Skipulags- og samgönguráð
Ár 2019, miðvikudaginn 16. janúar kl. 9:09, var haldinn 24. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Marta Grettisdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1-7, 12 og 14.
Fundarritari er Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
-
Skipulags- og samgönguráð 2018-2022, fundadagatal Mál nr. SN130008
Lagt fram fundadagatal skipulags- og samgönguráðs fyrir árið 2019, dags.16. janúar 2018.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11 janúar 2019.
Fylgigögn
-
Tryggvagata 13, breyting á skilmálum deiliskipulag (01.117.4) Mál nr. SN180882
580814-0690 T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
080654-4219 Hildigunnur Haraldsdóttir, Tryggvagata 13, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Hildigunnar Haraldsdóttur dags. 20. desember 2018 ásamt bréfi dags. 20. desember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Tryggvagötu 13-15 vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. í breytingunni felst að heimilt er að nota allt að 1.048.8 fm. íbúðarhúsnæðis eða allt að 23% af heimilu byggingarmagni ofan jarðar á lóð tímabundið sem hótelíbúðir, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2019
- Kl. 9:21 taka Kristín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2019.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Einarsnes 30-32, breyting á deiliskipulagi (01.671.2) Mál nr. SN180739
311079-5819 Helga Árnadóttir, Einarsnes 32, 101 Reykjavík
610906-0790 KRADS ehf., Klapparstíg 16, 101 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Eggertssonar dags. 23. október 2018 ásamt greinargerð dags. 22. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 30-32 við Einarsnes. Í breytingunni felst að heimilt verði að stækka efri hæð íbúða með því að byggja út á hluta þaksvala, nánar tiltekið yfir bílgeymslu beggja íbúða, samkvæmt uppdr. KRADS ehf. dags. 19. október 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 8. nóvember 2018 til og með 6. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kristín María Guðjónsdóttir dags. 20. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2019.
Vísað til borgarráðs.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Þrastarhólar 6-10, nr. 6 - breyting á skilmálum deiliskipulags (04.648.5) Mál nr. SN180787
441109-0240 Stáss Design ehf., Fiskislóð 24, 101 Reykjavík
580377-0259 Þrastarhólar 6,húsfélag, Þrastarhólum 6, 111 ReykjavíkLögð er fram umsókn Stáss Design ehf. dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts -3 norðurdeild vegna lóðarinnar nr. 6-10 við Þrastarhóla. Í breytingunni felst að breyta sameiginlegu þjónustuherbergi í húsi nr. 6 í sjálfstæða íbúð, samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. dags. 2. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa að Þrastarhólum 6, 8 og 10 mótt 8. janúar 2018.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur, breyting á skilmálum deiliskipulags (02.6) Mál nr. SN180863
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLögð er fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. desember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni á lóð Úlfarsbrautar 122-124 og 126, samkvæmt tillögu Landmótunar dags. 14. desember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Árskógar 5-7, breyting á skilmálum deiliskipulags (04.912) Mál nr. SN190012
530214-0870 Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík
561184-0709 Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 ReykjavíkLögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 3. janúar 2019 ásamt greinargerð dags. 3. janúar 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 5-7 við Árskóga. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni bílakjallara og kjallara, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 3. janúar 2019.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) samgöngumál
Fylgigögn
-
Umferð hópbifreiða í Reykjavík, tillögur og ábendingar Mál nr. US190009
Lagt er fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. ódagssett. þar sem ábendingar og tillögur eru settar fram varðandi safnstæði í Reykjavík.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.Fylgigögn
-
Sæbraut/Snorrabraut, breyting á gatnamótum Mál nr. US190013
Lagt er fram bréf dags. 10. janúar 2019 frá samgöngustjóra vegna Sæbrautar, Snorrabrautar og Katrínartún Guðrúnartún, breytinga á gatnamótum samhliða endurnýjun umferðarljósa., þ.e.a.s. fella niður framhjáhlaupið frá Snorrabraut inn á Sæbraut.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka:
„Mikilvægt er að ljósastýring sé bætt víða í borginni. Útfærsla ljósastýringar á þessum gatnamótum þarf að vera með þeim hætti að hún nýtist gangandi vegfarendum í öryggisskyni og valdi ekki óþarfa töfum á umferð. Snjallar ljósastýringar eru ein skynsamlegasta lausnin í umferðar- og öryggismálum.”Fylgigögn
-
Bíllaus dagur, Kynning Mál nr. US190015
Lögð er fram tillaga dags. 4. janúar 2019 frá Hjólafærni um að halda Bíllausan dag 22. sept 2019 í Evrópsku samgönguvikunni.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Ásgerður Jóna Flosadóttir Daníel Örn Arnarson bóka,
“Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokk, Sósíalistaflokks, og Flokk fólksins í skipulags- og samgönguráði fagna frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna með það að markmiði að efla samgönguviku og bíllausa daginn enn frekar. Bíllausi dagurinn hvetur til breyttra ferðavenja sem er lykilatriði í skipulags-, samgöngu- og umhverfismálum. Það er mat fulltrúanna að borgin skuli taka þátt í slíku verkefni en telja þó að þróa þurfi verkefnið frekar í samráði við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur og vinna ítarlegri fjárhagsáætlun. Í framhaldinu mætti þá ákvarða framlag Reykjavíkurborgar til verkefnisins.(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1003 frá 8. janúar 2019.
Fylgigögn
-
Egilsgata 32, Bílskúr, svalir og lítið anddyri (01.195.104) Mál nr. BN055255
061258-4779 Kristján Björnsson, Egilsgata 32, 101 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, anddyri og svalir á 1. hæð húss á lóð nr. 32 við Egilsgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 19. nóvember 2018 til og með 17. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Þorkelsson, Lilja G. Sigurardóttir og Alba Solís f.h. Húseigendur Þorfinnsgötu 2. dags. 16. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2019. Bílskúr: 32 ferm., 93,3 rúmm. Stækkun húss: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2019 samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Skipulags- og samgönguráð, samþykktir Mál nr. US190007
Lagðar fram nýjar samþykktir fyrir skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í nóvember 2018.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka:
„Í lok nóvember 2018 voru kaup Umhverfis- og skipulagssviðs á sérfræðiþjónustu komin í 1.871 milljón. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti á þjónustukaupum yfir milljón. Þessi fjárhæð er að nálgast tvo milljarða á einu ári.”Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, ellefu mánaðar uppgjör Mál nr. US190014
Lagt fram ellefu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til nóvember 2018.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis Mál nr. SN180358
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2018 um samþykki borgarráðs dags. 20. desember 2018 varðandi auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur um stækkun á hafnarsvæði og landfyllingar við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka.
Fylgigögn
-
Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN180683
510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2018 um samþykki borgarráðs dags. 20. desember 2018 varðandi auglýsingu um nýtt deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46.
Fylgigögn
-
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN180360
491299-2239 Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 KópavogurLagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. nóvember 2018 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki er gerð grein fyrir skiptingu húsnæðis á lóð A á milli Íbúða-, atvinnu- og leikskóla, né gerð grein fyrir fjölda íbúða, bílastæða o.fl. Einnig er lagður fram uppdr. dags. 1. júní 2018 lagf. 30. nóvember 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2019.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðsHildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN180648
070763-3899 Kristinn Gylfi Jónsson, Mýrargata 26, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 1. nóvember 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi.
Fleira gerðist ekki.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 10:50