Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 27

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 6. febrúar, var haldinn 27. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09:08. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Ólafur Kr. Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Baldur Borgþórsson og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Úlfarsárdalur, kynning         Mál nr. SN190049

    Kynning á uppbygginu og framkvæmdum í Úlfarsárdal 

    Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

  2. Tryggvagata og Naustin, endurhönnun         Mál nr. US190039

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 1. febrúar 2019   varðandi  heimild til verkhönnunar  og gerð útboðsgagna fyrir endurhönnun á Tryggvagötu og Naustinni frá Pósthússtræti að Grófinni. 

    Samþykkt. 

    Fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar: Miðflokkurinn leggst gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður.

    Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins.

    Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar,er sjálfsagt að endurskoða málið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði leggja áherslu á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg eru viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim.

     

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:

    Það er fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  4. Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi     (01.332)    Mál nr. SN180743

    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 24. október 2018 ásamt bréfi dags. 24. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar. Í breytingunni felst að skilgreina tvo byggingarreiti á lóð Sægarða 9, stækka og breyta sérskilmálum fyrir lóð Sægarða A og gera nýjar lóðir fyrir dreifistöð Sægarðar 13 og spennistöð Sægarðar 17, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. október 2018 uppf. 28. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2018 til og með 23. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Grímur M. Jónasson f.h. Eimskips dags. 16. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019. 

    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019. 

    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Vesturhöfn, Línbergsreitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og 39-93 við Grandagarð     (01.087)    Mál nr. SN180654

    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 19. september 2018 ásamt bréfi dags. 19. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og 39-93 við Grandagarð. Í breytingunni felst að núverandi húsnæði á reitnum, átta byggingar, sem byggðar voru sem iðnaðarhúsnæði á 9. og 10. áratug síðustu aldar, eru rifnar  og í staðinn reistar tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi, mest skrifstofuhúsnæði, gert er ráð fyrir að svæðinu verði skipt í fimm lóðir/svæði, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 18. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. september 2018 og 13. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 3. desember 2018, umsögn samgöngustjóra dags. 18. desember 2018 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2019.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2019.

    Vísað til borgarráðs. 

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 10.20 tekur Sanna Magdalena Mörtudóttir sæti á fundinum

    Fylgigögn

  6. Úlfarsfell, nýtt deiliskipulag     (02.6)    Mál nr. SN170752

    470905-1740 Sýn hf., Pósthólf 166, 232 Keflavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Umrædd framkvæmd tryggir fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkja er lagt til að unnið verði með náttúruleg byggingarefni á þann hátt að mannvirkin falli sem best inn í landslagið og umhverfið. Stærð skipulagssvæðis er um 1,3 ha, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 7. september 2018. Einnig er lögð fram greinargerð verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar dags. 18. september 2018 varðandi útreikninga á sviðsstyrk. Tillagan var auglýst frá 29. október 2018 til og með 17. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemd: Íbúasamtök Úlfarsárdals dags. 7. nóvember 2018, Sigurjón Kr. Sigurjónsson dags. 7. desember 2018, Þórður Jónsson og Björg Kofoed-Hansen dags. 16. desember 2018, Gísli Álfgeirsson, dags. 16. desember 2018, Harpa Helgadóttir dags. 17. desember 2018, Rúrik Vatnarsson dags. 17. desember 2018, Ásta Guðbrandsdóttir dags. 17. desember 2018,  Barbara Hafey Þórðardóttir dags. 17. desember 2018, Ásgeir Björnsson dags. 17. desember 2018, Linda Jónsdóttir dags. 17. desember 2018, Unnur Elva Gunnarsdóttir dags. 17. desember 2018, Sigrún Guðjohnsen dags. 17. desember 2018, Hildur Eyjólfsdóttir dags. 17. desember 2018,  Kristín Björg Konráðsdóttir dags. 17. desember 2018, Rudolf Rúnarsson dags. 17. desember 2018, Rose Dahlke dags. 17. desember 2018, Þóra Magnúsdóttir dags. 17. desember 2018, Höskuldur Goði dags. 17. desember 2018, Guðrún Ósk Traustadóttir dags. 17. desember 2018, Þorkell Þorkelsson dags. 17. desember 2018, Alexander J. Baldursson dags. 17. desember 2018 og Helga Hreiðarsdóttir dags. 17.  desember 2018. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá: Ingimundi Stefánssyni dags. 18. desember 2018 og Arnari Jónassyni, dags. 18. desember 2018,  Einnig er lögð fram umsögn Mosfellsbæjar dags. 26. nóvember 2018, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 7. desember 2018, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. janúar 2019, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, minnisblað Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings dags. 21. janúar 2019, umsögn Samgöngustofu dags. 22. janúar 2019, bréf Isavia ohf. dags. 28. janúar 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 30. janúar 2019. Lagt fram að nýju ásamt uppf. uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 7. september 2018 br. 30. janúar 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2018. 

    Samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar með  þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði harma að ekki hafi verið tekið tillit til fjölda neikvæðra athugasemda sem sendar voru vegna fjarskiptamasturs sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að reisa á Úlfarsfelli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja benda á að með umsögn umhverfis- og skipulagssvið dags. 17. október 2018 er staðfest að mannvirki sem nú standa á Úlfarsfelli voru og eru í óleyfi. Þetta staðfestir einnig bréf skipulagsstofnunar dags. 30. janúar 2013 en þar var kynnt niðurstaða stofnunarinnar um að synja um meðmæli með veitingu byggingarleyfis efst á Úlfarsfelli vegna tækjaskýlis og tveggja 10m hárra staura til fjarskiptareksturs. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp úrskurð í kærumálinu þann 17. nóvember 2015. Í úrskurðinum var hafnað kröfu Reykjavíkurborgar um ógildingu á ákvörðun skipulagsstofnunnar. Við teljum ámælisvert að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi, á vinsælu og verðmætu útivistarsvæði í borgarlandinu með tilliti til þessa.

    Fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar: Miðflokkurinn leggst alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á einum vinsælasta útsýnsstað borgarinnar og vísar í fyrri bókanir vegna málsins.

    Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals,Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt.

    50m hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni.

    Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyritækis, ekki íbúa.

    Fyrir liggur að Úlfarsfell er EKKI talinn besti kostur, þar trjónir efst á lista Þverfellshorn í Esju og Bláfjöll,þar sem fyrir er sendir frá öðru fyrirtæki, þykir og góður kostur. Það er því alvarlegt mál að því  fullyrt sé að þetta sé eina leiðin.

    Fjöldi athugasemda í kjölfar auglýsingar téðs deiliskipulags er slíkur að elstu menn muna ekki annað eins. 

    Það er tillaga Miðflokksins að þessari aðför að ljúki hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt.                                                                                                                                                             Tilgangurinn með auglýsingum af þessu tagi, er að fá fram vilja borgaranna.

    Jafnframt að núverandi óleyfisbúnaður verði fjarlægður tafarlaust.

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Ljóst er að mikið hefur farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við þetta skipulag, eins og m.a. sést á bókun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins. Við vísum slíkum dylgjum og rangfærslum á bug og ítrekum mikilvægi þess að staðreyndum sé til haga haldið. Athuganir hafa sýnt að toppur Úlfarsfells er eina raunhæfa staðsetningin fyrir slíkan búnað. Eins og fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar koma áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis sem fellur að umhverfinu, þar sem það er hægt, til móts við mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi verður langt undir viðmiðunarmörkum. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri.

    Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Langholtsvegur 43-45 og 47, breyting á deiliskipulagi     (01.357.0)    Mál nr. SN180840

    541105-0420 Ljósið styrktarfélag krabbmeins, Ægisíðu 78, 107 Reykjavík

    690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ljóssins styrktarfélags Krabbameins um breytingu á deiliskipulagi reita 1.3 og 1.4, Sundin, vegna lóðanna nr. 43-45 og 47 við Langholtsveg. Í breytingunni felst sameining lóðanna og stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 22. nóvember 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. desember 2018 til og með 21. janúar 2019. Einnig er lögð fram athugasemd Sólrúnar Káradóttur dags. 9. janúar 2019, og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019. 

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019. 

    Vísað til borgarráðs

    Hrafnhildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1006 frá 29. janúar 2019.

    Fylgigögn

  9. Ársskýrsla byggingarfulltrúa, ársskýrsla         Mál nr. BN050892

    Lögð fram til kynningar ársskýrsla byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir árið 2018. 

    Kynnt.

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:

    Við þökkum skrifstofu byggingarfulltrúa fyrir vandaða og skýra ársskýrslu sem gefur gott yfirlit yfir samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarmagn, útgefin byggingarleyfi og fleiri verkefni byggingarfulltrúans á árinu 2018.

    Skýrslan sýnir glöggt að árið 2018 var algjört metár í byggingarsögu borgarinnar, enda voru met slegin í nær öllum flokkum. Þar má nefna að á árinu 2018 var hafin bygging á metfjölda íbúða, eða 1.417 íbúðum en fyrra met voru 1.133 íbúðir árið 1973. Sá fjöldi íbúða samsvarar fjölda íbúða í Foldahverfi og hálfu Húsahverfi, eða rétt tæplega heildarfjölda íbúða á Seltjarnarnesi. 

    Sömuleiðis hefur samþykkt byggingarmagn aldrei verið meira og mótteknir uppdrættir aldrei fleiri. Einnig er ánægjulegt að hlutfall íbúða af samþykktu byggingarmagni eykst á milli ára en sama á við um hlutfall húsnæðis fyrir iðnað, hótel og veitingahús. 

    Ársskýrsla byggingarfulltrúa staðfestir að Reykjavík er lifandi borg í örum vexti. Áframhaldandi kraftur í uppbyggingu íbúða, þjónustu- og atvinnuhúsnæðis, almenningssamgangna og annarra innviða mun gera góða borg betri - öllum til góða.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Borgarsjá, kynning         Mál nr. US190038

    Kynntir notkunarmöguleikar borgarsjár.  

    Jörgen Heiðar Þormóðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (C) Fyrirspurnir

  11. Hrísateigur 47 og Laugarnesvegur 74A, (fsp) hækkun húsa     (01.346.0)    Mál nr. SN180720

    701205-2860 Steinabrekka ehf., Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík

    610417-0270 Teiknistofan Stika ehf., Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Magneu Þóru Guðmundsdóttur dags. 15. október 2018 um hækkun á húsunum nr. 47 við Hrísateig og 74A við Laugarnesvegi um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 11. október 2018. Fyrirspurninni frestað, umsækjandi hafi samband við embættið, og er nú lögð fram að nýju ásamt nýrri tillögu Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 7. janúar 2019 og skuggavarpi dags. janúar 2019 um hækkun húsanna um tvær hæðir og eina inndregna hæð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019. 

    Skipulags- og samgönguráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi með tilliti til þeirra leiðbeininga sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019.

    Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Laugavegur 105, (fsp) viðbygging við bakhlið hússins     (01.240.0)    Mál nr. SN180735

    080849-3709 Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Björns Stefáns Hallssonar dags. 19. október 2018 ásamt bréfi dags. 18. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.0, Hlemmur, vegna lóðarinnar nr. 105 við Laugaveg sem felst í að gera viðbygging við bakhlið núverandi byggingar á 2. 3. og 4. hæð, samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf. dags. 1. október 2018. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 16. október 2018 og  skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2019.

    Frestað.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  13. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, fyrirspurn er varðar brú yfir Breiðholtsbrautina         Mál nr. US180436

    Fyrir hönd borgarfulltrúa Kolbrúnar Baldursdóttur legg ég fram eftirfarandi fyrirspurn Borgarfulltrúi vill fá að vita um kostnað við brúnnar og aðdraganda að ákvörðun um smíði hennar. jafnframt hvort að það liggi fyrir hver hugsanleg nýting brúarinnar séð þar sem ábendingar hafa komið um litla sem enga notkun hennar. Jafnframt að þegar komið er frá Seljahverfi yfir brúnna þ.e. frá suðvesturs til norausturs er ekki hægt að fara niður í neðra Breiðholt. Spurt er, hvort það sé endanlegt skipulag? 

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:

    Deiliskipulag fyrir nýja göngubrú yfir Breiðholtsbraut var auglýst haustið 2016 og samþykkt 2017. Vegagerðin greiðir kostnað við göngubrúna sjálfa, sem samkvæmt tilboði er 146 milljónir króna. Reykjavíkurborg greiðir fyrir aðliggjandi stíga en því verkefni er ekki lokið, þar á meðal hefur tengin við Neðra-Breiðholt sem hér er spurt um ekki verið kláruð. Áætlaður kostnaður við stígagerð og tengdar aðgerðir er 70 milljónir króna. Ekki hefur verið gerð könnun á nýtingu brúarinnar enda er ekki ráðlegt að fara í slíkt fyrr en framkvæmdum er að fullu lokið.

  14. Tillaga fulltrúa Flokks fólksins, heimila handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða að keyra á göngugötum         Mál nr. US180336

    Á fundi borgarstjórnar 16. október 2018 var lögð fram tillaga fulltrúa Flokks fólksins varðandi að heimila handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða að keyra á göngugötum. Tillögunni var vísað til skipulags- og samgönguráðs.  

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  15. Kvosin, Landsímareitur, Kæra 21/2018, umsögn, úrskurður     (01.140.4)    Mál nr. SN180110

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 13. febrúar 2018 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur þann 8. nóvember sl. um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Landsímareits. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. febrúar 2018 um stöðvun framkvæmda, umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. mars 2018 og bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 20. apríl 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða er hafnað. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. nóvember 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Fylgigögn

  16. Laugavegur 59, kæra 110/2016, umsögn, úrskurður     (01.173.0)    Mál nr. SN160617

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. ágúst 2016, ásamt kæru þar sem kærð er synjun á leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3,4,og 5.hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2.hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1.hæðar húss á lóö nr. 59 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. október 2016. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. júlí 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Fylgigögn

  17. Thorvaldsensstræti 2/Kvosin, Landsímareitur, kæra 84/2018, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN180442

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. júní 2018 ásamt kæru dags. 11. júní 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa varðandi útgáfu byggingarleyfis að Thorvaldsensstræti 2. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. júní 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. nóvember 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Fylgigögn

  18. Einarsnes 30-32, breyting á deiliskipulagi     (01.671.2)    Mál nr. SN180739

    311079-5819 Helga Árnadóttir, Einarsnes 32, 101 Reykjavík

    610906-0790 KRADS ehf., Klapparstíg 16, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 30-32 við EInarsnes.

    Fylgigögn

  19. Tryggvagata 13, breyting á skilmálum deiliskipulag     (01.117.4)    Mál nr. SN180882

    580814-0690 T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

    080654-4219 Hildigunnur Haraldsdóttir, Tryggvagata 13, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. janúar 2019 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 16. janúar 2019 á breytingu á deiliskipulagi Tryggvagötu 13-15 vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu.

    Fylgigögn

  20. Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN170476

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. desember 2018 um samþykki borgarráðs 13. desember 2018  vegna lagfærðia uppdrátta fyrir 1. áfanga í Gufunesi.

    Fylgigögn

  21. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn um sleðabrekku fyrir neðan Reynisvatnsásinn         Mál nr. US190041

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir upplýsingum um sleðabrekku sem átti að gera fyrir neðan Reynisvatnsásinn. Samkvæmt íbúum þá var þetta verkefni sem var valið í íbúa kosningu og átti að setja 2 milljónir í verkefnið.

    Íbúar í Grafarholti hafa verið að kvarta undan því að þessi brekka hafi aldrei verið kláruð. Það hafi átt að fylla skurði, taka skúr, slétta brekkuna og fjarlægja tré. Ekkert af þessu hefur verið gert samkvæmt íbúum. Það sem er búið að gera er að koma með efni sem ekki hefur verið sléttað úr og því standa steinar upp úr því eins þá hefur lýsingu verið komið fyrir. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja vita hvar þetta verkefni er stendur og hversu mikið fjármagn hefur verið sett í verkefnið.

    Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða.

  22. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, tillaga um hitakort á göngu- og hjólastíga í borginni.         Mál nr. US190042

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að svonefnd hitakort, sbr. t.d. Strava Global Heat Map, verði höfð til hliðsjónar við ákvörðun forgangsröðunar snjóruðnings göngu- og hjólastíga í borginni. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til skrifstofu umhirðu og reksturs.

    Fylgigögn

  23. Tillaga frá fulltrúa Flokk fólksins, tillaga um gjaldfrjáls bílastæði í borginni         Mál nr. US190043

    Flokkur fólksins leggur til að fyrsti klukkutími í bílastæðum borgarinnar yrði gjaldfrjáls fyrir hvert ökutæki, einu sinni á sólarhring. Tillögunni fylgir greinagerð.

    Frestað.

    Fleira gerðist ekki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:31

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir