslason, f.h. Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins dags. 7. febrúar 2019, Stefán Jón Hafstein, dags. 19. febrúar 2019, Páll Ísólfur Ólason og fjölskylda dags. 26. febrúar 2019, Hallur Heiðar Hallsson, dags. 1. mars 2019 2019,
Guðrún Helga Theodórsdóttir dags. 2. mars 2019, Linda Rós Guðmundsdóttir dags. 2. mars 2019, Halldór Frímannsson dags. 3. mars 2019, Hjördís Hendriksdóttir dags. 3. mars 2019, Guðjón Sigurbjartsson dags. 3. mars 2019, Sædís Þorleifsdóttir dags. 3. mars 2019, Kolbrún Elíasdóttir og Björn Bjarnason dags. 3. mars 2019, Signý Sæmundsdóttir dags. 3. mars 2019, Ólafur Kr. Guðmundsson dags. 3. mars 2019, Anna Kristín Einarsdóttir dags. 3. mars 2019, Sigurður Sigurjónsson dags. 3. mars 2019, Hildur Nielsen dags. 3. mars 2019, Halldóra Sveinsdóttir dags. 3. mars 2019, Edda Kristín Reynis dags. 3. mars 2019, Hallur Heiðar Hallsson dags. 3. mars 2019, Guðbjörg Eggertsdóttir dags 3. mars 2019, Jósep Valur Guðlaugsson dags. 4. mars 2019, Sveinn Atli Gunnarsson dags. 4. mars 2019, Jón Smári Úlfarsson dags. 4. mars 2019, Bergljót Rist dags. 4. mars 2019, Valgerður Sigurðardóttir dags. 4. mars 2019, Guðmundur Eyjólfsson dags. 4. mars 2019, Tryggvi G. Tryggvason dags. 4. mars 2019, Unnur Sveinsdóttir og Hafþór Snæbjörnsson dags. 4. mars 2019, Auðna Ágústsdóttir dags. 4. mars 2019, Birkir Björnsson dags. 4. mars 2019, Sigurlaug Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Anni G. Haugen dags. 4. mars 2019, Magnús Þorgrímsson dags. 4. mars 2019 , Guðmundur Tryggvi Sigurðsson dags. 4. mars 2019, Jón Eiríksson dags. 4. mars 2019, Þórunn Óskarsdóttir og Sigurður Hjartarson dags. 4. mars 2019,
Guðrún Ágústsdóttir dags. 4. mars 2019, Ragnheiður Kristjánsdóttir dags. 4. mars 2019, Svavar Hrafn Svavarsson dags. 4. mars 2019, Sigurður Ingi Arnars Unuson dags. 4. mars 2019, Íris Hafsteinsdóttir dags. 4. mars 2019, Eva Yngvadóttir og Sigurjón Sigurjónsson dags. 4. mars 2019, Sigrún Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Ragnheiður Ólafsdóttir dags. 4. mars 2019, Anna Sif Jónsdóttir, Arnar Jónsson og Anna Dögg Arnarsdóttir dags. 4. mars 2019, Margrét Aðalheiður Markúsdóttir dags. 4. mars 2019, Dagný Bjarnadóttir dags. 4. mars 2019, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir dags. 4. mars 2019, Guðmundur V. Guðmundsson dags. 4. mars 2019, Björn I. Guðmundsson dags. 4. mars 2019, Guðmundur Axel Hansen f.h. íbúa í Hólastekk 4 dags. 4. mars 2019, Kolbrún Ýr Sigfúsdóttir dags. 4. mars 2019, Lilja Sigrún Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Una Sigurðardóttir dags. 4. mars 2019, Torfi Stefán Jónsson dags. 4. mars 2019, Halldór Páll Gíslason dags. 4. mars 2019 og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins dags. 4. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. mars 2019, umsögn Veitna dags. 13. mars 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2019.
Athugasemdir kynntar.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Borgarfulltrúar taka undir sjónarmið Umhverfisstofnunar sem koma fram í 5 blaðsíðna bréfi stofnunarinnar frá 4. mars sl. sem sent er Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar koma fram verulegar efasemdir um að breytinguna enda gengið á einstakt grænt svæði í borgarlandinu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Miðflokkurinn telur friðun Elliðaárdals algjört forgangsverkefni og að það verði gert í góðri sátt við íbúa borgarinnar. Telja verður með öllu óásættanlegt að fyrirhugað deiliskipulag fái afgreiðslu eða sé yfirhöfuð tekið til umræðu þar til afmörkun og friðlýsing Elliðaárdals hefur verið afgreidd í sátt við hagsmunaaðila, það er borgarbúa. Þrákelkni meirihluta Sf-Vg-C og P í þessu mikilvæga hagsmunamáli borgarbúa er með öllu óskiljanleg og virðist í engu samræmi við yfirlýst markmið þeirra um verndun grænna svæða í borginni.Að reisa glerhallir sem gnæfa yfir einni af náttúruperlum borgarbúa og fylla upp í eyðurnar með hundruðum bílastæða er óásættanlegt.Hér þarf að forgangsraða með hag borgarbúa í öndvegi.Að lokinni auglýsingu um breytt deiliskipulag hefur borist slíkur fjöldi athugasemda frá samtökum og íbúum að ekki er verjandi að halda lengra Miðflokkurinn mótmælir því harðlega að málinu verði framhaldið.Krafa okkar um vinnulag hvað varðar umdeilanlegar breytingar er einföld: Umræða-Samráð-Sátt. Þetta vinnulag þekkja góðir stjórnendur en slæmir ekki. Sá misskilningur virðist enn eina ferðina hrjá meirihluta S-Vg-C og P, að í síðustu kosningum hafi hann fengið umboð kjósenda til að framfylgja vilja sínum.Svo er ekki, hann fékk umboð til að framfylgja vilja borgarbúa.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi (01.130.1) Mál nr. SN170526
421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit. Breytingin nær til byggingarreita, byggðamynsturs, lóðamarka, hæða húsa og starfsemi á jarðhæðum. Felld er úr gildi byggingarheimild fyrir hjúkrunarrými og heimild bætt inn fyrir samsvarandi byggingarmagn undir íbúðir og heimild er sett inn fyrir hótel við Seljaveg, samkvæmt uppdr., greinagerð og hönnunarhandbók dags. 20. desember 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 17. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björgólfur Thorsteinsson f.h. Húsfélagsins Vesturgata 69-75 dags. 8. mars 2019, Sif Jónsdóttir dags. 10. mars 2019, Árný E. Sveinbjörnsdóttir f.h. íbúa í 301, Vesturgötu 73, dags. 10. mars 2019, Stefanía Helga Skúladóttir dags. 11. mars 2019, Guðrún Birna Brynjarsdóttir dags. 11. mars 2019, Hafþór Óskarsson, Unnsteinn Jóhannsson, Helga Arnardóttir, Bryndís Brandsdóttir, Birna Óskarsdóttir, Úlfar Gíslason og Marta Valgeirsdóttir dags. 11. mars 2019, Steinþór Þorsteinsson dags. 11. mars 2019, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. mars 2019 og Sveinn Sigurður Kjartansson dags. 12. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 29. mars 2019 og Vegagerðarinnar dags. 4. apríl 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn Heilbirgðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2019,
Athugasemdir kynntar.Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN190213
701205-2000 Tvíeyki ehf., Skildinganesi 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Davíðs Kristjáns Chatham Pitt dags. 27. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að lóðin Smiðjustígur 10 minnkar á lóðamörkum austanmeginn, þ.e. lína lóðamarka færist um 1,9 metra til vesturs, og lóðin Klapparstígur 16 stækkar sem því nemur á lóðarmörkum vestanmegin ásamt því að heimilt er að koma fyrir liftustokk niður í Kjallara á sunnanverði baklóð Klapparstíg 16, samkvæmt uppdr. Davíðs Kristjáns Chatham Pitt arkitekts dags. 5. mars 2019. Í breytingu þessari er einnig gerð leiðrétting á samþykktu deiliskipulagi frá 2. desember 2005 fyrir reitinn vegna lóðastærðar Smiðjustígs 10.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1015 frá 2. apríl 2019.
(C) Fyrirspurnir
Fylgigögn
-
Hverfisgata 112 og 114, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.240.0) Mál nr. SN190063
690914-1660 Vatnaborg ehf., Kópavogsbakka 2, 200 Kópavogur
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 ReykjavíkLögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 30. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi, Hlemmur, vegna lóðanna nr. 112 og 114 við Hverfisgötu sem felst í að stækka núverandi byggingar eða byggja nýtt, sameina lóðir og koma fyrir verslun og þjónustu á 1. hæð og íbúðum/hótelíbúðum á efri hæðum, samkvæmt tillögu T.ark Arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Einnig er lagt fram yfirlit yfir lóðarstærðir, byggingarmagn og nýtingarhlutfall dags. 8. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2019 samþykkt.Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Vesturbæjarskóli, samgöngumál og öryggi fyrir gangandi í hjólandi við skólann Mál nr. US190099
Lagt fram bréf skólaráðs Vesturbæjarskóla og íbúasamtaka Vesturbæjar dags. 13. mars 2019 varðandi bætt samgöngumál og öryggi fyrir gangandi og hjólandi í kringum skólann
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.Fylgigögn
-
Göngugötur 2019, tilhögun Mál nr. US190106
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 8. apríl 2019 að eftirfarandi götur verði göngugötur frá 1. maí 2019- 1.október 2019.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins gerir alvarlega athugasemd að hafist verði handa við vinnu og forhönnun á Laugavegi og Skólavörðustig sem var á dagskrá Skipulags- og samgönguráðs 3. apríl 2019, liður 2 og 3:Í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór í borgarstjórn 2. apríl s.l. vegna tillögu Flokk fólksins þar sem farið var fram á nánara samráð um framkvæmdir við hagsmunaaðila, eldri borgar, fatlaða og almenna borgarbúa víðs vegar í borginni m.a. með vel útfærðir skoðanakönnun áréttar áheyrnarfulltrúi að, í ljós hefur komið að ekki er möguleiki að hefja undirbúning eða framkvæmdir fyrr en grenndarkynning hefur átt sér stað. Jafnframt þarf að kanna vilja allra Reykvíkinga áður en hafist er handa við svo stórtækar aðgerðir á einu vinsælasta svæði borgarinnar. Það skal jafnframt bent á að ekki stendur til að hreyfihamlaðir né aldraðir hafi aðgang að götunum þegar veður eru válynd, tal um samráð virðist hljómið eitt. Það er með ólíkindum hvernig borgarmeirihlutinn ætlar að keyra áfram þessara lokanir þrátt fyrir mótmæli ýmissa aðila. Hér skortir alla auðmýkt hjá meirihlutanum. Hér er sýndur ótrúlegur ósveigjanleiki og barnaleg þrákelkni borgarfulltrúa meirihlutans. Flokkur fólksins gerir kröfu um fullt samráð við alla borgarbúa. Annað er ólíðandi í lýðræðislegu samfélagi.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Miðflokkurinn harmar sem fyrr, að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila, íbúa og rekstraraðila, við ákvörðunartöku um að varanlegar göngugötur. Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. síðastliðinn um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar lokast. Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt við menn og þjóð sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða. Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar gerræðisleg vinnubrögð eru viðhöfð. Slíkt kallar á röð vandamála og tillagan sem hér er til umfjöllunar skýrt dæmi um það:Lagt er til að aksturstefnu á hluta Laugavegs verði breytt! Fyrivaralaust og sem fyrr án nokkurs samráðs! Engin umræða – Ekkert samráð. Miðflokkurinn mótmælir slíkum vinnubrögðum sem eru með öllu ólíðandi. Krafa okkar um vinnulag hvað varðar breytingar er einföld: Umræða-Samráð-Sátt Þetta vinnulag þekkja góðir stjórnendur en slæmir ekki. Sá misskilningur hrjáir borgarstjóra að telja sig í síðustu kosningum hafa fengið umboð kjósenda til að framfylgja vilja sínum. Svo er ekki, hann fékk umboð til að framfylgja vilja kjósenda.
Fulltrúar Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Reynslan af göngugötum í miðborg Reykjavíkur er góð og ánægja Reykvíkinga mikil líkt og kannanir staðfesta. Göngugötur skapa rými fyrir fólk og bæta mannlíf. Meðan göngugötur verða opnar á komandi sumri verður áfram unnið að skipulags- og hönnunarvinnu í tengslum við fyrirætlanir borgarstjórnar um göngugötur allt árið. Í þeirri vinnu verður áfram lögð rík áhersla á samráð við íbúa, atvinnulíf og aðra hagsmunahópa.
Vísað til borgarráðs
Fylgigögn
-
Laugavegur, breytt akstursstefna vegna göngugatna Mál nr. US190118
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 8. apríl 2019 varðandi að Laugavegur verði einstefna til austurs milli Klapparstigs og Frakkastigs, og að fyrri auglýsing um einstefnu á Laugavegi til vesturs á sama kafla verði felld úr gildi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Miðflokkurinn harmar sem fyrr, að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila, íbúa og rekstraraðila, við ákvörðunartöku um að varanlegar göngugötur. Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. síðastliðinn um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar lokast. Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt við menn og þjóð sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða. Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar gerræðisleg vinnubrögð eru viðhöfð. Slíkt kallar á röð vandamála og tillagan sem hér er til umfjöllunar skýrt dæmi um það:Lagt er til að aksturstefnu á hluta Laugavegs verði breytt! Fyrivaralaust og sem fyrr án nokkurs samráðs! Engin umræða – Ekkert samráð. Miðflokkurinn mótmælir slíkum vinnubrögðum sem eru með öllu ólíðandi. Krafa okkar um vinnulag hvað varðar breytingar er einföld: Umræða-Samráð-Sátt Þetta vinnulag þekkja góðir stjórnendur en slæmir ekki. Sá misskilningur hrjáir borgarstjóra að telja sig í síðustu kosningum hafa fengið umboð kjósenda til að framfylgja vilja sínum. Svo er ekki, hann fékk umboð til að framfylgja vilja kjósenda.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins lýsir áhyggjum sínum á að akstursstefnu verði breytt á kaflanum milli Klapparstígs og Frakkastígs úr austri til vestur í gagnstæða átt. Rökin fyrir þessar stefnubreytingu eru að meðan neðri hluti Laugavegarins verði lokaður umferð, segir í framlögðu bréfi umhverfis- og skipulagssviðs 8. apríl 2019: Með því að snúa við akstursstefnu á Laugavegi vestan Frakkastígs er dregið úr líkum á að ekið sé óafvitandi inn á göngugötusvæðið. Búast má við að lokunin sé heft og vöktuð. Lýst er áhyggjum vegna gatnamóta Laugavegar og Frakkastígs þegar umferð úr þremur áttum mætist, sem er afar óvenjulegt fyrir borgarbúa sem hafa ekki þekkt slíkar akstursstefnur um áratugi á svæðinu og gætu því skapað talsverða slysahættu með ófyrirséðum afleiðingum.Kl. 11:55 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi, Aron Leví Beck tekur sæti á fundinum á sama tíma.
Vísað til borgarráðs
Fylgigögn
-
Afnot af borgarlandi, Reglur vegna skilta og útstillinga. Mál nr. US170055
Kynnt reynsla af reglum um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga sem samþykktar voru í mars 2017.
KynntHjalti Guðmundsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Kringlureitur, rammaskipulag (01.721) Mál nr. SN180331
Lagt fram bréf Atlas lögmanna f.h. eigendur Húss verslunarinnar dags. 31. janúar 2019 varðandi rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið og áskorun um samráð áður en frekari vinna fer fram við skipulag á svæðinu.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Mikilvægt er að borgin tryggi samráð við hagsmunaaðila á Kringlusvæðinu. Um er að ræða einn mikilvægasta skipulagsreitinn í borginni.
Fylgigögn
-
Landbúnaðarstefna fyrir Kjalarnes., Starfshópur Mál nr. US180208
Lögð fram til kynningar drög að samantekt starfshóps um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes, dags. 16. október 2017. Markmið og tilgangur starfshópsins var að móta frekari stefnu, og mögulega leggja fram nýjar tillögur, um landbúnað og landnýtingu á Kjalarnesi á grundvelli stefnu gildandi aðalskipulags um landbúnaðarsvæði og almennrar stefnu um þróun á Kjalarnesi.
Kynnt.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kópavogur, endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, skipulagslýsing Mál nr. SN190189
700169-3759 Kópavogsbær, Digranesvegi 1, 200 KópavogurKynnt bréf Kópavogsbæjar dags. 6. mars 2019 þar sem óskað er eftir umsögn á skipulagslýsingu Kópavogsbæjar dags. 14. febrúar 2019 vegna endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Einnig er kynnt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 5. apríl 2019.
Kl. 12:55 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Landsskipulagsstefna, lýsing - kynning Mál nr. SN190196
590269-5149 Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 ReykjavíkLagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar dags. 15. og 20. mars 2019 þar sem kynnt er lýsing dags. í mars 2019 fyrir gerð Landsskipulagsstefnu. Kynningartími er til 8. apríl 2019. Einnig er kynnt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 5. apríl 2019.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Í framlagðri umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs um landsskipulagsstefnu er ekki fjallað um orkuskipti í samgöngum sem er þó ein virkasta leið til að minnka mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Sá aðili sem er í bestum færum til að styðja við orkuskipti er Reykjavíkurborg, enda þéttbýlt og langstærsta sveitarfélagið. Auk þess á borgin Orkuveitu Reykjavíkur. Noregur hefur náð miklum árangri í að nýta vistvæna raforku í samgöngum. Rétt væri að borgin styddi betur við orkuskipti og sú stefnumörkun kæmi fram í umsögninni.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2019, úthlutun styrkja 2019 Mál nr. US190001
Lagt fram í trúnaðarmálabók skipulags- og samgönguráðs tillaga umhverfis- og skipulagsviðs að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2019.
Trúnaði verður aflétt að úthlutun lokinni.Kl 13:23 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
Samþykkt
Vísað til borgarráðsMargrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Þingholtsstræti 25, málskot (01.183.3) Mál nr. SN190111
431005-0690 P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 ReykjavíkLagt fram málskot P ARK teiknistofu sf dags. 18. febrúar 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. desember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Grundarstígsreits vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti sem felst í viðbygging við suðurgafl núverandi húss verði stækkuð, vestursvalir verði stækkaðar, íbúðum fjölgað, fyrirhugaður göngustígur að almenningsgarði frá Spítalastíg verði felldur niður o.fl. samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 28. ágúst 2018. Einnig er lagt fram bréf P ARK teiknistofu dags. 6. mars 2018.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 14. desember 2018 staðfest.Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í mars 2019.
Fylgigögn
-
Ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, kynning Mál nr. US190115
Kynnt drög að ljósvistarstefna Reykjavíkurborgar.
Kynnt.Ársæll Jóhannsson verkefnisstjóri og fulltrúi Lisku ehf. Guðjón L. Sigurðsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Heildarkostnaður við gerð deiliskipulags Hverfisgötu 41 Mál nr. US190023
Lögð fram fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem óskað er eftir að fá upplýst hver heildarkostnaður við gerð deiliskipulags við Hverfisgötu 41 er og hvort borgin beri þann kostnað. Einnig ert lagt fram svar umhverfis -og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra dags. 31. janúar 2019.
Fylgigögn
-
Álmgerði 1, breyting á deiliskipulagi (01.803.1) Mál nr. SN180780
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
500300-2130 Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Landspítala Grensásdeildar vegna lóðarinnar nr. 1 við Álmgerði.
Fylgigögn
-
Hverfisgata 98A, 100 og 100A, breyting á deiliskipulagi (01.174.1) Mál nr. SN180830
411112-0200 Mannverk ehf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi deiliskipulag fyrir nýjan Skerjafjörð Mál nr. US190120
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins spyr hvaða undirbúningsvinna og kannanir vegna fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði hafi kostað hingað til, þ.e. frá upphafi verksins til dagsins í dag. Jafnframt er beðið um upplýsingar um hvort samráð hafi verið haft við Umhverfisstofnun og önnur heilbrigðisyfirvöld varðandi eiturefni í jarðvegi frá tímum seinni heimsstyrjaldar og síðari framkvæmda ásamt starfsemi Skeljungs um árabil. Hefur verið gerð athugun varðandi mengun bæði af hávaða og útblæstri flugvéla vegna flugumferðar um Norður-suðurbrautina. Jafnframt hvort leitað var upplýsinga frá vísindamönnum sem skoða nú áhrif hlýnunar jarðar á m.a. yfirborð sjávar. hvaða vísindamenn hefur verið leitað upplýsinga hjá og við hvaða stofnanir starfa þeir. Bent er á skýrslu Sigurðar Sigurðarsonar, Lágsvæði - viðmiðunarreglur fyrir landhæð, apríl 2018, Vegagerðin. Að lokun er spurt hvort ekki sé hægt að minka byggingamagnið.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
Fundi slitið klukkan 14:40