Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 101

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 28. apríl kl. 09:03, var haldinn 101. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var fjarfundur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Alexandra Briem, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Kosning í skipulags- og samgönguráð, USK2018060045        Mál nr. US200285

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. apríl 2021, þar sem tilkynnt er að Aron Leví Beck taki sæti í skipulags- og samgönguráði í stað Rögnu Sigurðardóttur. Jafnframt tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti sem varamaður í ráðinu í stað Arons.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð        Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 16. og 21. apríl 2021.

    Fylgigögn

  3. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, kynning    (04.0)    Mál nr. SN170899

    Kynnt drög að tillögu ASK Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 1 - Krossamýrartorg ásamt samráðsáætlun.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Frá upphafi 20. aldar hafa miklar landfyllingar verið gerðar við strandlengju Reykjavíkurborgar og í dag eru náttúrulegar og óskertar fjörur lítill hluti strandsvæði borgarinnar. Áætlað er að fara í 13 hektara landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa og reisa þar íbúðabyggð. Er stærðin á landfyllingunni langt yfir þeim mörkum sem krefst umhverfismats. Lýst er yfir miklum áhyggjum vegna villtra fiskitegunda í Elliðaám og er ljóst að um mikið og stórtækt inngrip er að ræða í þá einstöku náttúruperlu sem árnar eru inn í miðri höfuðborg landsins. Áætlað er að reisa 6.000 íbúðabyggð í Elliðaárvogi og á Ártúnshöfða og að tæplega 100.000 fermetra atvinnuhúsnæði kynnt til sögunnar. Ekki er útfært hvaða rekstri er gert ráð fyrir á svæðinu með 1.000 – 1.500 störfum. Uppbygging atvinnurekstrar er sjálfsprottinn og getur aldrei gerst með valdboði stjórnvalds. Á sama tíma er verið að ryðja atvinnurekstri í burtu með 150 störfum. Mikil mengun er í jarðvegi á þessu svæði – bæði olíumengun og mengun frá Malbikunarstöðinni Höfða. Engar lausnir eru í sjónmáli hvernig á að fjarlægja mengaðan jarðveg t.d. þar sem skólar eiga að koma. Öll þessi uppbygging byggir á sjálfhverfu sjónarmiði borgarstjóra og meirihlutans um borgarlínu. Komi hún ekki er uppbyggingin á svæðinu í uppnámi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þétting byggðar er að ganga of langt og farin að taka of mikinn toll af náttúru. Þetta  má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þetta er allt spurning um hugmyndafræði, stefnu og hvort virða eigi grænar áherslur. Sífellt er verið að fikta í einstakri náttúrunni, pota í hana og mikil tilhneiging að móta og manngera og þar með búa til  gerfiveröld. Ekkert fær að vera ósnortið, ekki einu sinni fágætir fjörubútar en ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir og varað við að sækja lengra í þá átt. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki  stór mannvirki. Hætta ætti við áfanga 2-3 í  landfyllingu . Geirsnef gæti orðið  borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Eins og með Vatnsendahvarfið sem kljúfa á með hraðbraut á borgarlína að skera Geirsnefið. Skipulagsyfirvöld láta aðeins of mikið glepjast af rómantískum tölvumyndum arkitekta að mati fulltrúa Flokks fólksins.

    Björn Guðbrandsson frá ARKÍS, Þráinn Hauksson frá Landslagi, Páll Gunnlaugsson frá ASK arkitektum, Halldór Eyjólfsson frá Klasa, Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís, Ólöf Kristjánsdóttir frá Mannvit, Ágústa Sveinbjörnsdóttir deildarstjóri, Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri, Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri, Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri, Ólafur Melsted verkefnastjóri og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  4. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 2, deiliskipulag, kynning    (04.0)    Mál nr. SN170900

    Kynnt drög að tillögu Arkís arkitekta og Landslags að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 2 - Sævarhöfði ásamt samráðsáætlun.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Frá upphafi 20. aldar hafa miklar landfyllingar verið gerðar við strandlengju Reykjavíkurborgar og í dag eru náttúrulegar og óskertar fjörur lítill hluti strandsvæði borgarinnar. Áætlað er að fara í 13 hektara landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa og reisa þar íbúðabyggð. Er stærðin á landfyllingunni langt yfir þeim mörkum sem krefst umhverfismats. Lýst er yfir miklum áhyggjum vegna villtra fiskitegunda í Elliðaám og er ljóst að um mikið og stórtækt inngrip er að ræða í þá einstöku náttúruperlu sem árnar eru inn í miðri höfuðborg landsins. Áætlað er að reisa 6.000 íbúðabyggð í Elliðaárvogi og á Ártúnshöfða og að tæplega 100.000 fermetra atvinnuhúsnæði kynnt til sögunnar. Ekki er útfært hvaða rekstri er gert ráð fyrir á svæðinu með 1.000 – 1.500 störfum. Uppbygging atvinnurekstrar er sjálfsprottinn og getur aldrei gerst með valdboði stjórnvalds. Á sama tíma er verið að ryðja atvinnurekstri í burtu með 150 störfum. Mikil mengun er í jarðvegi á þessu svæði – bæði olíumengun og mengun frá Malbikunarstöðinni Höfða. Engar lausnir eru í sjónmáli hvernig á að fjarlægja mengaðan jarðveg t.d. þar sem skólar eiga að koma. Öll þessi uppbygging byggir á sjálfhverfu sjónarmiði borgarstjóra og meirihlutans um borgarlínu. Komi hún ekki er uppbyggingin á svæðinu í uppnámi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þétting byggðar er að ganga of langt og farin að taka of mikinn toll af náttúru. Þetta  má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þetta er allt spurning um hugmyndafræði, stefnu og hvort virða eigi grænar áherslur. Sífellt er verið að fikta í einstakri náttúrunni, pota í hana og mikil tilhneiging að móta og manngera og þar með búa til  gerfiveröld. Ekkert fær að vera ósnortið, ekki einu sinni fágætir fjörubútar en ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir og varað við að sækja lengra í þá átt. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki  stór mannvirki. Hætta ætti við áfanga 2-3 í  landfyllingu . Geirsnef gæti orðið  borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Eins og með Vatnsendahvarfið sem kljúfa á með hraðbraut á borgarlína að skera Geirsnefið. Skipulagsyfirvöld láta aðeins of mikið glepjast af rómantískum tölvumyndum arkitekta að mati fulltrúa Flokks fólksins.

    Björn Guðbrandsson frá ARKÍS, Þráinn Hauksson frá Landslagi, Páll Gunnlaugsson frá ASK arkitektum, Halldór Eyjólfsson frá Klasa, Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís, Ólöf Kristjánsdóttir frá Mannvit, Ágústa Sveinbjörnsdóttir deildarstjóri, Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri, Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri, Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri, Ólafur Melsted verkefnastjóri og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  5. Kjalarnes, Prestshús, skipulagslýsing        Mál nr. SN210265

    Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

    Unnarstígur ehf., Pósthólf 70, 121 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 ásamt skipulagslýsingu dags. 1. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag í Prestshúsum að Kjalarnesi. Áformað er að byggja íbúðarhús ásamt gestahúsum og vinnustofu/fjölnota sal á landinu.

    Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni og Veitum. Einnig skal kynna hana fyrir almenningi.

    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Gjúkabryggja 4, breyting á deiliskipulagi    (04.223)    Mál nr. SN210237

    Hugrún Þorsteinsdóttir, Blönduhlíð 6, 105 Reykjavík

    FA40 ehf., Höfðabakka 3, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur dags. 25. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 4 við Gjúkabryggju (reitur D). Í breytingunni felst að heimilt verði að fjölga íbúðum ásamt því að fjölga bílastæðum í kjallara lóðar D, dýpka byggingarreit og lengja byggingarreit 4. hæðar í norðvesturhorni byggingarreits, samkvæmt uppdr. M11 teiknistofu dags. 25. mars 2021.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lágmúli, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, stgr 1.260, skipulagslýsing og nýtt deiliskipulag        Mál nr. SN210304

    Lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa dags 19. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag götureits Lágmúla, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut staðgreinireitur 1.260. Sem felst m.a. í að yfirfæra heimildir núverandi lóða innan reitsins og afmarka nýja lóð að Lágmúla 2. Skilgreina heimildir á nýju lóðinni fyrir uppbyggingu á umhverfisvænu húsnæði til samræmis við niðurstöðu samkeppni Reinventing Cities C40.

    Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Hverfisráði Háaleitis-Bústaða, Verkefnastofu Borgarlínu, Strætó bs., Vegagerðinni, Veitum ohf., Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samgöngustofu/Flugmálastjórn, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og hjá viðeigandi sviðum og deildum (skrifstofum) Reykjavíkurborgar, utan umhverfis – og skipulagssviðs, s.s. skóla- og frístundasvið og menningar- og ferðamálasvið. Einnig skal kynna hana fyrir almenningi.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér eru um að ræða svæði sem boðið var fram í Reinventing Cities samkeppni á vegum C40 og er gerð skipulagslýsingar fyrir svæðið framhald af þeirri þróunarvinnu. Mikil tækifæri eru fólgin í þessari uppbyggingu sem fellur vel að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur um þéttingu og blöndun byggðar.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa    (01.39)    Mál nr. SN200070

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, greiða atkvæði gegn tillögunni og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, situr hjá.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Umrædd smáhýsi eru hluti af hugmyndafræði 'Húsnæði fyrst' á vegum Velferðarsviðs og hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heimilisleysi og hefur miklar þjónustuþarfir. Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð, og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum. Hér er um að ræða opið svæði, en samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild til að koma fyrir slíkum búsetuúrræðum á slíku svæði. Þó ber að hafa í huga að þau eru víkjandi og hafa ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að taka á vanda húsnæðislauss fólks með raunhæfum og góðum lausnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir íbúðaáformum, hvort sem um er að ræða smáhýsi eða stórhýsi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsstofnun hefur gert alvarlegar formgalla athugasemdir um að smáhýsi í Laugardal samrýmast ekki aðalskipulagi. Í bréfi stofnunarinnar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur segir orðrétt: „Deiliskipulagsbreytingin er í ósamræmi við gildandi aðalskipulag varðandi heimild fyrir íbúðir á opnum svæðum og í borgargörðum. Aðalskipulagsbreyting um sérstakt búsetuúrræði (sbr. svar skipulagsfulltrúa við athugasemdum varðandi samræmi við aðalskipulag) var ekki auglýst áður en samhliða deiliskipulagsbreytingunni sbr. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“ Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur frá upphafi ítrekað að þessi smáhýsa uppbygging utan skipulags gangi ekki upp samkvæmt lögum. Nú er komin staðfesting á þeim skoðunum. Smáhýsin í Gufunesi voru utan deiliskipulags um langa hríð allt þar til ákveðið var að leggja göngu- og hjólreiðastíga á svæðinu. Þá var þeim laumað inn á skipulag bakdyramegin. Sama á við nú varðandi smáhýsin í Laugardalnum eftir ábendingar Skipulagsstofnunar. Borgarstjóri og meirihlutinn rökstyðja ákvarðanir um smáhýsin svo að um tímabundna lausn sé að ræða. Það er rangt því steypa þurfti sökkla undir húsin í Gufunesi og skeyta þau við landið. Skilgreining á fasteign er eftirfarandi: "Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt.“ Hér er því ekki verið að tjalda til einnar nætur.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  9. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2021, úthlutun styrkja 2021,        Mál nr. US210016

    Lagt fram í trúnaðarmálabók skipulags- og samgönguráðs tillaga umhverfis- og skipulagsviðs dags. 23. apríl 2021 að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2021. Trúnaði verður aflétt að úthlutun lokinni.

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    (B)    Byggingarmál

  10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð        Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1110 frá 13. apríl 2021 og nr. 1111 frá 20. apríl 2021.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  11. Aðgerðir til að bæta aðgengi fyrir alla á strætóstöðvum 2021, 

    tillaga - USK2021040046        Mál nr. US210110

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 20. apríl 2021 þar sem óskað er heimildar skipulags- og samgönguráðs fyrir áframhaldandi undirbúning, verkhönnun og gerð

    útboðsgagna fyrir lagfæringar á eftirfarandi strætóstöðvum:

    - Skeljanes (nr. 90000200)

    - Laugarnesvegur v. Kirkjusand (nr. 90000184)

    - Flókagata v. Kjarvalsstaði (nr. 90000263)

    - Borgartún v. Nóatún (nr. 90000780)

    - Rangársel (nr. 90000071)

    - Rangársel (nr. 90000072)

    - Jaðarsel v. Holtasel (nr. 90000428)

    - Jaðarsel v. Holtasel (nr. 90000513)

    - Selásbraut v. Næfurás (nr. 90000404)

    - Selásbraut v. Næfurás (nr. 90000412)

    - Krókháls v. Öskju (nr. 90000842)

    - Strandvegur v. Rimaflöt (nr. 90000463)

    - Biskupsgata (nr. 90000527)

    - Lambhagavegur v. Mímisbrunn (nr. 90000763)

    - Fellsvegur (nr. 90000650)

    - Fellsvegur (nr. 90000657)

    - Mímisbrunnur v. Úlfarsbraut (nr. 90000753)

    - Mímisbrunnur v. Úlfarsbraut (nr. 90000779)

    Í flestum tilfellum er um að ræða endurnýjun á kantsteini þannig að hann sé í réttri hæð, yfirborði við biðstöð og gerð leiðar- og varúðarlína. Á einum stað, Flókagötu, er gert ráð fyrir að fjarlægð verði 2 bílastæði.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eftir að gerð var úttekt á aðgengi á stoppistöðvum borgarinnar kom í ljós að víða væri þörf á úrbótum. Mikilvægt er að halda áfram að bæta aðgengismál almenningssamgangna því við viljum aðgengi fyrir alla.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar öllum lagfæringum sem auðveldar aðgengi en verkið gengur of hægt.  Í heild eru 556 strætóstöðvar í Reykjavík sem þarfnast lagfæringa. Hér er óskað heimildar til að halda áfram undirbúningi lagfæringa á 18 strætóstöðvum. Segir í greinargerð að ekki sé gert ráð fyrir að fara í lagfæringar á þeim stöðvum sem fyrirhugað er að detti út/færist í nýju leiðarneti Strætó eða verða endurgerðar í tengslum við uppbyggingu fyrsta áfanga Borgarlínu, sem saman eru 206 stöðvar. Þá eru eftir 332 stöðvar sem á eftir að lagfæra. Hvenær á að gera það? Nú er einmitt tíminn til að spýta í lófana í framkvæmdum til að skapa atvinnu. Þetta þarf að gera og sjálfsagt er að setja þetta í meiri forgang, ella mun það taka borgina undir stjórn þessa meirihluta   a.m.k. 10 ár að bæta aðgengi allra strætóstöðva í borginni sem þarfnast lagfæringa. Kalla þarf eftir meira fjármagni úr borgarsjóði í verkefnið enda brýnna en margt annað sem meirihlutinn er að leggja fjármagn í.

    Fylgigögn

  12. Breytt akstursfyrirkomulag í Reykjavík, tillaga - USK2021020121        Mál nr. US210109

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. apríl 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi:

    - Að svæði innan reits sem afmarkast af Laugavegi, Katrínartúni, Bríetartúni og   Rauðarárstíg (Skúlagarður) verði vistgötusvæði.

    - Að Lágholtsvegur verði vistgata.

    - Að Drafnarstígur frá Öldugötu verði vistgata.

    - Að botnlangarnir Þverás 1-7 og 9-15 verði vistgötur.

    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum nýjum vistgötum á fjórum stöðum í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir að sumar götur er til þess fallnar að vera svokallaðar vistgötur ekki síst vegna þess að þær eru þröngar. Einnig er möguleiki á að gera þröngar götur að einstefnugötu. Erfiðustu götur borgarinnar eru  tvíakstursgötur þar sem bílar geta ekki mæst. Nefna má Bjarkargötu sem er tvíakstursgötur þar sem útilokað er fyrir bíla að mætast.  Ef talað er um hlýlegar götur þarf að huga að fleiri þáttum. Varla verða hlýlegar vistgötur nálægt Höfðatorgi, nema að dregið verði úr vindstrengjum sem leitt hefur til þess að fólk hafi hreinlega tekist á loft í miklum vindhviðum. Til eru leiðir til að draga úr vindstrengjum frá turnum eins og skipulagsyfirvöldum er án efa kunnug um.

    Fylgigögn

  13. Tímabundnar göngugötur í miðborginni, tillaga - USK2019040006        Mál nr. US210111

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 23. apríl 2021, um að framlengja tímabundnar göngugötur þar til deiliskipulag 2. áfanga hefur tekið gildi.

    Formaður skipulags- og samgönguráðs leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að eftirfarandi götur verði tímabundnar göngugötur þar til nýtt deiliskipulag (Laugavegur sem göngugata, 2. áfangi) hefur tekið gildi. Tímabundnar göngugötur skulu þó ekki vera lengur en til 31. desember 2021: •    Laugavegur milli Klapparstígs og Frakkastígs•    Vatnsstígur milli Laugarvegs og Hverfisgötu. Almenn umferð og bifreiðastöður verði óheimilar. Akstur vegna vöruafgreiðslu verði heimilaður milli kl. 7 og 11 virka daga og milli kl. 8 og 11 á laugardögum. Aðgengi íbúa/starfsemi með bílastæði inni á lóð við göturnar verði tryggt. Tímabundnar göngugötur verði merktar með viðeigandi merkjum í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

    Breytingartillagan er samþykkt og tillagan svo breytt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, greiða atkvæði gegn tillögunni og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, situr hjá.

    Vísað til borgarráðs.Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að framlengja göngugötur fram að því að nýtt deiliskipulag sem gerir þennan kafla Laugarvegar að varanlegri göngugötu tekur gildi. Við styðjum og fögnum Laugavegi sem göngugötu, nú sem áður.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á fundinum var lögð fram tillaga um „tímabundna“ lokun Laugavegar sem er ótímabundin í reynd. Tillagan sem lögð var hér fram var því ekki tæk. Nú er tillagan lögð fram breytt þannig að hún eigi að gilda út þetta ár án þess að samráð hafi verið haft við rekstraraðila um slíka ákvörðun. Rétt er að benda á að varanleg lokun Laugavegar hefur ekki verið samþykkt með staðfestu deiliskipulagi, en mikil andstaða er við þá breytingu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Enn eitt klúðrið í stjórnsýslu Reykjavíkur. Lokun Laugavegarins er mjög ljótur blettur á störfum meirihlutans. Lokunina skortir lagaheimildir – þessi tillaga staðfestir það. Enn er verið að leggja til að framlengja lokun á undanþáguákvæði sem er framlenging á tímabundinni ákvörðun „þar til deiliskipulag taki gildi“ og varanleg lokun Laugavegarins verði að veruleika. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svo illa unnin að skrifa þurfti nýja tillögu og leggja fyrir fundinn. Enn einu sinni er verið að ögra rekstraraðilum á svæðinu en þeim, Reykvíkingum og landsmönnum öllum má vera ljóst að lokunin er eitt stórt fíaskó sem byggir á veikum lagagrunni. Laugavegurinn er rústir einar og líkist yfirgefnum draugabæ í eyði svo ekki sé talað um þær hörmungar sem rekstraraðilar hafa mátt þola frá borgarstjóra og meirihlutanum. Skömmin og ábyrgðin er þeirra. Munið það Reykvíkingar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsráð vill framlengja göngugötur þar til deiliskipulag 2. áfanga hefur tekið gildi og þá eiga þessar götur að vera varanlegar göngugötur. Brúa á bilið. Í ljósi samráðsleysis með tilheyrandi leiðindum í kringum allt þetta mál spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort þessi ákvörðun sé ekki bara olía á eld? Freistandi væri auk þess að opna fyrir umferð og sjá hvaða áhrif það hefði. Vel kann að vera að viðskipti glæðist í miðbænum.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  14. Erindi íbúaráðs Laugardals, 

    vegna bílastæða austan göngustígs 

    við World Class Laugum        Mál nr. US210106

    Lögð fram svohljóðandi bókun af fundi íbúaráðs Laugardals þann 12. apríl 2021:

    Íbúaráð Laugardals samþykkir að beina því til Skipulags- og samgönguráðs að loka bílastæðum austan göngustígs við World Class Laugar. Göngustígurinn er mikið notaður af íbúum hverfisins ásamt því að vera helsta gönguleið fjölda barna í hverfinu í íþróttir. Nokkur óhöpp hafa verið skráð þar sem ekið er á börn og í ljósi þess hve mörg bílastæði eru á svæðinu telur ráðið það óþarfa áhættu að leyfa akstur almennrar umferðar yfir stíginn. Jafnframt bendir ráðið á þann möguleika að gera þarna Torg í biðstöðu í sumar sem tengt væri útivist og hreyfingu.

    Formaður skipulags- og samgönguráðs leggur til að erindi íbúaráðsins sé vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er jákvætt í bókun íbúaráðs Laugardals. Æskilegt er að skoða að stæðin næst inngangi líkamsræktarstöðvarinnar verði aflögð sem almenn stæði en þjóni áfram neyðarakstri og handhöfum P-korta.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rétt er að vinna að hugmyndum að mögulegum úrbótum á gönguleiðum í góðu samráði við rekstraraðila.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:

    Miklar umræður hafa skapast í Laugarneshverfi um hringakstur sem tengist þessu bílastæði fyrir framan Laugar. Hringaksturinn þverar helstu gönguleið barna á leið í íþróttir tvisvar og hafa margir foreldrar lýst yfir áhyggjum af öryggi barna sinna. Börn í Laugardal eru einna duglegust að fara ferða sinna á hjóli af öllum börnum í Reykjavík. Það er því brýnt að skoða leiðir til að minnka þennan akstur yfir gönguleiðina. Eftir standa yfir 600 bílastæði sem ekki þarf að þvera gönguleiðina til að komast í.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lögð er fram bókun íbúaráðs Laugardals sem beinir því til skipulags- og samgönguráðs að loka bílastæðum austan göngustígs við World Class Laugar. Þetta er hið besta mál að mati fulltrúa Flokks fólksins og mikið öryggisatriði. Þarna er alls konar óþarfa umferð eftir því sem íbúar segja. Fólk er að koma í  ræktina, sumir aka upp að dyrum, á mis miklum hraða. Fulltrúi Flokks fólksins styður þetta.

    Fylgigögn

  15. Laugarnesvegur 83, kæra 19/2021, umsögn    (01.345.2)    Mál nr. SN210179

    Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindamála dags. 2. mars 2021 ásamt kæru dags. 27. febrúar 2021 þar sem kærðar eru "óleyfisframkvæmdir" að Laugarnesvegi 83. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. apríl 2021.

  16. Skólavörðustígur 36, kæra 29/2021, umsögn    (01.181.4)    Mál nr. SN210206

    Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. mars 2021 ásamt kæru dags. 11. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á 2. og 3. hæð á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. apríl 2021

  17. Blesugróf 30 og 32, kæra 33/2021, umsögn    (01.885.3)    Mál nr. SN210231

    Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. mars 2021 ásamt kæru dags. 19. mars 2021 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Blesugróf 30 og 32 sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 25. febrúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. apríl 2021.

  18. Álagrandi 2A, kæra 38/2021, umsögn, úrskurður    (01.521.6)    Mál nr. SN210236

    Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. mars 2021 ásamt kæru dags. 24. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um endurútgefið byggingarleyfi vegna byggingarstjóraskipta að Álagranda 2A. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 31. mars 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 21. apríl 2021. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

  19. Vesturlandsvegur, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN210196

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar.

    Fylgigögn

  20. Kjalarnes, Árvellir, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN210195

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  21. Kjalarnes, Hof, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN210191

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjuhofs á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  22. Kollagrund 2, Klébergsskóli, breyting á deiliskipulagi    (32.484)    Mál nr. SN210193

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi, Kollagrund 2.

    Fylgigögn

  23. Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN210188

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  24. Kjalarnes, Skrauthólar, breyting á deiliskipulagi    (33.2)    Mál nr. SN210187

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  25. Kjalarnes, Sætún 1, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN210189

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sætúns 1 á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  26. Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN210186

    Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  27. Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42    (01.360)    Mál nr. SN200258

    Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis.

    Fylgigögn

  28. Þverholt 13, breyting á deiliskipulagi    (01.244.1)    Mál nr. SN210151

    ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 Kópavogur

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt.

    Fylgigögn

  29. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,        Mál nr. US210082

    Verkið Pálmatré bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð. Voru úrslit samkeppninnar kynntar í upphafi árs 2019. Hvenær er áætlað að útlistaverkinu verði komið fyrir fullbúnu?

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um trjárækt meðfram stórum umferðaræðum        Mál nr. US210100

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til skipulagsyfirvöld ákveði að stórauka plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum í borgarlandinu. Eitt af því sem ekki hefur verið horft til í baráttunni við svifryksmengun er trjágróður.  Rannsóknir sýna að trjágróður dregur úr svifryki.  Svifryk er einatt til vandræða og plöntun trjáa er einföld aðgerð sem hefur góð áhrif. Umrædd  svæði nýtast ekki til útivistar, en eru án bygginga vegna skipulagsmála enda þarf að vera gott rými meðfram stóru umferðaræðunum  vegna  veghelgunar og framtíðarnotkunar.  En svæðin má nýta tímabundið með trjárækt en gera jafnframt ráð fyrir að slíkur trjágróður verði felldur þegar og ef nýta á rýmið í annað. Þetta er svipuð hugmyndafræði og er í verkefninu ,,Torg í biðstöðu". Lagt er því til að plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum verði stóraukin.

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

  31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    um fundarsköp        Mál nr. US210103

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur haft samband við Sveitarstjórnarráðuneytið til að kanna hvort  bann við bókunum við kærum og framlögðum bréfum borgarstjóra standist sveitarstjórnarlög.  Lögfræðingur ráðuneytisins hvatti borgarfulltrúa Flokks fólksins til að óska eftir skýringum frá lögfræðingi skipulags- og samgöngusviðs vegna málsins. Hér með er því óskað skriflegra skýringa á því hvers vegna bókunarréttur er þrengri á fundum skipulags- og samgönguráðs en almennt tíðkast í ráðum jafnvel þótt  byggja eigi á sömu lögum og reglugerðum. Gengið hefur verið óeðlilega langt í að meina fulltrúum minnihlutans að leggja fram bókanir m.a. við kærur sem kynntar eru og "bréf borgarstjóra" sem lögð eru fram á fundum.  Bókanir eru eina tjáningarformið sem fulltrúar minnihlutans geta beitt til að koma á framfæri skoðunum sínum og álitum á málum þegar fundir eru lokaðir (sbr. 2. mgr. 5. gr. samþykktar skipulags- og samgönguráðs).  Ekki er tilgreint að ákveðin mál á dagskrá skuli undanskilin. Vísað er einnig í 2. mgr. 26. gr. sveitarstjórnarlaga að málfrelsi fylgi réttur til að leggja fram bókanir. Eins hefur fulltrúi Flokks fólksins ítrekað óskað eftir að fá fundardagskrá án fylgigagna senda í fundarboði, sbr. verklag sem tíðkast í öðrum ráðum. Það hefur ekki vafist fyrir öðrum ráðum að senda dagskrá samhliða boðun. Öll ráð og svið borgarinnar nýta sömu tæknina og ætti hún því ekki að vera vandamál hér.

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra og til skrifstofu borgarstjórnar.

  32. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um gróður        Mál nr. US210104

    a. Hversu mörgum fermetrum af trjágróðri hefur verið fargað í tengslum við framkvæmdir við nýjan malbikaðan veg og svokallaða perlufesti í Öskjuhlíð? b. Hversu margir fermetrar er áætlað að berjarunnar á sérafnotareitum í Vogabyggð verði?

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og skrifstofu umhverfisgæða.

  33. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um leiksvæði        Mál nr. US210114

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur það til við skipulagsyfirvöld að huga sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð. Þéttingarstefna meirihlutans í borgarstjórn tekur of mikinn toll bæði á græn svæði og leiksvæði barna. Í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur mótmæla börn  með skipulögðum hætti. Þéttingarstefnan virðist engu eira því byggja skal á hvern blett, stóran og smáan í þeirri von að borgarlína nýtist. Fólk á vissum svæðum í Reykjavík mun reyndar ekki eiga annan valkost en að nota almenningssamgöngur eða hjól þar sem að við íbúðabyggð á vissum stöðum í Reykjavík verða fá bílastæði. Börn hafa mótmælt þéttingu byggðar við Vatnshóllinn í nágrenni Sjómannaskólans, vinsælt leiksvæði barna. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að Reykjavík er líka borga barnanna sem þar búa. Í allri þessari þéttingu má ætla að skólar þurfi ýmist að stækka eða byggja verði nýja. Varla verða eftir reitir fyrir slíkar framkvæmdir ef heldur sem horfir.

    Frestað.

  34. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um samráð        Mál nr. US210115

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til og hvetur skipulagsyfirvöld að hlusta á íbúa við  Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni. Hér er um samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eiga að hlusta á sjónarmið fólksins og breyta samkvæmt þeim. Enginn veit betur um hættur  í hverfum en íbúarnir sjálfir. Í þessu tilfelli er mikil samstaða meðal íbúa í málinu og hafa fulltrúar þinglýstra eigenda allra íbúðarhúsa við Brekkugerði sett nafn sitt við bréf til skipulagsyfirvalda þar sem að sú fyrirætlan sem er á borðinu er ekki talin leysa málið. Einnig er því mótmælt af íbúum að verið sé að útfæra tillögu sem er í fullkominni mótsögn við stefnu borgarinnar um vistvæna ferðamáta með nýjum bílastæðum.

    Frestað.

  35. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um málun bílastæða/gatna í miðbænum        Mál nr. US210116

    Fyrirspurn um málun bílastæða/gatna í miðbænum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um stöðu mála um málun bílastæða/gatna í miðbænum. Fulltrúi Flokks fólksins spyr einnig hver hefur umsjón með málningu gatna/bílastæða hér í miðbænum? Ástæða fyrirspurna er að borið hefur á því að hlaupið hefur verið frá óloknu verki með þeim afleiðingum að ökumenn eiga erfitt með að sjá hvar stæði enda og byrja. Skort hefur á eftirliti með verkum eða þau hreinlega eftirlitslaus? Tryggja þarf ábyrgt eftirlit með málum af þessu tagi eins og öðrum málum.

    Frestað.

  36. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 

    um úttekt á götuþrifum Norðurlandanna        Mál nr. US210117

    Sjálfstæðisflokkurinn óskar að gerð verði úttekt á fyrirkomulagi götuþrifa í öllum höfuðborgum Norðurlandanna. Niðurstöðunni verði skilað til skipulags- og samgönguráðs fyrir 15. ágúst 2021.

    Frestað.

  37. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,        Mál nr. US210118

    Hversu mikið mun umferð um Ártúnsbrekku aukast við nýja byggð við Ártúnshöfða án áhrifa Sundabrautar? Stórt nýtt hverfi við Höfðann mun auka enn frekar á umferðarþunga við Ártúnsbrekku, en bygging Sundabrautar mun létta á umferðinni og því brýnt að hún verði að veruleika sem fyrst.

    Frestað.

    -    Kl. 12:38 víkur Katrín Atladóttir af fundi.

    -    Kl. 12:38 víkur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir af fundi.

Fundi slitið klukkan 13:02

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Alexandra Briem Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2804.pdf