No translated content text
Skipulags- og samgönguráð
Ár 2021, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 09:00, var haldinn 111. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: áheyrnarfulltrúinn Daníel Örn Arnarsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn Ólöf Örvarsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Ólafur Melsted, Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar, Mál nr. US200205
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 12. ágúst 2021, þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 12. ágúst sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Jafnframt er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. ágúst 2021, varðandi tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 27. júlí 2021, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1436/2020 og auglýsing, dags. 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Reglur um sérmerkt bílastæði erlendra sendiráða., tillaga, USK2020060117 Mál nr. US200227
Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 30. október 2020, að endurskoðuðum reglum um sérmerkt bílastæði erlendra sendiráða.
Leiðrétt bókun frá fundi 11. nóvember 2020:
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 9., 16. og 21. júlí 2021 og 6., 13. og 20. ágúst 2021.
Fylgigögn
-
Lágmúli, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, stgr 1.260, skipulagslýsing og nýtt deiliskipulag Mál nr. SN210304
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa dags 19. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag götureits Lágmúla, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut staðgreinireitur 1.260. Sem felst m.a. í að yfirfæra heimildir núverandi lóða innan reitsins og afmarka nýja lóð að Lágmúla 2. Skilgreina heimildir á nýju lóðinni fyrir uppbyggingu á umhverfisvænu húsnæði til samræmis við niðurstöðu samkeppni Reinventing Cities C40. Lýsingin var kynnt til og með 10. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Skipulagsstofnun dags. 3. júní 2021, Landslög f.h. húsfélagsins Lágmúla 5 dags. 9. júní 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 9. júní 2021, Vegagerðin dags. 10. júní 2021, Réttsýn ehf., lögmannsstofa, f.h. Lágmúlastæðanna ehf., Húsfélagsins Lágmúla 4, Húsfélagsins Lágmúla 5 og Húsfélagsins Lágmúla 7 dags. 10. júní 2021, Veitur dags. 10. júní 2021 og Minjastofnun Íslands dags. 16. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021.
Athugasemdir kynntar.
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er um að ræða svæði sem boðið var fram í Reinventing Cities samkeppni á vegum C40. Markmið samkeppninnar er þróun vistvænna borgarbygginga. Svæðið liggur að þróunarás aðalskipulagsins þar sem fyrirhugað er að borgarlína muni liggja. Þar eru í dag aðallega bílastæði og veghelgunarsvæði stofnbrauta. Uppbygging á þessu svæði fellur vel að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur um þéttingu og blöndun byggðar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Enn á eftir að vinna mat á áhrif á umferð, enda liggur ekki fyrir endanlega hver fjöldi íbúða verður. Þá er óljóst hve mörg bílastæði verði á reitnum, þó vísað sé í almennar reglur. Mikilvægt er að málið fái góða kynningu þegar endanleg deiliskipulagstillaga liggur fyrir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir enn og aftur þeirri ákvörðun skipulags- og samgöngusviðs að birta í dagskrá nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kvartanir. Fulltrúi Flokks fólksins er þess fullviss að þetta stríðir gegn persónuverndarlögum. Fólk á að geta sent inn athugasemdir og kvartanir án þess að nöfn þeirra séu birt með kvörtuninni eða ábendingunni.
Fylgigögn
-
Starengi 2, breyting á deiliskipulagi (02.384.0) Mál nr. SN210061
Engjaver ehf, Litlakrika 24, 270 Mosfellsbær
VA arkitektar ehf., Borgartúni 6, 105 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Jóhanns Harðarsonar dags. 22. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis C hluta vegna lóðarinnar nr. 2 við Starengi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna viðbyggingar og hækkun hússins um eina hæð. Fyrirhugað er að byggja vindfang við inngang á jarðhæð og stigahús sem aðkomu að viðbyggingu á efri hæð, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 19. janúar 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Bjargar Ólafsdóttur, Þóreyjar Gylfadóttur og Óskars Pálssonar dags. 20. maí 2021 þar sem gerðar eru athugasemdir og óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. apríl 2021 til og með 14. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Kristinsdóttir dags. 11. maí 2021, Auður Ágústar dags. 31. maí 2021, Gísli Júlíusson og Sigríður Þorvaldsdóttir dags. 10. júní 2021 og stjórn húsfélagsins Starengi 8-20 f.h. íbúa í Starengi 8-20b, dags. 14. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. ágúst 2021.
Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021 með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Rétt hefði verið að kynna þessa deiliskipulagsbreytingu fyrir öllum íbúum við Starengi, enda skal deiliskipulag að jafnaði ekki taka yfir minna svæði en götureitsamkvæmt gildandi lögum.
Fylgigögn
-
Bergþórugata 18, breyting á deiliskipulagi (01.192) Mál nr. SN210309
a2f arkitektar ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík
Landslagnir ehf., Hyrjarhöfða 2, 110 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn a2f arkitekta ehf. dags. 23. apríl 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 18 við Bergþórugötu. Í breytingunni felst að byggingarreitur er færður til vesturs ásamt því að bætt er við heimild í skilmála að útitröppur megi fara út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. maí 2021 til og með 23. júní 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Jóhanna Margrét Jónsdóttir dags. 23. júní 2021 og Sigurjón Ernir Kárason og Sonja Guðlaugsdóttir dags. 23. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021 og a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Sigríður Lára Gunnarsdóttir og Magnús Jónsson sérfræðingar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fýlshólar 4, breyting á deiliskipulagi (04.641.5) Mál nr. SN210478
Guðmundur Gunnlaugsson, Naustabryggja 54-56, 110 Reykjavík
Andrés Kristinn Konráðsson, Fýlshólar 4, 111 ReykjavíkLögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 25. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, Hólahverfi vegna lóðarinnar nr. 4 Fýlshóla. Í breytingunni felst að heimilt verði að stækka kjallara hússins, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts FAÍ ódags. Við stækkunina eykst nýtingarhlutfall lóðar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2021.
Synjað er beiðni um breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2021.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Grandavegur 47, breyting á deiliskipulagi (01.521.2) Mál nr. SN210509
Jakob Emil Líndal, Huldubraut 34, 200 Kópavogur
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 KópavogurLögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal f.h. ALARK arkitekta ehf. dags. 7. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegar, Lýsis og SÍS vegna lóðarinnar nr. 47 við Grandaveg. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum á jarðhæð um tvær og fella út starfsemi fyrir verslun, sjúkraþjálfun og sólbaðstofu í rýmum 00-05 og 00-06, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 9. ágúst 2021.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að heimila íbúðir á jarðhæð þar sem nú er gert ráð fyrir þjónusturými. Mikið framboð er á vannýttu þjónustu- skrifstofu- og verslunarrými á jarðhæðum í nýjum hverfum borgarinnar. Framundan er aukið framboð meðal annars þegar Alþingi og Landsbankinn flytja í nýtt húsnæði. Vert er að huga að almennri stefnubreytingu í nýtingarheimildum til að koma til móts við þarfir markaðarins. Mikilvægt er að leikreglurnar séu almennar og gagnsæjar.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Þverholt 13, breyting á deiliskipulagi (01.244.1) Mál nr. SN210151
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 KópavogurAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa sex hæða íbúðarhús á lóðinni, með að hámarki 38 íbúðum, þar sem 5. og 6. hæð eru inndregnar. Í bílgeymslu verða 25 bílastæði, en ekið verður í bílgeymslu nyrst á lóðinni. Lóð austan við hús verður í samræmi við lóð á reit E og innan lóðar verður tenging frá lóð að Þverholti ásamt því að tenging milli baklóða reits E og Þverholts 13 verður tekin upp á ný á lóð Þverholts 13, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021. Tillagan var auglýst frá 5. maí 2021 til og með 22. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Hólmfríður Traustadóttir dags. 25. apríl 2021 og 16. júní 2021., Búseti f.h. Hólmfríðar Traustadóttur, tveir póstar, dags. 16. júní 2021, Búseti f.h Páls Guðna dags. 16. júní 2021, Ólöf Regína Torfadóttir Thoroddsen dags. 21. júní 2021, Guðríður Þorsteinsdóttir dags. 22. júní 2021 og Veitur dags. 22. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. ágúst 2021.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur samúð með fólki sem telur sig hafa keypt húsnæði með einhverju ákveðnu útsýni en næsta sem gerist er að byggt er þannig við hlið þess að útsýni er ýmist skert eða hverfur alveg. Í sumum þessara mála er um hrein svik að ræða því fólk hefur verið sagt að ekki verði byggt þannig að útsýni þeirra verði skert. Í mörgum tilfellum hefur fólk jafnvel fjárfest í eigninni mikið til vegna útsýnis eða sólarlags nema hvoru tveggja sé.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Hólmsheiði, skipting lóðar tímabundið (04.4) Mál nr. SN210385
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 20. maí 2021 um skiptingu lóðarinnar, með heimild til að sameina þær seinna meir, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lagður fram samningur milli Reykjavíkurborgar og Green Atlantic Date Centers dags. 13. febrúar 2017 um tímabundið lóðarvilyrði.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Fylgigögn
-
Lækjargata 1, nýtt deiliskipulag (01.17) Mál nr. SN200645
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 105 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 14. október 2020 ásamt bréfi dags. 14. október 2020 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 31. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Herbertsprent ehf. dags. 21. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. ágúst 2021.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Laugardalur, breyting á deiliskipulagi (01.39) Mál nr. SN210331
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Breytingin felur í sér skilgreiningu íþróttamannvirkja á svæði austan Laugardalsvallar. Gerðir verða nýir gervigrasvellir á svokölluðum Valbjarnarvelli. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum gervigrasvöllum til æfinga og að þeir verði afgirtir með netgirðingum og heimilt verði að reisa ljósmöstur við vellina. Áfram er gert ráð fyrir núverandi tennisvöllum og opnum göngu og skokkleiðum á milli Laugardalsvallar og gervigrasvalla, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 28. apríl 2021, br. 20. ágúst 2021. Tillagan var auglýst frá 15. júní 2021 til og með 28. júlí 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Lilja Sigrún Jónsdóttir, f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 28. júlí 2021 og Veitur dags. 28. júlí 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. ágúst 2021.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um að ræða deiliskipulag vegna eins þeirra verkefna sem skoraði hvað hæst í vinnu við forgangsröðun íþróttamannvirkja í Reykjavík. Gervigrasvellirnir nýtast fjölmörgum iðkendum knattspyrnu í Laugardal og við fögnum þessari uppbyggingu.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Nýlendugata 14, breyting á deiliskipulagi (01.131.1) Mál nr. SN210190
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
J.E. 101 ehf., Stórhöfða 33, 110 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits 1.131 vegna lóðarinnar nr. 14 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka þak hússins og að þakhalli verði hærri við Mýrargötu í stað Nýlendugötu. Koma fyrir lyftu í húsinu og að lyftuhús fari út fyrir byggingarreit. Gera þakbyggingu á lágþaki núverandi húss. Setja franskar svalir á norðurhlið húss við Mýrargötu og að svalir á suðurhlið húss megi almennt kraga 40 cm út fyrir lóðarmörk, fyrir utan svalir við flóttaleið á 2. hæð sem mega fara 130 cm út fyrir byggingarreit. Handrið á þaksvölum vestan megin skal vera inndregið 150 cm frá lóðamörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Grétar Guðmundsson mótt. 13. júní 2021 og fulltrúar íbúaráðs Vesturbæjar dags. 30. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. ágúst 2021.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Mýrargata 18, breyting á deiliskipulagi (01.116.3) Mál nr. SN210194
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar vegna lóðarinnar nr. 18 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að lóðarmörk Mýrargötu eru rýmkuð um 2 metra til norðurs og 3 metra til austurs auk þess að kvöð um göngustíg á milli Mýrargötu 18 og Mýrargötu 16 er felld niður, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 2. mars 2021, br. 11. ágúst 2021, og lóðarhönnun dags. 29. apríl 2021. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: íbúaráð Vesturbæjar dags. 18. júní 2021, Daði Guðbjörnsson dags. 16. júní 2021 og Veitur dags. 25. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. ágúst 2021.
Frestað.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
(B) Byggingarmál
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1122 frá 6. júlí 2021, nr. 1123 frá 13. júlí 2021, nr. 1124 frá 20. júlí 2021, nr. 1125 frá 27. júlí 2021, nr. 1126 frá 11. ágúst 2021 og nr. 1127 frá 17. ágúst 2021.
Fylgigögn
-
Bárugata 14,
breyta og hækka mæni og útveggi (11.362.21) Mál nr. BN058038
Benedikt Skúlason, Bárugata 14, 101 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og hækka mæni og útveggi á þakrými þannig að fáist portbyggð hæð í risi í húsi á lóð nr. 14 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Stáss arkitekta ehf. dags. 30. september 2020. Einnig eru lagðir fram eftirfarandi uppdr. Stáss arkitekta ehf.; götumynd og útlit húss ódags. Jafnframt eru lagðir fram tölvupóstar Friðriks Friðrikssonar dags. 18. febrúar 2021, 31. mars 2021 og 4. og 20. maí 2021 og tölvupóstar Heiðar Agnesar Björnsdóttur dags. 6. apríl 2021 og 20. maí 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Útbúnir voru nýjir skýringaruppdrættir (sneiðmynd með uppmældum hæðarkótum á lóðum nr. 14 við Bárugötu og nr. 13 við Ránargötu) uppfærðir skuggavarpsuppdrættir ódags. mótt 17. mars 2021, 20. apríl 2021 og 18. maí 2021. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Heiður Agnes Björnsdóttir f.h. eiganda og íbúa að Ránargötu 13 dags. 7. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bárugata 14, um er að ræða að hækka hús. Að hækka hús í grónum hverfum og auka þar með skuggavarp, sem snertir nágranna mikið er ekki gott og ber að forðast. þess vegna er þessi breyting ekki ásættanleg. Íbúar í næstu húsum lýsa áhyggjum af auknu skuggavarpi í garði sínum við breytingarnar sem mun hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Alvarlegustu áhrifin yrðu á jarðhæð. Hver hefði reiknað með að hækka ætti 100 ára gamalt hús? Fulltrúi Flokks fólksins skilur vel áhyggjur íbúðaeigenda í næsta húsi við Bárugötu 14.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
(C) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Vindharpa, kynning Mál nr. US210200
Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur dags. 28. júní 2021 ásamt kynningu frá Landslagi, ódags., vegna listaverksins Vindharpa, sem fyrirhugað er að setja upp í tilefni af 10 ára afmælis tónlistarhússins Hörpu.
Skipulags- og samgönguráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað listaverk og staðsetningu þess.
Fylgigögn
-
Heilsuborgin Reykjavík,
Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar til 2030
- USK2021050116 Mál nr. US210154Lögð fram umsagnarbeiðni borgarráðs dags. 27. maí 2021 ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 17. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulags- og samgönguráðs um drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030.
Frestað.
-
Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar,
drög til umsagnar - USK2021080038 Mál nr. US210219Lögð fram umsagnarbeiðni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 17. ágúst 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulags- og samgönguráðs um drög að Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Drögin fela í sér marga fallega hluti, s.s. að hafa vandaðar upplýsingar, víðtæka þátttöku borgara og samráð en tvíhliða samráð hefur einmitt verið Akkilesarhæll þessa meirihluta að mati fulltrúa Flokks fólksins. Eldar hafa logað víða um borgina vegna samráðsleysis. Nefna má Skerjafjörðinn, Sjómannareitinn, Miðbæinn og fjölmargt fleira. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið en borgarbúum hefur borgurum gengið misvel að koma málum sínum. Traust á borgarstjórn sem er afar lítið endurspeglar þetta. Stefnan (drögin) eins og hún er lögð upp er kannski meira draumsýn ekki nema tekið verði rækilega til hendinni. Lýðræði þarf að færa á hærra plan þannig að aldrei verði pukrast með hvort heldur skýrslur eða úttektir. Of oft er reynt að setja einstaklinga undir sama hatt eins og t.d. er börnum með ólíkar þarfir og sérþarfir ætlað að stunda nám í skóla án aðgreiningar sem er vanbúinn og öllu er ætlað að eiga samskipti með rafrænum hætti. Komið er inn á mannauðsmál á stefnunni. Þau þarf að skoða rækilega á t.d. á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar hefur fólk verið rekið umvörpum.
Fylgigögn
-
Tillaga stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, umsagnarbeiðni - USK2021080007, R19100342 Mál nr. US210207
Lögð fram umsagnarbeiðni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulags- og samgönguráðs um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir að rétt sé að það tekur tíma að þróa starf íbúaráðanna bæði innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og meðal íbúa í hverfum. Margar af tillögum stýrihópsins eru ágætar. Stýrihópurinn leggur til að íbúaráði Miðborgar og Hlíða verði skipt í tvö íbúaráð. Sama ætti að gilda um Breiðholtið sem er stórt hverfi, eiginlega þrjú hverfi. Þessi breyting ætti að gerast strax og prófa hana út kjörtímabilið og má þá endurskoða hana við upphaf næsta tímabils. Vandi íbúaráðanna er hversu pólitísk þau eru. Meirihlutinn í þeim, hinn pólitíski yfirskyggir án efa oft skoðanir minnihluta og borgarbúa. Meirihlutinn hefur oft sínu fram í krafti valds. Hugsa þarf íbúaráðin sem rödd borgarbúa og þurfa ráðin að hlusta á íbúana og taka mál inn á fundina sem óskað er eftir. Gott er að „ráðin“ fái aukna ábyrgð við mótun nærþjónustu. Íbúaráð ættu að taka afstöðu til flestra stærri mála sem hverfin snerta og má ímynda sér að meirihluti íbúaráðs hafi endanlegt úrslitavald í sumum málum. Ekki ætti að setja íbúaráðum stífar og ítarlegar reglur. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið í drögum um lýðræðisstefnu þannig að það er mikilvægt að þau virki sem slík.
Fylgigögn
-
Leifsgata 4, kæra 94/2021, umsögn (01.195.2) Mál nr. SN210475
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2021 ásamt kæru mótt.22. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs frá 9. júní 2021 um að borgaryfirvöld muni ekki aðhafast frekar í máli er varðar kvartanir vegna Leifsgötu 4B, lóð nr. 4 við Leifsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. júlí 2021.
-
Skerjafjörður Þ5, kæra 134/2021 Mál nr. SN210580
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. ágúst 2021 ásamt kæru dags. 8. ágúst 2021 þar sem kærð er niðurstaða borgarstjórnar frá 20. apríl 2021 varðandi tillögu að deiluskipulagi fyrir Skerjafjörð.
-
Giljasel 8, kæra 114/2021, umsögn (04.933.4) Mál nr. SN210516
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júlí 2021 ásamt kæru dags. 8. júlí 2021 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um útgáfu byggingarleyfis að Giljaseli 8. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. ágúst 2021.
-
Bergstaðastræti 81, kæra 121/2021, umsögn (01.196.4) Mál nr. SN210544
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. júlí 2021 ásamt kæru dags. 14. júlí 2021 þar sem kærð er niðurstaða skipulagsfulltrúa varðandi tvær fyrirspurnir og málskot er varða hugsanlega byggingu bílgeymslu á austurhluta lóðarinnar nr. 81 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. ágúst 2021.
-
Fagribær 13, kæra 126/2021, umsögn (04.351.5) Mál nr. SN210550
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. júlí 2021 ásamt kæru dags. 26. júlí 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 fyrir viðbyggingu við húsið á lóð nr. 13 við Fagrabæ. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. ágúst 2021.
-
Dverghamrar 8, kæra 120/2021, umsögn (02.299) Mál nr. SN210573
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. júlí 2021 ásamt kæru dags. 13. júlí 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að afhafast ekki frekar vegna óleyfisframkvæmda að Dverghömrum 8. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. ágúst 2021.
-
Laugarnesvegur 83, kæra 19/2021, umsögn, úrskurður (01.345.2) Mál nr. SN210179
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi umhverfis- og auðlindamála dags. 2. mars 2021 ásamt kæru dags. 27. febrúar 2021 þar sem kærðar eru "óleyfisframkvæmdir" að Laugarnesvegi 83. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. apríl 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. júlí 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. janúar 2021 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi til að "stækka tvö hurðargöt í íbúð 0101, breyta lagnaleiðum í eldhúsi og setja varmaskipti í kjallara húss nr. 83 við Laugarnesveg."
-
Skólavörðustígur 36, kæra 29/2021, umsögn, úrskurður (01.181.4) Mál nr. SN210206
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. mars 2021 ásamt kæru dags. 11. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á 2. og 3. hæð á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. apríl 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. júlí 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 2. mars 2021 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús með verlsunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á annarri og þriðju hæð, á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg.
-
Leirulækur 2, Laugalækjarskóli, breyting á deiliskipulagi (21.050.8) Mál nr. SN210508
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. júlí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Leirulækjar 2.
Fylgigögn
-
Heklureitur, nýtt deilisskipulag (01.242) Mál nr. SN210448
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. júlí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Heklureit, nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168-174a.
Fylgigögn
-
Laugavegur 168-176, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN170017
Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. júlí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176.
Fylgigögn
-
Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31 - Orkureitur, breyting á deiliskipulag (01.265.2) Mál nr. SN190500
Reitir - iðnaður ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 KópavogurLagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. júlí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbraut 34/Ármúla 31, reitur 1.265- Orkuteitur.
Fylgigögn
-
Brekknaás, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN210101
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. júlí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi fyrir Brekknaás og Vindás.
Fylgigögn
-
Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.271.2) Mál nr. SN210507
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. júlí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólareits vegna Bólstaðarhlíðar 47.
Fylgigögn
-
Gufunes, samgöngutengingar,
nýtt deiliskipulag (02.2) Mál nr. SN210218Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. júlí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi.
Fylgigögn
-
Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna,
um svæðisskipulag Mál nr. US210209Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. ágúst 2021, varðandi starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag. Óskað er eftir tilnefningu tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins en bréfið var sent umhverfis- og skipulagssviði til meðferðar, dags. 18. ágúst 2021. Einnig eru lögð fram drög að nýju samkomulagi sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, ódags., og nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 6. september 2021.
Dóra Björt Guðjónsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds eru skipuð varamenn í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Fylgigögn
-
Erindi íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, varðandi gönguljós yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut - R21060252, USK2021060111 Mál nr. US210201
Lagt fram bréf íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 25. júní 2021 varðandi tímalegnd gönguljósa yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut. Ásamt því er lagt fram bréf Guðrúnar Nínu Petersen, dags. 29. apríl 2021.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagt er fram bréf íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis varðandi tímalengd gönguljósa yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut. Fram kemur að gönguljósin við Kringlumýrarbraut loga það stutt að fáir komast yfir veginn á meðan þau loga. Það er ekki ásættanlegt. Úrbætur ættu að byggjast á því að nýta snjalltækni til að stýra ljósatímanum, svo sem að stýra tímanum í þágu gangandi vegfarenda, eða að byggja göngbrú yfir götuna. Þessi vandi er víðar en stundum á hinn veginn og má nefna gönguljós á Miklubraut. Þar er ljósstýring í ólestri. Bílar bíða í margra metra röðum og spúa mengun á meðan rautt ljós logar löngu eftir að vegfarandi hefur þverað gangbrautina. Stýring umferðarljósa þ.m.t. gangbrautarljósa er þekkt vandamál víða í borginni.
Fylgigögn
-
Erindi íbúaráðs Vesturbæjar, vegna mögulegra endurbóta á yfirborði samhliða framkvæmdum Veitna frá Vesturgötu til Mýrargötu - R21060173, USK2021060074 Mál nr. US210208
Lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 18. júní 2021, varðandi mögulegar endurbætur á yfirborði samhliða framkvæmdum Veitna frá Vesturgötu til Mýrargötu. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júlí 2021.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti, umsögn - USK2021070032 Mál nr. US210186
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 20. ágúst 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Svar hefur borist frá umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti. Fram kemur í svari að uppsetning sökklana eru liður í að efla list og menningu í borginni og sé tímabundin aðgerð. Uppsettir kostuðu 10 ljósmyndastandar um 3,3 milljónir króna. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til gagnrýnnar hugsunar og varkárni þegar umhverfi er breytt og möguleikar á nýtingu gatna skertir. Mörgum finnst auk þess af þessu nokkur sjónmengun.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Breiðholtsbraut, umsögn - USK2021060052 Mál nr. US210136
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 20. ágúst 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Svar/umsögn hefur borist við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Breiðholtsbraut en spurt var hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera vegna þróunar umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð mikil á annatímum og er orðið afar brýnt að tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. Fram kemur í svari ,,að samkvæmt núgildandi fjögurra ára samgönguáætlun 2020 – 2024, eru fyrirhuguð ný vegamót á Breiðholtsbraut vegna tengingar við Arnarnesveg en framkvæmdin er hluti af samgöngusáttmálanum. Aðrar framkvæmdir á Breiðholtsbraut eru ekki fyrirhugaðar á gildistíma áætlunarinnar.” Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að þetta er einfaldlega vondur hluti af sáttmálanum. Vandinn sem spurt var um, er að leggurinn frá Jafnaseli að Rauðavatni ber ekki nægilega vel þá umferð sem þegar fer þar um. Ný vegamót á Breiðholtsbraut vegna tengingar við Arnarnesveg bæta ekki úr vandanum. Þau auka hann. Hvað ætla skipulagsyfirvöld að gera í þessu? Nú þegar eru þrengsli og tafir þarna með öllu óþolandi fyrir fólk sem fer þarna um ekki síst í aðdraganda helgar þegar borgarbúar fara úr borginni. Þá er umferðin stappfull lengst niður eftir Breiðholtsbrautinni.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Húsverndunarsjóður Reykjavíkur, umsögn Mál nr. US210127
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Svar hefur borist við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort ekki sé rétt að tengja hverfisvernd Húsverndarsjóði en með því myndi opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið er byggt.
Fram kemur í umsögn að hverfisvernd sem slík sé ekki hlut að stefnu Húsverndarsjóðar en áhersla er lögð á styrkveitingar til framkvæmda sem miða að því að færa ytra byrði húsa til upprunalegs horfs. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þótt þessi tenging hugnist ekki skipulagsyfirvöldum mætti engu að síður halda hugmyndinni enn á lofti og vinna áfram með hana.Fylgigögn
-
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi tillögu, um úttekt á aðgengi á gönguþverunum Mál nr. US210196
Lagt er til gerð verði úttekt á aðgengi í tengslum við gönguþveranir í borginni. Gönguþveranir verði metnar út frá því hve vel þær henti öllum vegfarendum, t.d. hvort kantar hindri för, hvort hnappar á ljósastýrðum gangbrautum séu aðgengilegir öllum, hvort merkingar og ljós séu sýnileg og hvernig gönguþveranirnar henti jafnt blindum sem heyrarskertum notendum. Tekið verði mið af leiðbeiningunum "Hönnun fyrir alla - algild hönnun utandyra." Í fyrstu atrennu verði litið til helstu gönguleiða út frá samþykktu hverfisskipulagi byrjað í Árbænum, þar sem hverfisskipulagið liggur fyrir. Lagt er til að verkefnið hefjist á árinu 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Naustabryggju 31-33 Mál nr. US210197
Ákvæði byggingarreglugerðar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða, þ.e. um fjarlægð frá aðalinngangi, eru ekki uppfyllt við Naustabryggju 31-33. Lagt er til að Reykjavíkurborg fylgi úrskurði í máli úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2020 og tryggi án tafar aðgengi fyrir hreyfihamlaða að aðalinngöngum Naustabryggju 31 og 33, 110 Reykjavík.
Tillögunni fylgir úrskurður úrskurðarnefndar í máli nr. 15/2020 og bréf Reykjavíkurborgar, dags. 27. apríl 2021, þar sem fram kemur að borgin hafni því að aðhafast frekar í málinu.Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
um endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholts og Jafnasel. Mál nr. US210187Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær skipulagsyfirvöld hyggjast fara í endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels. Þau ljós eru í ólestri og má nefna að "græna ljósið" kemur seint ef nokkurn tímann fyrir gangandi vegfaranda sem ætlar að þvera Breiðholsbrautina jafnvel þótt ýtt sé á hnappinn. Gangandi vegfarendur hafa neyðst til að sæta lagi og fara yfir á rauðu eftir að hafa beðið eftir grænu gönguljósi án árangurs. Ástand sem þetta hefur varað lengi.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
um strætó í Gufunesi Mál nr. US210206Nú eru íbúar farnir að flytja inn í nýja "vistþorpið" í Gufunesi en strætó tengingar þangað eru virkilega slæmar. Stendur til að bæta tengingar niður í þetta nýja hverfi?
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
um Steindórsreitinn Mál nr. US210224Fyrirspurn um aðstæður við Steindórsreitinn sem er vestast í vesturbænum. Um er að ræða frágang á athafnasvæði við Steindórsreit. Vakin hefur verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á að þar sé slysahætta. Um er að ræða vestast á Sólvallagötunni og vestast á Hringbrautinni við hringtorgið við J.L. húsið. Kringum Steindórsreit er búið að setja krossviðarplötur yfir gangstéttar sem veldur því að ökumaður sem keyrir vestur eftir Hringbraut og beygir til hægri út á Granda, hægra megin á hringtorginu getur með engu móti séð, gangandi, hjólandi fólk hvorki á vespum né hlaupahjólum sem fara yfir gangstétt beint séð frá vestri inn á Sólvallagötuna. Þarna hefur orðið slys. Hvað hyggjast skipulagsyfirvöld gera í þessu máli? Þarna er búið að byggja stóran grjótgarð, taka gangstéttir í burtu og er aðgengi slæmt. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefið framkvæmdaleyfi, þ.m.t. hvort að ásigkomulagi, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar sé ábótavant eða hvort að af henni stafi hætta.
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut Mál nr. US210225Verið er að gera breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkið skal að fullu lokið 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður er 91.000.000 Vakin hefur verið athygli fulltrúa Flokks fólksins að þarna stefni í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla. Fulltrúi Flokks fólksins spyr þess vegna hvort lögum og reglugerðum sem og stöðlum sé fylgt þegar svona framkvæmd er skipulögð. Hver er breidd hjóla- og göngustíga og akreinar og eru öllum reglum fylgt í þessu ákveðna tilfelli?
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Úlfarársdals Mál nr. US210226
Enn berast kvartanir frá íbúum í Úlfarsárdal og nú ekki síst vegna seinkunar á byggingarframkvæmdum og kvartanir vegna verkstýringar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um nokkur verklok. Sem dæmi átti að ljúka við verk í kringum Dalskóla fyrir mörgum árum. Enn átti að reyna í vor að ljúka verkum í kringum skólann sem nú fyrst er verið að byrja á þegar skólinn er byrjaður. Þeir sem hafa fengið lóðir draga að byggja á þeim eftir því sem næst er komið. Þetta er látið óáreitt af skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Hvenær á að ljúka við þau verk sem hér eru nefnd? Af myndum sem okkur hafa verið sendar er ástandið í Úlfarsárdal víða skelfilegt. Um 15 ár er síðan skipulagið var kynnt og átti hverfið að vera sjálfbært. Margt er þarna óklárað. Engin þjónusta hefur orðið til í hverfinu þaðan af síður sjálfbærni, engin atvinnustarfsemi. Finna má tunnur, staura, vírnet við Úlfarsbraut ofan við kennslustofur í kjallara Dalskóla. Þarna má einnig sjá óbyggðar lóðir, ókláraða gangstíga, moldarhauga og drasl á götum.
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
vegna sorppoka Mál nr. US210227Nýtt átak er hjá Sorpu og skal nú allur úrgangur og efni sem komið er með þangað vera í glærum pokum þannig að sjá megi innihaldið. 1. júlí, var bannað að nota svarta plastpoka. Tilgangurinn með glæru pokunum eins og segir hjá Sorpu er að auka hlutfall úrgangs sem fer í endurvinnslu. Sorpa hefur ákveðið að leggja 500 króna álagsgjald á hvern ógagnsæjan poka sem viðskiptavinir endurvinnslustöðva skila. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurn um þetta en ekki fengið svar við. Fyrirspurnin var hvort einnig eigi að leggja gjald á taupoka eða pappírspoka? Eða er hér aðeins átt við plast? Fyrirspurnin er hér með ítrekuð þar sem málið er óljóst. Halda mætti að nú sé einungis hægt að koma með sorp í glærum plastpokum og þar með engri annarri tegund poka. Það skýtur nokkuð skökku við þar sem verið er að reyna að draga úr plasti og nota frekar tau og pappír. Þess vegna er mikilvægt að fá þetta á hreint. Framkvæmdastjóri Sorpu hefur orðað þetta svo að skylda eigi alla til að koma með efnið í glærum plastpokum.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Mál nr. US210228
Borist hefur kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna samþykkts deiliskipulags fyrir nýtt hverfi í Skerjafirði. Hefur umhverfis- og skipulagssvið skilað umbeðnum gögnum sem óskað hefur verið eftir vegna kærunnar fyrir tilskilinn frest?
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um gangbrautaframkvæmdir við Melaskóla Mál nr. US210229
Óskað er upplýsinga um hvenær gangbrautaframkvæmdum lýkur við Melaskóla. Það er áhyggjuefni að þeim hafi ekki verið lokið fyrir skólabyrjun en það ógnar umferðaröryggi barna við skólann.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 12:08
Pawel Bartoszek Alexandra Briem
Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2508.pdf