Skipulags- og samgönguráð
Ár 2018, miðvikudaginn 28. nóvember, var haldinn 19. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09:10. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Árni Freyr Stefánsson, Magnús Yngvi Jósefsson, Lilja Guðríður Karlsdóttir, Daði Baldur Ottósson, Berglind Hallgrímsdóttir, Höskuldur Kröyer, Sigurður A. Þorvarðarson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Erna Hrönn Geirsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Rafstöðvarvegur 7 og 9, Strætisvagnasamgöngur Mál nr. US180398
Lagt fram bréf Strætó bs. dags 14. nóvember 2018 varðandi strætósamgöngur að Rafstöðvarvegi 7 og 9 „Hitt Húsið“.
Skipulags- og samgönguráð bókar: „Skipulags- og samgönguráð felur umhverfis- og skipulagssviði að gera úttekt á göngu- og hjólastígum sem tengjast Rafstöðvarvegi 7 og 9 og koma með tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Sérstaklega skal huga að lýsingu og vetrarþjónustu.”Fylgigögn
-
Hagatorg, nýjar gönguþveranir merktar með gangbrautarmerkingum Mál nr. US180339
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. nóvember 2018 þar sem lagt er til að útbúnar verði gönguþveranir yfir Hagatorg og þær merktar sem gangbrautir með tilheyrandi yfirborðsmerkingu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og bóka: “Um er að ræða tillögu frá íbúum í vesturbænum sem kemur í gegnum íbúaverkefnið “Hverfið mitt”. Við vekjum athygli á því að fyrirhugaðar gönguþveranirnar verða á svipuðum stað og óskastígur sem í dag liggur yfir mitt torgið. Það er því brýnt að gera þessa leið öruggari fyrir þá fótgangandi vegfarendur sem þegar ganga yfir torgið. Allir hljóta að vera sammála um það. Gert er ráð fyrir að akstursleiðin verði þrengd og lýsing bætt, til að bæta öryggi gangandi vegfarenda. Við leggjum áherslu á að samgöngustjóri metur þessa útfærslu örugga. Auðvitað verður leitað eftir mati lögreglu. Verkefnið er hugsað sem fyrsti áfangi stærra verkefnis þar sem torgið er þrengt niður í eina akrein og gönguleið og fleira gert á torginu sjálfu.”
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá og bóka: „Varðandi þessa hugmynd er því fagnað að hér sé ætlunin að merkja þessa gönguleið með gangbrautarmerkjum skv. Umferðarlögum. Óskað er eftir áliti Samgöngustofu og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á gönguþverun á Hagatorgi, sem er óhefðbundinn, áður en afstaða er tekin til þessarar breytingar.“
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar: „Miðflokkurinn telur óráðlegt að samþykkja án nánari skoðunar gangbrautir og þrengingar í miðju hringtorgi. Slíkt gæti mögulega valdið mikilli slysahættu og þarf því að skoða mjög ítarlega áður en lengra er haldið. Ekki finnast nein fordæmi slíkra gangbrauta þótt víða sé leitað og verður að telja líklegt að það eigi sér eðlilegar skýringar, þ.e. að slíkt auki slysahættu gangandi jafnt og akandi, þvert á markmið gjörningsins.
Rétt er að fresta afgreiðslu málsins og afla nauðsynlegra gagna.“Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Fylgigögn
-
Norðurstígur, stöðubann (US2018110054) Mál nr. US180385
Lagt fram bréf umverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 22. nóvember 2018 þar sem lagt er til að sett verði bann við því að leggja við austurhlið Norðurstígs frá Vesturgötu að Mýrargötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Fylgigögn
-
Bakkastígur, stöðubann (USK20018110055) Mál nr. US180399
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 22. nóvember 2018 þar sem lagt er til að sett verði bann við því að leggja við vesturhlið Bakkastígs frá Mýrargötu að Nýlendugötu ásamt því að sett verði bann við því að leggja við austurhlið Bakkastígs frá Nýlendugötu að Mýrargötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.Fylgigögn
-
Samgöngur í Reykjavík, yfirlitskynning Mál nr. US180400
Kynning á stefnumörkun í samgöngum í Reykjavík og ýmislegu því tengdu, m.a. hjólreiðaáætlun, umferðarljósastýringar o.fl.
Kynnt. -
Tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu 20, Ástandsvísar - þróun samgangna 2011-2017 Mál nr. US180401
Lögð fram og kynnt skýrsla Mannvits fyrir stýrihóp SSH og ríkisins dags. apríl 2018 um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Kynnt.
Árni Freyr Stefánsson frá Mannviti tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Áheyrnarfulltrúi Miðflokks Baldur Borgþórsson bókar:
Ljóst er samkvæmt framlögðum gögnum, að tilraunaverkefni um að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna sem hrint var í framkvæmd 2011 með samningi SSH við ríkið hefur algjörlega misheppnast. Hlutdeild almenningssamganga við upphaf samnings 2011 var 4% og er nú, 2018, 4%. Það er því ljóst að hér var um afar slæman samning að ræða fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins enda fjölmörgum nauðsynlegum endurbótum vegakerfis höfuðborgarsvæðisins frestað hans vegna, sem dæmi má nefna mislæg gatnamót Bústaðarvegar/Reykjanesbrautar, Sundagöng og fjöldi mislægra gatnamóta á Miklubraut. Afleiðingin er ljós, flæðivandi umferðar hefur aukist gríðarlega á tímabilinu. Miðflokkurinn leggur því til að téðum samning verði rift með samkomulagi við ríkið, enda kýr skýrt að verkefnið hefur algjörlega misheppnast og ekki verður lengur beðið með nauðsynlegar úrbætur sem frestað hefur verið vegna hans.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir bóka:
Markmið tilraunaverkefnis um eflingu almenningssamgangna hafa engan veginn náðst. Enn er hlutdeild almenningssamgangna eingöngu 4% þrátt fyrir að ríkið hafi styrkt verkefnið árlega með því að taka milljarða af framkvæmdafé höfuðborgarsvæðisins. Hlutdeild almenningssamgangna átti að fara í 8% á 10 árum samkvæmt samningnum en hlutdeildin er enn óbreytt 4% eftir sex ár.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, bóka:
Við þökkum ýtarlega og greinargóða kynningu. Ljóst er að þótt hlutfallstölur séu enn óhagstæðar hafa markmið tilraunasamningsins náðst á mikilvægum sviðum á árabilinu 2011 til 2017 og því ber að fagna. Helstu niðurstöður matsins eru að fjöldi farþega Strætó á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu jókst um 22% en bílaumferð á hvern íbúa um 21%. Árið 2009 fór hver íbúi að meðaltali 37 sinnum í strætó á ári en 54 sinnum 2017. Fastnotendur Strætó voru 14,895 árið 2017. Það er þreföldun frá frá 2004 þegar þeir voru 5,043. Tæplega 16% ferðamanna nota strætó. Það er líka athyglisvert að hlutfall íbúa á höfuðborgartsvæðinu sem telja mikilvægt að bæta almenningdssamgöngur hefur aukist síðustu árin. Hlutfall þeirra sem telja mikilvægast að bæta stofnvegakerfið hefur minnkað. Tilraunasamningurinn er mikilvægt skref í átt til vistvænni og skilvirkari samgangna.Fylgigögn
-
IANUS umsókn Mál nr. US180404
Kynnt umsókn Reykjavíkurborgar og fleiri innlendra og erlendra aðila í rannsóknarsjóð Evrópusambandsins, Horizon 2020.
Kynnt.Magnús Yngvi Jósefsson og Lilja Guðríður Karlsdóttir frá Snjallborginni taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Bíla- og hjólastæðastefna Reykjavíkurborgar Mál nr. US180403
Kynnt eru drög að nýjum viðmiðum um fjölda bíla- og hjólastæða unnið af stýrahópi um stefnumótun í bíla og hjólastæðamálum.
Kynnt.Daði Baldur Ottósson frá Eflu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Göngugötur og vistgötur í Kvosinni, Mál nr. US180407
Kynnt drög að tillögum um samgönguskipulag í Kvosinni til framtíðar, göngugötur og vistgötur.
Kynnt. -
Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023, Mál nr. US180409
Kynnt drög að umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur til 2023.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, bóka: "Þökkum vandaða vinnu við gerð öryggisáætlunar. Því miður sýnir hún að alvarlegum slysum og banaslysum fækkar ekkert. Ennþá verður óhugnanlega hátt hlutfall slíkra slysa við það að bílar keyra niður gangandi og hjólandi vegfarendur. Og enn og aftur sannar gamalt slagorð umferðarráðs sig: Hraðinn drepur. Hraði bílaumferðarinnar eykur verulega hættuna á alvarlegum slysum og banaslysum. Það er lífsnauðsynlegt að lækka umferðarhraðann í borginni."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Athygli vekur að meirihluti alvarlegra slysa og banaslysa eru hjá hjólandi og gangandi. Hlutfall ferða hjólandi og gangandi eru samtals innan við fjórðungur ferða. Um 7% ferða eru farnar á reiðhjólum en um fjórðungur alvarlegra slysa verða á reiðhjólum. Ekki síst einslys. Þetta eru sláandi tölur og hér er því verk að vinna.
Kynnt.Berglind Hallgrímsdóttir frá Eflu, Höskuldur Kröyer frá Trafkon og Sigurður A. Þorvarðarson frá Verkís taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.56 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
- Kl. 12.58 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.
- Kl. 13.13 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.(A) Skipulagsmál
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. nóvember 2018.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 997 frá 13. nóvember 2018 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 998 frá 20. nóvember 2018.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Útilistaverk, Víkingaklappið - höggmynd af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta Mál nr. US180384
700169-3679 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardalsvelli, 104 ReykjavíkLagt fram bréf Miðbaugs-Minjaverkefnisins og Knattspyrnusambands Íslands dags. 9. nóvember 2018 um að umhverfis- og skipulagsráð verði einn af styrktaraðilum vegna kaups á útilistaverkinu Víkingaklappið, höggmynd af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Einnig er lögð fram hugmynd að listaverki og tímaáætlun.
Frestað.Fylgigögn
-
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, öryggi gangandi og hjólandi Mál nr. US180299
Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags og samgönguráði fara fram á að tafarlaust verði farið í þær úrbætur á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Grafarvogi líkt og bent er á í skýrslu er unnin var af umferðaröryggishóp hverfisráðs Grafarvogs.
Frestað.Fylgigögn
-
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði, Teinagrindverk. Mál nr. US180328
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að teinagrindverk sem notuð eru til þess að skilja á milli veghelminga verði fjarlægð á þeim vegum sem Reykjavíkurborg hefur umsjón með. Slíkar girðingar eru t.d. á Grensásvegi, Suðurlandsbraut, Réttarholtsvegi og fleiri stöðum. Nú þegar hefur Vegagerðin tekið niður stóran hluta af teinagirðingum á sínum vegum innan borgarmarkanna, enda hafa orðið alvarleg slys vegna þessa teinagirðinga. Teinagirðingarnar eru ekki viðurkennd og árekstraprófuð aðferð við umferðargötur. Ný og viðurkennd útfærsla hefur verið sett í staðin, eins og á Miklubraut.
Frestað.Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Mógilsá Mál nr. US180345
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokk varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Mógilsá. Eitt fjölfarnasta útivistarsvæði borgarinnar er við Mógilsá, en þar er engin salernisaðstaða utan opnunartíma Esjustofu.
Frestað.Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Gufunesbæ. Mál nr. US180346
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Gufunesbæ. Svæðið umhverfis Gufunesbæ er gríðarlega fjölsótt. Ekkert aðgengi er að salernum á svæðinu eftir opnunartíma frístundamiðstöðvarinnar. Einungis þeir hópar sem hafa pantað afnot af svæðinu utan opnunartíma geta fengið aðgang að salernum með því að starfsmaður Gufunesbæjar sé á staðnum og er þá greitt fyrir slíka þjónustu. Leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að komið verði upp aðstöðu sem börn og fullorðnir hafi aðgang að eftir opnunartíma Gufunesbæjar.
Frestað.Fylgigögn
-
Klapparstígur 29, kæra 98/2018, umsögn (01.172.0) Mál nr. SN180532
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júlí 2018 ásamt kæru dags. 15. júlí 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi á lóð nr. 29 við Klapparstíg, auglýst í B-deild Sjórnartíðinda 15. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. nóvember 2018.
Fylgigögn
-
Rangársel 2-8, kæra 131/2018, umsögn (04.938.7) Mál nr. SN180767
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. nóvember 2018 ásamt kæru dags. 30. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að heimila barnaheimili að Rangárseli 8, neðri hæð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. nóvember 2018.
Fylgigögn
-
Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, kæra 150/2017, umsögn, úrskurður (04.772.3) Mál nr. SN180020
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. desember 2017 ásamt kæru dags. 12. desember 2017 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. janúar 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. nóvember 2018. úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Fylgigögn
-
Laugavegur 59, kæra 128/2017, umsögn, úrskurður (01.173.0) Mál nr. SN170803
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er synjun á leiðréttingu og deiliskipulagsbreytingu vegna Laugavegar 59. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. júní 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. frá 15. nóvember 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að fella úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 28. september 2017 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Úlfarsfell, nýtt deiliskipulag (02.6) Mál nr. SN170752
470905-1740 Sýn hf., Pósthólf 166, 232 KeflavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. október 2018 vegna samþykktar frá fundi borgarstjórnar frá 16. október 2018 á auglýsingu vegna breytingu á deiliskipulagi Úlfarsfells með tólf atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tíu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Fylgigögn
-
Þjóðhildarstígur 2-6, breyting á deiliskipulagi (04.112.2) Mál nr. SN180563
660304-2580 Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík
421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. nóvember 2018 vegna staðfestingu borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæði 3G vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.
Fylgigögn
-
Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi (01.807.4) Mál nr. SN170927
640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis Mál nr. SN180358
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-230 vegna stækkunar hafnarsvæðis við Sundahöfn.
Fleira gerðist ekki.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:25