Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 20

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 5. desember kl. 10.06, var haldinn 20. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, Ráðssal. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúi Daníel Örn Arnarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sonja Wiium, Kolbrún Jónatansdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 5-7.
Fundaritari er Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. nóvember 2018.

    Fylgigögn

  2. Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN170476

    Lagðir eru fram lagfærðir uppdrættir fyrir 1. áfanga í Gufunesi eftir ábendingar Skipulagsstofnunar sbr. kemur fram í greinargerð. Uppdrættir, greinargerð og skilmálar eru dags. 22. nóvember 2018.

    Samþykkt.

    Vísað til Borgarráðs.

    Kl. 10.09 tekur Baldur Borgþórsson sæti á fundinum.

    Kl. 10.09 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

    Kl. 10.10 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Marta Guðjónsdóttir bóka: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði fagna uppbyggingu í Gufunesi. Þeir vilja þó minna á það að gott samráð sé haft við alla sem hlut eiga að máli t.d íbúasamtök Grafarvogs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 999 frá 27. nóvember 2018.

    Fylgigögn

  4. Götunafnanefnd, Tillögur         Mál nr. US180416

    Lagðar eru fram tillögur að nöfnum á Landspítalalóð, Gufunesi og Esjumelum.

    Samþykkt. 

    Vísað til Borgarráðs.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  5. Hjólreiðaáætlun, Rafstöðvarvegur, hjóla- og gönguleið         Mál nr. US180419

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 30. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir heimild til verkhönnunar á göngu- og hjólaleið við Rafstöðvarveg. 

    Samþykkt. 

    Skipulags- og samgönguráð bókar: Skipulags- og samgönguráð beinir því til samgönguskrifstofu að leita umsagnar og ráðgjafar ferlinefndar Reykjavíkur til þess að tryggja það að aðgengi allra að svæðinu verði sem best, eins skal í samráði við nefndina kannað hvort brýr á svæðinu séu fullnægjandi, sér í lagi með tilliti til nýlegs flutnings Hins Hússins á Rafstöðvarveg.

    Fylgigögn

  6. Landspítali, Breytingar á gjaldskyldum bílastæðum á lóð Landspítala við Hringbraut        Mál nr. US180428    

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Bílastæðasjóðs, dags. 30. nóvember um stækkun gjaldskyldra svæða innan lóðar Landspítala við Hringbraut í samræmi við óskir í bréfi LSH dags. 26. nóvember.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  7. Barónsstígur/Eiríksgata, Gjaldtaka á Eiríksgötu og Barónsstíg         Mál nr. US180429

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Bílastæðasjóðs, dags. 30. nóvember um gjaldtöku á almennum bílastæðum við götukanta vestan megin á Barónsstíg, frá Eiríksgötu að Laufásvegi og á Eiríksgötu frá Barónsstíg að Snorrabraut.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  8. Laugavegur 105, (fsp) viðbygging við bakhlið hússins     (01.240.0)    Mál nr. SN180735

    080849-3709 Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Björns Stefáns Hallssonar dags. 19. október 2018 ásamt bréfi dags. 18. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.0, Hlemmur, vegna lóðarinnar nr. 105 við Laugaveg sem felst í að gera viðbygging við bakhlið núverandi byggingar á 2. 3. og 4. hæð, samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf. dags. 1. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. október 2018. Jafnframt er lögð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2018.

    Frestað.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 11.14 tekur Gunnlaugur Bragi Björnsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  9. Tryggvagata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi     (01.117.4)    Mál nr. SN180769

    610102-2980 Hús og skipulag ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

    580814-0690 T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Hildigunnar Haraldsdóttur dags. 2. nóvember 2018 ásamt bréfi dags. 1. nóvember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnat vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu sem felst í að breyta notkun á 15 íbúðum í austari stigagangi í gististað/hótelíbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2018.

    Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar fulltrúa Pírata Alexandra Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Útilistaverk, Víkingaklappið - höggmynd af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta         Mál nr. US180384

    700169-3679 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardalsvelli, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf Miðbaugs-Minjaverkefnisins dags. 9. nóvember 2018 um að umhverfis- og skipulagsráð verði einn af styrktaraðilum vegna kaups á útilistaverkinu Víkingaklappið, höggmynd af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Einnig er lögð fram hugmynd að listaverki og tímaáætlun. 

    Vísað til Borgarráðs.

    Fylgigögn

  11. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, umsýslugjöld umhverfis- og skipulagssviðs         Mál nr. US180342

    Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er upplýsinga um öll umsýslugjöld sem umhverfis- og skipulagssvið hefur fengið greidd vegna verkefna á vegum borgarinnar á tímabilinu 1. Janúar 2014 til 1. nóvember 2018. Óskað er eftir sundurliðun á þessum gjöldum, hverjir greiða þau og hvaða önnur sambærileg gjöld sviðið hefur innheimt á tímabilinu. Gildir þetta eingöngu um verkefni borgarinnar eða eru sviði að innheimta umsýslugjöld vegna annara verkefna? Er rétt að sviðið hafi fengið 16.9 milljónir króna í tekjur vegna braggans við Nauthólsveg?

    Einnig er lagt fram svar frá fjármálastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs ódagsett.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Hér kemur í ljós að SEA greiðir USK fasta mánaðarlega þóknun fyrir hver þau verkefni sem tilgreind eru í þjónustusamningi. Fjárhæð mánaðarlegrar þóknunar nemur rúmum 25,3 milljónum króna eða samtals 304 milljónum króna á ársgrundvelli. Tölurnar gefa vísbendingar um að heilmikilli hagræðingu mætti ná fram ef SEA yrði lögð niður, lögmælt verkefni skrifstofunnar færð undir umhverfis- og skipulagssvið og önnur verkefni færð í hendur einkaaðila.

    Fylgigögn

  12. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Vallargrund         Mál nr. US180344

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði varðandi að lagfæring verði gerð á veginum við Vallargrund. Holur hafa ítrekað myndast í veginum og hann því gríðarlega hættulegur. Einnig er lagt er fram svar frá skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds við tillögunni dags. 22.nóvember 2018. 

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar fulltrúa Pírata Alexandra Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og bóka: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata árétta að tillagðar aðgerðir eru inni á samþykktri framkvæmdaáætlun og er tillögunni því vísað frá. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá og bóka: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka fyrir svar við tillögu vegna lagfæringar á veginum við Vallargrund á Kjalarnesi. Það er gott að heyra á ástandið á veginum sé núna gott og treystum við því að hann verði full kláraður næsta sumar og vel sé verið að fylgjast með veginum núna svo að íbúar verða ekki fyrir óþægindum vegna skemmda sem verið hafa á veginum. 

    Fylgigögn

  13. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, innleiða menningarstefnu inn í skipulag         Mál nr. US170128

    Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. mars 2017 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins .

    "Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skoða hvernig innleiða má menningarstefnu borgarinnar inn í skipulag með árangursríkari hætti en verið hefur. Skoða verði hvernig hægt er að draga einkenni hverfanna fram og hvort styrkja megi svæði ákveðnum ákveðnum menningarverkefnum. Þannig mætti til dæmis skipuleggja sérstök svæði tileinkuð tónlist eða hönnun og margt fleira í þeim dúr."

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar fulltrúa Pírata Alexandra Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá.

    Fulltrúar Skipulags- og samgönguráðs bóka: Fulltrúar í skipulags- og samgönguráði óska eftir kynningu á stöðu menningarstefnu í skipulagi borgarinnar, hvernig þessir tveir þættir tvinnast saman í dag og hvernig væntanlegt hverfaskipulag mun styðja við það.

  14. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í september 2018.

    Fylgigögn

  15. Umhverfis- og skipulagssvið, níu mánaða uppgjör         Mál nr. US180386

    Lagt fram níu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til september 2018.

    Fylgigögn

  16. Sólvallagata 68, kæra 137/2018     (01.134.5)    Mál nr. SN180813

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. nóvember 2018 ásamt kæru dags. 25. nóvember 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2018 á lóðarbreytingu sem felst í skiptingu lóðarinnar nr. 68 við Sólvallargötu.

    Fylgigögn

  17. Laugavegur 130, kæra 124/2018, umsögn, úrskurður     (01.241.0)    Mál nr. SN180705

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. október 2018 ásamt kæru dags. 8. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun um að beita byggingarleyfi fyrir svölum á fyrstu hæð á viðbyggingu á veitingastaðnum Ban Thai að Laugavegi 130. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. október 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála frá 22. nóvember 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 20. febrúar 2018 um að veita byggingarleyfi til breytinga á húsinu nr. 130 við Laugaveg.

    Fylgigögn

  18. Fossvogur brú, deiliskipulag     (01.8)    Mál nr. SN160764

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi vegna lagningu brúar yfir Fossvog.

    Fylgigögn

  19. Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, breyting á deiliskipulagi     (01.85)    Mál nr. SN160479

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis- vegna lóðanna nr. 7-11 við Stjörnugróf.

    Fylgigögn

  20. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi     (01.152.4)    Mál nr. SN170824

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu.

    Fylgigögn

  21. Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi     (01.332)    Mál nr. SN180743

    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar.

    Fleira gerðist ekki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:00

Hjálmar Sveinsson Alexandra Briem

Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir