Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 119

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 3. nóvember kl. 09:05, var haldinn 119. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Þórdís Pálsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson, áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Valgerður Árnadóttir og áheyrnarfulltrúinn Daníel Örn Arnarsson.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Björn Axelsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti með fjarfundarbúnaði: Inga Rún Sigurðardóttir.

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Skipulags- og samgönguráð og umhverfis- og heilbrigðisráð 2018-2022, fundadagatal 2022         Mál nr. SN130008

    Lögð fram drög að fundadagatali skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs fyrir árið 2022.

    Samþykkt.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18., 20. og 28. október 2021.

    Fylgigögn

  3. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi     (05.8)    Mál nr. SN210665

    Hestamannafélagið Fákur, Brekknaás 5, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Hestamannafélagsins Fáks dags. 22. september varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði. Í breytingunni felast annars vegar breytingar á framtíðaráætlunum á svæðinu og hins vegar samræming skipulagsins að núverandi stöðu. Um er að ræða breytingar í þrettán liðum, auk fimm lagfæringa á uppdrætti til samræmis við núverandi stöðu, samkvæmt uppdr. Landslags. dags. 16. október 2021.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Skipholt 1, breyting á lóðamörkum     (01.241.2)    Mál nr. SN210709

    Lagt fram bréf Landupplýsingardeildar dags. 15. október 2021 þar sem óskað er eftir breytingu á lóðamörkum lóðarinnar nr. 1 við Skipholt sem felst í minnkun lóðar í samræmi við lóðauppdrátt og breytingablað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. október 2021.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Suðurlandsvegur, frá Bæjarhálsi að Hólmsá, kynning     (05.8)    Mál nr. SN210726

    Lögð fram til kynningar frumdrög, dags. 22. mars 2021 og frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum, dags. 8. júlí 2021, varðandi breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Staða vinnunnar kynnt og næstu skref rædd varðandi skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum kynningu á frumdrögum vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Mislæg gatnamót við Rauðavatn eru ekki á samgönguáætlun og ekki fyrirhuguð í fyrstu áföngum en allar þær hugmyndir þyrfti að rýna mjög vel enda myndu þau ganga inn á útivistarsvæði Rauðavatns. Við áréttum nauðsyn þess að leggja sérstakan hjólastíg milli Reykjavíkur og þéttbýlisstaða á Suðurlandi samhliða tvöföldun Suðurlandsvegar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Skipulagsyfirvöld leggja fram kynningu um tvöföldun Suðurlandsvegar, frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Aðalatriðið er að auka umferðaröryggi enda hafa þarna orðið alvarleg slys. Þar sem um er að ræða stórframkvæmdir eru eins og gengur margvísleg önnur sjónarmið t.d. sem tengjast umgengni við náttúru, bæði þeirri náttúrulegu og þeirri manngerðu. Til dæmis verður álitamál hvort bensínstöð eigi að víkja fyrir breikkun Suðurlandsvegar, eða elsta trjáplöntunarsvæðið í borginni. Hvort tveggja er mannanna verk, en standa nú í mismunandi stöðu með tilliti til lífríkis og sögu. Tvöföldun vegar er metin hafa neikvæð áhrif á landslag og sjónræna þætti. Tvöföldun vegarins er metin hafa jákvæð áhrif á vatnsvernd og vatnafar en hvernig má það vera? Hér blasir við skilningsleysi á því hvað náttúra er. En öryggisþættir hljóta vissulega ávallt að vega mest. Fram kemur að mislægu gatnamótin verði að svipaðri gerð og vegamótin á Arnarnesvegi og Reykjanesbraut. Sjónræn áhrif verða mikil vegna aukins umfang mannvirkja bæði í 2. áfanga verksins og í framtíðinni þegar vegamótin verða mislæg. Ef horft er til Arnanesvegarins er að verða ljóst að hugtakið "íbúalýðræði" virkar ekki. Hávær mótmæli eru gegn þeirri framkvæmd en ekkert er hlustað.

    Bryndís Friðriksdóttir og Erna B. Hreinsdóttir frá Vegagerðinni og Baldvin Einarsson, Hjálmar Skarphéðinsson og Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6.     Fossvogsvegur 8, breyting á deiliskipulagi     (01.849.2)    Mál nr. SN210345

    Guðmundur Gunnlaugsson, Naustabryggja 54-56, 110 Reykjavík

    Nýbraut ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 6. maí 2021 ásamt bréfi dags. 5. maí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vigdísarlundar vegna lóðarinnar nr. 8 við Fossvogsveg. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir 15 bíla bílageymslu neðanjarðar ásamt rampa niður í hann, byggingarmagn eykst sem nemur bílakjallaranum og er það neðanjarðar. Heimild til að gera bílastæði framan við húsið er breytt úr 21 bílastæði í allt að 10 bílastæði, einnig er gerð heimakstursgata innan lóðar og fallið frá því að bakkað sé út í Fossvogsveg. Bílastæðaskilmálar eru endurskilgreindir til samræmis við "Hjóla og bílastæðareglur Reykjavíkurborgar og geta því að hámarki orðið 25 bílastæði á lóðinni, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags 30. júlí 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. september 2021 til og með 18. október 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 15. október 2021 og Jóhannes Albert Sævarsson dags. 18. október 2021. Lagður er fram tölvupóstur Guðjóns Þorkelssonar dags. 17. október 2021 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. október 2021.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2021 sbr. a liður 1. gr. viðauka 1.1. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lautarvegur 36, breyting á deiliskipulagi     (01.794.6)    Mál nr. SN210551

    Lagt fram bréf Landupplýsingardeildar dags. 21. júlí 2021 um breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar stgr 1.179 vegna lóðarinnar nr. 36 við Lautarveg. Í breytingunni felst breyting á lóðamörkum, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 8. október 2021. Einnig er lagt fram breytingablað og lóðauppdrátt dags. 21. júlí 2021. 

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  8. Úlfarsbraut 100-104 og 106-110, 

    breyting á deiliskipulagi     (02.698.5)    Mál nr. SN210716

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 100-104 og 106-110 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst leiðrétting á húsnúmerum í deiliskipulagi ásamt því að gefin er heimild fyrir að einstakir byggingarhlutar megi skaga um allt að 60 cm út fyrir byggingarreit svala á suðurhlið húsanna, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. október 2021. 

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.



    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lagðar fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1135 frá 12. október 2021, nr. 1136 frá 19. október 2021 og nr. 1137 frá 26. október 2021.

    Fylgigögn

  10. Nafnanefnd, tillaga að nýjum götunöfnum, Skerjafjörður, Ártúnshöfði, Orkureitur og annað         Mál nr. US210260

    Lagt er fram erindi nafnanefndar, dags. 19. ágúst 2021, þar sem gerð er tillaga að nöfnum gatna í Skerjafirði, Ártúnshöfða, Orkureit og annað.

    Samþykkt.

    Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Réttarholtsvegur 21-25, kæra 156/2021     (01.832.3)    Mál nr. SN210714

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. október 2021 ásamt kæru dags. 13. október 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 13. júlí 2021, þar sem samþykkt var leyfi fyrir færanlegri kennslustofu K132 - J, á lóð nr. 21-25 við Réttarholtsveg.

  12. Borgartún 8-16A, kæra 154/2021, umsögn     (01.220.1)    Mál nr. SN210718

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. október 2021 ásamt kæru dags. 11. október 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík frá 14. september 2021 um að samþykkja umsókn og teikningar af breytingum á lóðinni Borgartún 8-16A upp við Bríetartún 11 tengdum leikskóla í eignarhluta 05 0105 að Bríetartúni 11. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. október 2021.

  13. Furugerði 23, kæra 48/2021, umsögn, úrskurður     (01.807.4)    Mál nr. SN210374

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. apríl 2021 ásamt kæru dags. 16. apríl 2021 þar sem kærð er ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2. febrúar 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. júní 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. október 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2. febrúar 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Espigerðis vegna lóðarinnar nr. 23 við Furugerði.

  14. Stekkjarsel 7, kæra 66/2021, umsögn, úrskurður     (04.924.1)    Mál nr. SN210401

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. maí 2021 ásamt kæru dags. 25. maí 2021 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 á umsókn um áður gerðar breytingar sem felast í því að óútgröfnu rými er breytt í íbúðarrými og geymslu í kjallara og gluggi stækkaður á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 7 við Stekkjarsel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. júní 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. október 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 2. mars 2021 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á einbýlishúsi að Stekkjarseli 7.

  15. Lindargata 42, 44, 46 og Vatnsstígur 10-12, breyting á deiliskipulag     (01.152.5)    Mál nr. SN210410

    Sigurður Hallgrímsson, Stórakur 7, 210 Garðabær

    Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 7. október 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Lindargötu og nr. 10 og 12 við Vatnsstíg.

    Fylgigögn

  16. Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, 

    um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum 

    og félagsmiðstöðvum - R21060147, USK2021060084         Mál nr. US210203

    Lagt fram bréf borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 16. júní 2021, þar sem lagt er til að borgarstjórn feli aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla í grunnskólum og félagsmiðstöðvum fyrir árslok 2021 og gera tillögur að úrbótum til umhverfis- og skipulagssviðs sem skal ljúka úrbótum fyrir árslok 2022. Tillagan var lögð fram á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 11. júní 2021 og vísað til umsagnar skipulags- og samgönguráðs.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðsins um að bæta aðgengi fatlaðra í skólum og félagsmiðstöðvum. Fyrsta skrefið er að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla og skoða hvernig það er háttað í dag. Tillagan boðar að þetta verði gert fyrir árslok 2021. Sennilega má ætla að það náist tæplega en mikilvægt er að hefja verkið sem allra fyrst. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til 2. des. 2020 að ráðist verði í úttekt á aðgengismálum í Reykjavík af hálfu umhverfis- og skipulagssviðs hvað varðar hjólastólaaðgengi og göngugrindur enda á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að allir hafi jafnt aðgengi. Þetta er kveðið á um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Lög um mannvirki leggja þá skyldu á sveitarfélög að hafa eftirlit með aðgengismálum. Ítrekað hefur verið bent á það að reglur um aðgengi séu ekki virtar. Einkaframtak eins og verkefni “römpum upp Reykjavík” hefur bjargað miklu en auðvitað eiga borgaryfirvöld ekki að treysta á frumkvæði annarra í þessum efnum heldur á borgin að eiga frumkvæðið og vinna verkið í samvinnu við þá sem málin varða eins og lög og reglur gera ráð fyrir

    Fylgigögn

  17. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um leikvöll í Árskógum í Breiðholti         Mál nr. US210299

    Lagt er til að fundinn verði staður fyrir leikvöll í nágrenni við íbúðir í Árskógum í Breiðholti. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra hverfisskipulags. 

    Fylgigögn

  18. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um úttekt á leikskólum         Mál nr. US210300

    Lagt er til að úttekt verði gerð á aðstöðu á leikskólum fyrir þá sem koma þangað hjólandi, gangandi eða með öðrum umhverfisvænum faramátum, til vinnu eða með börn sem eru nemendur í skólunum. Úttektin snúi að því hvort aðstaða sé til að geyma við leikskólana kerrur sem hengdar eru aftan á hjól, barnakerrur, reiðhjól eða önnur umhverfisvæn farartæki. Ef slíkar geymslur eru til staðar við einhverja leikskóla verði jafnframt kannað hvort þær séu upphitaðar.

    Vísað til meðferðar stýrihóps um innleiðingu hjólreiðaáætlunar.

  19. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að byggð verði önnur sundlaug í Breiðholti         Mál nr. US210272

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að byggð verði önnur sundlaug í Breiðholti sem dæmi í Seljahverfi eða við íþróttasvæði ÍR? Nýtt hverfisskipulag fyrir öll hverfi Breiðholts hefur verið í umræðunni í vetur og hefur verið kynnt Breiðhyltingum. Í Breiðholti er ein sundlaug, Sundlaug Breiðholts. Í hverfinu öllu búa 22 - 24 þúsund manns. Það segir sig sjálft að ein sundlaug dugar varla til að annast þjónustu við hverfisbúa. Áætlað er að byggja mikið í Breiðholti næstu misserin sbr. nýtt hverfisskipulag. Um er að ræða allt að 2000 íbúðir þegar allt er tiltekið þar af nýjar íbúðir í Mjódd gætu orðið ca. 600 og aukaíbúðir í sérbýli mögulega ca. 500-700. Sjá má hvernig nýtingatölur í Sundlaug Breiðholts hafa hækkað jafnt og þétt frá 2009. World Class opnaði líkamsræktarstöð við hlið laugarinnar 2017 og fjölgað gestum laugarinnar þá umtalsvert. Árið 2009 var aðsókn 204.047 en árið 2019 432.219. Til samanburðar eru 3 sundlaugar í Hafnarfirði en þar búa ca. um 28 þúsund manns.

    Tillögunni fylgir greinargerð. 

    Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að byggð verði önnur sundlaug í Breiðholti sem staðsett yrði t.d. í Suður Mjódd hefur verið felld með þeim rökum að nóg sé af góðum sundlaugum í borginni og að verið sé að byggja nýja sundlaug í Úlfarsárdal, Fossvogi og í Ártúnshöfða. Breiðholtið er risastórt hverfi og í því er aðeins ein sundlaug, Sundlaug Breiðholts. Í hverfinu öllu búa 22 - 24 þúsund manns. Það segir sig sjálft að ein sundlaug dugar varla til að annast þjónustu við hverfisbúa. Áætlað er að byggja mikið í Breiðholti næstu misserin sbr. nýtt hverfisskipulag. Um er að ræða allt að 2000 íbúðir þegar allt er tiltekið þar af nýjar íbúðir í Mjódd sem gætu orðið ca. 600 og aukaíbúðir í sérbýli mögulega ca. 500-700. Nýtingartölur í Sundlaug Breiðholts hafa hækkað jafnt og þétt frá 2009. World Class opnaði líkamsræktarstöð við hlið laugarinnar 2017 og fjölgað gestum laugarinnar þá umtalsvert. Árið 2009 var aðsókn 204.047 en árið 2019 432.219. Til samanburðar eru 3 sundlaugar í Hafnarfirði en þar búa um 28 þúsund manns. Nú er staðan þannig að erfitt ef ekki ógerlegt er að fara í sund milli 8-16. Það er því brýnt að skoða að byggja aðra sundlaug í hverfinu.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavík hefur metnaðarfulla stefnu varðandi uppbyggingu sundlauga í borginni. Verið að taka í notkun nýja sundlaug í Úlfarsárdal. Undirbúningur er hafinn að Fossvogslaug. Áætlanir gera jafnframt gert ráð fyrir nýrri sundlaug í Ártúnshöfða. Síðastnefnd verkefni eru ofar í forgangi en sú sundlaug sem nefnd er í tillögunni og er tillagan því felld.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rétt er að skoða skipulagsmál í Breiðholti heildstætt og skoða möguleika um sundlaugar og íþróttamannvirki til lengri tíma. Þá er rétt að minna á að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa talað fyrir því að opna sundlaugina við Ölduselsskóla fyrir almenning.

    Fylgigögn

  20. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um ljósastýringu í bílakjallara Ráðhússins         Mál nr. US210285

    Tillaga Flokks fólksins að ljósabúnaður við innkeyrslu bílakjallara Ráðhússins verður lagaður hið fyrsta. Í mörg ár hefur verið ljósabúnaður við innkeyrslu bílakjallara Ráðhússins, þar sem umferð upp og niður var stýrt með rauðu og grænu ljósi, þar sem innkeyrslan er einbreið. Til viðbótar var ljós fyrir ofan með textanum "Fullt" sem gaf til kynna að engin stæði væru laus og þá var rauða ljósið jafnframt logandi þótt enginn bíll væri að koma á móti. Nú hefur þetta verið tekið niður og einungis rautt og grænt ljós gefur til kynna hvort umferð sé að koma upp innkeyrsluna. Þetta er ekki lengur tengt teljara aðgangskerfisins. Afleiðingin er sú, að bílum er hleypt niður innkeyrsluna, en lokunarsláin opnast ekki ef stæðin eru öll upptekin. Það gerist einnig þótt einhver stæði séu laus, frátekin fyrir þá sem eru með sérstök kort frá Ráðhúsinu. Ófremdarástand hefur skapast við þessa breytingu þegar röð af 3-4 bílum eru á leið ofan í kjallarann en sláin lyftist þar sem kjallarinn er fullur. Allir meta það svo að græna ljósið þýði laus pláss og vandræði myndast þegar allir bílar þurfa að bakka aftur upp innkeyrsluna. Þessu þarf að breyta og setja aftur upp skiltið "Fullt" ásamt rauða ljósinu sem áður var, þannig að ekki sé ekið niður í bílakjallarann við þessar aðstæður.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Bílastæðasjóðs.

  21. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    um verktryggingar         Mál nr. US210297

    1. Er Reykjavíkurborg eða umhverfis- og skipulagssvið að taka verktryggingar?

    2. Ef svo er - á hvaða lagagrunni er slík verktrygging byggð? 

    3. Ef svo er - hvað er verktryggingin há?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  22. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    um líffræðilegan fjölbreytileika 

    og skilgreiningu á honum         Mál nr. US210273

    Fyrirspurn frá Fulltrúa Flokks fólksins um líffræðilegan fjölbreytileika og skilgreiningu á honum. Víða í gögnum um skipulagsmál borgarinnar ekki síst frá verkfræðistofum sem vinna ýmis konar vinnu fyrir borgaryfirvöld er talað um að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá skilgreiningu á líffræðilegum fjölbreytileika. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

    -    Kl. 10:26 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

    -    Kl. 10:26 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.

  23. Grásleppuskúrar við Ægissíðu, kynning         Mál nr. US210284

    Kynning á grásleppuskúrunum við Ægissíðu frá forstöðumanni Borgarsögusafns að beiðni Sjálfstæðisflokksins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Grásleppuskúrar eru menningarminjar og mikilvægt að halda í þá arfleifð. En miðað við hvernig þeir voru gerðir er ekki hætta á að endurgerðin verði sögufölsun að einhverju leyti? Kassafjalir og alls kyns þeirra tíma byggingarafgangar liggja ekki á lausu. En þetta er framtíðarverkefni og vissulega er gaman að sjá þessar minjar lifa áfram.

    Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um álit umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum         Mál nr. US210310

    Fyrirspurn Flokks fólksins um viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við áliti umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum. Hefur Reykjavík beint fyrirmælum til Bílastæðasjóðs um að breyta verklagsreglum í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að ekki væri heimilt að sekta vegna bifreiða sem lagðar eru í merkt stæði á göngugötum ef um er að ræða handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða? Stendur til að bregðast við áliti Umboðsmanns með því að hætta að sekta fyrir slík tilvik eða verður brugðist við álitinu á annan hátt?

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað

    Fylgigögn

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um lóðir á Kjalarnesi         Mál nr. US210311

    Fyrirspurnir um lóðir á Kjalarnesi? Fulltrúi Flokks fólksins spyr um lóðir á Kjalarnesi. Fulltrúa Flokks fólksins skilst að það hafi verið óskað eftir byggingarleyfum fyrir íbúðasvæði á Kjalarnesi en ekki verið leyft. Einhverjar lóðir eru þar lausar en ekki fengist leyfi. Óskað er eftir upplýsingum um hve mörgum umsóknum hefur verið hafnað um byggingu einbýlis og raðhúsa á Kjalarnesi síðustu misseri. Hafa skal í huga að það vilja ekki allir búa í blokk á þéttingarsvæðum auk þess sem blokkaríbúðir á þéttingarreitum, jafnvel þær minnstu eru dýrar og ekki fyrir námsmenn, fyrstu kaupendur hvað þá efnaminna fólk að fjárfesta í.

    Frestað.

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skipulagsstafi við Vonarstræti og Lækjargötu         Mál nr. US210312

    Fulltrúi Flokks fólksins spyr hverju það sæti að fæst að því sem lagt var upp með á þessu tímabili stenst tímaáætlun. Óskað er eftir að rýnt verði í hvað veldur og fulltrúi Flokks fólksins fái skrifleg svör. Nýlega bárust fregnir að því að Reykjavíkurborg hafi framlengt leyfi til að þrengja að umferð við Lækjargötu og Vonarstræti vegna framkvæmda við byggingu hótels við Lækjargötu 12 fram til 30. apríl 2022. Vestari akrein Lækjargötu var lokað í mars 2019 vegna framkvæmdanna. Þess vegna verða umferð/umferðarþrengingar þarna óbreyttar. Þær aðstæður sem þarna eru skapa slysahættu bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Spurt er hvort ekki megi hagræða á þessu svæði með öðrum hætti þrátt fyrir framkvæmdirnar? Sem dæmi mætti minnka vinnusvæðið til muna. Það hótel sem þarna rís opnar tveimur árum síðar en áætlað var. Kórónuveirufaraldur er sagður ein af ástæðum tafa þrátt fyrir að meirihlutinn lagði mikla áherslu á að hraða skyldi framkvæmdum sem aldrei fyrr til að tryggja atvinnu í COVID. 

    Frestað.

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að einfalda umsóknarferli rekstrarleyfis         Mál nr. US210313

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi í Reykjavík þurfi aðeins að setja sig í samband við einn aðila í borgarkerfinu, einn tengilið í stað þess að þurfa að tala við marga. Eins og staðan er núna þá er þetta umsóknarferli óþarflega flókið. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið getur tekið allt að 45 daga. Á þessu er allir gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferli iðulega mikið lengra. Enda þótt ferlið virki einfalt í einhverjum fimm skrefum á vef borgarinnar hafa fjölmargir lýst þessu ferli sem göngu milli Pontíusar og Pílatusar. Í þessari tillögu er lagt til einn aðili, svokallaður tengiliður annist þessi mál þannig að hann haldi utan um gögnin. Með því að hafa samband við tengiliðinn er hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt. Tengiliðurinn safni síðan gangapakkanum saman og geri hann kláran fyrir umsækjanda. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þetta sé gert með þessum hætti þar til stafrænar lausnir eru komnar sem leysi tengiliðinn af hólmi. Slíkar stafrænar lausnir ættu að geta komið fljótt ef leitað er samstarfs við t.d. Stafræna Ísland eða aðra sem komnir eru lengra í stafrænum lausnum.

    Frestað.

  28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um kvöð um tímaramma þegar byggingaleyfi er veitt         Mál nr. US210314

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að veiti skipulagsyfirvöld byggingarleyfi fylgi því leyfi tímamörk sem viðkomandi hefur til að fullklára bygginguna. Útgefið leyfi þarf að leiða til þess að bygging rísi á viðkomandi lóð innan ákveðins tíma. Um tímann má semja enda ýmislegt sem kemur til. Fram til þessa eru sum útgefin leyfi aðeins pappír um eitthvað sem kannski verður gert. Í einhverjum tilfellum eru engar sérstakar ástæður fyrir töfum nema kannski að það standi illa á hjá lóðarhafa, hann vilji jafnvel bíða og sjá hvert íbúðaverð er að þróast. Meirihlutinn segir nú vera metár í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en það sárvantar enn húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrum sinnum lagt fram fyrirspurnir um byggingarferli og tillögur um að einfalda ferlið en kvartað er yfir töfum og að flækjustig séu óþarflega mörg. Byggingarferli á nýjum íbúðum er tímafrekt við bestu aðstæður og enn tímafrekari þegar byggt er á þéttingarreitum. Verði Flokkur fólksins í næsta meirihluta borgarstjórnar mun hann vilja tryggja stöðugt framboð á lóðum og auka lóðaframboð á reitum sem ekki eru þegar byggðir.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  29. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    um gatnaframkvæmdir í Gufunesi         Mál nr. US210316

    Óskað er eftir upplýsingum um allar breytingar sem hafa verið gerðar vegna gatnaframkvæmda í Gufunesi frá árinu 2019 og upplýsingar um kostnað við gatnaframkvæmdir frá árinu 2019. Ennfremur upplýsingar um kostnað vegna hönnunar og eftirlits í Gufunesi frá árinu 2019 vegna framkvæmda og gatnagerðar.

    Frestað.

  30. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um borð og bekki fyrir einstaklinga er nýta hjólastóla         Mál nr. US210317

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að bekkir og borð sem henta einstaklingur er nýta hjólastóla verði settir upp á völdum stöðum í borgarlandinu (sjá myndir). Lagt er til að leitað verði til Sjálfsbjargar varðandi val og staðsetningu á þessum bekkjum og borðum.

    Frestað.

    Fylgigögn

  31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um bílastæði við Brávallagötu         Mál nr. US210318

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir rökum skipulagsyfirvalda um að taka 12 bílastæði við Brávallagötu undir rafbílastæði án samráðs við íbúa. Bílastæði við götuna eru of fá og ekki vitað hvort nokkur sem þarna býr sé á rafbíl. Fulltrúi Flokks fólksins hefur talað um að flýta skuli orkuskiptum og þá ekki síst með því að liðka fyrir rafbílum m.a. með ívilnunum og á það einnig við um twin-bíla. Metanbílar eru ekki margir í Reykjavík og hefur borgin frekar vilja brenna metan á báli á söfnunarstað en nýta það. Rafbílar eru því miður enn of dýrir og hafa þeir sem minna hafa milli handanna ekki ráð á þeim. Nú hefur frést að án samtals við íbúa að bílastæði við Brávallagötu séu tekin undir rafbílastæði. Sumum finnst að þessi aðgerð sé eins konar þvingunarleið skipulagsyfirvalda til að fólk fari á rafbíl. En það er varla hægt að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það hefur ekki efni á. 

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:04

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0311.pdf