Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 22

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 19. desember kl. 09.09, var haldinn 22. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Gunnlaugur Bragi Björnsson, Alexandra Briem, Kristín Soffía Jónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson og Helena Stefánsdóttir. 

Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. desember 2018.

    Fylgigögn

  2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis         Mál nr. SN180358

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags í nóvember 2018, uppf. 13. desember 2018, ásamt umhverfisskýrsla  VSÓ ráðgjöf dags. í september 2018, uppf. 14. desember 2018. Jafnframt er lögð fram greinargerð Veitna ohf. dags. 4. desember 2018 og umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 14. desember 2018.

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 09:29 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Hverfisskipulag- leiðbeiningar, samþykkt         Mál nr. US180452

    Lögð er fram samþykkt um málsmeðferð leiðbeininga fyrir hverfisskipulag í Reykjavíkurborg dags. 17. desember 2018.

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs.

    Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Hverfisskipulag - leiðbeiningar, tillaga         Mál nr. SN180716

    Lagðar fram leiðbeiningar um 1. Starfsemi í íbúðabyggð, 2. Fjölgun íbúða, 3. Viðbyggingar við einbýlishús, 4. Parhús og raðhús, 5. Fjölbýlishús án lyftu, 6. Borgarbúskapur, 7. Borgargötur, 8. Hverfiskjarnar, 9. Þakbreytingar, 10. svalir og útlitsbreytingar á húsum, 11. Almenningsrými, 12. Ljósvist, 13. Útfærsla lóða og 14. Blágrænar ofanvatnslausnir. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Vísað til borgarráðs.

    Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, tillaga     (07.1)    Mál nr. SN150143

    Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð bókar: “Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðaðst að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri  komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við módel af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt. Kynningarmynband af hverfisskipulaginu má finna hér: hvsk.is/horfa/hvad-er-hverfisskipulag”

    Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, tillaga     (07.2)    Mál nr. SN150144

    Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð bókar: “Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðaðst að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri  komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við módel af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt. Kynningarmynband af hverfisskipulaginu má finna hér: hvsk.is/horfa/hvad-er-hverfisskipulag“

    Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, tillaga     (07.3)    Mál nr. SN150145

    Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð bókar: “Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðaðst að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri  komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við módel af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt. Kynningarmynband af hverfisskipulaginu má finna hér: hvsk.is/horfa/hvad-er-hverfisskipulag”

    Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Hallgerðargata 20, breyting á deiliskipulagi     (01.345.3)    Mál nr. SN180666

    420369-6979 Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

    560496-2739 Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

    Lögð er fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 25. september 2018 ásamt bréfi dags. 25. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 20 við Hallgerðargötu. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni ofanjarðar, fjölgun íbúða, fjölgun bílastæð í kjallara o.fl., samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. 27. nóvember 2018.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, fulltrúa Pírata Alexöndru Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Pawel Bartoszek. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu erindisins.

    Vísað til borgarráðs.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Hagasel 23, breyting á deiliskipulagi     (04.937)    Mál nr. SN180409

    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja tveggja hæða íbúðarhús fyrir átta íbúðir, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf. dags. 13. desember 2018. Íbúðirnar falla undir búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráð.

    Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag     (04.6)    Mál nr. SN160907

    Lögð fram tillaga Landslags ehf. dags. 14. desember  2018 að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Um er að ræða nýtt skipulag á svæðinu norðan Stekkjarbakka þar sem er skilgreint opið svæði og þróunarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í tillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingareitir og hámarks byggingarmagn á svæðinu. Sýndar eru nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreint.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, fulltrúa Pírata Alexöndru Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Pawel Bartoszek gegn þremur atkvæðum fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrínar Atladóttur, Ólafs Kr. Guðmundssonar og Valgerðar Sigurðardóttu.

    Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson, fulltrúi Pírata Alexandra Briem og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Pawel Bartoszek bóka: „Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata bóka: Elliðaárdalurinn er eitt af vinsælustu útivistarsvæðum borgarinnar. Það er einstakt að eiga slíka náttúruperlu inni í miðri höfuðborg og mikilvægt að vanda vel til allrar uppbyggingar í umhverfi dalsins. Helgunarsvæði Elliðaáa verndar mikilvægasta svæði dalsins og er gert ráð fyrir að öll uppbygging á útjaðri útivistarsvæðisins bæti aðgengi og stuðli að aukinni nýtingu. Deiliskipulagið sem hér er samþykkt gerir m.a. ráð fyrir matjurðargörðum og svæði til útikennslu sem er í samræmi við aðalskipulag svæðsins þar sem gert hefur verið ráð fyrir uppbyggingu af grænum toga. Áform Aldin BioDome eru metnaðarfull og í góðu samræmi við skipulag svæðsins og má gera ráð fyrir að Aldin BioDome muni styðja við útivist í dalnum. Uppbyggingin er í samræmi við áherslu á skapandi greinar í grænni og lifandi borg og greinilegt er að áhersla verður lögð á gæði og vandaðan frágang, m.a. með tilliti til BREEAM sjálfbærnistaðla og WELL stöðlum um heilsusamlegar byggingar.”

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu sem gengið gæti nærri slíkum svæðum. Græn svæði í borgarlandinu á að þróa sem útivistarsvæði og ekki á að ganga á þau með uppbyggingu húsnæðis. Árið 2014 var lögð fram tillaga í borgarráði um friðun Elliðaárdals í deiliskipulagi með svokallaðri hverfisvernd. Eins liggur fyrir að friðun með hverfisvernd í deiliskipulagi hefur ekki sömu réttaráhrif og friðlýsing samkvæmt náttúruverndarlögum. Elliðaár og nærliggjandi svæði virðast því hvorki friðuð með hverfisvernd né samkvæmt náttúruverndarlögum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.“ 

    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  11. Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1001 frá 18. desember 2018. 

  12. Bíla- og hjólastæði, reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík         Mál nr. US180449

    Lögð fram tillaga að reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík ásamt greinargerð um bíla- og hjólastæðakröfur frá Eflu dags. 14. desember 2018.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, fulltrúa Pírata Alexöndru Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Pawels Bartoszek. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu erindisins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokks Baldur Borgþórsson bókar: „Miðflokkurinn leggst alfarið gegn takmörkunum á fjölda bílastæða sem og hjólastæða í borginni, hvort heldur um er að ræða við íbúðar-,verslunarhúsnæðis eða húsnæðis almennt. Slíkar takmarkanir geta í besta falli komið í veg fyrir skynsamlega niðurstöðu að teknu tilliti til aðstæðna  hverju sinni. Réttara er að meta slíkt eftir atvikum.“

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir bóka: „Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stýrihóp um bíla- og hjólastæðastefnu telur að það hefði verið heppilegra að afgreiða bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar með þeim hætti að tekin væri afstaða til stefnunnar í heild sinni. Afgreiðsla málsins er þannig háttað nú að ekki hefur verið tekin afstaða til m.a. bílastæðasjóðs eða íbúakorta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks munu því sitja hjá við afgreiðslu málsins þar til stefnan hefur verið kláruð í heild sinni.“

    Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson, fulltrúi Pírata Alexandra Briem og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Pawel Bartoszek bóka: „Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata bóka: Hér hefur verið mótuð ítarleg stefna og reglur um bíla- og hjólastæði sem taka mið af þróun í erlendum samanburðarborgum. Hér er því um að ræða mjög mikilvægan áfanga í þróun borgarinnar í átt að vistvænni og hagkvæmari uppbyggingu og samgöngum. 

    Stefnan og reglurnar eru unnar á grundvelli aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 en þar eru settar fram reglur um bíla- og hjólastæði eftir svæðum í Reykjavík. Þar er um almenn hámarksviðmið að ræða fyrir viðkomandi svæði sem mögulegt er að víkja frá þeim sé það rökstutt sérstaklega en bílastæðakröfur skulu taka mið af þéttleika byggðar, almenningssamgöngum og staðsetningu í borginni. Með þessari nýju stefnu eru leikreglur og viðmið skýrari auk þess sem leitast er við að meta raunverulega þörf bílastæða í borginni en hagkvæmnissjónarmið þess að byggja íbúðarhúsnæði með fáuum eða engum bílastæðum ættu að vera öllum ljós.“

    Visað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  13. Starfshópur um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, kynning         Mál nr. US180441

    Kynnt er erindisbréf starfshóps dags. 3. desember 2018 um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla og skipuriti verkefnis.

    Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Hleðslustæði á borgarlandi, tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar         Mál nr. US180440

    Lagðar eru fram tillögur að staðsetningum hleðslustæða á borgarlandi til samþykktar í skipulags- og samgönguráði en til kynningar í umhverfis- og heilbrigðisráði.

    Samþykkt.

    Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Umhverfis- og skipulagssviðs, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US180442

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2018.

    Fylgigögn

  16. Umhverfis- og skipulagssvið, tíu mánaða uppgjör         Mál nr. US180443

    Lagt fram tíu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til október 2018.

    Fylgigögn

  17. Umhverfis- og skipulagssvið, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda (USK2018120014)         Mál nr. US180444

    Lögð er fram níu mánaða verkstöðuskýrsla nýframkvæmda janúar til september 2018.

    Fleira gerðist ekki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:18

Alexandra Briem Pawel Bartoszek