Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 136

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2022, miðvikudaginn 4. maí kl. 9:02, var haldinn 136. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Sara Björg Sigurðardóttir, Marta Guðjónsdóttir Þórdís Pálsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Valgerður Árnadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti á fundinum með rafrænum hætti: Inga Rún Sigurðardóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2022.

    -    Kl. 9:03 tók Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN220214

    Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2022 varðandi breyting á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Breytt deiliskipulag nær i meginatriðum til Sóleyjartorgs, aðkomu að bílgeymsluhúsi, stækkunar og færslu bílastæða, samkvæmt uppdr. Spital ehf. dags. 16. nóvember 2021, br. 19. apríl 2022. Einnig er lögð fram skýringarmynd Spital ehf. dags. 13. apríl 2022 og ásýnd og grunnmynd með skýringum dags. í apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Edda Ívarsdóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9:15 tók Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  3. Bókun fulltrúa í íbúaráði Miðborgar og Hlíða, um umferð stærri ökutækja í miðborginni - MSS22030200         Mál nr. US220081

    Lagt fram bréf íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 29. apríl 2022, um bókun varðandi umferð stærri ökutækja í miðborginni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þessa bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að samráð vegna endurskoðunar á aksturs fyrirkomulagi stærri ökutækja verði hafið aftur núna strax í vor. Einnig að tillögur liggi fyrir áður en meginþungi sumarumferðar ferðamanna hefst og að íbúaráð og í búasamtök hafi aðkomu að samráðinu. Umferð stórra bíla í miðborginni þarf að vera í lágmarki að mati fulltrúa Flokks fólksins. Finna þarf viðunandi leiðir í samráði við þá sem málið varðar.

    Fylgigögn

  4. Erindi íbúaráðs Kjalarness um lóðamál í Grundarhverfi, umsögn - MSS22020140         Mál nr. US220049

    Lagt fram bréf íbúaráðs Kjalarness, dags. 15. janúar 2022 um erindi íbúaráðsins, dags. 3. febrúar 2022, til skipulags- og samgönguráðs um lóðamál í Grundarhverfi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2022.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir með íbúaráði Kjalarness að úthluta eigi lóðunum tafarlaust. Eftirspurn hefur verið eftir lóðum til uppbyggingar á Kjalarnesi í langan tíma án þess að borgin hafi brugðist við og úthlutað sínum eigin lóðum þar. Mikilvægt er að styrkja byggðina á Kjalarnesi þar sem mikil nemendafækkun hefur verið í Klébergsskóla.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða tvær lóðir á Kjalarnesi sem grunur var um að leyndust fornleifar. Nú hefur svæðið, verið tekið út og skv. því falla þessar 2 lóðir ekki undir friðhelgi fornleifa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að drífa í að selja þessar lóðir enda er vöntun á húsnæði á Kjalarnesi líkt og annars staðar í borginni. Það munar um allt nú þegar húsnæðisskortur er í hæstu hæðum í Reykjavík.

    Fylgigögn

  5. Elliðaárdalur - Árbæjarstífla, 

    kæra 24/2022, umsögn     (04.2)    Mál nr. SN220173

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. mars 2022 ásamt kæru dags. 14. mars 2022 þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúa og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að hafna kröfu kæranda um að stöðva tafarlaust ólögmæta háttsemi Orkuveitu Reykjavíkur sem fólst í því að fjarlægja lón við Árbæjarstíflu sem gert er ráð fyrir samkvæmt gildandi deiliskipulagi að standi fyrir ofan Árbæjarstíflu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. apríl 2022.

  6. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi     (01.232.0)    Mál nr. SN210351

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. apríl 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún.

    Fylgigögn

  7. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi     (05.8)    Mál nr. SN210665

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. apríl 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar á Hólmsheiði.

    Fylgigögn

  8. Tillaga skipulags- og samgönguráðs, 

    um að torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verði kennt við Kænugarð/Kýiv         Mál nr. US220098

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. apríl 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu skipulags- og samgönguráðs um að torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verði kennt við Kænugarð/Kýiv.

    Fylgigögn

  9. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 

    um fundargerðir skipulagsfulltrúa, umsögn         Mál nr. US220061

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fundargerðir, sbr. 18. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs dags. 2. mars 2022. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs,  skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um framkvæmdir við Ánanaust, 

    umsögn - USK21120123         Mál nr. US210357

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 25. apríl 2022.

    Fylgigögn

  11. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um vetrarþjónustu Reykjavíkur - umsögn, USK22030090         Mál nr. US220051

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 1. apríl 2022.

    Fylgigögn

  12. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um vetrarþjónustu, umsögn - USK22030084         Mál nr. US220056

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 1. apríl 2022.

    Fylgigögn

  13. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, 

    um Klappkort, umsögn - USK22040070         Mál nr. US220089

    Lagt fram svar Strætó bs., dags. 29. apríl 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eina leiðin til að borga sig inn í strætó núna, svona að mestu, er að eiga farsíma og vera búin að koma sér upp „Klapp“ appinu til að geta keypt sér inneign. Nauðsynlegt er að hafa rafrænt auðkenni til að geta farið inn á „Mínar síður“ og endurnýjað inneignina. Það eiga ekki alveg allir farsíma og sumir, t.d. hælisleitendur sem nota strætó mikið, hafa ekki einu sinni kennitölu. Enn aðrir geta ekki, t.d. vegna fötlunar sinnar, notað  rafræn skilríki og geta þ.a.l. ekki notað „Mínar síður“. Reynt hefur verið að finna lausnir á þessu og á eftir að koma í ljós hvort þær gagnast. Versta er ef „kerfi“ sem þetta á eftir að hindra fólk í að nota strætó. Það er ekki gott ef viðkvæmir hópar og þeir sem hafa stólað mest á strætó treysti sér ekki til að nota strætó vegna nýja greiðslukerfisins Klapp. Fólk hefur kvartað sáran yfir þessu kerfi og að ekki sé boðið upp á fleiri greiðslumöguleika en 10 miða kort.  Stjórnendur Strætó verða að setja sig betur í spor þeirra sem ferðast með vögnum fyrirtækisins áður en ákveðið er að kaupa „kerfi“ sem þetta. Sníða þarf þjónustuna að veruleika þjónustuþega og skilja engan út undan.

    Fylgigögn

  14. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, 

    um leiðarkerfisbreytingu strætó, 

    umsögn - USK22040071         Mál nr. US220090

    Lagt fram svar Strætó bs., dags. 29. apríl 2022.

    Fylgigögn

  15. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um öryggi gangandi í Norðlingaholti         Mál nr. US220100

    Lagt er til að í samráði við íbúa farið verði í stórátak í öryggi gangandi í Norðlingaholti. Lagt er til að þar sem þörfin er mest verði lagðar snjallgangbrautir.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  16. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    um veg í Gufunesi         Mál nr. US220102

    Óskað er eftir tæmandi talið öllum upplýsingum sem snúa að vegi í Gufunesi sem lagður var norðan megin við hús Loftkastalans. 

    1. Hvers vegna var vegurinn lagður í upphafi?

    2. Hvers vegna var vegurinn fjarlægður?

    3. Hvar var kostnaður Reykjavíkur í þessari vegalagningu?

    4. Hvar var kostnaður veitna?

    5. Hver var hæðarpunktamælingin á veginum? 

    6. Var hann fjarlægður vegna þess að lækka þurfti hæðarmælingar í hverfinu?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  17. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um viðbrögð við kvörtun starfsmanna Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar - MSS22030287         Mál nr. US220094

    Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 31. mars 2022 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs:

    Fyrirspurn vegna erindis starfsmanna Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem lýst er ófullnægjandi stöðu öryggismála, ófullnægjandi aðbúnað, óboðlegt og hættulegt vaktafyrirkomulagi og launa mismunun hjá starfsmönnum í vetrarþjónustu sem vinna sömu störf. Í erindinu er einnig lýst skoðanakúgun, forsjárhyggju, einelti og þöggun. Sagt var í bréfinu að gögn liggi fyrir varðandi þessi mál. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þetta grafalvarlega mál og hverjir séu ábyrgir fyrir alvarlegu ástandi sem þarna ríkir. Það hefur verið upplýst af borgaryfirvöldum að málið sé nú komið inn á borð Mannauðsdeildar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga hvort Mannauðsdeild hafi sett sig í samband við starfsfólk vetrarþjónustu með það að markmiði að styðja við og hjálpa? Einnig væri gott að fá upplýsingar um hvort úrbætur hafi verið gerðar í tengslum við öryggismál, og þá hverjar? Hverjir hafa fyrir hönd borgarinnar verið í sambandi við starfsmenn Vetrarþjónustu vegna þessara mála?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins.

  18. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut         Mál nr. US220101

    Aðdragandinn er sá að gerðar voru breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkinu átti að ljúka 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður var 91.000.000. Vakin hafði verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á þessum tíma að þarna stefndi í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla og lagði fulltrúi Flokks fólksins fram fyrirspurn um málið í fyrra. Nú er svo komið að búið er að viðurkenna að þarna hafi verið gerð mistök. Spurt er um hvað kostuðu þessi mistök og á hvers ábyrgð eru þessi mistök?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    (A)    Skipulagsmál

  19. Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur, breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22     (34.2)    Mál nr. SN220195

    Lögð fram umsókn Íslenska Gámafélagsins ehf. dags. 8. apríl 2022 ásamt bréfi ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Esjumela á Kjalarnesi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22. Breytingin felst í skilgreiningu staðfangs hinnar sameinuðu lóðar. Í stað þess að hún beri nafnið Koparslétta 22 er lagt til að hún beri nafnið Kalkslétta 1 og munu skilmálar Kalksléttu 1 gilda fyrir hina sameinuðu lóð  samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1160 frá 26. apríl 2022.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  21. Götuheiti á Ártúnshöfða, 2. og 3. áfangi, tillaga skipulags- og samgönguráðs         Mál nr. US220105

    Lagt er til að þrjár götur í 2. og 3. áfanga Ártúnshöfða fá heitin Eistlandsbryggja, Lettlandsbryggja og Litháenbryggja.

    Tillögunni fylgir greinargerð ásamt korti.

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í öllum höfuðborgum Eystrasaltsríkja eru torg eða götur kennd við Ísland. Þann vináttuvott er nú rétt að endurgjalda. Það fer vel á því að Eistland, Lettland og Litháen fái götur á þessum mikilvæga stað í nýja Ártúnshöfðahverfinu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þessi heiti hljóma ekki nógu vel að mati fulltrúa Flokks fólksins: Eistlandsbryggja, Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Mætti ekki stytta þau t.d.: Eistlandsbrú, Lettlandsbrú og Litháenbrú? Eða nota þau annars staðar þar sem samræming götuheita er í einu atkvæði, en ekki tveimur eins og í ,,bryggja”?

    Fylgigögn

  22. Upplýsingaskilti um tengsl Íslands og Lettlands, tillaga formanns         Mál nr. US220104

    Torgið á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið heiti „Kænugarður“ hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir vináttu Íslands og Lettlands og samfélag Letta á Íslandi. Á torginu er verkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettlandi og þakklætisvottur vegna viðurkenningu Íslands á sjálfstæði landsins. Það var reist árið 1996. Þessu tvö táknrænu hlutverk torgsins 1) að vera til minnis um stuðning við Sjálfstæðisbaráttu Lettlands og 2) að sýna stuðning við íbúa Úkraínu styðja vel við hvort annað. Rétt er þó að nota tækifærið, nú þegar torgið fær nýtt nafn, að minna á táknrænt mikilvægi þessi fyrir tengsl Íslands og Lettlands og samfélag Letta á Íslandi. Því er lagt til að útbúið verði upplýsingaskilti þar sem þessi saga er rakin. Haft verði samráð við Sendiráð Lettlands gagnvart Íslandi í Osló varðandi upplýsingatexta skiltisins.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    um hljóðmön í Blesugróf

             Mál nr. US220106

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig gangi  með hljóðmön við Blesugróf? Það er búið að vera á dagskrá frá 2014 og varðar lýðheilsu þessa hverfis. Vísað er í fyrirspurn frá 2020 um fyrirhugaða hljóðmön við Reykjanesbraut. Hvernig er staðan í þeim málum en talsverður hávaði er  í hverfinu vegna umferðar á Reykjanesbraut og Stekkjarbakka. (sjá Aðgerðaáætlun gegn hávaða, frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg frá janúar 2014). Árið 2021 bókaði Flokkur fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um mön við Reykjanesbraut/Blesugróf eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins spurði fyrir íbúa eftir upplýsingum um fyrirhugaða mön við Reykjanesbraut/Blesugróf og þá hvernig mál standa. Íbúum fannst þeir ekki hafa náð til skipulagsyfirvalda. Í svari segir að forhönnun á umræddri hljóðmön sé nú lokið og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda liggi fyrir en ekki liggi fyrir hvenær hægt verði að ráðast í framkvæmdir. Mörgu er því enn ósvarað svo sem hvenær hægt verður að ráðast í framkvæmdir og hver sé ábyrgur fyrir því að koma verkinu af stað. Flokkur fólksins spyr hvað sé að frétta af þessu og af hverju hefur þetta tekið allan þennan tíma?

    Frestað.

  24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um bekki         Mál nr. US220107

     

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bekkjum verði fjölgað í miðbænum og á öðrum stöðum í borginni eftir atvikum fyrir fólk til að setja á. Skoða mætti ýmist trébekki eða steinbekki, einhverja sem eru fyrirferðarlitlir og smekklegir. Svona bekkir þurfa ekki að kosta mikið og ekki er um að ræða mikinn viðhaldskostnað. Best væri að hafa steinbekki sem ekki er hægt færa úr stað og einnig eru tiltölulega viðhaldsfríir. Þetta er hagsmunamál fyrir borgara á öllum aldri sem eru á ferð um borgina að geta tyllt sér á bekk um stund til að njóta stundarinnar.  Þetta er í raun ákveðið ákveðið lýðheilsumál sem hefur beint að gera með lífsgæði. Víða mætti einnig koma fyrir litlum "áningar reitum" þar sem fólk getur sest niður og slakað á sjálft eða með öðrum. Allskonar útfærslur gætu verið í boði og einnig mætti efna til samkeppni um góðar tillögur sem taka á þessum málum.

    Frestað.

PDF útgáfa fundargerðar
136._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_4._mai_2022.pdf