Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 20. mars, var haldinn 32. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 10:04. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Baldur Borgþórsson, Þór Elís Pálsson, Aron Leví Beck, Katrín Atladóttir. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Haraldur Örn Jónsson (Andrúm arkitektar), Kristján Garðarsson (Andrúm arkitektar), Guðrún Björnsdóttir (Félagsstofnun Stúdenta). Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Skipulags- og samgönguráð 2018-2022, fundadagatal Mál nr. SN130008
Lagt fram fundadagatal skipulags- og samgönguráðs fyrir árið 2019, dags. 20. mars 2019.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 15. mars 2019.
Fylgigögn
-
Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut Mál nr. SN190115
471107-0180 Andrúm arkitektar ehf., Hverfisgötu 54, 101 ReykjavíkLögð fram til kynningar umsókn Andrúms arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 20. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, austan Suðurgötu, vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut. Í breytingunni felst að fjölga stúdentaíbúðum á háskólasvæðinu með stækkun á Gamla Garði með viðbyggingu og hugsanlegri nýtingu Stapa sem stúdentaíbúða, samkvæmt uppdr. Andrúms arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Kynnt.Kl. 10:16 tekur áheyrnarfulltrúinn Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri og fulltrúar Andrúms arkitekta ehf. Haraldur Örn Jónsson og Kristján Garðarsson og fulltrúi Félagsstofnunar stúdenta Guðrún Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN180648
070763-3899 Kristinn Gylfi Jónsson, Mýrargata 26, 101 Reykjavík
440406-0840 Kjalarnes ehf., Sundaborg 1, 104 ReykjavíkLagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. febrúar 2019 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki eru uppfyllt ákvæði skipulagsreglugerðar um 50 m. fjarlægð frá vegi sbr. gr. 5.3.2.5 og skilmálar sem gilda eiga eftir breytinguna eru ekki nógu skýrir o.fl. samkvæmt bréfi stofnunarinnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt lagf. uppdr. Einars Ingimarssonar dags. 29. október 2018 br. 14. mars 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2019.
Skipulags- og samgönguráð samþykkir viðbrögð og breytingar sem koma fram í svörum skipulagsfulltrúa við athugasemdum Skipulagsstofnunar sbr. bréf dags. 14. mars 2019.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Álmgerði 1, breyting á deiliskipulagi (01.803.1) Mál nr. SN180780
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
500300-2130 Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 7. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Landspítala Grensásdeildar vegna lóðarinnar nr. 1 við Álmgerði. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður, byggingarmagn og nýtingarhlutfall eykst, hæð viðbygginga til vesturs breytist, bílastæðafjöldi breytist ekki vegna eðlis starfseminnar og gert verði ráð fyrir 31 hjólastæði, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 27. september 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Melgerði 1, lóðarbreyting (01.814.0) Mál nr. SN180384
010372-3569 Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
070957-2489 Halla Arnardóttir, Melgerði 1, 108 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 21. maí 2018 ásamt tillögu að breyttum lóðarmörkum Melgerði 1. Í tillögunni felst stækkun lóðarinnar nr. 1 við Melgerði til norðausturs yfir borgarland, samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 21. maí 2018, leiðr. 7.desember 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. desember 2018 til og með 21. janúar 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ingibjörg F. Ottesen dags. 10. janúar 2019, Gísli Gunnlaugsson og Elfur Sif Sigurðardóttir dags. 11. janúar 2019, Guðríður Þorvaldsdóttir dags. 15. janúar 2019 og 21 aðili að Búðagerði dags. 15. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2019.Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Njálsgata 60, breyting á deiliskipulagi (01.190.3) Mál nr. SN180771
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
431014-1060 Mannvirki ehf., Skútuvogi 11a, 104 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að skilmálatafla er uppfærð og húsheiti Njálsgata 60 og Njálsgata 60A eru sameinuð undir heitinu Njálsgata 60. Friðun timburhúss að Njálsgötu 60 hefur verið afnumin og í stað þess verður heimilt að byggja nýtt hús á lóðinni. Byggingarmagn á lóðinni er óbreytt, en byggingareit er breytt, þannig að viðbygging til suðurs styttist, breikkar og hækkar (stallast). Auk þess er gert ráð fyrir að lengja um 3,20 m þann hluta hússins, sem má byggja upp að vegg Njálsgötu 62 í sömu hæð og Njálsgata 62, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags 30. október 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. dags. 16. október 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. desember 2018 til og með 14. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsfélagið Njálsgötu 59 dags. 13. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2019.Kl. 11:35 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundi, Alexandra Briem tekur sæti á fundinum á sama tíma.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hverfisgata 98A, 100 og 100A, breyting á deiliskipulagi (01.174.1) Mál nr. SN180830
411112-0200 Mannverk ehf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 5. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að ekki er lengur heimilt að rífa húsin að Hverfisgötu 98A og 100, en heimilt verður að hækka þau um eina hæð og ris. Í hvoru húsi má gera ráð fyrir einni íbúð á hverri hæð, allt að 4 íbúðum í hvoru húsi. Kvöð verður um aðkomu gangandi um undirgöng á Hverfisgötu 98A að baklóð. Heimilt verður að rífa núverandi hús að Hverfisgötu 100A og byggja í staðinn nýtt hús á lóðinni, kjallara, 3 hæðir og ris, með allt að 6 íbúðum af mismunandi stærðum. Heimilt verður að byggja svalir til suðurs allt að 1,6 m að dýpt. Á jarðhæðum má gera ráð fyrir íbúðum og því er ekki lengur skilyrði að vera þar með verslunar- eða þjónustustarfsemi, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 12. mars 2019. Einnig er lagt fram tillöguhefti ódags.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Elliðabraut 4-22, breyting á deiliskipulagi (04.772.3) Mál nr. SN190121
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
530214-0870 Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 21. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. 28. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-22 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka afmörkun deiliskipulags að Breiðholtsbrautinni að núverandi göngustíg frá undirgöngum úr Víðidal að Björnslundi og að hringtorgi við Þingtorg, gera hljóðmön og göngu- og hjólastíg milli Breiðholtsbrautar og Elliðabrautar 4-22, fjölga íbúðum við Elliðabraut 12-22, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 4. mars 2019. Einnig er lögð fram hljóðskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. 19. mars 2019.
Kl. 11:45 Hildur Björnsdóttir víkur af fundi
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1012 frá 12. mars 2019.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
Fylgigögn
-
Umferð hópbifreiða í Reykjavík, tillögur og ábendingar Mál nr. US190009
Lagt er fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. ódagssett. þar sem ábendingar og tillögur eru settar fram varðandi safnstæði í Reykjavík. einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 14. mars 2019
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 14. mars 2019 samþykkt.
Skipulags og samgönguráð bókar:
Skipulags og samgönguráð þakkar tillögur samtaka ferðaþjónustunnar. Það er mikilvægt verkefni að finna hentuga staði fyrir safnstæði hópbifreiða. Ráðið telur æskilegt að þessi stæði verði ekki til frambúðar innan miðborgarinnar heldur í jaðri hennar í samráði við ferðaþjónustuna.Fylgigögn
-
Reykjanesfólkvangur, fundargerð Mál nr. US130107
Lögð fram fundargerð Reykjanesfólkvangs frá 6. febrúar 2019.
Fylgigögn
-
Björgun á Álfsnesi, tillaga að matsáætlun Mál nr. US190072
Lögð er fram skýrsla frá Skipulagsstofnun varðandi ákvörðun um tillögu að matsáætlun vegna landfyllingar og höfn Björgunar á Álfsnesi dags. 28. febrúar 2019.Einnig er lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar um tillögu að matsáætlun um landfyllingu og höfn fyrir efnisvinnslusvæði Björgunar ehf. í Álfsnesi dags. 3. janúar 2019.
Kynnt
Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Kl. 12:22 víkur áheyrnarfulltrúinn Daníel Örn Arnarsson af fundi.Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur, endurheimt votlendis- líffræðilegur fjölbreytileiki Mál nr. US190094
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. mars 2019 þar sem kynnt er samþykkt borgarráðs til að bjóða megi út framkvæmdir við endurheimt votlendis og mótun lands í Úlfarsárdal. Jafnframt samþykkti borgarráð að vísa erindinu til kynningar í skipulags- og samgönguráði.
Kynnt.
Snorri Sigurðsson og Guðrún Birna Sigmarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið
(D) Ýmis málFylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis Mál nr. SN180358
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. mars 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna landfyllingar við Klettagarða við Sundahöfn.
Fylgigögn
-
Borgartún 1 og 3, breyting á deiliskipulagi (01.216.2) Mál nr. SN180844
450613-2310 BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. mars 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóða nr. 1 og 3 við Borgartún.
Fylgigögn
-
Freyjubrunnur 23, breyting á deiliskipulagi (02.695.4) Mál nr. SN180649
260662-6519 Jón Hrafn Hlöðversson, Holtsbúð 27, 210 Garðabær
520515-1000 Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. mars 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjubrunn 23.
Fylgigögn
-
Lækjargata 8, breyting á deiliskipulagi (01.140.5) Mál nr. SN180334
450269-3609 Lækur ehf., Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
490597-3289 Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. mars 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu.
Fylgigögn
-
Skálafell, breyting á deiliskipulagi (35.3) Mál nr. SN190083
500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. mars 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Skálafelli.
Fylgigögn
-
Hraunbær 102B-E, kæra 18/2019 (04.343.3) Mál nr. SN190160
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. mars 2019 ásamt kæru dags. 7. mars 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa þann 11. febrúar 2019 vegna skjólveggja við Hraunbæ 102BE.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.Fylgigögn
-
Norðurbrún 2, kæra 20/2019 (01.352.5) Mál nr. SN190171
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. mars 2019 ásamt kæru dags. 12. mars 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráð frá 7. febrúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.Fylgigögn
-
Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, kæra 10/2018, umsögn, úrskurður (04.350.9) Mál nr. SN180136
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. janúar 2018 ásamt kæru mótt. 22. janúar 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Árbæjar - Seláss vegna lóðarinnar Árbæjarblettur 62/Þykkvabær 21. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. mars 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. mars 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 14. september 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Árbæjar - Seláss vegna lóðarinnar Þykkvabæjar 21.
Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði, um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni Mál nr. US190096
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni. Skipulags- og samgönguráð samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagssviði að skipuleggja fjallahjólaleið frá Gunnlaugsskarði í Esju að Mógilsá í Kollafirði. Leiðin skal fundin og búin til í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur, fjallahjólara (til dæmis Íslenska fjallahjólabandalagið) og aðra hagsmunaaðila. Markmið með tillögunni væri að nýta Esjuna betur sem útivistarsvæði og skapa fleiri tækifæri til útivistar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og skrifstofu umhverfisgæða. -
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi samráð við hagsmunaaðila við Laugarveginn vegna göngugatna Mál nr. US190097
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins spyr hvers vegna var ekki haft samráð við hagsmunaaðila við Laugaveginn þegar ákveðið var að gera hann að göngugötu.
Á blaðamannafundi Laugavegsamtakanna 19.3.2019 kom fram að ekkert samráð var haft við verslunar og fyrirtækjaeigendur við götuna, hvað þá íbúa. Laugarvegurinn og nærliggjandi götur sem eru með verslunar og veitingarými eru aðal aðdráttarafl miðborgarinnar. Þangað hafa íbúar borgarinnar sótt sérnauðsynjar, skemmtun og mannlíf. Flokkur fólksins vill benda á að Reykjavík er staðsett á Íslandi sem liggur við 66° gráðu, eða á norðurhveli jarðar. Á þessu blessaða landi eru ýmis konar veðrabrigði, þá sérstaklega á vetrum. Því miður hvernig sem viðhorf fólks er, er íbúum borgarinnar nauðsynlegt að nýta sér bílinn til að komast auðveldlega um í erfiðum veðrum, sérstaklega. Verslunaraðilar við Laugaveginn og nærliggjandi götum fullyrða að verslun við Laugaveginn minnki um allt að 30% við lokun hinna ýmsu hluta gatnanna, hingað til í tilraunaskyni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fullyrti í fréttatíma RÚV sama dag og fundurinn var haldinn að borgarstjórn hafi samþykkt samhljóða að gera Laugaveginn að göngugötu. Borgarfulltrúi Flokk fólksins kannast ekki við það.
Meðfylgjandi er bókun Flokks fólksins frá:
Fundargerð frá 4. sept. 2018
https://reykjavik.is/fundargerd/borgarstjorn-492018
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Göngugötur eru vissulega skemmtilegar og lífga upp á mannlífið en að gera allan Laugaveg að göngugötu eins og komið hefur fram hjá borgarfulltrúa meirihlutans að gæti staðið til er kannski fullbratt að mati Flokks fólksins þar sem ekki liggur fyrir skýr afstaða borgarbúa hvað þá hugmynd varðar. Borgarfulltrúi vill vera alveg viss um að það að gera allan Laugaveginn að göngugötu, samræmist óskum, vilja og væntingum borgarbúa, kaupmanna við Laugaveg og annarra hagsmunaðila áður en slík aðgerð kemur til greina. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Miðflokksins sátu hjá.
Frestað.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið klukkan 13:03
Alexandra Briem Hjálmar Sveinsson