Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 129

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2022, miðvikudaginn 23. febrúar kl. 9:04, var haldinn 129. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Ragna Sigurðardóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hjálmar Sveinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson og áheyrnarfulltrúinn Anna Maria Wojtynska.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Eftirtalir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Ólöf Örvarsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Inga Rún Sigurðardóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir.

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem situr fundinn með rafrænum hætti.  

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. og 18. febrúar 2022.

    Fylgigögn

  2. Vitastígur 9 og 9A, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.174.0)    Mál nr. SN210809

    Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 8. desember 2021 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.0 vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Vitastíg. Í breytingunni felst niðurrif húsanna og enduruppbygging ásamt hækkun á nýtingarhlutfalli og byggingarmagni lóðanna, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 1. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. október 2021 og 15. nóvember 2021. Lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  3. Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN210771

    Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 16. nóvember 2021 varðandi breyting á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Breytt deiliskipulag nær til speglunar BT húss sem lækkar til austurs að Hvannargötu í stað vesturs að Fífilsgötu og færslu bílastæða, samkvæmt uppdr. Spital ehf. dags. 17. febrúar 2022. Lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Borgartún 8-16A, breyting á deiliskipulag     (01.220.1)    Mál nr. SN220066

    Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 3. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 8-16A við Borgartún. Í breytingunni felst að byggingareit er bætt við á 8. hæð Katrínartúns 6 fyrir glerbyggingu, samkvæmt uppdr. PK arkitekta dags. 4. apríl 2008, br. 2. febrúar 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  5. Skipholt 5, minnkun lóðar     (01.241.2)    Mál nr. SN220095

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. febrúar 2022 um minnkun lóðarinnar nr. 5 við Skipholt, samkvæmt breytingablaði og lóðauppdrætti dags. 11. febrúar 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lagðar fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1150 og 1151 frá 8. og 15. febrúar 2022.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  7. Njálsgata 83, sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaðan einstakling, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220047

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. febrúar 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki að bílastæði við Njálsgötu 83, staðsett við Njálsgötu 82-84, verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  8. Sérmerkt stæði fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, við Lindargötu, tillaga - USK22020058         Mál nr. US220048

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 21. febrúar 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki að eitt bílastæði við Lindargötu 1-3 (Arnarhvoll) verði sérstaklega merkt ráðherra háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  9. Umhverfis- og skipulagssvið, uppgjör janúar til nóvember 2021,         Mál nr. US200295

    Lagt fram ellefu mánaða uppgjör í aðal- og eignasjóði umhverfis- og skipulagssviðs 2021.

  10. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu 2020 - 2024, umsögn - USK22010136         Mál nr. US220030

    Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. janúar 2022, þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og samgönguráðs varðandi samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. janúar 2022, ásamt fylgigögnum og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Byggja á eina sorpbrennslustöð fyrir landið allt og málið dautt. Það verkefni á fyrst og fremst að vera á vegum ríkisins í samvinnu við öll sveitarfélögin í landinu. Það er ófært að hvert sveitarfélag fyrir sig sé að búa til heimatilbúnar lausnir við förgun brennanlegs úrgangs. Þingmenn Miðflokksins hafa ítrekað lagt fram þessar hugmyndir í formi þingsályktunartillögu – sjá hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0086.html Það er mikil þröngsýni að hún hafi ekki löngu verið samþykkt. Að auki þarf staðarval að vera vel ígrundað því við brennslu verður til orka sem nota má til húshitunar. Það er því einboðið að koma hátæknibrennslustöð sem þjónar öllu landinu á köldu svæði.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Um er að ræða breytta úrgangsstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur tekið þennan meirihluta langan tíma að kveikja á þessari peru. Að safna lífrænum úrgangi á söfnunarstað er gömul saga hjá bæði sumum öðrum sveitarfélögum og nefna má Ungmennaráð Kjalarness sem lagði fram tillögu um söfnun lífræns sorp sem hófst síðan sem tilraunaverkefni á Kjalarnesi. Svo fulltrúi Flokks fólksins tekur undir orð fulltrúa á fundi Samtaka sveitarfélaga í vikunni sem sagði LOKSINS. Mörgum spurningum er þó ósvarað sem dæmi hvenær fæst nothæf molta úr GAJU? Reyndar hefur því verið svarað af starfsmanni SORPU á fundi Sambandsins og svarið var “ég veit það ekki”. Einnig hafa ekki fengist svör við hvort SORPA hafi kannað hvort ávinningur sé af því að bjóða út sorphirðu í þriggja tunnu kerfi? Í því sambandi má benda á að aðrir aðilar í sorphirðu hafa boðið það að plast og pappír geti verið í sömu tunnunni og þar með fækkað tunnum við heimili sem er sparnaður og aukin þjónusta við borgarbúa? Fjöldi íláta er stór póstur og helst í hendur við hirðutíðni. Fleira er enn óljóst eins og t.d. að tillögurnar gera ráð fyrir að sveitarfélögin skaffi pappírspoka undir lífúrgang og fyrirkomulagið í því sambandi liggur ekki fyrir.

    Fylgigögn

  11. Skerjafjörður Þ5, kæra 134/2021, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN210580

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. ágúst 2021 ásamt kæru dags. 8. ágúst 2021 þar sem kærð er niðurstaða borgarstjórnar frá 20. apríl 2021 varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Skerjafjörð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. ágúst 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 3. febrúar 2022. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. apríl 2021 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð.

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september 2021 ásamt kæru dags. 27. september 2021 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna Úlfarsbraut 100-110. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. nóvember 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 18. febrúar 2022. Úrskurðarorð: Kröfu um ógildingu hinnar kærðu deiliskipulagsbreytingar vegna lóðanna Úlfarsbrautar 100-110 er vísað frá úrskurðarnefndinni. Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvarðana byggingarfulltrúans í Reykjavík um samþykkt byggingaráforma frá 31. ágúst 2021 og 14. desember s.á. á lóðunum Úlfarsbraut 106 og Úlfarsbraut 110.

  13. Kjalarnes - Ytri-Tindstaðanáma, kæra 162/2021, afturköllun kæru         Mál nr. SN210761

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. nóvember 2021, ásamt kæru, dags. 8. nóvember 2021, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um veitingu framkvæmdaleyfis, dagsett 29. september 2021, fyrir efnistöku í Ytri-Tindstaðanámu á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. febrúar 2022, vegna afturköllunar kæru.

  14. KR svæðið - Frostaskjól 2-6, nýtt deiliskipulag     (01.516.9)    Mál nr. SN210824

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. febrúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir KR-svæðið.

    Fylgigögn

  15. Geirsgata 9, breyting á deiliskipulagi     (01.117.3)    Mál nr. SN220038

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. febrúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Geirsgötu.

    Fylgigögn

  16. Háaleitisbraut 1, breyting á deiliskipulagi     (01.252.1)    Mál nr. SN210571

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. febrúar 2022 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisbraut 1.

    Fylgigögn

  17. Vesturbæjarsundlaug, breyting á deiliskipulagi     (01.526.1)    Mál nr. SN220054

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. febrúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar.

    Fylgigögn

  18. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna umsóknar um leyfi til rekstrar, umsögn Mál nr. US210315

    Lögð fram umsögn þjónustu og nýsköpunarsviðs, skrifstofu þjónustuhönnunar, dags. 3. febrúar 2022.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar sem nú stendur yfir gengur út á að einfalda þjónustuferla borgarinnar og gera þá notendavænni. Þar sem heildstæð vinna stendur þegar yfir við að einfalda ferla sem tillagan tekur m.a. til er tillögunni vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að heildstæð vinna stendur þegar yfir við að einfalda ferla. Þetta hefur að mati Flokki fólksins of hægt. Umsækjendur bera sig illa, segja að afgreiðsla gangi hægt og er flækjustig ferla mikið. Setja átti stafræna ferla fyrir þetta svið, sem og velferðarsvið og skóla og frístundasvið í forgang sem ekki var gert. Nú er þriðja árið runnið upp og þjónustu- og nýsköpunarsvið fær restina af 10 milljörðunum og en vantar sárlega margar stafrænar lausnir á þessi svið. Sú umsögn sem hér er birt er gömul tugga. Tillagan stendur sterkt og getur lifað áfram enda um einfaldan og eðlilegan hlut þ.e. að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi þurfi aðeins að hafa samband við einn aðila í borgarkerfinu, í stað margra. Nýjustu tíðindi af vettvangi er að umsagnarferli tekur langan tíma mun meira en 45 daga eins og fram kemur á heimasíðunni. Er ekkert að marka það sem stendur á heimasíðuna? Stafrænar lausnir fyrir Sviðið væru löngu komnar ef leitað hefði verið samstarfs við aðra sem komnir eru lengra með stafrænar lausnir af þessu tagi.

    Fylgigögn

  19. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa         Mál nr. US220041

    Tillaga Flokks fólksins að skipulags- og samgöngusvið kanni öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa. Vegfarendur sjá ekki að bíll er á leiðinni út, enda ekið út úr húsi. Oft hefur legið við slysi þegar bíll kemur akandi út úr bílastæðahús/kjallara og ökumaður gætir ekki að því að á sama tíma gæti hjólandi eða gangandi vegfarandi verið að fara fram hjá. Þarna þarf að merkja vel báðu megin frá, bæði fyrir ökumann sem er að aka út úr bílastæðahúsi, að hann sé minntur á að aka löturhægt út þar sem gangandi eða hjólandi gæti verið að fara fram hjá. Að sama skapi þarf að vera áberandi skilti á gangstétt áður en kemur að útkeyrslu bílastæðahúss þar sem náð er athygli vegfarenda að bíll gæti skyndilega ekið út úr bílastæðahúsinu. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs.

  20. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, vegna umferðar á Lækjargötu         Mál nr. US220044

    Hluti Lækjargötu hefur verið lokaður fyrir umferð síðan í maí 2018 vegna hótelframkvæmda og hefur borgin einungis fengið í sinn hlut rúmar 100 þúsund krónur fyrir að leigja þennan hluta götunnar til byggingaraðila. Hvenær stendur til að opna götuna á ný fyrir bílaumferð?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

  21. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Gufunes, Loftkastala         Mál nr. US220038

    Fyrirspurnir Flokks fólksins vegna lóðanna Gufunesvegur 34. Þengilsbás 1 sem skipt var í tvennt. Reykjavíkurborg setti sem eitt af skilyrðum framkvæmdaleyfis að það yrði samráð um sveigjanleika með m.a. aðkomu og innkeyrslur í útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og fl. í Gufunesi. Einnig hefur skipulagshöfundur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að mikið hafi borið af leið frá kynntu skipulagi. Nú situr borgarbúi uppi með skertar eignir vegna samskipta- og samráðsleysis. Vandinn snýr að því að það er ekki sama gólfhæð í tveimur samliggjandi húsum en þessi mismunandi hæð hindrar nýtingu þar sem ekki er hægt að renna stórum hlutum, leikmunum, á milli húsanna. Staðan er núna óásættanleg. Af gögnum má ráða að gefið hafi verið út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Gufunesi sem ekki fellur að þeim húsum sem sem fyrir eru í Gufunesi? Þessi gatnagerð hindrar nýtingu húsa Loftkastalans. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig á að nýta húsnæði ef engin er aðkoman og gatnagerð í Gufunesi fellur ekki að þeim húsum sem fyrir eru? Spurt er einnig: Á eftir að hafa þetta samráð við lóðarhafa t.d. þegar kemur að lokaútfærslu lóðar og hvernig lóðin tengist götunni? Hvenær á að ganga í þetta mál og leysa það? Loftkastalinn þarf að fá úrlausn mála sinna þannig að hægt sé að renna stórum hlutum á milli húsa.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  22. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um merkingar og sektir á Bryggjugötu 4         Mál nr. US220039

    Fyrirspurn Flokks fólksins um merkingar á vistgötu og sektir í aðkeyrslu að Edition Hótel við höfnina. Aðkeyrslan að hótelinu er þannig að það er pláss fyrir bíla á svokallaðri vistgötu en þarna er merkingum ábótavant og óljóst hvort megi leggja þarna. Dæmi eru um að fólk hafi lagt þarna í góðri trú til að sinna erindum en fengið síðan háa sekt. Þarna er bann við lagningu í vistgötu nema í sérmerktum stæðum en litlar sem engar merkingar eru um að þarna sé vistgata og óheimilt að leggja. Fulltrúi Flokks fólksins fékk þá upplifun við að heyra lýsingar fólks sem lent hafa í þessu að það sé eins og verið sé að að leiða fólk í gildru. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum frá Bílastæðasjóði um merkingar á þessari götu og á þessum stað nákvæmlega sem er Bryggjugata (101) 4 og hvort talið sé að þær séu nægjanlegar? Óskað er einnig upplýsinga um hvað margir hafa verið sektaðir nákvæmlega þarna á þessum svæði sem fyrirspurnin snýr að?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs.

  23. Vetrarþjónusta á götum og göngu- og hjólastígum,          Mál nr. US220036

    Kynning á vetrarþjónustu á götum og göngu- og hjólastígum í Reykjavík.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Við þökkum starfsfólki borgarinnar og verktökum við vetrarþjónustu fyrir ómetanlega elju seinustu daga, starfsfólki sem unnið hefur við að halda götum og stígum opnum í einhverri mestu snjókomu seinustu fimm ára. Gatna- og stígakerfið í borginni nær vel yfir 2 þúsund kílómetra. Götum og stígum er forgangsraðað og lenda stofnæðar, gönguleiðir að strætóstöðvum og plön stofnana efst í þeim forgangi. Nauðsynlegt að er endurmeta reglulega vinnulag og forgangsröðun við vetrarþjónustu og stefna að því að auka við göngu- og hjólastíga til að auðvelda þeim sem notast við umhverfisvæna fararmóta að gera það, óháð veðuraðstæðum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarbúar hafa nú allir fengið að finna á eigin skinni hversu illa hefur verið staðið að vetrarþjónustu og snjómokstri í borginni. Ástandið hefur verið alvarlegt í öllum hverfum borgarinnar, ekki síst í efri hverfum þar sem snjóþyngst er. Íbúar hafa átt í erfiðleikum með að komast ferða sinna, jafnt akandi, gangandi og hjólandi. Snjómokstur hefur verið með betri hætti á stofnbrautum í umsjón Vegagerðarinnar. Ástandið á göngustígum, hjólastígum og íbúðagötum hefur víðast verið slæmt, eins og endalausar kvartanir frá íbúum bera vitni um. Dæmi eru um að íbúar hafi ekki komist út úr götum sínum og lokast inni með bíla sína svo dögum skiptir. Þessi þjónustuskerðing hefur einnig komið niður á almenningssamgöngum og sorphirðu. Sorphirðubílar hafa ekki komist inn í þær götur sem ekki hafa verið ruddar og rusl safnast upp þar. Snjómokstur er hluti af þeirri grunnþjónustu sem sveitarfélaginu ber að sinna og er mikið öryggisatriði fyrir alla vegfarendur. Hér er enn eitt dæmi um verkefni sem meirihlutinn ræður ekki við, takist ekki að sinna þeirri grunnþjónustu sem henni ber. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks færa engu að síður starfsfólki vetrarþjónustu bestu þakkir fyrir þeirra ósérhlífnu störf og sömuleiðis ábendingar um það sem aflaga hefur farið hjá þeim sem stýra og bera ábyrgð á málaflokknum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Síðustu vikur birtist glöggt á hvaða breiddargráðu Reykjavíkurborg er. Vetur konungur hefur heldur betur minnt á sig sem er frábært. Slíkt er aldrei að finna í glærusýningum borgarinnar – hvorki í uppbyggingaráforum né borgalínuglærunum þar sem sýnd er sól og aftur sól. Það er stór undarlegt að Reykjavíkurborg og Vegagerðin séu ekki með samvinnu í vetrarþjónustu Reykjavíkur. Snjómoksturinn hefur því tvo aðskilda hausa sem vita ekki hvað hinn gerir. Starfsandi er í molum innan raða starfsmanna vetrarþjónustunnar. Eftirfarandi birtist í Morgunblaðinu 21 febrúar sl.“ Starfsmenn vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa fengið sig fullsadda með það sem þeir nefna „hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í [sinn] garð,“ af hálfu borgaryfirvalda. Þeir sendu bréf þess efnis til yfirmanna sinna í janúar, en hafa engin svör fengið.“ Starfsaðstaða starfsmanna er ömurleg og kvartað er undan mismunun, hroka og einelti, sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg segir í bréfinu. Hér birtist enn ein starfsstöðin hjá borginni sem er með mannauðsmálin í molum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins vill hrósa starfsmönnum vetrarþjónustunnar sem sinna snjóhreinsuninni og færir þeim sínar bestu þakkir fyrir störf sín. Þessi vinna hlýtur að vera sérlega erfið. Það snjóar, rignir, frýs, snjóar meira, hlánar, frís o.s.frv. Þetta hefur og er oft engin venjuleg tíð. Klakinn hleðst upp og má sjá fyrir sér að vélarnar ráði ekki við þetta. Þegar verst lætur hlýtur þetta að vera mikið álag á þessa starfsmenn og fjölskyldur þeirra enda hvorki spurt um hvort sé dagur eða nótt, virkur dagur eða rauður dagur. Bestu þakkir. Ofan á þetta bætist eins og fram hefur komið í bréfi frá starfsmönnum sem sent var til allra borgarfulltrúa og í fréttum að eitthvað mikið er að í baklandinu á þessum vinnustað. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um það mál, hverjir séu ábyrgir fyrir alvarlegu ástandi sem þarna ríkir. Einnig er því velt upp hvar Mannauðsdeildin er í öllu því máli? Minnt er á hlutverk Mannauðsdeildar í málum sem þessum. Mannauðsdeild á að koma inn sem lausnarúrræði, stuðningsúrræði og taka utan um starfsfólkið, hlúa að því og hvetja. Hefur Mannauðsdeildin gert það í þessu máli? Það er ótækt að starfsmenn búi við svo neikvæðar vinnuaðstæður í svo miklu álagsstarfi sem þessu.

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri, Björn Ingvarsson deildarstjóri og Ásdís Ásbjörnsdóttir mannauðsstjóri taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  24. Lyklafellslína og Hamraneslína, kynning         Mál nr. SN220081

    Kynning á áformum Landsnets um breytingar á Lyklafellslínu og Hamraneslínu.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri, Haraldur Sigurðsson deildarstjóri, Rúnar Dýrmundur Bjarnason frá Mannviti og Smári Jóhannsson og Rut Kristinsdóttir frá Landsneti taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    -    Kl. 11:04 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.

    Fylgigögn

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um vetrarþjónustu Reykjavíkur         Mál nr. US220051

    Þann 21.02.2022 fengu allir borgarfulltrúar og fleiri bréf frá starfsmönnum vetrarþjónustu sem lýsa mikilli óánægju og vanlíðan. Segir í texta með bréfinu að "bréf þetta fjallar um það sem við teljum vera þekkingarleysi, ófullnægjandi aðbúnað, óboðlegt vaktafyrirkomulag og mismunun í garð starfsfólks sem sér um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar". "Í öðru lagi fjallar það um skoðanakúgun, forsjárhyggja, einelti, þöggun og mismunun sem við teljum að viðgangist innan borgarkerfisins. Mikið af gögnum og vitnisburðum liggur fyrir varðandi þessi mál sem setja má fram síðar." Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum og skýringum á hvað veldur þessari miklu óánægju sem hér er lýst. Óvenjulegt er að fá bréf sem þetta frá öllum starfsmönnum í einni af deildum borgarinnar. Ætla að mikið þurfi til til að viðkomandi telji sig knúinn til að ákalls sem þetta. Má rekja þetta kannski til yfirstjórnar? Bréf verkstjórans lýsir grafalvarlegri stöðu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr, hvað á að gera, hvernig á að bregðast við. Við þetta er ekki hægt að una? Því fer Flokkur fólksins fram á það að fá upplýsingar um það úrbótaferli sem átti að vera í gangi og hvað mun verða gert nú þegar þessar ábendingar hafa borist. 

    Frestað.

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Loftkastalamálið í Gufunesi         Mál nr. US220052

    Fram hefur komið frá umhverfis- og skipulagssviði að skoða eigi enn frekar með opnum huga mögulegar lausnir til að koma til móts við umkvartanir hagsmunaaðila. Gera á athuganir með hönnuðum verksins og utanaðkomandi ráðgjöfum. Eftir það á að boða hagaðilum til fundar og kynna niðurstöðuna. Þessi svör og viðbrögð eru einfaldlega ekki nógu góð að mati fulltrúa Flokks fólksins. Spurt er hvort það standi fyrir dyrum að Sviðið gera athuganir á sjálfu sér? Einnig er spurt hvar samráð er statt í öllu þessu máli eins og einmitt hefur verið tiltekið að eigi að hafa í umsögn fyrir framkvæmdaleyfi frá Umhverfis- og skipulagssviði?

    Frestað.

  27. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, tillögu um leiðir til að skýla stofnvegi undir Esju gegn vindi         Mál nr. US220053

    Tíðar vegalokanir vegna veðurs á Kjalarnesi þessa dagana vekja upp þá spurningu hvort að hægt sé að tryggja íbúum meira öryggi vegna vindstrengja og vindhviða við og undir Esjunni. Ekki aðeins er um að ræða öryggi íbúa á svæðinu og einu leið þeirra til og frá heimili sínu að vinnu og þjónustu (þ.m.t. endurvinnslustöðvar og heilbrigðisþjónustu) heldur einnig aðalumferðaræð landsbyggðar til Reykjavíkur. Hugsanlegt er að skjólveggur eða skjólbelti af einhverri gerð gæti dregið úr þessum vanda og er því lagt til að umhverfis og skipulagssviði verði falið að skoða og finna raunhæfar lausnir á þessum vanda.

    Frestað.

  28. Fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar         Mál nr. US220054

    Nú liggja í loftinu miklar breytingar varðandi staðsetningu á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar vegna áforma um fyrsta áfanga Borgarlínu. Malbikunarstöðin Höfði er að flytja til Hafnarfjarðar. Knarrarvogur 2 var keyptur fyrir nokkrum dögum vegna Borgarlínunnar. Þjónustumiðstöðin við Stórhöfða 7-9 mun þurfa að víkja vegna Borgarlínustöðvar á Höfða og aðstaða vetrarþjónustu á Þórðarhöfða 4 þarf að leggjast af. Því er spurt: 1. Hversu lengi er áætlað að saltgeymslan og önnur starfsemi vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar verði á Þórðarhöfða 4.  2. Er slík starfsemi í gangi annars staðar á vegum Reykjavíkurborgar. 3. Hvað er Reykjavíkurborg með mikið húsnæði á leigu við Þórðarhöfða 4, af hverjum og hver er leigukostnaðurinn. 4. Hvert er áætlað að starfsemin á Þórðarhöfða 4 fari þegar framkvæmdir við Borgarlínu og aðra uppbyggingu hefst. 5. Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar er við Stórhöfða 7-9. Er lóðin og húsnæðið þar í eign borgarinnar og hversu lengi er áætlað að þessi starfsemi verði þar, en ein stærsta stoppistöð Borgarlínunnar og leið hennar liggur í gegnum þessa lóð. 6. Ef um er að ræða leigu á aðstöðu Reykjavíkurborgar við Stórhöfða 7-9, af hverjum er leigt, hversu lengi og hver er leigukostnaðurinn. 7. Hvert er áætlað að starfsemin við Stórhöfða 7-9 flyti þegar framkvæmdir við borgarlínu og aðra uppbyggingu á svæðinu hefst.

    Frestað.

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sorpflokkun         Mál nr. US220055

    Sveitarfélög eru ekki komin langt í að endurvinna gler þó að það eigi að fara að safna því núna. Samkvæmt skuldbindingum okkar gagnvart ESB eigum við að endurvinna gler en það er ekki gert enn. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram fyrirspurn um hvenær endurvinnsla glers hefjist í Reykjavík? Einnig er spurt um hvaða aðgerðir á að grípa til, til þess að flokka plast í flokka til þess að sem mest af því verður endurunnið? Verður það gert hér á landi eða sent til úrvinnslu erlendis þar sem lögð er áhersla á að endurvinna sem mest. Eða verður þessu brennt? Núverandi hugmyndir eru um hátæknibrennslustöð, en slík stöð endurvinnur ekki, hún brennir oft endurvinnanlegu efni. Hátæknibrennslustöð er því ekkert annað en milliskref en ekki endanlegt ferli.

    Frestað.

  30. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um vetrarþjónustu          Mál nr. US220056

    Reykjavíkurborg keypti bíl í vetrarþjónustu þvert á þarfagreiningar sem reyndist ónothæf þar sem hún gat ekki borið eins tonna saltkassa sem notaðir eru til að hálkuverja þrengri götur borgarinnar.

    1. Hvað kostaði bíllinn?

    2. Var farið í verðkönnun?

    3. Hver er seljandi bílsins?

    4. Eru fleiri svona kaup sem ekki hefur verið upplýst um?

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:36

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
129._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_23._februar_2022.pdf