Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 29

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 20. febrúar, var haldinn 29. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09:08. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Aron Leví Beck, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Baldur Borgþórsson, Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN180088

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Iðnað og önnur landfrek starfsemi dags. í júní 2018. Einnig er lögð fram drög að umhverfisskýrslu dags. júní 2018. Kynning stóð til og með 23. ágúst 2018. Eftirtaldir sendu inn umsagnir: Umhverfisstofnun dags. 21. ágúst 2018, Faxaflóahafnir dags. 23. ágúst 2018, SORPA dags. 23. ágúst 2018, samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. ágúst 2018, Seltjarnarnesbær dags. 29. ágúst 2018, Vegagerðin dags. 4. september 2018 og skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2019.
    Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Iðnað og önnur landfrek starfsemi dags. í febrúar 2019 og umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í febrúar 2019

    -    Kl. 9:12 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum 
    -    Kl. 9:13 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum 
    -    Kl. 9:19 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. . 
    Vísað í borgarráð

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis         Mál nr. SN180358

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags í nóvember 2018, uppf. 13. desember 2018, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sundahöfn vegna landfyllingar við Klettagarða ásamt umhverfisskýrsla  VSÓ ráðgjafar dags. í september 2018, uppf. 14. desember 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Veitna ohf. dags. 4. desember 2018, bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. desember 2018, bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. desember 2019 og umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 21. desember 2018 til og með 1. febrúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsögn: Veitur ohf. dags. 1. febrúar 2019 og Umhverfisstofnun dags. 31. janúar 2019. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags 18. febrúar 2019, umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í september 2018 síðast uppf. 14. febrúar 2019 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 18. febrúar 2019.
    Samþykkt að vísa til borgarráðs, sbr. 32. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/206. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðlsu málsins.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Stjórnarráðsreitur hugmyndasamkeppni, kynning     (01.15)    Mál nr. SN190093

    Kynning á vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um skipulag á Stjórnarráðsreit.
    Kynnt. 

    Fulltrúi T.ark arkitekta Ivon Cilia , fulltrúi SPR(I)NT STUDIO Karl Kvaran, fulltrúi  forsætisráðuneytisins Stefán Thors og fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins Örn Baldursson sitja fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN180683
    510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lögð er fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 11. desember 2018. Einig er lagður fram  skuggavarpsuppdráttur THG Arkitekta ehf. dags. 1. október 2018, leiðr. 8. febrúar 2019. Jafnframt er lögð fram drög að húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur. 
    Samþykkt að endurauglýsa framlagaða tillögu með leiðréttu skuggavarpi dags. 8. febrúar 2019 skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lækjargata 8, breyting á deiliskipulagi     (01.140.5)    Mál nr. SN180334
    450269-3609 Lækur ehf., Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
    490597-3289 Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík

    Lögð er fram umsókn Studio Granda ehf. dags. 3. maí 2018  varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu. Í breytingunni felst m.a. að einnar hæðar bakbyggingar gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6b verði fjarlægðar og endurbyggðar að hluta, byggðar eru 2 hæðir og portbyggt ris með kvistum yfir  innkeyrsluramp auk þess sem byggt er upp að gafli Lækjargötu 6b. Gert er ráð fyrir kjallara undir gamla húsinu og nýbyggingu, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Studio Granda ehf. dags. 1. október. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. nóvember 2018 og bréf Studio Granda ehf. dags. 22. janúar 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Freyjubrunnur 23, breyting á deiliskipulagi     (02.695.4)    Mál nr. SN180649
    260662-6519 Jón Hrafn Hlöðversson, Holtsbúð 27, 210 Garðabær
    520515-1000 Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 18. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi að Freyjubrunni 23. Í breytingunni felst m.a. að fjölga íbúðum úr fimm í átta og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu dags. 31. janúar 2019. Einnig er lagt fram bréf Mansard teiknistofu dags. dags. 18. september 2018 og bréf borgarlögmanns dags. 5. september 2018.Jafnframt er lagt fram bréf Mansard teiknistofu ehf. dags. 29. ágúst 2018 mótt. 23. nóvember 2018.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með leiðréttum uppdrætti dags. 31. janúar 2019, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúi Miðflokksins bókar:
    "Miðflokkurinn telur að æskilegt hefði verið að hafa samráð við eigendur aðliggjandi húsa við gerð breytts deiliskipulags, sérstaklega í ljósi forsögu málsins."

    Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og Pawel Bartoszek, fulltrúi Samfylkinginar, Aron Leví Beck og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: 
    "Fulltrúar Samfylkingar,  Viðreisnar og Pírata benda á að umrædd deiliskipulagsbreyting er á leið í auglýsingu sem er hið lögbundna samráðsferli við gerð deiliskipulags. Á auglýsingatíma geta allir sent inn athugasemdir, auk þess verða bréf send í aðliggjandi hús."

    Fylgigögn

  8. Borgartún 1 og 3, breyting á deiliskipulagi     (01.216.2)    Mál nr. SN180844
    450613-2310 BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
    680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 7. desember 2018 ásamt béfi dags. 14. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðaranna nr. 1 og 3 við Borgartún. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar byggingarreits nr. 1 til austurs, aukið byggingarmagn, hækkun hámarkshæðar og breytingu á bílastæðakröfu. Lóð nr. 3 minnkar sem nemur stækkun lóðarinnar nr. 1 við Borgartún, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 14. febrúar 2019. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 18. október 2018. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Kl. 11:01 víkur Eyþór Laxdal Arndals af fundi, Katrín Atladóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma, þá var einnig búið að kynna lið nr, 15 í dagskránni Hagkvæmt húsnæði.

    Fylgigögn

  9. Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN180802
    500810-0410 Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur arkitekts f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 19. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að koma fyrir tveggja hæða bílgeymslu undir aðaltorgi/Sóleyjartorgi, sem fær nr. 37. Aðkoma í bílgeymslu verður frá þvergötu austan torgsins milli efri og neðri götu. Breytt er aðkomu við inngang í bráðamóttöku og bílastæðafyrirkomulagi á sunnanverðu Sóleyjartorgi og bílastæðum þar fækkað. Jafnframt er fækkað bílastæðum í bílgeymslu neðanjarðar á reit 35 sunnan geðdeildar o.fl., samkvæmt uppdr. SPITAL dags. 15. nóvember 2018 br. 16. janúar 2019. Einnig er lagt fram minnisblað SPITAL dags. 10. janúar 2019. 
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Skálafell, breyting á deiliskipulagi     (35.3)    Mál nr. SN190083
    500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Landslags ehf. dags. 8. febrúar 2019 ásamt greinargerð ódags. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Skálafelli, sem er í samræmi við samþykkt framtíðaráform samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Í breytingunni felst m.a. að fella út og sameina byggingarreiti fyrir skíðalyftur, færa byggingarreiti fyrir smáhýsi, minnka það svæði sem skilgreint er fyrir skíðabrekkur, fækka mögulegum bílastæðum, fjölga valkostum um vatnslón fyrir snjóframleiðslu o.fl., samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 14. febrúar 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1008 frá 12. febrúar 2019.  

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

    Fylgigögn

  12. Hjólreiðaáætlun 2015-2020, framvinda í uppbyggingu hjólastíga             Mál nr. US190064

    Hjólreiðaáætlun 2015-2020 
    Kynning á framvindu á uppbyggingu hjólastíga í Reykjavík. 
    Kynnt.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  13. Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN170476
    590269-5149 Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík

    Lagður er fram tölvupóstur Skipulagsstofnun, dags. 3. janúar 2019, varðandi nokkur ósvöruð atriði í uppfærðum skipulagsgögnum, þ.e. greinargerð og uppdráttum fyrir skipulag í Gufunesi 1. áfanga. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. janúar 2019, lagf. uppdrættir Jvantspijker dags. 11. maí 2018 síðast br. 1. febrúar 2019, lagf. greinargerð og skilmálar Jvantspijker síðast br. 1. febrúar 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2019.
    Samþykkt 
    Vísað til borgarráðs. 

    Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur, Skilti í lögsögu Reykjavíkur         Mál nr. SN170096

    Kynnt drög starfshóps varðandi samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur dags. 15. febrúar 2019 ásamt korti. Einnig er lögð fram skýrsla Lisku dags. í apríl 2018.
    Kynnt. 
    Jafnframt var samþykkt að senda framlögð drög um skilti til umsagnar hagsmunaaðila. 

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Hagkvæmt húsnæði, hugmyndaleit         Mál nr. US190063

    Kynntar niðurstöður í hugmyndaleit um hagkvæmt húsnæði í Reykjavík. 
    Kynnt.

    Óli Örn Eiríksson deildarstjóri á skrifstofu framkvæmda- eigna og atvinnuþróunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  16. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)         Mál nr. US130045

    Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í janúar 2018.

    Fylgigögn

  17. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn um sleðabrekku fyrir neðan Reynisvatnsásinn         Mál nr. US190040

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir upplýsingum um sleðabrekku sem átti að gera fyrir neðan Reynisvatnsásinn. Samkvæmt íbúum þá var þetta verkefni sem var valið í íbúa kosningu og átti að setja 2 milljónir í verkefnið.
    Íbúar í Grafarholti hafa verið að kvarta undan því að þessi brekka hafi aldrei verið kláruð. Það hafi átt að fylla skurði, taka skúr, slétta brekkuna og fjarlægja tré. Ekkert af þessu hefur verið gert samkvæmt íbúum. Það sem er búið að gera er að koma með efni sem ekki hefur verið sléttað úr og því standa steinar upp úr því eins þá hefur lýsingu verið komið fyrir. 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja vita hvar þetta verkefni er stendur og hversu mikið fjármagn hefur verið sett í verkefnið. 
    Kynnt svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. .14. febrúar 2019.
    Kynnt.

    Fylgigögn

  18. Tillaga fulltrúa Samfylkingar, viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, lækkun hámarkshraða í 40 km/klst.         Mál nr. US190058

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. febrúar 2019 ásamt tillögu fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna  um lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. á götum í Reykjavik.  
    Tillögunni fylgir greinargerð. 
    Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngurstjóra.

    Fylgigögn

  19. Þrastargata 1-11, nr. 5 - kæra 8/2019, umsögn     (01.553.1)    Mál nr. SN190052
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. janúar 2019 ásamt kæru dags. 24. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2019 um útgáfu byggingarleyfis að Þrastargötu 1-11, hús nr. 5. Einnig er lögð fram greinargerð/umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. febrúar 2019. Jafnframt eru lagðar fram viðbótar athugasemdir kæranda dags. 13. febrúar 2019 og viðbótar greinargerð/umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  20. Hallveigarstígur 1, kæra 143/2018, umsögn     (01.171.2)    Mál nr. SN180862
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. desember 2018 ásamt kæru mótt. 14. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019.

    Fylgigögn

  21. Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi     (01.352.5)    Mál nr. SN180468
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
    590516-0230 Norðurbrún 2 ehf., Hellusundi 6, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. febrúar um samþykki borgarráðs s.d. vegna samþykkis á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún.

    Fylgigögn

  22. Skógarhlíð 12, breyting á deiliskipulagi     (01.703.6)    Mál nr. SN180854
    681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
    581298-2269 Landark ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. febrúar um samþykki borgarráðs s.d. vegna synjunar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 12 við Skógarhlíð.

    Fylgigögn

  23. Hagasel 23, breyting á deiliskipulagi     (04.937)    Mál nr. SN180409
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. febrúar um samþykki borgarráðs s.d. vegna samþykkis á auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel.

    Fylgigögn

  24. Tillaga Flokks fólksins, teknar verði upp bifreiðastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur.
             Mál nr. US190065

    Lögð fram tillaga Flokks fólksins um að teknar verði upp bifreiðastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur.
    Lagt er til að Reykjavíkurborg innleiði bifreiðastæðaklukkur í þar til gerð merkt stæði í miðbænum og nágrenni hans. Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eins og oft er kallað gæti komið að gagni ekki einungis í miðbænum heldur líka næst háskólanum og víðar. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu einmitt í borgum á stærð við Reykjavík. Framrúðuskífa hentar sérlega vel ekki bara fyrir borgir af þessari stærðargráðu heldur einnig á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík. Misjafnt yrði eftir stæðum hversu lengi má leggja, frá einni upp í tvær klst. eftir því hve nálægt miðbænum stæðið er. Leyfilegur tími er tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, klukka rangt stillt eða engin klukka sjáanleg í framrúðu er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá.
    Tillögunni fylgir greinargerð:
    Tillögunni vísað til meðferðar hjá starfandi stýrihóp um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum.

    Fleira gerðist ekki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:20

Pawel Bartoszek Hildur Björnsdóttir