Skipulags- og samgönguráð
Ár 2022, miðvikudaginn 9. mars kl. 9:04, var haldinn 131. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir og Katrín Atladóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Geir Finnsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Ólafur Kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúarnir Anna Maria Wojtynska, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður sat fundinn með rafrænum hætti: Inga Rún Sigurðardóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2022.
-
Köllunarklettsvegur 1, breyting á deiliskipulagi (01.330.9) Mál nr. SN210759
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hallgríms Þórs Sigurðssonar dags. 8. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni felst hækkun á núverandi byggingu úr tveimur hæðum í fjórar hæðir, stækkun á byggingarreit til suðvesturs til að koma fyrir viðbyggingu fyrir flóttastiga og breyting á fjölda bílastæða samkvæmt reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík, samkvæmt uppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþing - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 21. desember 2021 til og með 2. febrúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Arnar V. Arnarsson og Auður Katrín Víðisdóttir, dags. 29. janúar 2022, Diljá Agnarsdóttir og Hrafn Þorri Þórisson dags. 1. febrúar 2022 og Rakel Björk Benediktsdóttir dags. 2. febrúar 2022. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Þórdísi Völu og fjölskyldu dags. 3. janúar 2022 og Maríu Arnardóttur dags. 4. febrúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. febrúar 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Við lestur athugasemda virðist sem ekki hafi verið haft samráð við íbúa þarna í nágrenninu. Athugasemdir snúa að því hvernig lóðin verði nýtt til frambúðar og þessi stóri og vel staðsetti reitur ætti að verða hluti af þeirri heildar uppbyggingu svæðisins sem hljóti að verða að veruleika á næstu árum. Stóra matvöruverslun vanti t.a.m. í hverfið og ekki sé umhverfisvænt að þurfa að fara í önnur hverfi eftir vistum. Svæðið ætti að nýta svæðið til uppbyggingar á innviðastarfsemi sem styrki hverfið, t.a.m. verslanir, leikskóla og heilsugæslu. Í athugasemdunum eru margar gagnlegar tillögur sem taka ætti mark á en ekki vísa á bug.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1153 frá 1. mars 2022.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Víkurvegur, Borgarvegur, áframhaldandi undirbúningur og verkhönnun hringtorgs, tillaga - USK22030045 Mál nr. US220065
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags.
3. mars 2022:Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna breytinga á gatnamótum Víkurvegar og Borgarvegar sem hringtorgs, ásamt gerð nýrrar endastöðvar Strætó við Egilshöll.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lækkun leyfilegs hámarkshraða á Bústaðavegi, frá Kapellutorgi að Snorrabraut, tillaga Vegagerðarinnar - USK22010020 Mál nr. US220064
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 4. mars 2022 ásamt tillögu Vegagerðarinnar, dags. 10. febrúar 2022, um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi frá Kapellutorgi að Snorrabraut úr 60 í 50 km á klst.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Fylgigögn
-
Ýmis sérákvæði innan lóðar við Úlfarsbraut 126, Dalskóli / Íþróttamiðstöð, tillaga - USK22010020 Mál nr. US220066
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 3. mars 2022:
Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð innan lóðar við Úlfarsbraut 126: · Að einstefna verði til austurs á akbraut á austurhluta lóðarinnar, norðan hússins. · Að fimm bílastæði norðan hússins verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða. · Að tvö bílastæði norðan hússins verði merkt sem stæði fyrir hópbifreiðar. · Að á svæði við miðja lóðina, norðan hússins og sunnan við Gerðarbrunn 16 - 26, verði að hámarki heimilt að leggja ökutækjum í 10 mínútur í senn í almenn stæði. Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð nr. 285/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Í samræmi við ákvæði 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
(C) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um götunafnabreytingu Mál nr. US220060
Nafnanefnd verði falið að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum. Tengsl Íslands og Kænugarðs ná yfir þúsund ár eins og lesa má um í fornum ritum. Enn þann dag í dag eru talsverð viðskipti og menningarleg tengsl milli Íslands og Úkraínu. Í dag er hart sótt að Úkraínu og höfuðborg hennar. Það er því við hæfi að minnast Kænugarðs að fornu og nýju með því að nefna götu í Reykjavík Kænugarðsstræti.
Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:
Nafnanefnd er falið að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt.
-
Hlíðarendi - Reitir G, H og I, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN210489
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. febrúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs 24. febrúar 2022 á breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I.
Fylgigögn
-
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi (01.19) Mál nr. SN210771
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. mars 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut.
Fylgigögn
-
Vitastígur 9 og 9A, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.174.0) Mál nr. SN210809
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. mars 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.0 vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Vitastíg.
Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi íbúa við Hlemm, umsögn Mál nr. US220026
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2022.
Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í umsögn sviðsins eru djúpgámalausnir almennt tæplega mögulegar á reitnum vegna plássleysis í borgarlandi og flókins lagnanets neðan yfirborðs. Tillagan er því felld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að fundinn verði staður fyrir djúpgáma við Hlemm. Við Hlemm býr fólks sem átt hefur í mesta basli með að koma frá sér sorpi. Einnig var lagt til að íbúum Hlemm verið gefið formlegt leyfi til að aka bíl sínum upp að dyrum til að afferma vörur/vistir eða ef flytja þarf þunga hluti inn á heimilið. Tillagan er felld. Í svari er gengist við vandamálinu með sorpið og nefnt að mögulega sé hægt að leysa málið með sameiginlegri sorpgeymslu á vegum húseiganda, innan þessara lóða. Í bókun meirihlutans er vandamálið sagt vera plássleysi og flókið lagnanet. Vandamálið er skilgreint og af hverju er þá ekki gengið í að leysa það? Ekki er brugðist við tillögunni, hvorki í svari né bókun hvort íbúar getið ekið bíl sinum að dyrum til að afferma vörur. Af svari má almennt skilja sem svo að það skortir alveg samráð við þá íbúa við Hlemm sem búa á reitnum sem afmarkast af Hlemmi, Snorrabraut og Hverfisgötu. Framhaldstillaga Flokks fólksins er að skipulagsyfirvöld hafi viðhlítandi samráð við þessa íbúa og leysi bæði þessi vandamál.
Fylgigögn
-
Fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna lóða og byggingarrétta, umsögn Mál nr. US220033
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar hefur gefið olíufélögunum og fleiri aðilum lóðir og þar með byggingarétt á besta stað í borginni. Þar með er hann þátttakandi í að umbreyta félögunum í fjárfestingar- og fasteignafélög. Það eitt og sér er forkastanlegt. Varðandi Minjavernd á þeim lóðum sem um er spurt koma ekki allar upplýsingar fram miðað við ábendingar sem hafa borist. Minjavernd hefur einnig haft afskipti af byggingum í Skógarhlíð 16 og þar að auki lóð á Laugavegi 120 þar sem Næturvaktin var tekin upp sem er í framtíðarsamningum bensínstöðvardílsins og ekki er spurt um. Á svarinu er ljóst að N1 ræður skipulagsvinnu Reykjavíkur því ráðgjafi á þeirra vegum hélt yfirlitskynningu fyrir verkefnastjóra á skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur gefið frá sér skipulagsvaldið til þriðja aðila á flestum uppbyggingarreitum í borginni. Það er ekki heimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í svarinu felst að ekkert lá á að gera samninga við olíufélögin og ekki liggur fyrir áætlun hvenær deiliskipulagsgerð ofangreindra lóða lýkur. Í þessum málum hefði átt að flýta sér hægt og forðast samningsmistök eins og nú blasir við að voru gerð. Þessi mistök munu kunna að leiða til þess að núverandi lóðarhafar hagnist verulega á breyttri lóðanotkun, hagnaður sem hefði ella ratað beint í borgarsjóð.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um fundargerðir skipulagsfulltrúa Mál nr. US220061
Lagt er til að í fundargerðum skipulagsfulltrúa komi skýrt fram afgreiðsla erinda með því að láta umsögn skipulagsstjóra fylgja fundargerð og/eða draga saman niðurstöðu umsagnar inn í fundargerð.
Tillögunni fylgir greinargerð.Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga sem hér er lögð fram og framvísað er um að í fundargerðum skipulagsfulltrúa komi skýrt fram afgreiðsla erinda með því að láta umsögn skipulagsstjóra fylgja fundargerð og/eða draga saman niðurstöðu umsagnar inn í fundargerð. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta þörf tillaga enda gefa fundargerðir oft allt of litlar upplýsingar um hvað fór fram á fundunum.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins auk fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um útistandandi tillögur og fyrirspurnir Mál nr. US220062
Óskað er eftir yfirliti, sundurliðað eftir flokkum hvað margar fyrirspurnir liggja inni á skipulags- og samgöngusviði ósvaraðar. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir óafgreiddar tillögur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um orkukosti í samgöngum Mál nr. US220043
Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar eru meðal annars nefndir orkukostir í samgöngum þar sem ekki er annað að sjá að notkun rafmagns, vetnis, metans og rafeldsneyti séu lagðir að jöfnu. Þekkt er að metan er verðlaust á söfnunarstað og rafmagn er góður kostur. Rafmagni er hægt að hlaða á rafgeyma og það má einnig nota á farartæki sem eru sítengd við rafmagn. Bæði lestir og strætisvagnar eru knúin með þessum hætti víða um lönd. En notkun vetnis og rafeldsneytis er ekki eins útbreitt. Fulltrúi Flokk fólksins spyr um samanburð á orkugjöfunum metani, rafmagni, vetni, og rafeldsneyti. Hver er orkunýting við framleiðslu vetnis og rafeldsneytis? Hafi slíkur samanburður ekki verið gerður er farið fram á að það verði gert, annars er ekki hægt að bera kostina saman.
Fyrirspurninni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrirspurnum er ætlað að afla upplýsinga um það sem á sér stað innan stjórnsýslu sveitarfélags. Hér er verið að leggja til vísindarannsókn en slíkt fellur ekki undir verksvið skipulags- og samgönguráðs. Fyrirspurninni er vísað frá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrirspurninni er vísað frá án umsagnar með þeim rökum að með henni sé ekki verið að afla upplýsinga um það sem á sér stað innan stjórnsýslu sveitarfélags. Hér sé verið að leggja til vísindarannsókn en slíkt fellur ekki undir verksvið skipulags- og samgönguráðs segir í bókun meirihlutans með frávísuninni. En það er rangt, það er ekki verið að fara fram á vísindarannsókn, heldur að fá það á hreint með hvaða hætti litið er á mismunandi orkugjafa. Það hlýtur t.d. að skipta máli að nýting vetnis verður um 80% minni en nýting rafmagns beint. Slíkar upplýsinga verða að liggja fyrir þegar ákvarðanir eru teknar um mismunandi orkugjafa. Hjá núverandi meirihluta er oftast ekki annað að sjá en að notkun rafmagns, vetnis, metans og rafeldsneytis séu lögð að jöfnu. Þekkt er að metan er verðlaust á söfnunarstað og rafmagn er góður kostur. Rafmagni er hægt að hlaða á rafgeyma og það má einnig nota á farartæki sem eru sítengd við rafmagn. Bæði lestir og strætisvagnar eru knúin með þessum hætti víða um lönd. En notkun vetnis og rafeldsneytis kosta einfaldlega að miklu meira af orku en að nota rafmagni beint. Það kemur skipulagsmálum við.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um vetrarþjónustu Reykjavíkur Mál nr. US220051
Þann 21.02.2022 fengu allir borgarfulltrúar og fleiri bréf frá starfsmönnum vetrarþjónustu sem lýsa mikilli óánægju og vanlíðan. Segir í texta með bréfinu að "bréf þetta fjallar um það sem við teljum vera þekkingarleysi, ófullnægjandi aðbúnað, óboðlegt vaktafyrirkomulag og mismunun í garð starfsfólks sem sér um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar". "Í öðru lagi fjallar það um skoðanakúgun, forsjárhyggja, einelti, þöggun og mismunun sem við teljum að viðgangist innan borgarkerfisins. Mikið af gögnum og vitnisburðum liggur fyrir varðandi þessi mál sem setja má fram síðar." Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum og skýringum á hvað veldur þessari miklu óánægju sem hér er lýst. Óvenjulegt er að fá bréf sem þetta frá öllum starfsmönnum í einni af deildum borgarinnar. Ætla að mikið þurfi til til að viðkomandi telji sig knúinn til að ákalls sem þetta. Má rekja þetta kannski til yfirstjórnar? Bréf verkstjórans lýsir grafalvarlegri stöðu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr, hvað á að gera, hvernig á að bregðast við. Við þetta er ekki hægt að una? Því fer Flokkur fólksins fram á það að fá upplýsingar um það úrbótaferli sem átti að vera í gangi og hvað mun verða gert nú þegar þessar ábendingar hafa borist.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Loftkastalamálið í Gufunesi Mál nr. US220052
Fram hefur komið frá umhverfis- og skipulagssviði að skoða eigi enn frekar með opnum huga mögulegar lausnir til að koma til móts við umkvartanir hagsmunaaðila. Gera á athuganir með hönnuðum verksins og utanaðkomandi ráðgjöfum. Eftir það á að boða hagaðilum til fundar og kynna niðurstöðuna. Þessi svör og viðbrögð eru einfaldlega ekki nógu góð að mati fulltrúa Flokks fólksins. Spurt er hvort það standi fyrir dyrum að Sviðið gera athuganir á sjálfu sér? Einnig er spurt hvar samráð er statt í öllu þessu máli eins og einmitt hefur verið tiltekið að eigi að hafa í umsögn fyrir framkvæmdaleyfi frá Umhverfis- og skipulagssviði? Hingað til hefur ekkert samráð átt sér stað vegna aðkomu að húsunum og öðrum þáttum sem hefði þurft að hafa samráð um, í tæp 3 ár. Það svar sem hefur verið gefið er allt of loðið og óljóst. Heldur hefur ekki verið gefinn upp neinn tímafrestur á t.d. þessari "athugun"
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir,
um Vogabyggð Mál nr. US2200691. Hvenær er áætlað að útilistaverkið Pálmatré í Vogabyggð verði fullbúið?
2. Er uppbygging hverfisins á áætlun?Frestað.
Fundi slitið klukkan 10:09
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
131._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_9._mars_2022.pdf