Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 3. apríl, var haldinn 33. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 10:00. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Daníel Örn Arnarson, Baldur Borgþórsson, Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Skúlagata, söfnunarstæði fyrir hópbíla Mál nr. US190108
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngu- og borgarskipulags dags. 1. apríl 2019 þar sem óskað er heimildar að gera söfnunarstæði fyrir hópbíla vestan á Skúlagötu Klapparstígs
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Fylgigögn
-
Göngugötur allt árið, tillaga að áfangaskiptingu undirbúnings
Mál nr. US190107Lögð fram og kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 1. apríl 2019 að áfangaskiptingu undirbúnings varanlegra göngugatna, sbr. tillögu sem samþykkt var í borgarstjórn 4. september 2018 .
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að vinna áfram að forhönnun og undirbúningi deiliskipulagsbreytingu á grundvelli áfangaskiptingar, í samráði við hagsmunaaðila.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Miðflokkurinn harmar að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila við ákvörðunartöku um að varanlegar göngugötur. Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. síðastliðin um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar myndi lokast. Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins gerir alvarlega athugasemd að hafist verði handa við vinnu og forhönnun á Laugavegi og Skólavörðustig sem er á dagskrá Skipulags- og samgönguráðs 3. apríl 2019, liður 2 og 3:Í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór í borgarstjórn 2. apríl s.l. vegna tillögu Flokk fólksins þar sem farið var fram á nánara samráð um framkvæmdir við hagsmunaaðila, eldri borgar, fatlaða og almenna borgarbúa víðs vegar í borginn m.a. með vel útfærðir skoðanakönnun. Í ljós hefur komið að ekki er möguleiki að hefja undirbúning eða framkvæmdir fyrr en grenndarkynning hefur átt sér stað. Jafnframt þarf að kanna vilja allra Reykvíkinga áður en hafist er handa við svo stórtækar aðgerðir á einu vinsælasta svæði borgarinnar. Það skal jafnframt bent á að ekki stendur til að hreyfihamlaðir né aldraðir hafi aðgang að götunum þegar veður eru válynd. Þá verða göturnar lokaðar þeim stærsta hluta ársins. Ljóst er að meirihluti borgarstjórnar ætlar að troða sínum hugmyndum og áætlun á lokun þessara gatna yfir alla borgarbúa og taka lítið sem ekkert mark á óskum hópa sem hafa áhyggjur af þessum framkvæmdum, þá sérstaklega hagsmunaaðila við þessar götur. Þessir aðilar eru þeir sem halda lífinu lifandi í götunum, en það virðist meirihlutanum engan vegin ljóst.Fylgigögn
-
Göngugötur 2019, tilhögun Mál nr. US190106
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um um fyrirkomulag tímabundinna göngugatna 2019 dags. 1. apríl 2019.
Samþykkt.
Umhverfis- og skipulagssviði, falið að undirbúa tímabundnar göngugötur í samræmi við tillöguna.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins gerir alvarlega athugasemd að hafist verði handa við vinnu og forhönnun á Laugavegi og Skólavörðustig sem er á dagskrá Skipulags- og samgönguráðs 3. apríl 2019, liður 2 og 3:Í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór í borgarstjórn 2. apríl s.l. vegna tillögu Flokk fólksins þar sem farið var fram á nánara samráð um framkvæmdir við hagsmunaaðila, eldri borgar, fatlaða og almenna borgarbúa víðs vegar í borginn m.a. með vel útfærðir skoðanakönnun. Í ljós hefur komið að ekki er möguleiki að hefja undirbúning eða framkvæmdir fyrr en grenndarkynning hefur átt sér stað. Jafnframt þarf að kanna vilja allra Reykvíkinga áður en hafist er handa við svo stórtækar aðgerðir á einu vinsælasta svæði borgarinnar. Það skal jafnframt bent á að ekki stendur til að hreyfihamlaðir né aldraðir hafi aðgang að götunum þegar veður eru válynd. Þá verða göturnar lokaðar þeim stærsta hluta ársins. Ljóst er að meirihluti borgarstjórnar ætlar að troða sínum hugmyndum og áætlun á lokun þessara gatna yfir alla borgarbúa og taka lítið sem ekkert mark á óskum hópa sem hafa áhyggjur af þessum framkvæmdum, þá sérstaklega hagsmunaaðila við þessar götur. Þessir aðilar eru þeir sem halda lífinu lifandi í götunum, en það virðist meirihlutanum engan vegin ljóst.Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Reynslan af göngugötum í miðborg Reykjavíkur er góð og ánægja Reykvíkinga mikil líkt og kannanir staðfesta. Göngugötur skapa rými fyrir fólk og bæta mannlíf. Meðan göngugötur verða opnar á komandi sumri verður áfram unnið að skipulags- og hönnunarvinnu í tengslum við fyrirætlanir borgarstjórnar um göngugötur allt árið. Í þeirri vinnu verður áfram lögð rík áhersla á samráð við íbúa, atvinnulíf og aðra hagsmunahópa.(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Landsskipulagsstefna, lýsing - kynning Mál nr. SN190196
590269-5149 Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 ReykjavíkLagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 15. og 20. mars 2019 þar sem kynnt er lýsing dags. í mars 2019 fyrir gerð Landsskipulagsstefnu. Kynningartími er til 8. apríl 2019.
Kynnt.
Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka:
Skipulags- og loftslagsmál eru bundin órjúfanlegum böndum enda skiptir skipulag höfuðmáli í baráttunni gegn neikvæðum loftslagsáhrifum. Tækifæri til breytinga á ferðavenjum, til að draga úr losun, eru almennt mun meiri í þéttbýli en í dreifbýli og líklega meiri í stærra þéttbýli en minna þéttbýli. Í stærri borgarsvæðum eru jafnan meiri möguleikar á að byggja upp afkastamiklar hágæða almenningssamgöngur en á minni þéttbýlissvæðum. Í ljósi vægis höfuðborgarsvæðisins, horft til byggðar á landinu öllu, sem birtist meðal annars í því að um helmingur bílumferðar (ekin vegalengd) á Íslandi er innan höfuðborgarsvæðisins, er mikilvægt að horfa sérstaklega á þetta eina borgarsvæði landsins þegar rætt er um markmið í loftslagsmálum._
Fulltrúar meirihlutans í skipulags- og samgönguráði vilja því koma á framfæri nauðsyn þess að Landsskipulagsstefna ávarpi mikilvægi þéttingu byggðar og þá sérstaklega í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.Fulltrúi Skipulagsstofnunar Ester Anna Ármannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN170694
Kynnt drög að tillögu að breytingu deiliskipulags Sjómannaskólareits 1.254.2, dags. 18. mars 2019. Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir byggingu allt að 145 (150) nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs.
Kynnt.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri og fulltrúar A2f arkitektar Aðalheiður Atladóttir og Falk Kruger taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
Fylgigögn
-
Hraunbær 153, (fsp) uppbygging (04.33) Mál nr. SN190209
490916-0670 Bjarg íbúðafélag hses., Kletthálsi 1, 110 ReykjavíkLögð fram fyrirspurn Bjargs íbúðafélags hses dags. 26. mars 2019 ásamt bréfi dags. 25. mars 2019 varðandi uppbyggingu lóðarinnar nr. 153 við Hraunbæ (reitur C í gildandi deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls), samkvæmt teikningasetti Arkþings ehf. dags. 18. mars 2019. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Arkþings ehf. dags. 11. mars 2019 þar sem fram kemur byggingarlýsing og grunnmynd lóðar dags. 11. mars 2019.
Kynnt.Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri og fulltrúar Arkþings Hjalti Brynjarsson og Birkir Árnason og fulltrúi Bjargs Þröstur Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 22. og 29. mars 2019.
Fylgigögn
-
Bauganes 1A, breyting á deiliskipulagi (01.672.0) Mál nr. SN180815
201177-5109 Einar Sævarsson, Bauganes 1A, 101 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Einars Sævarssonar dags. 26. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr. 1A við Bauganes. Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni, þar sem gert er ráð fyrir að byggja við samþykktan bílskúr á norðurenda lóðarinnar og tengja hann við húsið ásamt því að byggja við eldhús, samkvæmt uppdr. Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 2. nóvember 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags. 15. janúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. janúar 2019 til og með 21. febrúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björk Einarsdóttir dags. 13. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2019.Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi (01.332) Mál nr. SN180743
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 ReykjavíkLagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. febrúar 2019 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna m.a. eftirfarandi: skilmála vantar fyrir gerð á nýjum hafnarbakka, nýtingarhlutfall á lóð nr. 9 við Sægarða skv skilmálatöflu er óeðlilega hátt miðað við byggingarheimildir í sérskilmálum greinargerðar, gera þarf grein fyrir hvað er átt við með heimahöfn 100 starfsmanna sem fram kemur í greinargerð o.fl. sbr. bréfi stofnunarinnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. október 2018 síðast uppf. 14. mars 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2019 og uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. október 2018, síðast uppf. 14. mars 2019 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, breyting á deiliskipulagi (05.18) Mál nr. SN190165
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
591184-1139 Möndull verkfræðistofa ehf, Birkihlíð 8, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Sveinbjörns Jónssonar dags. 11. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar, athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur. Í breytingunni felst stækkun á lóð undir vélageymslur og hækkun á nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Möndull verkfræðistofu ehf. dags. 28. mars 2019.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hverfisgata 123, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.222.1) Mál nr. SN190194
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. mars 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Skúlagarðsreits vestari, Hlemmur, vegna lóðarinnar nr. 123 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst breyting á nýtingarhlutfalli.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Nýlendugata 34, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.130.2) Mál nr. SN190216
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. mars 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu. Í tillögunni felst breyting á nýtingarhlutfalli.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 1013 frá 19. mars 2019 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1014 frá 26. mars 2019.
Fylgigögn
-
Njörvasund 10, Hækka bílskúr (01.411.501) Mál nr. BN055453
110661-2159 Margrét Herdís Einarsdóttir, Njörvasund 10, 104 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2018 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og byggja mænisþak á bílskúr og til að byggja verönd með skjólveggjum og heitum potti með öryggisloki sem verður sérafnotaflötur íbúðar 0101 á lóð nr. 10 við Njörvasund. Erindi var grenndarkynnt frá 24. janúar 2019 til og með 21. febrúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jens Fylkisson og Haukur Jensson dags. 5. febrúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Stækkun 22,5 rúmm., flatarmál óbreytt. Samþykki meðeiganda dags. 12.05.2015 liggur fyrir. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13:15 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi
(C) Fyrirspurnir
Fylgigögn
-
Holtavegur 28, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.386.1) Mál nr. SN190004
671113-0390 Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 ReykjavíkLögð fram fyrirspurn Urðarsel ehf. dags. 29. desember 2018 ásamt greinargerð Urðarsels ehf. og KFUM og KFUK á Íslandi dags. 7. desember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Laugardals austur vegna lóðarinnar nr. 28 við Holtaveg sem felst í stækkun núverandi leikskóla, uppbyggingu lágreistrar íbúðarbyggðar, stofnun lóðar og uppbyggingu búsetukjarna eða öldrunarrými á einni hæð og stækkun á byggingarreit húss KFUM fyrir ungmennagistingu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1.apríl 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2019 samþykkt.Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16, (fsp) deiliskipulag (01.134.3) Mál nr. SN180810
601004-2240 PKS ráðgjöf ehf, Holtsgötu 12, 101 ReykjavíkLögð fram fyrirspurn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 23. nóvember 2018 um gerð nýs deiliskipulags á reit sem afmarkast af Holtsgötu, Brekkustíg, Framnesvegi og Öldugötu. Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar er að byggja á lóðunum nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg vegleg borgarhús, samkvæmt tillögu Birkis Ingibjartssonar arkitekts ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Þingholtsstræti 25, málskot (01.183.3) Mál nr. SN190111
431005-0690 P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 ReykjavíkLagt fram málskot P ARK teiknistofu sf dags. 18. febrúar 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. desember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Grundarstígsreits vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti sem felst í viðbygging við suðurgafl núverandi húss verði stækkuð, vestursvalir verði stækkaðar, íbúðum fjölgað, fyrirhugaður göngustígur að almenningsgarði frá Spítalastíg verði felldur niður o.fl. samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 28. ágúst 2018. Einnig er lagt fram bréf P ARK teiknistofu dags. 6. mars 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Hlíðarendi, kæra 140/2018, umsögn (01.62) Mál nr. SN180841
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. desember 2018 ásamt kæru dags. 6. desember 2018 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 25. október 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. febrúar 2019.
Fylgigögn
-
Ægisíða 44, kæra 11/2019, umsögn, úrskurður (01.555) Mál nr. SN190112
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. febrúar 2019 ásamt kæru dags. 19. febrúar 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2019 um að veita byggingarleyfi á lóð nr. 44 við Ægisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. febrúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. mars 2019. úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. janúar 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan við einbýlishúsi að Ægisíðu 44 og breyta innra skipulagi þess.
Fylgigögn
-
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, kæra 148/2017, umsögn, úrskurður (04.363) Mál nr. SN180018
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. desember 2017 ásamt kæru dags. 12. desember 2017 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Fylkisveg 6, íþróttasvæði Fylkis. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. febrúar 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. mars 2019. Úrskurðarorð: Kröfum Kærenda að Deildarási 4 og 6 er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Hafnað er kröfu annarra kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 26. október 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6.Fylgigögn
-
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, kæra 157/2017, umsögn, úrskurður (04.363) Mál nr. SN180025
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. desember 2017 ásamt kæru dags. 21. desember 2017 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir fylkisveg 6, íþróttasvæði Fylkis. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. febrúar 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. mars 2019. Úrskurðarorð: Kröfum Kærenda að Deildarási 4 og 6 er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Hafnað er kröfu annarra kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 26. október 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6.Fylgigögn
-
Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi (34.2) Mál nr. SN190104
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi.
Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur - breyting vegna reits A, breyting á deiliskipulagi vegna Skyggnisbrautar 25-27 og 29-31, Gæfutjarnar 20-24 og 26-28 og Silfratjarnar 2-4 (02.6) Mál nr. SN190118
490916-0670 Bjarg íbúðafélag hses., Kletthálsi 1, 110 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna Skyggnisbrautar 25-27 og 29-31, Gæfutjarnar 20-24 og 26-28 og Silfratjarnar 2-4.
Fylgigögn
-
Suður Selás og Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN190084
681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts
Fylgigögn
-
Hlemmur, reitur 1.240.0, lýsing (01.2) Mál nr. SN190145
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna skipulagslýsingu nýs deiliskipulags reits 1.240.0 Hlemmur í kjölfar hugmyndasamkeppni um svæðið.
Fylgigögn
-
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 15-19 og 21 við Sæmundargötu (01.63) Mál nr. SN180864
420104-2350 Vísindagarðar Háskóla Ísl ehf., Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðanna nr. 15-19 og 21 við Sæmundargötu.
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag (01.45) Mál nr. SN180390
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna nýs deiliskipulags fyrir Vogabyggð svæði 5.
Fylgigögn
-
Veltusund 3B, breyting á deiliskipulagi (01.140.2) Mál nr. SN190068
610313-0190 Lögmenn Sundagörðum ehf., Sundagörðum 2, 104 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. á synjun varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund.
Fylgigögn
-
Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN170824
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Hólaland, deiliskipulag (32.45) Mál nr. SN180266
420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi nýtt deiliskipulag í Hólalandi á Kjalarnesi.
Fylgigögn
-
Úlfarsfell, nýtt deiliskipulag (02.6) Mál nr. SN170752
470905-1740 Sýn hf., Pósthólf 166, 232 KeflavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi nýtt deiliskipulag fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli.
Fylgigögn
-
Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.430.1) Mál nr. SN190155
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. mars 2019 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg.
Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, lagfæring á gatnamótum Strandvegar og Borgarvegar fyrir gangandi og hjólandi. Mál nr. US190112
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um lagfæringu á gatnamótum Strandvegs og Borgarvegs fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Lagt er til að gatnamót Strandvegs og Borgarvegs verði löguð og gerð aðgengilegri fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Það er flókið að fara þarna yfir fyrir þá sem eru gangandi og hjólandi þar sem ekki er sebrabraut eða undirgöng sem hægt er að nýta sér. Engar merkingar eru á þessum stöðum sem gefa ökumönnum til kynna að þarna má þvera göturnar af gangandi eða hjólandi vegfarendum. Óskað er eftir því að að Skipulags- og samgöngusvið útfærir viðunandi lausn á þessum stað og komi lagfæringu sem fyrst til framkvæmdar til þess að forðast að slys verði á þeim sem þarna fara um.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.Fylgigögn
-
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, varðandi helgunarreitar Stakkstæðis Mál nr. US190114
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks þars sem óskað er eftir því að fá gögn frá Borgarsögusafni þar sem heimilt er að staðsetja mannvirki innan 15 metra helgunarreitar Stakkstæðis. Stakkastæðið hefur verið afmarkað af Borgarsögusafni og 15 metra helgunarreitur umhverfis það eins og lög um menningarminjar nr. 80/2012 gera ráð fyrir.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.13:35 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi
Fundi slitið klukkan 13:55
Hildur Björnsdóttir