Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 115

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 29. september kl. 09:05, var haldinn 115. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson og Vigdís Hauksdóttir.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Björn Axelsson og Sigurjóna Guðnadóttir Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Inga Rún Sigurðardóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Kosning í skipulags- og samgönguráð, - USK2018060045         Mál nr. US200285

    Lögð fram bréf borgarstjóra, dags. 10. september 2021, þar sem tilkynnt er að Alexandra Briem taki sæti sem varamaður í skipulags- og samgönguráði í stað Valgerðar Árnadóttur og að Ólafur Kr. Guðmundsson taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Arnars Þórðarsonar. 

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. september 2021, 17. september 2021 og 22. september 2021.

    Fylgigögn

  3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, breyting, íbúðarbyggð og blönduð byggð, kynning á athugasemdum og drög að svörum við þeim         Mál nr. SN190323

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga til kynningar umhverfis- og skipulagssviðs að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, endurskoðun stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og tæknileg uppfærsla Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040. Eftirfarandi eru gögn sem fylgja málinu og eru hér lögð fram;

    1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Megin markmið um þróun byggðar og bindandi ákvæði um landnotkun, byggingarmagn, þéttleika og yfirbragð byggðar, grænt hefti, tillaga, dags. maí 2021. 

    2. Þéttbýlisuppdráttur, 1:20.000, tillaga dags. í maí 2021.

    3. Sveitarfélagsuppdráttur, 1: 50.000, tillaga dags. í maí 2021.

    4. Umhverfisskýrsla: Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Endurskoðuð stefna um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til 2040 (B3), dags. í janúar uppf. í maí 2021, VSÓ-ráðgjöf.

    5. Reykjavík 2040. Lýsing helstu breytinga og forsendur (B1), blátt hefti, dags. í maí 2021.

    6. Forsendur og áherslur sem samþykktar voru með AR2010-2030. Ítarefni og skýringargögn (B2). Kaflar merktir  B2. Borgin við Sundin, B2. Skapandi borg, B2. Græna borgin, B2. Vistvænni samgöngur, B2. Borg fyrir fólk og B2. Miðborgin. 

    7. Skipulagsstofnun, umsögn dags. 20, maí 2021.

    8. Minnisblað umhverfis- og skipulagssvið, dags. 28. maí 2021.

    Tillagan var auglýst frá 21. júní 2021 til og með 23. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Reynir Kristinsson dags. 21. júní 2021, Sigurður Loftur Thorlacius (tveir tölvupóstar) dags. 7. júlí 2021, Hvalfjarðarsveit dags. 14. júlí 2021, Landsnet dags. 26. júlí 2021, Guðmundur Svafarsson dags. 3. ágúst 2021, María Jensen  dags. 3. ágúst 2021, Gunnhildur Karlsdóttir Rocksén dags. 3. ágúst 2021, Jóhanna Steinsdóttir dags. 4. ágúst 2021, Ingunn Mjöll Birgisdóttir og Viktor Gunnar Edvardsson dags. 4. ágúst 2021, Ásgeir Logi Ísleifsson dags. 4. ágúst 2021, Stefán Hrannar Guðmundsson dags. 4. ágúst 2021, Magnea Rut Ásgeirsdóttir dags. 4. ágúst 2021, Lárus Guðmundsson dags. 5. ágúst 2021,  Helga Karlsdóttir dags. 5. ágúst 2021, Baldur Hrafn Björnsson dags. 5. ágúst 2021, Sigrún Valdimarsdóttir dags. 5. ágúst 2021, Halldóra Sigríður Ásgrímsdóttir 5. ágúst 2021, Soffía Traustadóttir dags. 6. ágúst 2021, Kolbrún Sif Halldórsdóttir dags. 6. ágúst 2021, Ásgerður Karlsdóttir dags. 9. ágúst 2021, Yrsa Rós Brynjudóttir dags. 9. ágúst 2021, Karen Ósk Pétursdóttir og Magnús Árnason dags. 9. ágúst 2021, Valur Júlíusson dags. 9. ágúst 2021, Margrét Gíslínudóttir dags. 10. ágúst 2021, Hildur Kristjánsdóttir dags. 10. ágúst 2021, Gísli Páll Reynisson dags. 16. ágúst 2021, Mosfellsbær dags. 16. ágúst 2021, Barcley Anderson dags. 16. ágúst 2021, Hrafnhildur Sigurðardóttir dags. 16. ágúst 2021, Garðabær dags. 17. ágúst 2021, íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 17. ágúst 2021, Oddur Gunnar Jónsson dags. 17. ágúst 2021, Landslög f.h. Lambhagavegs fasteignafélags ehf. dags. 17. ágúst 2021, Hrund Snorradóttir dags. 18. ágúst 2021, Bergur Anderson dags. 18. ágúst 2021, íbúaráð Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Brynhildur Ósk Guðmundsdóttir 21. ágúst 2021, Kári Kolbeinsson dags. 21. ágúst 2021, Sigurbjörn Hjaltason dags. 22. ágúst 2021, Reynir Kristinsson dags. 22. ágúst 2021, stjórn húsfélags Hólmasunds 4-20 íbúa dags. 23. ágúst 2021, Reiðveganefnd SV-svæðis dags. 23. ágúst 2021,  Steinunn Haraldsdóttir dags. 26. ágúst 2021, Friðjón Sigurðarson f.h. Reita fasteignafélags hf. dags. 26. ágúst 2021, svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs dags. 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 13. ágúst 2021, íbúar (undirskriftalisti samtals 245 aðilar) í Brúnastekk, Geitastekk, Gilsárstekk, Núpabakka, Ósabakka, Prestbakka, Réttarbakka, Staðarbakka, Tungubakka, Urðarbakka og Víkurbakka dags. 28. ágúst 2021, Veðurstofa Íslands 30. ágúst 2021, 8 íbúar og landeigendur í Kollafirði dags. 30. ágúst 2021, Jóhannes Þórðarson og Sigbjörn Kjartansson dags. 30. ágúst 2021, Guðmundur S. Johnsen f.h. Græðis, Vega og landeigendafélags í Reynisvatns og Ósakotslandi dags. 30. ágúst 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 31. ágúst 2021, Samtök um betri byggð dags. 31. ágúst 2021, Borgarholtsskóli dags. 31. ágúst 2021, LEX lögmannsstofa f.h. JÁVERKS ehf. dags. 31. ágúst 2021, Landvernd dags. 31. ágúst 2021, Karl Alvarsson f.h. Isavia innanlandsflugvalla ehf. dags. 31. ágúst 2021, Heimir Örn Herbertsson f.h 20 íbúa við Ægisíðu 102 dags. 31. ágúst 2021, Prýðisfélagið Skjöldur dags. 31. ágúst 2021, Dagmar Viðarsdóttir dags. 31. ágúst 2021, Tryggvi Gunnar Tryggvason og Tinna María Magnúsdóttir dags. 31. ágúst 2021, Listaháskóli Íslands dags. 31. ágúst 2021, Veitur dags. 31. ágúst 2021, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Gunnlaugur Friðriksson, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Þorvarður Löve dags. 31. ágúst 2021, stjórn íbúasamtaka Laugardals dags. 31. ágúst 2021, Anna Sif Jónsdóttir f.h. íbúa að Fornastekk 7 dags. 31. ágúst 2021, formaður íbúaráðs Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2021, Ásta Logadóttir, Helgi Már Hannesson og Þóra Björk Samúelsdóttir f.h. hönd Ljóstæknifélags Íslands dags. 31. ágúst 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 31. ágúst 2021, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 1. september 2021, stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs dags. 6. september 2021, Steinn Sigurðsson dags. 7. september 2021 og íbúaráð Vesturbæjar dags. 16. september 2021. 

    kynnt

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er um að ræða framlengingu aðalskipulags til 2040. Flestar þær breytingar sem lagðar eru til frá auglýsingu eru til eru tæknilegs eðlis. Víðfeðmustu athugasemdirnar snúa að hæðum húsa í Mjódd og Norður-Mjódd. Aðalskipulagið heimilar í daga 9 hæðir en í tillögunni var lagt til að það yrði lækkað í 5-8. Almennt er það eðlilegt viðmið á uppbyggingarreitum nálægt fyrirhugaðri borgarlínu. Eðlilegt er að koma til móts óskir nágranna að hluta og miða við 4-7 hæðir og að byggingarnar verði lægri næst núverandi byggð.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Aðalskipulag til 2040 er gallað. Ekki síst í húsnæðismálum. Nauðsynlegt er að íbúðaframboð sé fullnægjandi og raunsætt á tímabilinu. Ef spá um kröftugan vöxt rætist er árleg þörf talin 1.210 íbúðir á ári til 2040. Að óbreyttu mun þessi tala ekki nást og húsnæðisverð í Reykjavík því áfram undir þrýstingi vegna skorts á fjölbreyttu framboði bygginga. Áhyggjur vekur að ekki er áformað að heimila uppbyggingu á Keldum fyrr en eftir áratug. Ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu á Geldinganesi og möguleikar lítið nýttir á Kjalarnesi. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum í Örfirisey né á BSÍ reit. Hætta er því á að áfram skorti hagkvæma reiti til fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og óvissa er um uppbyggingu í Úlfarsárdal. Þá er beinlínis gengið út frá því að yfir 4.000 íbúðir verði byggðar á skipulagstímanum þar sem flugbrautir Reykjavíkurflugvallar eru. Það er með öðrum orðum gat í húsnæðisáætlun borgarinnar upp á þúsundir íbúða. Gengið er á græn svæði og er gert ráð fyrir fjögurra hæða húsum efst í Laugardalnum upp á 30.000 m2 (á reit M2g). Tillagan gerir ekki ráð fyrir sveigjanleika hvað varðar notkunarheimildir atvinnuhúsnæðis. Þá er þrengt verulega að þróunarmöguleikum Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Af þessum sökum og öðrum leggjumst við gegn aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Verið er að breyta aðalskipulagi til ársins 2040 sem byggir á endurskoðaðri stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og tæknilegri uppfærslu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040. Byggir þessi breyting á viðaukum við það aðalskipulag og er það gagnrýnt. Þegar aðalskipulagi er breytt ber að taka það upp í heilu lagi. Allt þetta miðar að þrengingu á þéttingarreitum og er sett fram til að réttlæta hina svokölluðu borgarlínu, að gefa leyfi fyrir háum byggingum með tilheyrandi skuggavarpi í hverfunum ásamt því að útrýma bílastæðum fyrir fjölskyldubílinn. Þetta er afleit stefna í sveitarfélagi sem á gnótt landsvæðis sem gæti leitt til hraðrar uppbyggingar á hagkvæmu og fjölbreyttu húsnæði og er eingöngu til þess fallið að halda fasteignaverði í botni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fjölmargar athugasemdir bárust og tekið er tillit til fæstra. Frá efra Breiðholti er mótmælt stefnu um hæðir húsa á reit nr. 81, Norður Mjódd en skorað er á að færa reitinn í flokkinn 5 hæðir eða minna enda fyrir því reifuð ágæt rök.  Fulltrúi Flokks fólksins fagnar tillögum íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að banna spilasali almennt í miðborginni og við Hlemm. Tekið er undir áhyggjur íbúaráðs Vesturbæjar af umferð um Miklubraut á meðan framkvæmd Miklubrautar í stokk stendur yfir. Það er miður að sjá hvað byggingar við strandlengju skyggja á heilu hverfin.  Áhyggjur eru af þéttingu byggðar í vesturbæ og að borgarlína muni ekki þjóna hverfinu vel. Ef horft er á hverfi í Laugarnesi þá liggur ekki fyrir þarfagreining vegna skólamála sem skoða átti í sumar. Tryggja þarf hvernig skólum getur fjölgað eða þeir sem fyrir eru stækkað. Ekki er heldur tryggt hvernig blöndun verður í hverfum þannig að léttur iðnaður geti þrifist innan íbúðahverfa. Til að ekki myndist farvegir fyrir verðhækkanir íbúða  þarf að vinna hratt og örugglega að því að ávallt sé framboð á byggingarreitum- stórum sem smáum lóðum. Setja þarf kröfur um meðalstærð íbúða á sérhverjum reiti til þess að þeir sem þar byggja geta  valið um hvernig stærðardreifing verður

    Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Hverfisskipulag - leiðbeiningar, breytingar kynntar         Mál nr. SN180716

    Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á leiðbeiningum um gerð hverfisskipulags hvað varðar fjölgun íbúða, dags. 31. maí 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. Engar athugasemdir bárust.

    Kynnt

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Markmið með leiðbeiningum er að skapa ramma um fjölgun íbúða innan lóða. Hægt er að fjölga íbúðum með viðbótum innan lóðar, uppskiptingu stærri íbúða eða endurnýtingu rýmis eins og atvinnuhúsnæðis eða bílageymslu. Með leiðbeiningunum fylgja gátlistar sem hægt er að styðjast við. Þetta er jákvætt skref í frjálsræðisátt og við fögnum þessu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að opna pandórubox. Það hafa verið mjög strangar reglur í sambandi við hverslags breytingar á húsnæði sem fólk á og hafa þær verið mjög kostnaðarsamar vegna kerfiskostnaðar. Borgarfulltrúi Miðflokksins er mjög hlynntur því að fólk geti breytt skipulagi sínu innanhúss og búið til fleiri íbúðir ef húsnæðið er stórt. Til að slíkt virki þá þarf viðkomandi íbúð/íbúðir að fá nýtt fastanúmer til að gilda inn í lánamat fjármálastofnana. Þessar tillögur opna á mikið rask í grónum, fullbyggðum hverfum með tilheyrandi bílastæðisvanda. Allt ber að sama grunni – þetta er stefna meirihlutans að þéttingu byggðar í sveitarfélagi sem á gnótt landsvæðis sem gæti leitt til hraðrar uppbyggingar á hagkvæmu og fjölbreyttu húsnæði og er eingöngu til þess fallið að halda fasteignaverði í botni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Rýmri heimildir til stærðar aukaíbúða í einbýlishúsum ber að fagna. Heimilt verður að gera aukaíbúð í einbýlishúsi sem reyndar hefur sennilega alltaf verið leyfilegt svo það er ekkert nýtt. Þetta er framhald af heimild um að gera viðbyggingar við hús og ofanábyggingar en ekki má þó byggja nýtt hús á lóð. Þetta er án efa allt gott mál utan bílastæðamálin. Fyrir aukaíbúðir sem tilheyra sama matshluta og aðalíbúð eru viðbótar bílastæði ekki heimiluð. Þetta þykir mörgum mikill galli. Þegar um er að ræða séríbúðir í fjölbýlishúsum fylgir aðeins eitt bílastæði. Fjöldi bílastæða á lóð má þó aldrei verða meiri en sem nemur einu stæði fyrir hverja íbúð og skulu ný bílastæði  vera í beinum tengslum við stæði sem fyrir eru. Ekki er heimilt að fjölga innkeyrslum að lóðinni. Þetta eru flókið og stíf skilyrði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki þurfi einnig að horfa til hjólastíga og gatna í þessu sambandi? Hjólastígar eru víða ekki þess legir að hægt sé að nota þá sem alvöru samgönguæðar. Ef horft er til stíga sem samgönguæðar þá eru margir núverandi stígar t.d. í Breiðholti sem virka sem göngustígar en  engan veginn sem hjólastígar.

    Fylgigögn

  5. Lindargata 42, 44, 46 og Vatnsstígur 10-12, breyting á deiliskipulagi     (01.152.5)    Mál nr. SN210410

    Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar f.h. Félagsstofnunar stúdenta dags 1. júní 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna  lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Lindargötu og lóðir nr. 10 og 12 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjarlægja hús á lóð nr. 10 við Vatnsstíg og 44 við Lindargötu, breyta lóðarmörkum lóðanna nr. 12 og 12A við Vatnsstíg, sameina lóðina nr. 44 við Lindargötu við lóðirnar nr. 40, 42 og 46 við Lindargötu, byggja nýtt þriggja hæða hús á lóð nr. 44 við Lindargötu, reisa tveggja hæða hús ásamt risi á lóðunum nr. 12 og 12A við Vatnsstíg, fækka bílastæðum á lóð og gera sameiginlegt útisvæði fyrir stúdenta vestan við jarðhæð lóðar nr. 44 við Lindargötu og flytja núverandi byggingu frá lóð nr. 12 við Vatnsstíg á nýja lóð nr. 10 við Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 1. júní 2021. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 4 atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Skipulagið er unnið í samráði við Minjastofnun. Húsið við Vatnsstíg 12 verður flutt á nýjan grunn við Vatnsstíginn. Hús númer 10 er talið ónýtt. Með skipulaginu er heimilað að að byggja stúdentaíbúðir fyrir 122 námsmenn. Uppbyggingin verður hjá lykilás Borgarlínu og býður upp á grænar tengingar við háskólasvæðið í Vatnsmýri. Mikilvægt er að huga að áferð og yfirbragði svæðisins í vinnunni framundan.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Bílastæðum er fækkað úr 37 í 23. Þetta er fækkun um 14 bílastæði. Á sama tíma er verið að fjölga íbúðum verulega sem mun auka álag á bílastæði í nálægum götum. Bílastæði á íbúð verða innan við 0,2 á íbúð miðað við að 122 íbúðaeiningar. Það þýðir minna en eitt bílastæði á hverjar 5 íbúðir. Þá fækkar enn hefðbundnum eldri húsum í miðborginni og hætta er á að ný uppbygging verði einsleit.

    Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  6. Rafstöðvarvegur 4, (fsp) uppbygging, kynning     (04.250.7)    Mál nr. SN210570

    Kynning á uppbyggingu á lóð nr. 4 við Rafstöðvarveg skv. tillögu Arkþings - Nordic ehf. dags. í ágúst 2021. Einnig er lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar, f.h. Arkþing-Nordic ehf., dags. 10. ágúst 2021 um uppbyggingu á lóðinni.

    Kynnt.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er um er að ræða athyglisverðar hugmyndir að uppbyggingu jaðaríþrótta í Toppstöðinni sem gætu sannarlega sómað sér vel í Elliðaárdalnum."

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins er sammála að þarna verður góð aðstaða fyrir jaðaríþróttir. Áhyggjur er frekar að byggingarmálum. Hér er sennilega lagt upp í ferð sem verður kostnaðarsöm og bragginn mun blikna í  samanburðinum.  Nú er áríðandi að vanda til verka. Hér ætti að stilla upp fleiri möguleikum svo sem að rífa núverandi byggingu og byggja nýja sem hægt væri að klæðskerasauma að framtíðarverkefnum. Toppstöðin hefur ekki verið talin vera merkileg bygging og lengst af staðið til að rífa hana. Um er að ræða hús, stálgrindarhús sem auðvelt er að rífa. Þarna er auk þess  asbest. Hér er lag til að reisa fallega byggingu á einstaklega góðum stað þar sem aðstaða yrði fyrir jaðaríþróttir.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  7. Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (01.39)    Mál nr. SN200070

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ingunn Anna Jónsdóttir dags. 4. júní 2021, Anna Heiða Gunnarsdóttir dags. 6. júní 2021, Margrét Jóhanna Jóhannsdóttir dags. 15. júní 2021, Friðjón Sigurðarson f.h. Reita fasteignafélags hf. dags. 5. júlí 2021, Frímann Ari Ferdinandsson f.h. stjórnar ÍBR, dags, 13. júlí 2021, Katrín Þóra Jónsdóttir dags. 15. júlí. 2021, Ásta Lovísa Jónsdóttir dags. 15. júlí 2021, Sigurjón Geirsson Arnarson dags. 15. júlí 2021, Agnes Ársælsdóttir og Brynjar Jóhannesson stuðningsyfirlýsing dags. 15. júlí 2021, Lára Óskarsdóttir dags. 15. júlí 2021, Guðmundur Páll Ólafsson dags. 15. júlí 2021, Jón Ágúst Eiríksson dags. 15. júlí 2021, Elísabet Magnúsdóttir  dags. 15. júlí 2021, Nína Björk Oddsdóttir dags. 15. júlí 2021, Kolbrún Ýr Sigurðardóttir dags. 15. júlí 2021, Jón Hafsteinn Jóhannsson  dags. 15. júlí 2021, Unnur Lárusdóttir dags. 15. júlí 2021, Oddný Tracey Pétursdóttir dags. 15. júlí 2021, Benedikt Þór Jóhannsson dags. 15. júlí 2021, Sigurður Sigurðsson dags. 15. júlí 2021, Hildur Svavarsdóttir dags. 15. júlí 2021, María Hreinsdóttir og fjölskylda dags. 15. júlí 2021, Bríet Ósk Guðrúnardóttir og Markús Hauksson dags. 15. júlí 2021, Þórir Helgason dags. 16. júlí 2021 og Sigrún Böðvarsdóttir dags. 16. júlí 2021,  Sigurður Schram dags. 16. júlí 2021, Egill Héðinn Bragason  dags. 16. júlí 2021, Íbúasamtök Laugardals dags. 16. júlí 2021, Ragnheiður Ármannsdóttir dags. 16. júlí 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2021.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 4 atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Umrædd smáhýsi eru hluti af hugmyndafræði 'Húsnæði fyrst' á vegum Velferðarsviðs og hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heimilisleysi og hefur miklar þjónustuþarfir. Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð, og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum. Hér er um að ræða opið svæði, en samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild til að koma fyrir slíkum búsetuúrræðum á slíku svæði. Þó ber að hafa í huga að þau eru víkjandi og hafa ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að taka á vanda húsnæðislauss fólks með raunhæfum og góðum lausnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir íbúðaáformum, hvort sem um er að ræða smáhýsi eða stórhýsi. Áform um smáhýsi í Laugardal stangast á við þau sjónarmið sem hafa ríkt um að Laugardalurinn verði griðastaður útvistar og íþrótta. Ekki á að heimila íbúðabyggð með neinum hætti í Laugardalnum enda verður enn meiri þörf fyrir dalinn sem útivistar- og íþróttasvæði í framtíðinni en nú er.  

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur ávallt stutt þetta úrræði enda þurfa allir að eiga þak yfir höfuð. Það er þó afar mikilvægt að vandað sé til þessa úrræðis með þeim hætti að eitt af húsunum á hverjum stað verði frátekið fyrir starfsmann sem verði alltaf á staðnum til að styðja við einstaklingana og vera til taks eftir þörfum. Því miður hefur gengið á ýmsu hjá meirihlutanum með þessari framkvæmd sem rýrt hefur traust á að þetta úrræði og sem þarf ekki að lýsa frekar hér.  Það er miður því um er að ræða einstaklinga með fjölþættan vanda, sumir að eignast heimili eftir að hafa verið heimilislausir árum saman og þurfa bæði mikla þjónustu og stuðning. Þessum viðkvæma hópi er ekki bara hægt að fleygja út í borgina og þeim sagt að bjarga sér að mestu sjálfir. Á staðnum verður að vera umsjón og eftirlit 24 tíma á sólarhring, einstaklingur og fagteymi sem er tilbúið að stíga inn og aðstoða eftir þörfum og án biðar.  Hér er mikilvægt að velferðarsvið bregðist ekki skyldum sínum ella er hætta á að þetta úrræði sem búið er að leggja mikið í mistakist

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1130 frá 7. september 2021, nr. 1131 frá 14. september 2021 og nr. 1132 frá 21. september 2021.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  9. Smárarimi 47, málskot     (02.534.3)    Mál nr. SN210659

    Lagt fram málskot Ásdísar Hallgrímsdóttur dags. 21. september 2021 vegna neikvæðrar umsagnar skipulagsfulltrúa frá 3. september 2021 um fjölgun bílastæða á lóð nr. 47 við Smárarima.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. september 2021, staðfest.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  10. Kaplaskjólsvegur 51-59, málskot     (01.525.1)    Mál nr. SN210625

    Lagt fram málskot Gylfa Más Geirssonar og Grétars Arnar Guðmundssonar arkitekts dags. 24. ágúst 2021 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 21. apríl 2021 um að gera bílskúr við vesturgafl endaraðhúss nr. 59 á lóð nr. 51-59 við Kaplaskjólsveg,  samkvæmt uppdráttum (afstöðumynd og skuggavarp) Grétars Arnar Guðmundssonar ark. dags. í nóvember 2020. 

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. apríl 2021, staðfest með 4 atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

    Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  11. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Laugarveg í 9 skrefum         Mál nr. US210244

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 27. september 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér birtist forgangsröðun í fjármálum Reykjavíkurborgar glöggt. Gæluverkefnið Laugavegur í 9 skrefum á að kosta samkvæmt frumkostnaðaráætlun 450 milljónir króna. Þá er ekki talinn með kostnaður við samræmingahönnuði, hönnunarteymi, arkitekta, landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, lýsingarhönnuði, upplifunarhönnuði, myndlistarmenn og listmálara!!! Í sumar fóru þrjú hönnunarteymi af stað með þrjá búta af Laugaveginum og er sá kostnaður kominn upp í tæpar 20 milljónir og þá er auglýsingakostnaður ekki talinn með. Á meðan þessir aðilar leika sér með útsvar okkar Reykvíkinga vegna ákvörðunar borgarstjóra grotna t.d. skólabyggingar borgarinnar niður og ungbarnaleikskólum er dritað niður í bráðabirgðahúsnæði og kofum. Það hljóta allir að sjá að rekstur borgarinnar er í molum og lögbundin- og grunnþjónusta mætir afgangi. Það er forkastanlegt og ljóst að meirihlutinn er kominn langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

    Fylgigögn

  12. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um könnun um ferðavenjur - USK2021090035         Mál nr. US210243

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Eru skoðanakannanafyrirtæki að gera skoðanakannanir um allt mögulegt innan borgarmarkanna og bjóða borginni þær til kaups? Eru einhverjir komnir í áskrift hjá borginni? En það var ágætt að þessi könnun var keypt því í ljós kom það sem allir vita að um 80% borgarbúa nota fjölskyldubílinn til og frá vinnu. Í raun var þessi könnun frábært innlegg í umræðuna þegar þröngva á inn í samfélagið okkar ófjármagnaðri borgarlínu upp á hundruði milljarða þegar allir áfangar eiga að vera komnir í gagnið. Ég vil biðja stjórnmálamenn að vakna af þeirri martröð. Hvernig er hægt að búa til og teikna á pappírum nýtt samfélag sem enginn vill?

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í svari kemur fram að Reykjavíkurborg óskaði ekki sérstaklega eftir að Maskína gerði könnun á ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu, heldur hefur fyrirtækið gert þær að eigin frumkvæði undanfarin ár. Í ár bauð Maskína borginni að kaupa niðurstöður könnunarinnar eins og segir í gögnum, sérstaklega flokkaðar m.a. m.t.t. hverfaskiptingar Reykjavíkur. Kostnaður var 290.000 kr. Spurning er hér hvort borgin keypti þessa könnun fyrir eða eftir að niðurstöður lágu fyrir? Það sem könnunin sýndi niðurstöður sem ekki hentar stefnu og væntingum meirihlutans má ætla að gengið hafi verið frá kaupunum áður en niðurstöður lágu fyrir. Um þetta mun fulltrúi Flokks fólksins vilja senda inn sérstaka fyrirspurn. Það er ljóst að mati Flokks fólksins að skipulagsráð freistar einskis til að fá “staðfestingar” á að notkun einkabílsins sé að dala. Það lítur út fyrir að vera óskhyggja samkvæmt þessari könnun sem sýnir að notkun einkabílsins er að aukast.

    Fylgigögn

  13. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholts og Jafnasel - USK2021080060         Mál nr. US210187

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram fyrirspurn um hvenær skipulagsyfirvöld hyggjast fara í endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels en ljósin þar eru í ólestri. Nefna má að  "græna ljósið" kemur seint eða aldrei fyrir gangandi vegfaranda sem ætlar að þvera Breiðholtsbrautina þótt ýtt sé á hnappinn. Gangandi vegfarendur hafa neyðst til að sæta lagi og fara yfir á rauðu ljósi eftir að hafa beðið eftir grænu gönguljósi án árangurs. Í svari kemur fram að ekki eru fyrirhugaðar breytingar á umræddum gatnamótum að svo stöddu. Hér er um gamlan búnað að ræða frá 2014. Í svari kemur fram að biðtími yfir Breiðholtsbraut, væntanlega á þessum sama stað og spurt var um hafi verið skoðaður milli kl. 06-23 á hverjum degi i heila viku og hafi biðtíminn verið minnstur 9 sekúndur og mestur 105 sekúndur. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta ótrúlegt ef verið er að tala um sömu gönguljós ekki nema að hnappurinn eigi það til að bila eða er ekki nægilega næmur? Fulltrúi Flokks fólksins vill í þessu sambandi benda á tillögu meirihlutans sem er á dagskrá á þessum sama fundi en hún er sú að gerð sé úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni. Gera má vonandi ráð fyrir að í kjölfarið verði gamall búnaður endurnýjaður.

    Fylgigögn

  14.     Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aðkomu hjólandi vegfarenda þar sem eru tröppur á göngustígum - R21070166, USK2021080010         Mál nr. US210215

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um um aðkomu hjólandi vegfarenda þar sem eru tröppur á göngustígum og þar sem fólk fer með kerrur í Úlfarsárdal. Í hverfinu eru tröppur víða og hafa börn sem koma hjólandi í skólann þurft að bera hjól sín upp og niður tröppur auk þess sem hjólastígar eru víða með krappar beygjur og ekki aflíðandi. Sem dæmi,  efsti hluti stígsins frá Skyggnisbraut og að Sifjarbrunni er malbikaður hallandi stígur án trappa með hita og hægt að hjóla niður hann án vandræða. Frá Sifjarbrunni og niður að Dalskóla með svipuðum halla eru eintómar tröppur. Hægt er að sjá börn á hjólum og hlaupahjólum reyna að fara þessa leið. Þau þurfa allavega að leiða hjólin og ef þau reyna að fara brautina fyrir hjól þá eru þau að detta mjög oft. Þau geta vissulega hjólað lengri leið í skólann á götunni með tilheyrandi hættum. Þessi stígur hefði átt að þjóna betur  börnum á hjólum og hlaupahjólum sem og fólki með vagna og kerrur. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir endurskoðun á þessu. Ekki dugir að nefna eitt dæmi eins og skipulagsyfirvöld gera sem er mögulega í lagi þ.e. leiðin um Urðarbrunn.

    Fylgigögn

  15. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi yfirlýsingu JVANTSPIKER & PARTNERS, dags. 25. ágúst 2021         Mál nr. US210235

    Samkvæmt yfirlýsingu JVANTSPIKER & PARTNERS frá 25. ágúst sl. er staðfest að hæðarkótar sem gefnir voru út í Gufunesi voru rangir, eða eins og segir í yfirlýsingunni; Eitthvað hefur farið úrskeiðis því fyrirhugaðir hæðarkótar í landinu umhverfis lóð Loftkastalans eru ekki samræmi við þessar rekstrarforsendur, né eru þeir í samræmi við þá samráðsfundi, né kynningar sem haldnar voru með Loftkastalanum. Hlutaðeigandi aðilar hafa kvartað yfir þessu lengi vel og því mikilvægt að bugðist sé við þessum mistökum sem allra fyrst. Hvernig verða þessi mistök leiðrétt gagnvart hlutaðeigandi?

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

    Fylgigögn

  16. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, um ýmsan kostnað         Mál nr. US210199

    1. Hvaða verktakar unnu við Braggann, Nauthólsvegi 100 og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun? eignaskrist

    2. Hvaða verktakar unnu við vitann á Sæbraut og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?

    3. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Gröndalshúsi og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun? Minjavernd

    4. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Hlemmi - síðar mathöll og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?

    5. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Grandanum - síðar mathöll og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?

    6. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Fossvogsskóla og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?

    7. Hvaða verktakar eru að gera við fyrrum húsnæði Adam og Evu, sem áætlað er að breyta í leikskóla og hvað hafa þeir fengið greitt tæmandi talið og hvað er verkið komið framúr frumkostnaðaráætlun?

    8. Hvaða verktakar eru að gera við Safamýri 5 sem áætlað er að breyta í leikskóla og hvað hafa þeir fengið greitt tæmandi talið og hvað er verkið komið framúr frumkostnaðaráætlun?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  17. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut         Mál nr. US210225

    Verið er að gera breytingar á  aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg  m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkið skal að fullu lokið 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður er 91.000.000 Vakin hefur verið athygli fulltrúa Flokks fólksins að þarna stefni í  þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla. Fulltrúi Flokks fólksins spyr þess vegna hvort lögum og reglugerðum sem og stöðlum sé fylgt  þegar svona framkvæmd er skipulögð. Hver er breidd hjóla- og göngustíga og akreinar og eru öllum reglum fylgt í þessu ákveðna tilfelli?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  18. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Úlfarsársdal         Mál nr. US210226

    Enn berast kvartanir frá íbúum í Úlfarsárdal og nú ekki síst vegna seinkunar á byggingarframkvæmdum og kvartanir vegna verkstýringar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um nokkur verklok. Sem dæmi átti að ljúka við verk í kringum Dalskóla fyrir mörgum árum. Enn átti að reyna í vor að ljúka verkum í kringum skólann sem nú fyrst er verið að byrja á þegar skólinn er byrjaður. Þeir sem hafa fengið lóðir draga að byggja á þeim eftir því sem næst er komið. Þetta er látið óáreitt af skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Hvenær á að ljúka við þau verk sem hér eru nefnd? Af myndum sem okkur hafa verið sendar er ástandið í Úlfarsárdal víða skelfilegt. Um 15 ár er síðan skipulagið var kynnt og átti hverfið að vera sjálfbært. Margt er þarna óklárað. Engin þjónusta hefur orðið til í hverfinu þaðan af síður sjálfbærni, engin atvinnustarfsemi. Finna má tunnur, staura, vírnet við Úlfarsbraut ofan við kennslustofur í kjallara Dalskóla. Þarna má einnig sjá óbyggðar lóðir, ókláraða gangstíga, moldarhauga og drasl á götum. 

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

  19. Samkvæmt yfirlýsingu JVANTSPIKER & PARTNERS frá 25. ágúst sl. er staðfest að hæðarkótar sem gefnir voru út í Gufunesi voru rangir, eða eins og segir í yfirlýsingunni; Eitthvað hefur farið úrskeiðis því fyrirhugaðir hæðarkótar í landinu umhverfis lóð Loftkastalans eru ekki samræmi við þessar rekstrarforsendur, né eru þeir í samræmi við þá samráðsfundi, né kynningar sem haldnar voru með Loftkastalanum. Hlutaðeigandi aðilar hafa kvartað yfir þessu lengi vel og því mikilvægt að bugðist sé við þessum mistökum sem allra fyrst.

    Hvernig verða þessi mistök leiðrétt gagnvart hlutaðeigandi?

  20. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi samráð við lögreglu og slökkvilið vegna breytinga á Laugavegi og Skólavörðustíg         Mál nr. US210237

    Hefur verið haft samráð við lögreglu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, vegna lokunar og breytinga við Laugaveg og Skólavörðustíg? Hefur verið kannað hvort breytingarnar komi niður á neyðarakstri og hvort þær muni lengja viðbragðstíma slökkviliðs og lögreglu? Sömuleiðis er óskað svara við því hvort samráð hafi verið haft við samtök hreyfihamlaða í ljósi þess að ekki verður aðgengi fyrir þá á svæðinu milli 7-11 á morgnana.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  21. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi endurbætur á Fossvogsskóla         Mál nr. US210241

    Framkvæmdir við endurbætur á Fossvogsskóla hafa dregist og seinkun hefur orðið á að koma fyrir færanlegum kennslustofum á lóðinni með þeim afleiðingum að skólahaldið er dreift um borgina, annars vegar í húsnæði Hjálpræðishersins og hins vegar í Korpuskóla. Mikilvægt er að skólahald geti hafist sem fyrst í hverfinu næst heimilum nemenda. Munu tímaáætlanir varðandi uppsetningu færanlegra kennslustofa standast og sömuleiðis tímaáætlun endurbóta við skólahúsnæðið?

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

  22. Urðarbrunnur 58, kæra 140/2021, umsögn     (05.054.5)    Mál nr. SN210616

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. september 2021 ásamt kæru dags. sama dag þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans um útgáfu vottorðs 9. júní sl. vegna lokaúttektar við Urðarbrunn 58. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. september 2021.

  23. Breiðholtsbraut - Skógarsel - Árskógar, kæra 142/2021, umsögn     (04.911.3)    Mál nr. SN210639

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. september 2021 ásamt kæru dags. 7. september 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans þann 6. júní 2021 um að synja Íþróttafélagi Reykjavíkur um leyfi til að koma fyrir starfrænu skilti í stað flettiskiltis við Gatnamót Breiðholtsbrautar. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. september 2021.

  24. Skerjafjörður Þ5, kæra 134/2021, umsögn, bráðabirgðaúrskurður         Mál nr. SN210580

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. ágúst 2021 ásamt kæru dags. 8. ágúst 2021 þar sem kærð er niðurstaða borgarstjórnar frá 20. apríl 2021 varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Skerjafjörð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. ágúst 2021. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 3. september 2021: Úrskurðarorð: kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar er hafnað.

  25. Naustabryggja 31-33, kæra 39/2021, umsögn, úrskurður     (04.023.2)    Mál nr. SN210247

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. mars 2021 ásamt kæru dags. 22. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að hafna kröfu húsfélags Naustabryggju 31-33 um að tryggja aðgengi hreyfihamlaða að húsinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. apríl 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. september 2021. Úrskurðarorð: felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. mars 2021 að hafna kröfu húsfélags Naustabryggju 31-33 að Reykjavíkurborg tryggi aðgengi að húsinu fyrir hreyfihamlaða þannig að uppfyllt séu skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2021.

  26. Bergstaðastræti 2, kæra 52/2021, umsögn, úrskurður     (01.171.3)    Mál nr. SN210375

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. apríl 2021 ásamt kæru dags. 20. apríl 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2020 um að innrétta krá/ölstofu að Bergstaðastræti 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. júní 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. september 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. janúar 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins að Bergstaðastræti 2 í veitingastað í flokki II.

  27. Bergstaðastræti 2, kæra 87/2021, umsögn, úrskurður     (01.171.3)    Mál nr. SN210462

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júní 2021 ásamt kæru dags. 15. júní 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2020 um að innrétta krá/ölstofu að Bergstaðastræti 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. júní 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. september 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. janúar 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins að Bergstaðastræti 2 í veitingastað í flokki II.

  28. Suðurgata 13, kæra 104/2021, umsögn, úrskurður     (01.141.3)    Mál nr. SN210493

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2021 ásamt kæru dags. 29. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að aðhafast ekki varðandi ólögmæta íbúð í kjallara hússins að Suðurgötu 13. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. ágúst 2021 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. september 2021. Úrskurðarorð: Kærumál þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. Jafnframt er lögð fram tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. september 2021 um framsendingu kærunnar til kærunefndar húsamála.

  29. Bergstaðastræti 81, kæra 121/2021, umsögn, úrskurður     (01.196.4)    Mál nr. SN210544

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. júlí 2021 ásamt kæru dags. 14. júlí 2021 þar sem kærð er niðurstaða skipulagsfulltrúa varðandi tvær fyrirspurnir og málskot er varða hugsanlega byggingu bílageymslu á austurhluta lóðarinnar nr. 81 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. ágúst 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. september 2021. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

  30. Fagribær 13, kæra 126/2021, umsögn, úrskurður     (04.351.5)    Mál nr. SN210550

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. júlí 2021 ásamt kæru dags. 26. júlí 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 fyrir viðbyggingu við húsið á lóð nr. 13 við Fagrabæ. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. ágúst 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. september 2021. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. júní 2021 um að samþykkja umsókn um leyfi til að byggja við húsið að Fagrabæ.

  31. Hallveigarstígur 1, kæra 148/2018, umsögn, úrskurður     (01.171.2)    Mál nr. SN180889

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 21. desember 2018 ásamt kæru dags. 8. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. ágúst 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg.

    (E) Samgöngumál

  32. Frakkastígur stöðubann, tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210265

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 15. september 2021:

    Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að óheimilt verði að stöðva og leggja ökutækjum við austur kant Frakkastígs, frá Njálsgötu og 25 metra til norðurs. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með 4 atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

    Fylgigögn

  33. Tillaga Vísindagarða Háskóla Íslands, um stöðubann á Bjargargötu og Torfhildargötu - USK2021020121         Mál nr. US210268

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki tillögu Vísindagarða Háskóla Íslands um

    eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð: 1. Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðvestari kanti Bjargargötu. 2. Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðaustari kanti Torfhildargötu. Ofangreint sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  34. Snorrabraut 35A, sérmerkt stæði - USK2021020121         Mál nr. US210269

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að bílastæði við Snorrabraut 35A, Grettisgötumegin, verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling.

    Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki, D01.22, og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  35. Battavöllur á Landakotstúni, umsögn - USK2021010098         Mál nr. US210028

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. mars 2021 um erindi Íbúaráðs Vesturbæjar til skipulags- og samgönguráðs þar sem hvatt var til þess að hannaður yrði boltavöllur (battavöllur) á Landakotstúni. Einnig er lagt fram framangreint bréf formanns íbúaráðs Vesturbæjar til skipulags- og samgönguráðs, dags. 15. janúar 2021, ásamt bréfi skólastjóra Landakotsskóla til borgarstjóra, dags. 16. desember 2017.

    Frestað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Til stendur að byggja battavöll á Landarkotstúni og var það góð hugmynd. Nú er ekki aðeins um að ræða battavöll heldur ALMENNINGSSKRÚÐGARÐ. Fulltrúi Flokks fólksins er hugsi yfir hvað hugmyndin um byggingu battavallar hefur blásist út með tilheyrandi kostnaði. Fulltrúi Flokks fólksins vill allt gera fyrir börnin en kannski fyrst að þau hafi fæði, klæði og húsnæði og fái nauðsynlega þjónustu. Á meðan langt er í land með að mæta grunnþörfum þúsunda barna og fjölskyldna þeirra hefði kannski góður battavöllur dugað í þessu tilfelli. Nú hefur bæst við allt mögulegt annað, alls kyns skraut sem kostar sitt þegar allt er talið. Heildarkostnaður er 88 milljónir. Á biðlista eftir m.a. sálfræðiþjónustu og talmeinafræðingum bíða nú 1474 börn. Skraut er ekki það sem börn sækja sérstaklega í þegar þau velja sér stað til að leika sér á. Horfa má á torgið, nýgerða í Mjódd, með fínum túlípanasætum. Þar situr aldrei neitt en vissulega gleðja litir og skraut augað.

    Fylgigögn

  36. Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, um úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni.         Mál nr. US210196

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu: 

    Lagt er til gerð verði úttekt á aðgengi í tengslum við gönguþveranir í borginni. Gönguþveranir verði metnar út frá því hve vel þær henti öllum vegfarendum, t.d. hvort kantar hindri för, hvort hnappar á ljósastýrðum gangbrautum séu aðgengilegir öllum, hvort merkingar og ljós séu sýnileg og hvernig gönguþveranirnar henti jafnt blindum sem heyrnarskertum notendum. Tekið verði mið af leiðbeiningunum "Hönnun fyrir alla - algild hönnun utandyra."  Lagt er til að verkefnið hefjist á árinu 2022.

    Samþykkt. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að gerð verði heildarúttekt á gönguþverunum og því hefði verið eðlilegt að samfara þessari úttekt væri gerð úttekt á zebra merktum gangbrautum og merkingum skv. umferðarlögum. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þessi tillaga er mjög ruglingsleg enda svo sem ekki öðru að vænta frá meirihlutanum. Öll þessi mál myndu leysast farsællega með snjallstýringu og uppstokkun á umferðarljósastýringum sem löngu á að vera komið í notkun samkvæmt samgöngusáttmálanum. Aðgengi að gönguþverunum er allt annað mál og alveg hreint ótrúlegt að ekki skuli vera komnir litlir rampar inn á allar gönguþveranir á árinu 2021. Ef aðgengi er á þann hátt að gangstéttarbrúnir hindri för þá þarf að fara í að laga það strax. Það þarf ekki tillögu þar um svo sjálfsagt mannréttindamál er að ræða.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er vissulega tímabært að taka úr aðgengi við gönguþveranir í borginni og meta  út frá því hve vel þær henti öllum vegfarendum, t.d. hvort kantar hindri för, hvort hnappar á ljósastýrðum gangbrautum séu aðgengilegir öllum, hvort merkingar og ljós séu sýnileg og hvernig gönguþveranirnar henti jafnt blindum sem heyrnarskertum notendum. Til dæmis þarf að lagfæra gangstéttarbrúnir sem og aflíðandi halla frá gangstétt út á gönguþveranir í Efra Breiðholti og í Úlfarsárdal. Þetta er sérstaklega slæmt við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels en einnig víða annars staðar í Breiðholti. Fulltrúi Flokks fólksins hefur minnst á þetta og sent inn fyrirspurnir og tillögur í því sambandi en ekki fengið mikil viðbrögð.

    Fylgigögn

  37. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um hlaupavísa í Laugardal         Mál nr. US210198

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 27. september 2021. 

    Samþykkt.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Ráðið fagnar tillögunni og leggur til að útfærslan verði unnin í samráði við hlaupahópa í Laugardalnum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst tillaga Sjálfstæðisflokksins um hlaupavísa í Laugardag athyglisverð og veltir fyrir sér hvort ekki mætti einnig setja upp vísa sem sýna 10 metra fyrir þá sem hægar og styttra fara?

    Fylgigögn

  38. Úrskurður 51 og 56/2021, starfsleyfi fyrir skotæfingasvæði Álfsnesi         Mál nr. US210270

    Lagt fram til upplýsinga úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 24. september 2021 vegna kæru á ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 11. mars 2021 um að gefa út starfsleyfi til skotfélags Reykjavíkur til reksturs skotvalla í Álfsnesi.

  39. Álit umboðsmanns Alþingis mál nr. 10996/2021, stöðubrot         Mál nr. US210271

    Lagt fram til upplýsinga bréf frá umboðsmanni Alþingis dags. 23. september 2021 vegna kvörtunar á álagningu Bílastæðasjóðs á stöðubrotagjaldi.

  40. Fýlshólar 4, breyting á deiliskipulagi     (04.641.5)    Mál nr. SN210478

    190554-3419 Guðmundur Gunnlaugsson, Naustabryggja 54-56, 110 Reykjavík

    130668-5699 Andrés Kristinn Konráðsson, Fýlshólar 4, 111 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. september 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. september 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts, Hólahverfis, vegna lóðarinnar nr. 4 við Fýlshóla.

    Fylgigögn

  41. Laugardalur, breyting á deiliskipulagi     (01.39)    Mál nr. SN210331

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. september 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. september 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals.

    Fylgigögn

  42. Nýlendugata 14, breyting á deiliskipulagi     (01.131.1)    Mál nr. SN210190

    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    530416-0890 J.E. 101 ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. september 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. september 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits 1.131 vegna lóðarinnar nr. 14 við Nýlendugötu.

    Fylgigögn

  43. Lækjargata 1, nýtt deiliskipulag     (01.17)    Mál nr. SN200645

    510391-2259 Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. september 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. september 2021 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu.

    Fylgigögn

  44. Þverholt 13, breyting á deiliskipulagi     (01.244.1)    Mál nr. SN210151

    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    571091-1279 Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 Kópavogur

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. september 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. september 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Einholts- Þverholt vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt.

    Fylgigögn

  45. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2021, tilnefningar, trúnaðarmál         Mál nr. SN210449

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. september 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 2. september 2021 á trúnaðarmerktum tillögum að fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar fyrir 2021.

    Fylgigögn

  46. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að byggð verði önnur sundlaug í Breiðholti         Mál nr. US210272

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að byggð verði önnur sundlaug í Breiðholti sem dæmi í Seljahverfi eða við íþróttasvæði ÍR? Nýtt hverfisskipulag fyrir öll hverfi Breiðholts hefur verið í umræðunni í vetur og hefur verið kynnt Breiðhyltingum. Í Breiðholti er ein sundlaug, Sundlaug Breiðholts. Í hverfinu öllu búa 22 - 24 þúsund manns. Það segir sig sjálft að ein sundlaug dugar varla til að annast þjónustu við hverfisbúa. Áætlað er að byggja mikið í Breiðholti næstu misserin sbr. nýtt hverfisskipulag. Um er að ræða allt að 2000 íbúðir þegar allt er tiltekið þar af nýjar íbúðir í Mjódd gætu orðið ca. 600 og aukaíbúðir í sérbýli mögulega ca. 500-700. Sjá má hvernig nýtingatölur í Sundlaug Breiðholts hafa  hækkað jafnt og þétt frá 2009. World Class  opnaði líkamsræktarstöð við hlið laugarinnar  2017 og fjölgað gestum laugarinnar þá umtalsvert. Árið 2009 var aðsókn 204.047 en árið 2019 432.219. Til samanburðar eru 3 sundlaugar í Hafnarfirði en þar búa ca. um 28 þúsund manns.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 

    Frestað.

  47. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um líffræðilegan fjölbreytileika og skilgreiningu á honum         Mál nr. US210273

    Fyrirspurn frá Fulltrúa Flokks fólksins um líffræðilegan fjölbreytileika og skilgreiningu á honum. Víða í gögnum um skipulagsmál borgarinnar ekki síst frá verkfræðistofum sem vinna ýmis konar vinnu fyrir borgaryfirvöld er talað um að viðhalda  líffræðilegum fjölbreytileika. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá skilgreiningu á líffræðilegum fjölbreytileika. 

    Frestað.

  48. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um hreinsun í Úlfarsárdal         Mál nr. US210274

    Tillaga Flokks fólksins að skipulagsyfirvöld gerir skurk með öllum ráðum og dáðum að tekið verði til í Úlfarsárdal n.t.t. við og í kringum  Úlfarsársbraut þar sem finna má byggingarefni liggja eins og hráviði. Enn berast borgarfulltrúum myndir af óreiðu og drasli einna helst byggingarefni við Úlfarsárbraut. Af þessu er mikil sjónmengun og hætta stafar af sumum efnum og aðstæðum. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagssvið láti fara fram allsherjar tiltekt í hverfinu. Reykjavíkurborg/skipulagssvið getur varla verið að sinna skyldum sínum í skilmálaeftirliti og eftirfylgni víst ástandið er svo slæmt þarna sem raun ber vitni. Skoða þarf það sérstaklega.

    Frestað.

  49. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um sjálfbærni í Úlfarsárdal         Mál nr. US210275

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir því með ákveðnari hætti að gera Úlfarsárdal sjálfbært hverfi eins og til stóð að það yrði og lofað var. Óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal  nú í september 2021 eru um 40 en hverfið er 15 ára.  Í hverfinu eru engar verslanir og hverfið engan vegin sjálfbært. Íbúar verða að aka í Grafarholt  eftir allri þjónustu og vistum, nema þá vanti byggingarefni sem hægt er að sækja í Bauhaus. Lofað var að hverfið yrði sjálfbært. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér í þessum efnum. Í hverfinu er ekki einu sinni að finna bakarí, ísbúð, kaffihús eða hvað þá veitingastað.

    Frestað.

  50. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um úttekt á aðgengi gönguþverunum hjá Hörpu.         Mál nr. US210276

    Fyrirspurn í tengslum við tillögu meirihlutans að gera  úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni. Í þessu sambandi vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja hvort búið sé að stilla gönguljósin móts við Hörpu sem loguðu án tillits til hvort einhver hafði ýtt á gönguljósahnappinn? Flokkur fólksins lagði  til árið 2020 að slökkt verði á gönguljósum móts við Hörpu sem loga reglulega þótt enginn ýti á gönguljósahnappinn. Ekki er vitað um afdrif þeirrar tillögu. Í greinargerð með tillögunni kom fram sú ábendinga að þessi ljós ættu að vera í samhengi við ljósin á undan, ásamt gönguljósunum, en það virtist ekki vera og þess vegna myndast raðir að óþörfu. Um 40 metrum eftir gatnamótin frá Hörpu eru tvær gönguþveranir norðan megin götunnar, sem sameinast í eina við Seðlabankann. Önnur er án ljósa en hin með gönguljósum, þar sem er rofabox fyrir gangandi til að kalla fram skiptingu. Síðari gönguþverunin með ljósastýringunni var lokuð með steinagirðingu og gönguljósin stillt á tíma þannig að rautt ljós kemur á umferðina með reglulegu þéttu millibili án þess að nokkur gangandi maður ýti á takkann, auk þess að þverunin er lokuð. Á þessum ljósum hlýtur að þurfa að slökkva og kannski er búið að því? 

    Frestað.

  51. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hvenær könnun Maskínu var keypt         Mál nr. US210277

    Í svari kemur fram að Reykjavíkurborg óskaði ekki sérstaklega eftir að Maskína gerði könnun á ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu, heldur hefur fyrirtækið gert þær að eigin frumkvæði undanfarin ár. Í ár bauð Maskína borginni að kaupa niðurstöður könnunarinnar eins og segir í gögnum, sérstaklega flokkaðar m.a. m.t.t. hverfaskiptingar Reykjavíkur. Kostnaður var 290.000 kr. Spurning er hér hvort borgin keypti þessa könnun fyrir eða eftir að niðurstöður lágu fyrir? Það sem könnunin sýndi niðurstöður sem ekki hentar stefnu og væntingum meirihlutans má ætla að gengið hafi verið frá kaupunum áður en niðurstöður lágu fyrir. Um þetta mun fulltrúi Flokks fólksins vilja senda inn sérstaka fyrirspurn. Það er ljóst að mati Flokks fólksins að skipulagsráðs freistar einskis til að fá "staðfestingar" á að notkun einkabílsins sé að dala. Það lítur út fyrir að vera óskhyggja samkvæmt þessari könnun sem sýnir að notkun einkabílsins er að aukast. 

    Frestað.

  52. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um þrengingar í ýmsum götum og hverfum í Reykjavík         Mál nr. US210278

    Miklar þrengingar hafa staðið yfir í ýmsum götum og hverfum í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Svo miklar þrengingar hefur verið farið í að þær hafa skapað mikla slysahættu og sem dæmi má nefna að nú í haustbyrjun voru gatnamótin af Kringlumýrarbraut upp á Bústaðaveg til vesturs þrengd mjög. Einning má nefna algjöra lokun Lækjargötunnar á stóru svæði þrátt fyrir að hótelbyggingin þar er komin upp. Lokun bílastæða í miðborginni er svo annar handleggur eins og t.d. við Austurvöll. Á þessum grunni óskar borgarfulltrúi Miðflokksins að fá upplýsingar um:

    1. Yfirlit yfir allar þrengingar á götum sem farið hefur verið í frá 1. júní 2018 innan borgarmarkanna hvort um sé að ræða borgargötur eða götur sem eru á ábyrgð Vegagerðarinnar.

    2. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir fækkun allra bílastæða frá 1. júní 2018 í borgarlandinu og þar undir fellur líka fækkun bílastæða sem hefur verið breytt í útisvæði fyrir rekstraraðila. 

    Frestað.

  53. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um að fá umræðu um grásleppuskúrana við Ægisíðu og að forstöðumaður Borgarsögusafns mæti á næsta fund ráðsins 

             Mál nr. US210279

    Lagt er til að á næsta reglulega fundi ráðsins verði umræða um grásleppuskúrana við Ægisíðu og forstöðumaður Borgarsögusafns mæti á fundinn og fari yfir ástand skúranna og framtíð þeirra.

    Frestað.

  54. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um nýbyggingar á árunum 2014 til 2021         Mál nr. US210280

    Óskað er upplýsinga um hvaða græn svæði í borgarlandinu hafa verið nýtt til nýbygginga að hluta til eða öllu leyti á þessu kjörtímabili og því síðasta eða frá 2014-2021?

    Frestað.

  55. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2040 eftir að athugasemdum lauk         Mál nr. US210281

    Bárust einhverjar athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2040 eftir að athugasemdafresti lauk? Ef svo er voru þær mótteknar og teknar gildar og frá hvaða aðilum bárust þær?

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 12:55

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir Alexandra Briem

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2909.pdf