Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 28

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 13. febrúar, var haldinn 28. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09:13. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Geir Finnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Örn Þórðarson, Ólafur Kr. Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir, Baldur Borgþórsson og Sanna Magdalena Mörtudottir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Skipulags- og samgönguráð, áheyrnarfulltrúi flokks fólksins         Mál nr. US190045

    Lagt fram bréf forstætisnefndar dags. 5. febrúar 2019 þar sem tilkynnt er að Þór Elís Pálsson taki sæti Ásgerðar Jónu Flosadótttur sem áheyrnarfulltrúi  Flokks fólksins. 

    (A) Skipulagsmál

     

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  3. Álftamýri 7-9, breyting á deiliskipulagi     (01.280.1)    Mál nr. SN180731

    490998-2179 Bjarkar ehf, Stigahlíð 59, 105 Reykjavík

    691209-1480 Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 18. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 1-5 og 7-9 vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri 7-9. Í breytingunni felst m.a. að byggð er ein hæð ofan á núverandi tveggja hæða byggingu og viðbygging á lóðarmörkum lóðar nr. 1-5 við Álftamýri verði hækkuð um tvær hæðir til jafns við aðalhúsið og framlengt að byggingarlínu norðurhliðar á 2. og 3. hæð, horn jarðhæðar er enn opið, samkvæmt uppdr. Tvíhorf dags. 8. nóvember 2018. 

    Kl. 9:16 tekur áheyrnarfulltrúinn Þór Elís Pálsson sæti á fundinum. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Freyjubrunnur 23, breyting á deiliskipulagi     (02.695.4)    Mál nr. SN180649

    260662-6519 Jón Hrafn Hlöðversson, Holtsbúð 27, 210 Garðabær

    520515-1000 Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 18. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi að Freyjubrunni 23. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fimm í átta, auka byggingarmagn og setja stakstætt sorpskýli úti á lóðinni samkv. uppdrætti Mansard teiknistofu dags. 3. september 2018. Einnig er lagt fram bréf Mansard teiknistofu dags. dags. 18. september 2018 og bréf borgarlögmanns dags. 5. september 2018.Jafnframt er lagt fram bréf Mansard teiknistofu ehf. dags. 29. ágúst 2018 mótt. 23. nóvember 2018.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúi Miðflokksins bókar: „Miðflokkurinn telur að æskilegt hefði verið að hafa samráð við eigendur aðliggjandi húsa við gerð breytts deiliskipulags, sérstaklega í ljósi forsögu málsins.”

    Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar benda á að umrædd deiliskipulagsbreyting er á leið í auglýsingu sem er hið lögbundna samráðsferli við gerð deiliskipulags. Á auglýsingatíma geta allir sent inn athugasemdir, auk þess verða bréf send í aðliggjandi hús.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lofnarbrunnur 10-12, breyting á skilmálum deiliskipulags     (02.695.8)    Mál nr. SN190060

    640817-1510 Þórsþing ehf., Frostaþingi 4, 203 Kópavogur

    Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 30. janúar 2019 ásamt bréfi dags. 25. janúar 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 10-12 við Lofnarbrunn. Í breytingunni felst að heimilt er að svalir á 2. hæð hússins skagi allt að 200 cm. út fyrir bindandi inndregna byggingarlínu, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 25. janúar 2019.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Vesturhöfn, Línbergsreitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og 39-93 við Grandagarð     (01.087)    Mál nr. SN180654

    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 19. september 2018 ásamt bréfi dags. 19. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og 39-93 við Grandagarð. Í breytingunni felst að núverandi húsnæði á reitnum, átta byggingar, sem byggðar voru sem iðnaðarhúsnæði á 9. og 10. áratug síðustu aldar, eru rifnar  og í staðinn reistar tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi, mest skrifstofuhúsnæði, gert er ráð fyrir að svæðinu verði skipt í fimm lóðir/svæði, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 18. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. september 2018 og 13. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 3. desember 2018, umsögn samgöngustjóra dags. 18. desember 2018 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2019.

    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 6. febrúar 2019. 

    Rétt bókun er:

    Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. 

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  7. Veðurstofuhæð, nýr mælireitur, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN190082

    Lögð fram tillaga Kanon arkitekta að nýju deiliskipulagi Veðurstofuhæðar vegna nýs mælireitar. Í tillögunni felst að skilgreind er ný afmörkuð lóð fyrir nýjan mælireit Veðurstofu Íslands. Reiturinn/lóðin verður norðvestan Veðurstofunnar á opnu útivistarsvæði við Minni Öskjuhlíð. Á mælireitnum verða möstur, mælitæki og tengd aðstaða til veðurmælinga og rannsókna. Umhverfis mælireitinn verður opið helgunarsvæð, sem nýtist sem útivistarsvæði, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 7. febrúar 2018. Einnig er lögð fram viljayfirlýsing ríkisins og Reykjavíkurborgar dags. 2. júní 2017, samkomulag Reykjavíkurborgar og fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 23. mars 2018, samningur Reykjavíkurborgar og Veðurstofu Íslands dags. 5. apríl 2018 og minnisblöð Veðurstofu Íslands dags. 18. júní 2017, 10. janúar 2019 og 5. febrúar 2019.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr.1007 frá 5. febrúar 2019.

    (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  9. Laugavegur 105, (fsp) viðbygging við bakhlið hússins     (01.240.0)    Mál nr. SN180735

    080849-3709 Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Björns Stefáns Hallssonar dags. 19. október 2018 ásamt bréfi dags. 18. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.0, Hlemmur, vegna lóðarinnar nr. 105 við Laugaveg sem felst í að gera viðbygging við bakhlið núverandi byggingar á 2. 3. og 4. hæð, samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf. dags. 1. október 2018. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 16. október 2018 og  skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2019.

    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2019 samþykkt. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Alþingisreitur, umsögn um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál (á Alþingissvæðinu)         Mál nr. US190056

    Lögð fram til kynningar umsögn Borgarlögmanns og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2019 varðandi  frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál. (á Alþingissvæðinu)

    Fylgigögn

  11. Tillaga að breytingu á viðauk við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, breyting á viðaukum vegna fullnaðarafgreiðlsuheimilda umhverfis- og skipulagssviðs.         Mál nr. US190053

    Lagt fram bréf forsætisnefndar dags. 1. febrúar 2019 varðandi breytingu á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkuborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna fullnaðarafgreiðluheimilda umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig er lögð tillaga að breytinum á viðaukum vegna fullnaðarafgreiðlsuheimilda umhverfis- og skipulagssviðs.

    Samþykkt 

    Vísað til forsætisnefndar.

    Fylgigögn

  12. Betri Reykjavík/ þín rödd, Gangbrautir og gönguljós í Skeifuna         Mál nr. US190046

    Lagt fram erindið "Gangbrautir og gönguljós í Skeifuna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 5 febrúar  2019.  Erindið kemur úr málaflokknum skipulagsmál.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  13. Betri Reykjavík / þín rödd, Rólur fyrir börn og foreldra í 107 og 101         Mál nr. US190047

    Lagt fram erindið "Rólur fyrir börn og foreldra í 107 og 101" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 5 febrúar  2019.  Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum og tilheyrir málaflokknum ýmislegt. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    Fylgigögn

  14. Betri Reykjavík /Þín rödd, Skemmtilegar ruslatunnur fyrir börn         Mál nr. US190048

    Lagt fram erindið "Skemmtilegar ruslatunnur fyrir börn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 5 febrúar  2019.  Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum undir málaflokknum framkvæmdir.  

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    Fylgigögn

  15. Betri Reykjavík /þín rödd, Strætó á viðburði         Mál nr. US190049

    Lagt fram erindið "Strætó á viðburði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 5 febrúar  2019.  Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum undir málaflokknum samgöngur.    

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  16. Betri Reykjavík /þín rödd, Frítt í Strætó á mengunardögum         Mál nr. US190050

    Lagt fram erindið "Frítt í Strætó á mengunardögum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 5 febrúar  2019.  Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum undir málaflokknum umhverfismál. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

    Fylgigögn

  17. Betri Reykjavík, fótabað í Laugardalinn  (USK2018040059)         Mál nr. US180119

    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindið "fótabað í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var næst efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og efst í málaflokknum skipulagsmál.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 5. febrúar 2019.

    Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 5. febrúar 2019 samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sjómannaskólareitur         Mál nr. US180343

    Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er eftir skýringum vegna þess ósamræmis sem birtist í kynningu Vaxtarhúsa annars vegar og auglýsingu borgarinnar frá 1. júní 2018 hins vegar. Samkvæmt tillögu Vaxtarhúsa lenda aðeins sjö byggingar af 18 innan þess landsvæðis sem skilgreint var sem framkvæmdasvæði. Í auglýsingu Reykjavíkurborgar frá 1. júní sl. eru níu byggingar sem lenda inni í Saltfiskmóanum, þar af fjórar byggingar í stakkstæðinu frá 1920 (en aðeins örfáir mánuðir eru þar til það telst til fornminja samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og nyti þar með friðunar), og tvö hús vestast inni á lóð Háteigskirkju. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2019.

    Svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2019 lagt fram

    Fylgigögn

  19. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, göngugötur samráð         Mál nr. US180264

    Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins  þar sem lagt er til að haft verði samráð við Öryrkjabandalagið og önnur sambærileg samtök og kannað álit þeirra meðað annars á fjölgun göngugatna í miðborginni t.d. ef gera á allan Laugaveginn að göngugötu og hins vegar vegna tillögu um framlengingu á göngugötutímabilinu."

    Tillögunni fylgir greinargerð. 

    Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðiðs, samgöngustjóra  dags. 5. febrúar 2019.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Tillaga frá fulltrúa Flokki fólksins, gjaldfrjáls bílastæði í borginni         Mál nr. US190043

    Flokkur fólksins leggur til að fyrsti klukkutími í bílastæðum borgarinnar yrði gjaldfrjáls fyrir hvert ökutæki, einu sinni á sólarhring. Tillögunni fylgir greinagerð.

    Vísað til stýrihóps skipulags- og samgönguráðs um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum.

    Fylgigögn

  21. Fossvogur brú, deiliskipulag     (01.8)    Mál nr. SN160764

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi vegna lagningu brúar yfir Fossvog.

    Fylgigögn

  22. Bústaðavegur 151 og 153, breyting á deiliskipulagi     (01.826.1)    Mál nr. SN180383

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. 

    Fylgigögn

  23. Vonarstræti 4/Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180744

    630169-2919 Íslandshótel hf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík

    450913-0650 Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10-12, Vonarstræti 4 og 4b, Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 4 við Vonarstræti.

    Fylgigögn

  24. Hverfisskipulag- leiðbeiningar, leiðbeiningar         Mál nr. SN180716

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu um leiðbeiningar að hverfisskipulagi.

    Fylgigögn

  25. Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, tillaga     (07.1)    Mál nr. SN150143

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt.

    Fylgigögn

  26. Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, tillaga     (07.2)    Mál nr. SN150144

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær.

    Fylgigögn

  27. Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, tillaga     (07.3)    Mál nr. SN150145

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás.

    Fylgigögn

  28. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, vegna höfnunar allra tilboða í smáhýsi við Héðinsgötu 8         Mál nr. US190059

    Lögð fram fyrirspurn vegna höfnunar allra tilboða í smáhýsi við Héðinsgötu 8

    Við opnun tilboða í smáhýsi kom í ljós að enginn sem lagði inn tilboð uppfyllti þær kröfur sem gerðar voru. Því hefur verið ákveðið að Reykjavíkurborg hanni húsin sjálf og bjóði út framkvæmdirnar.

    Flokkur fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um:

    1.    Ástæður þess að öllum tilboðum var hafnað, t.d. hvort það var vegna þess að þau voru illa unnin, eða aðrar ástæður?

    2.    Hvernig var staðið að gerð útboðsgagna?

    3.    Er borgin með sérstaka hönnunarstofu?

    4.    Er borgin að fara í samkeppni við sjálfstætt starfandi ráðgjafa

    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

    Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið klukkan 10:33

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir