Öldungaráð - og Borgarstjórn 22.9.2015

Öldungaráð

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2015, þriðjudaginn 22. september, var haldinn fyrsti opni fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Öldungaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 14.05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Auðar Svansson, Magnús Már Guðmundsson, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir, Halldór Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal ásamt fulltrúum í öldungaráði; Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Hrafn Magnússon og Sveinn Grétar Jónsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson fjallar um stefnumörkun Reykjavíkurborgar í málefnum aldraðra. 

2. Formaður öldungaráðs, Guðrún Ágústsdóttir fjallar um starfsemi og tilgang öldungaráðs Reykjavíkur.

3. Sviðsstjórar fagsviða Reykjavíkurborgar fjalla um stöðu eldri borgara frá sjónarhóli síns málaflokks. Til máls taka Stefán Eiríksson, Ólöf Örvarsdóttir, Helgi Grímsson, Ómar Einarsson og Svanhildur Konráðsdóttir. 

- Kl. 15.00 tekur Ilmur Kristjánsdóttir sæti á fundinum. 

4. Yfirlæknir öldrunarlækninga LSH, Pálmi V. Jónsson prófessor fjallar um aldursvænar borgir. 

5. Formaður félags eldri borgara í Reykjavík, Þórunn Sveinbjörnsdóttir fjallar um talsmann eldri borgara. 

6. Borgarfulltrúi og meðlimur öldungaráðs Reykjavíkur Kjartan Magnússon fjallar um störf ráðsins.

7. Fram fara umræður borgarfulltrúa og fundargesta. Til máls taka Skúli Helgason, Hans Kristján Guðmundsson, Pétur Maack, Logi Jónsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Magnús Már Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Ilmur Kristjánsdóttir. 

Fundi slitið kl. 16.27.

Forseti borgarstjórnar og formaður öldungaráðs gengu frá fundargerðinni.