No translated content text
Öldungaráð
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2016, mánudaginn 17. október, var haldinn opinn fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og öldungaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir ásamt fulltrúum í öldungaráði; Guðrúnu Ágústsdóttur, Hrafni Magnússyni, Ingólfi Antonssyni og Bryndís Torfadóttur. Einnig tóku sæti á fundinum eftirtaldir fulltrúar þingflokka; Björt Ólafsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Björn Leví Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setur fundinn og fjallar um störf öldungaráðs Reykjavíkur og aðgerðir Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum aldraðra.
2. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, fjallar um húsnæðismál.
3. Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir fjallar um samvinnu um þjónustu við aldraða.
- Kl. 14.40 tekur Eygló Harðardóttir sæti á fundinum.
4. Hrafn Magnússon, fulltrúi í öldungaráði Reykjavíkur, fjallar um skiptingu ellilífeyrisréttinda hjá lífeyrissjóðum.
5. Fram fara framsögur fulltrúa þingflokka. Til máls taka Björt Ólafsdóttir f.h. Bjartrar framtíðar, Guðlaugur Þór Þórðarson f.h. Sjálfstæðisflokksins, Björn Leví Gunnarsson f.h. Pírata, Eygló Harðardóttir f.h. Framsóknarflokksins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir f.h. Samfylkingarinnar og Svandís Svavarsdóttir f.h. Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
- Kl. 14.55 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
6. Fram fara umræður borgarfulltrúa og spurningar fundargesta. Til máls taka eftirtaldir borgarfulltrúar: Ilmur Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, S. Björn Blöndal, Halldór Halldórsson og borgarstjóri auk Bryndísar Torfadóttur, varaformanns Gráa hersins.
- Kl. 15.50 víkja Björt Ólafsdóttir og Björn Leví Gunnarsson af fundinum.
- Kl. 16.30 víkur Ilmur Kristjánsdóttir af fundinum.
7. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar, dregur saman umræður og slítur fundi.
Fundi slitið kl. 16.37
Forseti borgarstjórnar og formaður öldungaráðs gengu frá fundargerðinni.