Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 117

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 13. október kl. 09:01, var haldinn 117. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Katrín Atladóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Daníel Örn Arnarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Björt Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Björn Axelsson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti með fjarfundarbúnaði: Inga Rún Sigurðardóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

  Lögð fram samþykkt nr. 1124/2021, dags. 4. október 2021, um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 1020/2019.

  -    Kl. 09:03 tók Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
  -    Kl. 09:03 tók Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

  Skipulagsmál

  Fylgigögn

 2. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, kynning     (05.1)    Mál nr. SN150743

  Kynning á vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1, Háaleiti Múlar.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Að halda Reykjavíkurborg í lóðaskorti með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs er markviss stefna til að þrengja að grónum hverfum vestan Elliðaáa til að keyra þéttingarstefnuna áfram af fullum þunga þvert á vilja Reykvíkinga. Einnig er þetta bein aðför að fjölskyldubílnum. Það birtist best í hverfaskipulagi fyrir hverfin: Háaleiti-Bústaðir, Háaleiti-Múlar. Þetta er hræðileg framtíðarsýn sem minnir meira á austantjaldsborgir eins og þær voru fyrir fall kommúnistans. Blokkir á blokkir ofan nálægt umferðaræðum á stofnvegum. Veghelgunarsvæði stofnbrauta er ekki virt samkvæmt lögum og eingöngu vísað í „samtal“ við Vegagerðina en hún breytir ekki lögum. Það er verið að taka allan karakter úr þessari fallegu, grænu borg sem Reykjavíkurborg er. Í skipulaginu er ekki staðið við samgöngusáttmálann um mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut. Upplýst var að verið er að gera hringtorg gengt Grillhúsinu/Sprengisandi sem kemur þá með að vera við hliðina á mislægu gatnamótunum. Hvaða dæmalausa vitleysa er þetta? Ekkert kemur lengur á óvart í skipulagsslysum meirihlutans.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Kynnt er hverfisskipulag Háaleitis og Bústaðahverfis. Kynning fylgdi ekki í gögnum. 
  Ótal spurningar vakna við glærukynninguna en ekki er mikið um  upplýsingar, meira vangaveltur. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um hver sé áætluð fjölgun íbúa í þessum hverfum. Heimild er fyrir að fólk byggi við hús sín og á lóðum sínum en rennt er blint í sjóinn með hver sú fjölgun geti orðið. Hvað með atvinnutækifæri í hverfi, hvað með umferðarmál?. Talað er um deilibílastæði en engin önnur bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um skólamálin. Hvernig á að stækka leikskóla og skóla en engin svör eru við því á þessu stigi.

  Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 3. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, kynning     (05.2)    Mál nr. SN150744

  Kynning á vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.2, Kringlan-Leiti-Gerði.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Að halda Reykjavíkurborg í lóðaskorti með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs er markviss stefna til að þrengja að grónum hverfum vestan Elliðaáa til að keyra þéttingarstefnuna áfram af fullum þunga þvert á vilja Reykvíkinga. Einnig er þetta bein aðför að fjölskyldubílnum. Það birtist best í hverfaskipulagi fyrir hverfin: Háaleiti-Bústaðir, Háaleiti-Múlar. Þetta er hræðileg framtíðarsýn sem minnir meira á austantjaldsborgir eins og þær voru fyrir fall kommúnistans. Blokkir á blokkir ofan nálægt umferðaræðum á stofnvegum. Veghelgunarsvæði stofnbrauta er ekki virt samkvæmt lögum og eingöngu vísað í „samtal“ við Vegagerðina en hún breytir ekki lögum. Það er verið að taka allan karakter úr þessari fallegu, grænu borg sem Reykjavíkurborg er. Í skipulaginu er ekki staðið við samgöngusáttmálann um mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut. Upplýst var að verið er að gera hringtorg gengt Grillhúsinu/Sprengisandi sem kemur þá með að vera við hliðina á mislægu gatnamótunum. Hvaða dæmalausa vitleysa er þetta? Ekkert kemur lengur á óvart í skipulagsslysum meirihlutans.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Kynnt er hverfisskipulag Háaleitis og Bústaðahverfis. Kynning fylgdi ekki í gögnum. Ótal spurningar vakna við glærukynninguna en ekki er mikið um  upplýsingar, meira vangaveltur. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um hver sé áætluð fjölgun íbúa í þessum hverfum. Heimild er fyrir að fólk byggi við hús sín og á lóðum sínum en rennt er blint í sjóinn með hver sú fjölgun geti orðið. Hvað með atvinnutækifæri í hverfi, hvað með umferðarmál?. Talað er um deilibílastæði en engin önnur bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um skólamálin. Hvernig á að stækka leikskóla og skóla en engin svör eru við því á þessu stigi.

  Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum.

 4. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi, kynning     (05.3)    Mál nr. SN150745

  Kynning á vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.3, Bústaða- og Smáíbúðahverfi.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Að halda Reykjavíkurborg í lóðaskorti með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs er markviss stefna til að þrengja að grónum hverfum vestan Elliðaáa til að keyra þéttingarstefnuna áfram af fullum þunga þvert á vilja Reykvíkinga. Einnig er þetta bein aðför að fjölskyldubílnum. Það birtist best í hverfaskipulagi fyrir hverfin: Háaleiti-Bústaðir, Háaleiti-Múlar. Þetta er hræðileg framtíðarsýn sem minnir meira á austantjaldsborgir eins og þær voru fyrir fall kommúnistans. Blokkir á blokkir ofan nálægt umferðaræðum á stofnvegum. Veghelgunarsvæði stofnbrauta er ekki virt samkvæmt lögum og eingöngu vísað í „samtal“ við Vegagerðina en hún breytir ekki lögum. Það er verið að taka allan karakter úr þessari fallegu, grænu borg sem Reykjavíkurborg er. Í skipulaginu er ekki staðið við samgöngusáttmálann um mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut. Upplýst var að verið er að gera hringtorg gengt Grillhúsinu/Sprengisandi sem kemur þá með að vera við hliðina á mislægu gatnamótunum. Hvaða dæmalausa vitleysa er þetta? Ekkert kemur lengur á óvart í skipulagsslysum meirihlutans.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Kynnt er hverfisskipulag Háaleitis og Bústaðahverfis. Kynning fylgdi ekki í gögnum. 
  Ótal spurningar vakna við glærukynninguna en ekki er mikið um  upplýsingar, meira vangaveltur. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um hver sé áætluð fjölgun íbúa í þessum hverfum. Heimild er fyrir að fólk byggi við hús sín og á lóðum sínum en rennt er blint í sjóinn með hver sú fjölgun geti orðið. Hvað með atvinnutækifæri í hverfi, hvað með umferðarmál?. Talað er um deilibílastæði en engin önnur bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um skólamálin. Hvernig á að stækka leikskóla og skóla en engin svör eru við því á þessu stigi.

  Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum.

 5. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, kynning         Mál nr. SN150746

  Kynning á vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.4, Fossvogshverfi-Blesugróf.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Að halda Reykjavíkurborg í lóðaskorti með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs er markviss stefna til að þrengja að grónum hverfum vestan Elliðaáa til að keyra þéttingarstefnuna áfram af fullum þunga þvert á vilja Reykvíkinga. Einnig er þetta bein aðför að fjölskyldubílnum. Það birtist best í hverfaskipulagi fyrir hverfin: Háaleiti-Bústaðir, Háaleiti-Múlar. Þetta er hræðileg framtíðarsýn sem minnir meira á austantjaldsborgir eins og þær voru fyrir fall kommúnistans. Blokkir á blokkir ofan nálægt umferðaræðum á stofnvegum. Veghelgunarsvæði stofnbrauta er ekki virt samkvæmt lögum og eingöngu vísað í „samtal“ við Vegagerðina en hún breytir ekki lögum. Það er verið að taka allan karakter úr þessari fallegu, grænu borg sem Reykjavíkurborg er. Í skipulaginu er ekki staðið við samgöngusáttmálann um mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut. Upplýst var að verið er að gera hringtorg gengt Grillhúsinu/Sprengisandi sem kemur þá með að vera við hliðina á mislægu gatnamótunum. Hvaða dæmalausa vitleysa er þetta? Ekkert kemur lengur á óvart í skipulagsslysum meirihlutans.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Kynnt er hverfisskipulag Háaleitis og Bústaðahverfis. Kynning fylgdi ekki í gögnum. Ótal spurningar vakna við glærukynninguna en ekki er mikið um  upplýsingar, meira vangaveltur. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um hver sé áætluð fjölgun íbúa í þessum hverfum. Heimild er fyrir að fólk byggi við hús sín og á lóðum sínum en rennt er blint í sjóinn með hver sú fjölgun geti orðið. Hvað með atvinnutækifæri í hverfi, hvað með umferðarmál?. Talað er um deilibílastæði en engin önnur bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um skólamálin. Hvernig á að stækka leikskóla og skóla en engin svör eru við því á þessu stigi.

  Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum.

 6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

  Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. október 2021.

  Byggingarmál

  Fylgigögn

 7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

  Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1134 frá 5. október 2021.

  Samgöngumál

  Fylgigögn

 8. Bryggjugata vistgata, 
  tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210292

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 6. október 2021:

  Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að Bryggjugata verði merkt sem vistgata. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Skipulagsmál

  Fylgigögn

 9.     Skálafell, breyting á deiliskipulagi     (35.3)    Mál nr. SN210689

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skálafells. Í breytingunni felst að deiliskipulag verði aðlagað að sveitarfélagamörkum á milli Reykjavíkur og Kjósarhrepps sem hafa breyst frá því deiliskipulagið var unnið upphaflega og bætt er við lóð og byggingarreit á toppi Skálafells fyrir núverandi fjarskiptastöð og sendistöð sjónvarps í samræmi við gildandi lóðauppdrátt, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 11. október 2021.

  Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Ýmis mál

  Fylgigögn

 10. Smárarimi 47, málskot     (02.534.3)    Mál nr. SN210659
  Ásdís Hallgrímsdóttir, Smárarimi 47, 112 Reykjavík

  Lagt fram málskot Ásdísar Hallgrímsdóttur dags. 21. september 2021 vegna neikvæðrar umsagnar skipulagsfulltrúa frá 10. september 2021 um fjölgun bílastæða á lóð nr. 47 við Smárarima.

  Leiðrétt bókun frá fundi 29. september 2021:
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. september 2021, staðfest

  Fylgigögn

 11. Suðurgata 13, kæra 104/2021, umsögn, úrskurður     (01.141.3)    Mál nr. SN210493
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2021 ásamt kæru dags. 29. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að aðhafast ekki varðandi ólögmæta íbúð í kjallara hússins að Suðurgötu 13. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. ágúst 2021 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. september 2021. Úrskurðarorð: Kærumál þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. Jafnframt er lögð fram tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. september 2021 um framsendingu kærunnar til kærunefndar húsamála. Lagt fram að nýju ásamt erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. október 2021 ásamt endurupptökubeiðni á máli nefndarinnar dags. 21. september 2021 er varðar kjallaraíbúð á Suðurgötu 13. 

 12. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
  um samráðsfund vegna skipulagshugmynda við Arnarbakka, umsögn         Mál nr. US210238

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, ásamt tillögu Sjálfstæðisflokksins, dags. 8. október 2021.

  Tillögunni er vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Eðlilegt hefði verið að halda íbúafund um skipulagið þar sem fjölmargar athugasemdir bárust á fyrri stigum í skipulagsferlinu. Með því að funda með íbúum og fara yfir endanlega tillögu og rýna hvort eitthvað mætti betur fara gæti það skapað almennari sátt um skipulagið.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um samráðsfund vegna skipulagshugmynda við Arnarbakka. Samráð var vissulega viðhaft um breytingar við Arnarbakka  og tekið tillit til athugasemda. Gagnrýna má að forkynningar hafi ekki verið nægilega vel kynntar og því fáar  athugasemdir borist.  Til þess að samráðsferli geti kallast samráðsferli verða upplýsingar um að boðið sé til samráðs að skila sér til íbúa. Það virðist hafa mistekist í þessu tilfelli.

  Fylgigögn

 13. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
  um rafknúin farartæki í miðborg, 
  umsögn - USK2021090022         Mál nr. US190313

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ásamt tillögu Sjálfstæðisflokksins, dags. 8. október 2021.

  Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og til gerðar fjárhagsáætlunar.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Tillaga Sjálfstæðisflokks snýr að því að  umhverfis- og skipulagssvið bjóði út rekstur smárra rafknúinna farartækja sem gætu ferjað viðskiptavini frá bílahúsum að verslun og þjónustu í miðborg. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort hér sé verið að  tala um að einhver sé á staðnum, þar sem viðkomandi skilur við bíl sinn, og ferjar hann eitthvað annað? Er hér átt við litla rafknúna vagna eða opin farartæki svo sem rafskutlur? Eins er lagt til að umhverfis- og skipulagssvið hlutist til um gott aðgengi að reiðhjólum, rafskútum og öðrum sambærilegum farartækjum nærri bílahúsunum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sé viðkomandi með hjólastól í bílnum eða rafskútu þá er það varla mál borgarinnar. En tekið er undir að lítið mál ætti að vera fyrir borgina að setja upp stöðvar fyrir rafskreppur/ hlaupahjól sem allra víðast.

  Fylgigögn

 14. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um stöðu tillögu sem lögð var fram 
  2. október 2019, umsögn - USK2021090022         Mál nr. US210259

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2021.

  Fylgigögn

 15. Fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, um athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2040 eftir að athugasemdum lauk, umsögn         Mál nr. US210281

  Lögð fram umsögn  umhverfis - og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags, dags. 7. október 2021.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fimm athugasemdir bárust um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2040 eftir að athugasemdafresti lauk og þær vistaðar undir málið. Það vekur upp þá spurningu hvort það samræmist skipulagslögum og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Óskað er eftir áliti borgarlögmanns um lögmæti þess að taka við athugasemdunum að athugasemdafresti loknum.

  Fylgigögn

 16.     Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um hvenær könnun Maskínu var keypt         Mál nr. US210277

  Í svari kemur fram að Reykjavíkurborg óskaði ekki sérstaklega eftir að Maskína gerði könnun á ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu, heldur hefur fyrirtækið gert þær að eigin frumkvæði undanfarin ár. Í ár bauð Maskína borginni að kaupa niðurstöður könnunarinnar eins og segir í gögnum, sérstaklega flokkaðar m.a. m.t.t. hverfaskiptingar Reykjavíkur. Kostnaður var 290.000 kr. Spurning er hér hvort borgin keypti þessa könnun fyrir eða eftir að niðurstöður lágu fyrir? Það sem könnunin sýndi niðurstöður sem ekki hentar stefnu og væntingum meirihlutans má ætla að gengið hafi verið frá kaupunum áður en niðurstöður lágu fyrir. Um þetta mun fulltrúi Flokks fólksins vilja senda inn sérstaka fyrirspurn. Það er ljóst að mati Flokks fólksins að skipulagsráð freistar einskis til að fá "staðfestingar" á að notkun einkabílsins sé að dala. Það lítur út fyrir að vera óskhyggja samkvæmt þessari könnun sem sýnir að notkun einkabílsins er að aukast. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 17. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um úttekt á aðgengi gönguþverunum hjá Hörpu.         Mál nr. US210276

  Fyrirspurn í tengslum við tillögu meirihlutans að gera  úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni. Í þessu sambandi vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja hvort búið sé að stilla gönguljósin móts við Hörpu sem loguðu án tillits til hvort einhver hafði ýtt á gönguljósahnappinn? Flokkur fólksins lagði  til árið 2020 að slökkt verði á gönguljósum móts við Hörpu sem loga reglulega þótt enginn ýti á gönguljósahnappinn. Ekki er vitað um afdrif þeirrar tillögu. Í greinargerð með tillögunni kom fram sú ábendinga að þessi ljós ættu að vera í samhengi við ljósin á undan, ásamt gönguljósunum, en það virtist ekki vera og þess vegna myndast raðir að óþörfu. Um 40 metrum eftir gatnamótin frá Hörpu eru tvær gönguþveranir norðan megin götunnar, sem sameinast í eina við Seðlabankann. Önnur er án ljósa en hin með gönguljósum, þar sem er rofabox fyrir gangandi til að kalla fram skiptingu. Síðari gönguþverunin með ljósastýringunni var lokuð með steinagirðingu og gönguljósin stillt á tíma þannig að rautt ljós kemur á umferðina með reglulegu þéttu millibili án þess að nokkur gangandi maður ýti á takkann, auk þess að þverunin er lokuð. Á þessum ljósum hlýtur að þurfa að slökkva og kannski er búið að því? 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 18. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um sjálfbærni í Úlfarsárdal         Mál nr. US210275

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir því með ákveðnari hætti að gera Úlfarsárdal sjálfbært hverfi eins og til stóð að það yrði og lofað var. Óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal  nú í september 2021 eru um 40 en hverfið er 15 ára.  Í hverfinu eru engar verslanir og hverfið engan vegin sjálfbært. Íbúar verða að aka í Grafarholt  eftir allri þjónustu og vistum, nema þá vanti byggingarefni sem hægt er að sækja í Bauhaus. Lofað var að hverfið yrði sjálfbært.  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér í þessum efnum. Í hverfinu er ekki einu sinni að finna bakarí, ísbúð, kaffihús eða hvað þá veitingastað.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 19. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um hreinsun í Úlfarsárdal         Mál nr. US210274

  Tillaga Flokks fólksins að skipulagsyfirvöld gerir skurk með öllum ráðum og dáðum að tekið verði til í Úlfarsárdal n.t.t. við og í kringum  Úlfarsársbraut þar sem finna má byggingarefni liggja eins og hráviði. Enn berast borgarfulltrúum myndir af óreiðu og drasli einna helst byggingarefni við Úlfarsárbraut. Af þessu er mikil sjónmengun og hætta stafar af sumum efnum og aðstæðum. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagssvið láti fara fram allsherjar tiltekt í hverfinu. Reykjavíkurborg/skipulagssvið getur varla verið að sinna skyldum sínum í skilmálaeftirliti og eftirfylgni víst ástandið er svo slæmt þarna sem raun ber vitni. Skoða þarf það sérstaklega.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

 20. Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum - R21060147, USK2021060084         Mál nr. US210203

  Lagt fram bréf borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 16. júní 2021, þar sem lagt er til að borgarstjórn feli aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla í grunnskólum og félagsmiðstöðvum fyrir árslok 2021 og gera tillögur að úrbótum til umhverfis- og skipulagssviðs sem skal ljúka úrbótum fyrir árslok 2022.  Tillagan var lögð fram á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 11. júní 2021 og vísað til umsagnar skipulags- og samgönguráðs.

  Afgreiðslu frestað.

  Björk Arnardóttir, fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða, tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 21. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um samráðsferli hverfisskipulags         Mál nr. US210294

  Tillaga fulltrúa Flokks fólksins að haft verði sérstakt samráð við börn og unglinga í samráðsferli hverfisskipulags. Börn fara um hverfið sitt, þekkja það og stunda ýmsa afþreyingu þar utan skóla. Umhverfið og skipulag hverfis skiptir börn miklu máli og á því skilyrðislaust að hafa sérstakt samráð við þau eftir því sem aldur þeirra og þroski leyfir og gefur tilefni til.  Hvað þau hafa að segja um samgöngur, græn svæði, umferðina og göngu- og hjólastíga er dæmi um samráð sem hafa skal við börn og unglinga. Þeirra skoðanir og álit um þessi mál skiptir miklu máli. Að hafa börn með í ráðum við skipulag á umhverfi þeirra hefur jákvæð áhrif á hvernig þeim líður í hverfinu sínu, hvernig þau skynja og upplifa hverfið sitt og hefur einnig áhrif á hvort þau skynja hverfi sitt sem öruggt og gott hverfi.

  Frestað.

 22. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um verktryggingar         Mál nr. US210297

  1. Er Reykjavíkurborg eða umhverfis- og skipulagssvið að taka verktryggingar?
  2. Ef svo er - á hvaða lagagrunni er slík verktrygging byggð? 
  3. Ef svo er - hvað er verktryggingin há?

  Frestað.

 23. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um leikvöll í Árskógum í Breiðholti         Mál nr. US210299

  Lagt er til að fundinn verði staður fyrir leikvöll í nágrenni við íbúðir í Árskógum í Breiðholti. 

  Tillögunni fylgir greinargerð.
  Frestað.

  Fylgigögn

 24. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um úttekt á leikskólum         Mál nr. US210300

  Lagt er til að úttekt verði gerð á aðstöðu á leikskólum fyrir þá sem koma þangað hjólandi, gangandi eða með öðrum umhverfisvænum faramátum, til vinnu eða með börn sem eru nemendur í skólunum. Úttektin snúi að því hvort aðstaða sé til að geyma við leikskólana kerrur sem hengdar eru aftan á hjól, barnakerrur, reiðhjól eða önnur umhverfisvæn farartæki. Ef slíkar geymslur eru til staðar við einhverja leikskóla verði jafnframt kannað hvort þær séu upphitaðar.

  Frestað.

Fundi slitið klukkan 10:58

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_1310.pdf