Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 31

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 13. mars, var haldinn 31. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09:04. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson, Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 8. mars 2019.

    Fylgigögn

  2. Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi     (01.807.4)    Mál nr. SN170927

    640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018. Tillaga var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Nína Petersen dags. 31. desember 2018, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 2. janúar 2019, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 3. janúar 2019, Guðrún S. Gröndal og Þuríður Vigfúsdóttir f.h. aðgerðarhóps íbúa við Furugerði og Espigerði dags. 3. janúar 2019, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 4. janúar 2019, Ingibjörg Halldórsdóttir f.h. íbúa að Furugerði 10 og 12, dags. 4. janúar 2019, Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir dags. 6. janúar 2019, Viðar Hjartarson og Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, dags. 6. janúar 2019 og Garðar Friðrik Harðarson dags. 7. janúar 2019. 

    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 6.mars 2019.

    „Athugasemdir kynntar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn tekur heilshugar undir athugasemdir íbúa hvað varðar fjölda íbúða í fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi við Furugerði, með tilheyrandi vandamálum sem ljóst er að fylgja.

    Að fjölga íbúðum úr 4 – 6 í 32 er ekki ásættanlegt.

    Miðflokkurinn leggur til að fundin verði lausn í sátt við íbúa, t.d. með fækkun íbúða, lækkun bygginga ofl.

    Rétt bókun er:

    Athugasemdir kynntar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn tekur heilshugar undir athugasemdir íbúa hvað varðar fjölda íbúða í fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi við Furugerði, með tilheyrandi vandamálum sem ljóst er að fylgja.

    Að fjölga íbúðum úr 4 – 6 í 32 er ekki ásættanlegt.

    Miðflokkurinn leggur til að fundin verði lausn í sátt við íbúa, td. með fækkun íbúða, lækkun bygginga ofl.

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar: Flokkur fólksins leggur til að hlustað verði að athugasemdir íbúa í við Furugerði og tekið tillit til þeirrar umræðu er fram fór í Skipulags- og samgönguráði á fundi 30 6. mars 2019. Jafnframt er bent á að byggingamagnið sé of mikið og að nægjanlegt sé að húsin verði aðeins tveggja hæða. Ef um slétt þak á húsunum er að ræða þá er lagt til að hannaður verði garður ofan á húsunum, íbúum þeirra til yndisauka, þar sem lítill möguleiki er á að hafa suðurgarða fyrir framan húsin við Bústaðaveg.

    Fylgigögn

  3. Veltusund 3B, breyting á deiliskipulagi     (01.140.2)    Mál nr. SN190068

    610313-0190 Lögmenn Sundagörðum ehf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Lögmanna Sundagörðum dags. 22. mars 2018, f.h. lóðarhafa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund, samkvæmt beiðni  um endurupptöku frá 22. mars 2018. Í breytingunni felst að heimilt er að vera með gististarfsemi á efri hæðum hússins. Einnig er lagt fram minnisblað Daða Björnssonar ódags., úttekt á hlutfalli húsrýmis í notkun til gistiþjónustu Kvosinni dags. 15. apríl 2018 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar.

    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 6.mars 2019.

    Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019. 

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og bóka: Miklar breytingar hafa verið á heimildum vegna gististarfssemi í miðborg Reykjavíkur á undanförnum árum. Fjölmargir aðilar hafa unnið að gerð gistiíbúða og fengið samþykktar teikningar hjá borginni. Ástæða er til að endurskoða þær reglur sem í gildi eru með tilliti til þeirrar stöðu sem er í miðborginni. Hætta er á að fjölmargar einingar nýtist illa sem íbúðir og sé bannað að nýta í gistingu. Slíkt gagnast engum. Rétt væri að skoða aðlögun að breyttum veruleika með heildstæðri endurskoðun. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn telur að teknu tilliti til bæði forsögu málsins samkvæmt bréfi lögmanns og sanngirnissjónarmiða að rétt sé að samþykkja umsókn Lögmanna Sundagörðum dags. 22. mars 2018, f.h. lóðarhafa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund, samkvæmt beiðni um endurupptöku frá 22. mars 2018. 

    Í breytingunni felst að heimilt er að vera með gististarfsemi á efri hæðum hússins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar: Flokkur fólksins leggur til að hlustað verði að athugasemdir íbúa í við Furugrund og tekið tillit til þeirrar umræðu er fram fór í Skipulags- og samgönguráði á fundi 30 6. mars 2019. Jafnframt er bent á að byggingamagnið sé of mikið og að nægjanlegt sé að húsin verði aðeins tveggja hæða. Ef um slétt þak á húsunum er að ræða þá er lagt til að hannaður verði garður ofan á húsunum, íbúum þeirra til yndisauka, þar sem lítill möguleiki er á að hafa suðurgarða fyrir framan húsin við Bústaðaveg.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka: „Umhverfis og skipulagsráð samþykkti í byrjun árs 2015 ákvæði um að hámark hótel- og gistirýmis í Kvosinni mætti ekki vera meira en 23% af fermetrafjölda húsanna á svæðinu. Það stuðlar að nauðsynlegum fyrirsjáanleika fyrir íbúa, uppbyggingaraðila og atvinnulíf. Mikilvægt er að borgaryfirvöld haldi þeirri stefnu sem þarna var tekin. Við teljum mikilvægara að standa vörð um íbúðir fyrir þá sem hér búa og starfa en að fjölga hótel og gistirýmum.“

    Rétt bókun er:

    Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019. 

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og bóka: Miklar breytingar hafa verið á heimildum vegna gististarfssemi í miðborg Reykjavíkur á undanförnum árum. Fjölmargir aðilar hafa unnið að gerð gistiíbúða og fengið samþykktar teikningar hjá borginni. Ástæða er til að endurskoða þær reglur sem í gildi eru með tilliti til þeirrar stöðu sem er í miðborginni. Hætta er á að fjölmargar einingar nýtist illa sem íbúðir og sé bannað að nýta í gistingu. Slíkt gagnast engum. Rétt væri að skoða aðlögun að breyttum veruleika með heildstæðri endurskoðun. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn telur að teknu tilliti til bæði forsögu málsins samkvæmt bréfi lögmanns og sanngirnissjónarmiða að rétt sé að samþykkja umsókn Lögmanna Sundagörðum dags. 22. mars 2018, f.h. lóðarhafa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund, samkvæmt beiðni um endurupptöku frá 22. mars 2018. 

    Í breytingunni felst að heimilt er að vera með gististarfsemi á efri hæðum hússins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka: „Umhverfis og skipulagsráð samþykkti í byrjun árs 2015 ákvæði um að hámark hótel- og gistirýmis í Kvosinni mætti ekki vera meira en 23% af fermetrafjölda húsanna á svæðinu. Það stuðlar að nauðsynlegum fyrirsjáanleika fyrir íbúa, uppbyggingaraðila og atvinnulíf. Mikilvægt er að borgaryfirvöld haldi þeirri stefnu sem þarna var tekin. Við teljum mikilvægara að standa vörð um íbúðir fyrir þá sem hér búa og starfa en að fjölga hótel og gistirýmum.“

    Fylgigögn

  4. Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN190119

    690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

    Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur 6 er stækkaður um u.þ.b. tvo metra þannig að ytri mörk til austurs nái yfir núverandi burðarvegg meðfram rampi í kjallara og leyfilegt byggingarmagni í kjallara á reit 6 fyrir almenna notkun er aukið, samkvæmt uppdr. Batteríssins arkitekta ehf. dags. 1. febrúar 2019. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa mótt. 8. mars 2019.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.430.1)    Mál nr. SN190155

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 7. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg. Í breytingunni felst að stækka núverandi byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur á austurhluta lóðarinnar og gert er ráð fyrir allt að sex kennslustofum á reitnum, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. mars 2019.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1011 frá 5. mars 2019.

    Fylgigögn

  7. Skúlagata 26, 17 hæða hótel 195 herbergi og 3 - 6 hæð fjölbylishús með 31 íbúðum     (01.154.302)    Mál nr. BN055071

    531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

    Lagt fram til kynningar erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 17 hæða hótel fl. V byggingu með 195 herbergjum og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð á lóð nr. 26 við Skúlagötu. Einnig er lögð er fram greinargerð Fagrýnihóps byggingarfulltrúa  ódagsett vegna Skúlagötu 26.

    Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018. Einnig fylgir greinagerð um hljóðhönnun ódagsett og umsögn brunahönnuðar dags. 11. desember 2018. Stærðir: x ferm., x rúmm. Gjald kr. 11.000

    Kl. 9:34 taka Kristín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum. 

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram eftirfarandi bókun. 

    „Fulltrúar skipulags og samgönguráðs taka undir umsögn fagrýnihóps varðandi útlit og fyrirkomulag fyrirhugaðrar hótel- og íbúðauppbyggingar við Skúlagötu og Vitastíg. Í umsögninni er tekið fram að turninn sé of einsleitur og uppbrot sáralítið. Fulltrúar ráðsins benda á að hótelbyggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því afar mikilvægt að þarna verði vandað til verka. Við vekjum athygli á því að í Aðalskipulagi 2010 -2030 er lögð sérstök áhersla á gæði í byggingarlist og sama má segja um skilmála í deiliskipulagi fyrir þennan reit. Bygging þessi mun verða hluti af sjónlínu borgarinnar um ókomna tíð og því er gerð krafa um vandað kennileiti og byggingarlist  í hæsta gæðaflokki sem tekur mið af þessari einstöku staðsetningu. Við teljum nauðsynlegt að nú verði staldrað við og hönnun fyrirhugaðra bygginga, einkum hótelsins, endurskoðuð.”

    (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  8. Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16, (fsp) deiliskipulag     (01.134.3)    Mál nr. SN180810

    601004-2240 PKS ráðgjöf ehf, Holtsgötu 12, 101 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 23. nóvember 2018 um gerð nýs deiliskipulags á reit sem afmarkast af Holtsgötu, Brekkustíg, Framnesvegi og Öldugötu. Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar er að byggja á lóðunum nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg vegleg borgarhús, samkvæmt tillögu Birkis Ingibjartssonar arkitekts ódags. 

    Frestað. 

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

    Fylgigögn

  9. Sundhöllin, Bifreiðastæði         Mál nr. US180439

    Lagt er fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur dags. 11.mars 2018 þar sem óskað er  eftir heimild til að merkja stæði vestan við Sundhöll Reykjavíkur fyrir gesti Sundhallarinnar. 

    Vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  10. Græna netið,. Niðurstaða starfshóps.         Mál nr. US190073

    Lögð eru fram gögn vegna verkefnisins "Græna netið" skýrsla starfshópsins dags. 29. júní 2016, drög að skýrslu ALTA um grænar tengingar í Reykjavík dags. maí 2017, drög að fyrstu framkvæmdaáætlun 2019-2024. dags. janúar 2019 og erindisbréf starfshóps dags. 23. ágúst 2018. 

    Kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins bóka: Á sama tíma og mikilvægt er að tengja græn svæði, er enn mikilvægara að vernda núverandi græn svæði og ganga ekki frekar á þau eins og Elliðaárdalinn. Ennfremur þarf að halda í núverandi trjágróður eins og kostur er svo sem við Suðurlandsbraut í Laugardal. Þá er mikilvægt að huga að gróðursetningu sígræns trjágróðurs við umferðaæðar.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: 

    "Fulltrúar meirihlutans í skipulags- og samgönguráði fagna þeim stóra áfanga sem framkvæmdaráætlun um Græna netið í Reykjavík er og þakka öllum þeim sem komu að þessari mikilvægu vinnu. Verkefnin sem liggja fyrir eru mikilvægur liður í að skapa gróðursæla og lífvænlega borg. Það er samgöngunet fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tengir saman græn svæði borgarinnar, bæði innan borgarhluta og á milli þeirra.“

    Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)         Mál nr. US130045

    Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í febrúar 2019.

    Fylgigögn

  12. Bjarkargata 6, málskot     (01.143.1)    Mál nr. SN190150

    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Lagt fram málskot ASK Arkitekta ehf. dags. 1. mars 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 um að opna inn á lóð nr. 6 við Bjarkargötu og setja hlið sunnan við hús og koma fyrir einu bílastæði, loka fyrir bílastæði innan lóðar norðan við húsið og bæta við bílastæði í götu í stað þess sem fellur niður við opnun. 

    Neikvæð afgreiðsla skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018 staðfest.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Sópun og þrif á stígum og gangstéttum, Kynning.         Mál nr. US190081

    Farið er yfir núverandi verklag og það fjármagn sem sett er í málaflokkinn um sópun og þrif á stígum og gangstéttum.

    Hjalti Guðmundsson og Björn Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  14. Betri Reykjavík/Þín rödd, Borgartré         Mál nr. US190085

    Lagt fram erindið "Borgartré" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. mars 2019. Erindið var efst í málaflokknum skipulagsmál. 

    Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  15. Betri Reykjavík/Þín rödd, Takki til að þakka strætóbílstjóranum við útgang (USK2019030018)         Mál nr. US190083

    Lagt fram  erindið "Takki til að þakka strætóbílstjóranum við útgang" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. mars 2019. Erindið var þriðja efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum "samgöngur". 

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

    Fylgigögn

  16. Betri Reykjavík/Þín rödd, Drykkjarfontur/vatnshani á Klambratúni v/leikvöllinn         Mál nr. US190084

    Lagt fram erindið "Drykkjarfontur vatnshani á Klambratúni v leikvöllinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. mars 2019. Erindið var fimmta efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum framkvæmdir. 

    Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  17. Betri Reykjavík/Þín rödd, App fyrir hjólastíga í Reykjavík og nágrenni         Mál nr. US190086

    Lagt er fram erindið "App fyrir hjólastíga í Reykjavík og nágrenni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. mars 2019. Erindið var efst í málaflokknum umhverfismál. 

    Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  18. Betri Reykjavík/Þín rödd, Beygjuljós á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar         Mál nr. US190087

    Lagt fram erindið "Beygjuljós á gatnamótum Háaleitisbraut og Kringlumýrarbrautar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. mars 2019. Erindið var fjórða efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum. 

    Vísað umsagnar til skrifstofu samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  19. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Innviðagjöld         Mál nr. US180347

    Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er  upplýsinga um þau innviðagjöld sem lögð hafa verið á lóðarhafa í Reykjavík frá árinu 2010, þ.e. umsamda þátttöku lóðarhafa í innviðagerð, umfram þá þátttöku sem felst í greiðslu byggingaréttargjalds. Hvaða viðmið eru notuð við útreikning gjaldsins á hverju svæði? Með hvaða hætti felur umsamið innviðagjald í sér kvaðir og önnur skilyrði á lóðarhafa, umfram innheimtu tiltekinna fjárhæða?

    Óskað er eftir sundurliðun á þeim fjárhæðum sem innheimtar hafa verið hjá hverjum einstökum lóðarhafa í kjölfar einkaréttarlegra samninga á tímabilinu. Eins er óskað sundurliðunar á öðrum umsömdum fjárhæðum innviðagjalds sem þó hafa ekki enn verið innheimtar. Loks er óskað upplýsingar um hugsanlega yfirstandandi samningsgerð við lóðarhafa um greiðslu innviðagjalds, án þess þó að samningar hafi verið undirritaðir. 

    Kallað er eftir afritum af öllum einkaréttarlegum samningum sem gerðir hafa verið við lóðarhafa á tímabilinu um innheimtu innviðagjalds. Auk þess er óskað rökstuðnings á því hvernig umhverfis- og skipulagssvið telur innheimtu innviðagjalds samræmast lögum.

    Einnig er lögð fram umsögn  skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. febrúar 2019.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Upplýsingar um innviðagjöld eru greinilega af skornum skammti. Taflan sem okkur er sýnd er með allt of mörgum eyðum. Athygli vekur að ekki liggur fyrir hver innviðagjöld eigi að vera á verkefnum sem eiga að vera komin að framkvæmdastigi. Má hér nefna Heklureit sem var kynntur fyrir kosningar en virðist vera í frosti vegna gjalda borgarinnar. Héðinsreit sem hefur verið í vinnslu í langan tíma. Og Vesturbugt sem ætti að vera komin á framkvæmdastig. Nauðsynlegt er að borgarráði verði gerð frekari grein fyrir innviðagjöldunum, en samningar um þessi gjöld eru á forræði Skrifstofu Eigna og Atvinnuþróunar (SEA).

    Fylgigögn

  20. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, vegna höfnunar allra tilboða í smáhýsi við Héðinsgötu 8         Mál nr. US190059

    Lögð fram fyrirspurn vegna höfnunar allra tilboða í smáhýsi við Héðinsgötu 8. 

    Við opnun tilboða í smáhýsi kom í ljós að enginn sem lagði inn tilboð uppfyllti þær kröfur sem gerðar voru. Því hefur verið ákveðið að Reykjavíkurborg hanni húsin sjálf og bjóði út framkvæmdirnar.

    Flokkur fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um:

    1.Ástæður þess að öllum tilboðum var hafnað, t.d. hvort það var vegna þess að þau voru illa unnin, eða aðrar ástæður?

    2.Hvernig var staðið að gerð útboðsgagna?

    3.Er borgin með sérstaka hönnunarstofu?

    4.Er borgin að fara í samkeppni við sjálfstætt starfandi ráðgjafa.

    Einnig er lagt fram svar frá skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 6. mars 2019.

    Fylgigögn

  21. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Fyrirspurn vegna Bryggjuhverfis             Mál nr. US190088

    Fyrirspurn vegna stöðu mála, v. vegtenginga Bryggjuhverfis við Grafarvog og nágrenni.

    Óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar vegtengingar Bryggjuhverfis við td. Grafarvog og eins aðrein úr hverfinu inn á Höfðabakka.

    Hver er staða mála bæði hvað varðar útfærslur og eins tímalínu?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.

  22. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, vegna plastmengunar í nærumhverfi borgarbúa         Mál nr. US190089

    Flokkur fólksins leggur til að borgin fari í sérstakar aðgerðir til að ná til borgarbúa með hvatningu um að þeir sinni sínu nærumhverfi, þá sérstaklega með tilliti til plasts sem fýkur um borgina stundum í óheyrilegum mæli. Lagt er til að ákveðinn dag í hverjum mánuði, frá mars til október loka, verði íbúar Reykjavíkur hvattir til að fara um sitt nærumhverfi og tína plast og annað rusl sem óneitanlega safnast fyrir víða um borgina. Jafnframt þarf að kanna fleiri möguleika borgarbúa að koma uppsöfnuðu rusli sem auðveldast frá sér. Hugsanlega væri hægt að veita verðlaun í einhverjum flokkum. 

    Vissulega taka margar "götur" sig saman og sinna t.d. vorhreinsun til mikillar fyrirmyndar. En það virðist ekki duga til.  Það er á ábyrgð allra borgarbúa að halda borginni sinni hreinni. Borgarmeirihlutinn getur haft ríkara frumkvæði en áður til að finna leiðir til að vekja borgarbúa enn frekar til meðvitundar um hreinsunarmál í borginni. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

  23. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna Hagasels 23         Mál nr. US190090

    Áheyrnarfulltrúa Miðflokksins hefur borist fjöldi fyrirspurna vegna Hagasels 23 og fyrirhugaðs búsetuúrræðis þar.

    Óskað því eftir uppl. um hvar málið er statt og hver næstu skref verða. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og velferðarsviðs.

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir