Skipulags- og samgönguráð
Ár 2022, miðvikudaginn 2. mars kl. 9:05, var haldinn 130. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Anna Maria Wojtynska.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti á fundinum með rafrænum hætti: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, umsögn - R21060147, USK2021060084 Mál nr. US210203
Lögð fram tillaga fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða þar sem lagt er til að borgarstjórn feli aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla í grunnskólum og félagsmiðstöðvum fyrir árslok 2021 og gera tillögur að úrbótum til umhverfis- og skipulagssviðs sem skal ljúka úrbótum fyrir árslok 2022. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, dags. 1. febrúar 2022.
Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:
Skrifstofu framkvæmda og viðhalds í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks að er falið að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Lagt er til að áfangaskipt aðgerðaráætlun verði unnin á árinu 2022.
Samþykkt.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmenna ráðsins um að bæta aðgengi fatlaðra í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Fyrsta skrefið er að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla og skoða hvernig það er háttað í dag. Hefja þarf verkið sem fyrst og reyna að ljúka því eigi síðar en í árslok 2022 að mati fulltrúa Flokks fólksins.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. febrúar 2022.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Liður 33. Samþykkt er að framlengja athugasemdafrest vegna Arnarnesvegar til 11. mars 2022 þar sem streymisfundur til kynningar á verkefninu verður haldinn 3. mars nk. Fulltrúi Flokks fólksins telur að fresturinn eigi að vera mun lengri enda hefur Covid sett verulega strik í reikninginn. Fulltrúi Flokks fólksins spyr einnig í þessu sambandi af hverju er ekki hægt að hafa venjulega fund með íbúum nú þegar fjöldatakmörkunum hefur verið aflétt. Margt þarf að ræða í þessu máli svo sem hönnun á veginum. Áformað er að koma vistlokum yfir hluta vegarins. Þetta þarf að skoðast vel því vegurinn eins og hann er nú teiknaður verður snjókista alls staðar þar sem vistlokin eru ekki og verða gjörsamlega ófær í vetrarfærð eins og hefur verið. Vísað er til Vina Kópavogsbæjar sem einnig kalla eftir opnum fundi þar sem Covid er ekki lengur fyrirstaða. Málið hefur verið afar umdeilt. Svæðið sem vegurinn fer um er vinsælt útivistarsvæði verður skorið í sundur með 60 metra breiðu vegstæði í grennd við fjölmenn íbúðahverfi og í útjaðri áformaðs Vetrargarðs. Það er mjög gagnrýnisvert að ekki hafi verið gert nýtt mat á umhverfisáhrifum þar sem svo margt hefur breyst frá því að umhverfisáhrif voru metin.
- Kl. 9:08 tóku Eyþór Laxdal Arnalds og Katrín Atladóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi (01.233.101) Mál nr. SN210452
Lögð fram umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. dags. 16. júní 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Breytingin felst í megin atriðum í því að lóðinni er skipt upp til tveggja nota annarsvegar hjúkrunarheimili í nr. 2 og íbúðir í nr. 4. Breytingar varðandi húshluta nr. 2 er að tvær álmur eru lengdar til að bæta við hjúkrunarrýmum, 5. hæðinni er bætt við að hluta og kjallarinn er stækkaður. Breytingar varðandi húshluta nr. 4 eru þær að formi byggingarreits er breytt og notkun er breytt úr hjúkrunarheimili yfir í íbúðir, hæðarheimild er breytt úr 4 hæðum í 5 hæða hús með 6. hæð að hluta. Byggingarmagn og sérskilmálar eru uppfærðir m.v. þetta og bílastæðaskilmálar eru uppfærðir fyrir Sóltún 4, samkvæmt uppdr. Studio Nexus slf. dags. 10. júní 2021, síðast breytt 22. febrúar 2022. Einnig er lögð fram breytt tillaga Studio Nexus, móttekið 19. nóvember 2021, þar sem m.a. húsformi er breytt og samgöngumat unnið af VSÓ dags febrúar 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það skýtur skökku við að Reykjavíkurborg taki þátt í því að hindra frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma með því að leyfa uppbyggingu íbúða á þessum reit. Ekki það að það ríkir neyðarástand í Reykjavík þegar kemur að uppbyggingu íbúða en það er sama neyðarástand þegar kemur að hjúkrunarheimilum. Það myndi skila miklum samlegðaráhrifum að halda sig við fyrra leyfi að þessi reitur væri eingöngu fyrir hjúkrunarrými.
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9:25 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.
- Kl. 9:25 tók Ólafur Kr. Guðmundsson sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Reynisvatnsás, breyting á skilmálum deiliskipulags Mál nr. SN220117
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2022 að breytingu á almennum skilmálum deiliskipulags fyrir Reynisvatnsás. Í breytingunni felst að heimild er gefin til að skorsteinar og loftnet nái upp fyrir skilgreindar hámarkshæð húsa. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Kringlan deiliskipulag,
deiliskipulag 1. áfanga, kynning Mál nr. SN220126Kynnt staða við gerð fyrsta áfanga deiliskipulags á Kringlusvæðinu.
Halldóra Bragadóttir og Birkir Einarsson frá Kanon arkitektum, Samúel Torfi Pétursson og Friðjón Sigurðsson frá VSÓ ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tók einnig sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum þeirri umbreytingu Kringlusvæðisins sem fyrirhuguð er í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur og felur í sér þéttingu byggðar og mannvænna yfirbragð þessa miðlæga reits í borgarlandinu. Aukin íbúðabyggð með skjólgóðum inngörðum og sterkt samspil við almenningssamgöngur býr til spennandi opið svæði sem mun hafa jákvæð áhrif á íbúðabyggð í kring og borgina í heild. Við undirstrikum mikilvægi þess að yfirborðið sé grænt og að bílaumferð sé víkjandi á svæðinu til þess að umbreytingin verði raunveruleg með sem fæstum bílastæðum á yfirborði og sem bestu rými fyrir gangandi og hjólandi.
Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér eru mjög stórkarlalegar hugmyndir á ferðinni. Verið er að fylla út í hvern fermetra á lóðinni. Minnt er á að Kringlumýrarbrautin og Miklubraut eru þjóðvegir í þéttbýli og eru ákvæði í lögum að byggingar megi ekki vera nær vegunum sem nemur 15 metrum sem kallað er veghelgunarsvæði. Þessar tillögur fara því gegn lögum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynnt er staða við gerð fyrsta áfanga deiliskipulags á Kringlusvæðinu og er ljóst að þarna má gjarnan þétta byggð og gera umhverfið meira aðlaðandi. Um er að ræða mjög stóra og flókna framkvæmd sem á eftir að gjörbreyta umhverfinu. Þétting verður mikil eða um 350 íbúðir. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvernig aðkoman að Kringlunni á eftir að verða og hvernig umferðarmál verði leyst þegar komið er út frá svokallaðri samgönguhæð, bílahæð sem nú er neðri hæð Kringlunnar. Á myndum má sjá að þök eru að mestu flöt. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort það sé ekki ávísun á vandamál og fær þau svör að þetta sé flókið verkefni. Öll þök verði ekki flöt og fundnar verði leiðir til að safna ofanvatni.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1152 frá 22. febrúar 2022.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Sægarðar, breytingar á gatnamótum við Sæbraut, tillaga Mál nr. US220059
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 28. febrúar 2022:
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að hægribeygjuframhjáhlaup af Sægörðum inn á gatnamót Sæbrautar verði aflagt.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
(C) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Erindi íbúaráðs Kjalarness um lóðamál í Grundarhverfi - MSS22020140 Mál nr. US220049
Lagt fram bréf íbúaráðs Kjalarness, dags. 15. janúar 2022 um erindi íbúaráðsins, dags. 3. febrúar 2022, til skipulags- og samgönguráðs um lóðamál í Grundarhverfi.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða tvær lóðir á Kjalarnesi sem grunur var um að leyndust fornleifar. Nú hefur svæðið, verið tekið út og skv. því falla þessar 2 lóðir ekki undir friðhelgi fornleifa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að drífa í að selja þessar lóðir enda er vöntun á húsnæði á Kjalarnesi líkt og annars staðar í borginni. Það munar um allt nú þegar húsnæðisskortur er í hæstu hæðum í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Erindi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggi í miðborginni - MSS22020165 Mál nr. US220058
Lagt fram bréf íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 25. febrúar 2022 um erindi íbúaráðsins, dags. 3. febrúar 2022, til skipulags- og samgönguráðs um umferðaröryggi í miðborginni, dags. 15. febrúar 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um matvöruverslun í Úlfarsárdal Mál nr. US210331
Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um matvöruverslun í Úlfarsárdal ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar 2022 um tillöguna.
Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:Bygging matvöruverslunar við Skyggnisbraut er þegar komin af stað. Við Jarpstjörn er jafnframt gert ráð fyrir húsnæði fyrir stórmarkað eins og kemur fram í umsögn sviðsins og við Urðartorg býður jarðhæð upp á fjölbreytta starfsemi svo sem veitingastað, kaffihús eða bakarí.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillögu Flokks fólksins um að borgar- og skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að matvöruverslun/verslanir komi í Úlfarsárdal hefur verið vísað frá. Úlfarsárdalur, hverfið er 15 ára og enn bólar ekki á matvöruverslun né kaffihúsum og skyndibitastöðum. En í svari segir að margar lóðir séu skipulagðar til að sinna þessu og ,, öll húsin á lóðinni eru í uppbyggingu núna”. Eru 15 ár ekki nægjanlega langur tími til að taka ákvörðum um matvöruverslun og getur verið að eitthvað annað hamli uppbyggingu, svo sem að langur tími fer í ganga frá göngustígum? Hverjar svo sem ástæður eru fyrir að hverfið er ekki orðið sjálfbært er kominn tími til að spýta í lófana þarna. Það er ekki eins og vanti möguleikana eða tækifærin.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, tillögu um leiðir til að skýla stofnvegi undir Esju gegn vindi Mál nr. US220053
Tíðar vegalokanir vegna veðurs á Kjalarnesi þessa dagana vekja upp þá spurningu hvort að hægt sé að tryggja íbúum meira öryggi vegna vindstrengja og vindhviða við og undir Esjunni. Ekki aðeins er um að ræða öryggi íbúa á svæðinu og einu leið þeirra til og frá heimili sínu að vinnu og þjónustu (þ.m.t. endurvinnslustöðvar og heilbrigðisþjónustu) heldur einnig aðalumferðaræð landsbyggðar til Reykjavíkur. Hugsanlegt er að skjólveggur eða skjólbelti af einhverri gerð gæti dregið úr þessum vanda og er því lagt til að umhverfis og skipulagssviði verði falið að skoða og finna raunhæfar lausnir á þessum vanda.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um bætta þverun yfir Geirsgötu Mál nr. US220042
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þverun verði bætt frá Edition hótel og yfir Geirsgötuna vegna mikillar umferðar. Næsta göngubraut er a.m.k. um 70 metra í átt að Kolaportinu. Hér þarf að bæta úr áður en umferðarslys verður.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurnir,
um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar Mál nr. US220054Nú liggja í loftinu miklar breytingar varðandi staðsetningu á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar vegna áforma um fyrsta áfanga Borgarlínu. Malbikunarstöðin Höfði er að flytja til Hafnarfjarðar. Knarrarvogur 2 var keyptur fyrir nokkrum dögum vegna Borgarlínunnar. Þjónustumiðstöðin við Stórhöfða 7-9 mun þurfa að víkja vegna Borgarlínustöðvar á Höfða og aðstaða vetrarþjónustu á Þórðarhöfða 4 þarf að leggjast af. Því er spurt:
1. Hversu lengi er áætlað að saltgeymslan og önnur starfsemi vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar verði á Þórðarhöfða 4. 2. Er slík starfsemi í gangi annarsstaðar á vegum Reykjavíkurborgar. 3. Hvað er Reykjavíkurborg með mikið húsnæði á leigu við Þórðarhöfða 4, af hverjum og hver er leigukostnaðurinn. 4. Hvert er áætlað að starfsemin á Þórðarhöfða 4 fari þegar framkvæmdir við Borgarlínu og aðra uppbyggingu hefst. 5. Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar er við Stórhöfða 7-9. Er lóðin og húsnæðið þar í eign borgarinnar og hversu lengi er áætlað að þessi starfsemi verði þar, en ein stærsta stoppistöð Borgarlínunnar og leið hennar liggur í gegnum þessa lóð. 6. Ef um er að ræða leigu á aðstöðu Reykjavíkurborgar við Stórhöfða 7-9, af hverjum er leigt, hversu lengi og hver er leigukostnaðurinn. 7. Hvert er áætlað að starfsemin við Stórhöfða 7-9 flyti þegar framkvæmdir við borgarlínu og aðra uppbyggingu á svæðinu hefst.Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
um vetrarþjónustu Mál nr. US220056Reykjavíkurborg keypti bíl í vetrarþjónustu þvert á þarfagreiningar sem reyndist ónothæf þar sem hún gat ekki borið eins tonna saltkassa sem notaðir eru til að hálkuverja þrengri götur borgarinnar.
1. Hvað kostaði bíllinn?
2. Var farið í verðkönnun?
3. Hver er seljandi bílsins?
4. Eru fleiri svona kaup sem ekki hefur verið upplýst um?Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um fyrirkomulag meðan á framkvæmdum stendur Mál nr. US220037
Samkvæmt skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið stendur til að setja Sæbraut og Miklubraut í stokk á tímabilinu 2023 - 2026. Á Sæbraut verður á framkvæmdatíma gert ráð fyrir því að umferð um Sæbraut verði breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2. Óljóst er hvort það sama gildi um Miklubraut en þó er ljóst að umferð mun þrengjast mjög á þessum tíma og a.m.k. á einhverjum tímapunkti í 1 plús 1. Í þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið er gert ráð fyrir því að Suðurlandsbraut verði með tilkomu Borgarlínu breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2. Líklega munu þær breytingar skarast í tíma við framkvæmdir við Sæbraut og Miklubraut. Í ljósi þessa: Hefur verið kannað hvaða áhrif þetta hefur á umferð og hafa verið skipulagðar einhverjar mótvægisaðgerðir til að greiða fyrir umferð á framkvæmdatíma?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sektir vegna stöðubrota í miðbænum Mál nr. US220040
Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist ábendingar og kvartanir vegna innheimtu Bílastæðasjóðs. Kvartað er yfir óvægnum aðferðum þar sem fólk upplifir jafnvel að verið sé að leiða sig í gildru með því að hafa merkingar ábótavant. Margt er að breytast í miðbænum og ekki allir átta sig á þessum breytingum enda breytingar örar. Sums staðar eru merkingar ekki nógu góðar eða hreinlega ábótavant t.d. þar sem er algert stöðubann. Einnig eru víða framkvæmdasvæði sem byrgja sýn.
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að sjá sundurliðað yfirlit yfir þá staði sem mest er sektað vegna stöðubrots.Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um götunafnabreytingu Mál nr. US220060
Nafnanefnd verði falið að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum. Tengsl Íslands og Kænugarðs ná yfir þúsund ár eins og lesa má um í fornum ritum. Enn þann dag í dag eru talsverð viðskipti og menningarleg tengsl milli Íslands og Úkraínu. Í dag er hart sótt að Úkraínu og höfuðborg hennar. Það er því við hæfi að minnast Kænugarðs að fornu og nýju með því að nefna götu í Reykjavík Kænugarðsstræti.
Frestað
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um fundargerðir skipulagsfulltrúa Mál nr. US220061
Lagt er til að í fundargerðum skipulagsfulltrúa komi skýrt fram afgreiðsla erinda með því að láta umsögn skipulagsstjóra fylgja fundargerð og/eða draga saman niðurstöðu umsagnar inn í fundargerð.
Tillögunni fylgir greinargerðFrestað.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins auk fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn,
um útistandandi tillögur og fyrirspurnir Mál nr. US220062Óskað er eftir yfirliti, sundurliðað eftir flokkum hvað margar fyrirspurnir frá skipulags- og samgönguráði liggja inni hjá umhverfis- og skipulagssviði ósvaraðar. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir óafgreiddar tillögur.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 10:42
Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
131._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_9._mars_2022.pdf