Öldungaráð - Fundur nr. 93

Öldungaráð

Ár 2024, miðvikudaginn 11. desember var haldinn 93. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Jóhann Birgisson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares og Viðar Eggertsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Þingvangs á hugmyndum uppbyggingaraðila við Köllunarklettsreit. MSS22040200

    -    Kl.10.15 tekur Eva Kristín Hreinsdóttir sæti á fundinum.

    Jón Viðar Guðjónsson, Hildur Ómarsdóttir og Pálmar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð vill þakka fyrir upplýsandi og góða kynningu á hugmyndum uppbyggingaraðilans Þingvangs við Köllunarklett og Hlésgötu. Samhliða uppbyggingunni þarf að huga að flæði gangandi og hjólandi íbúa sem búa sunnan Sundabrautar og vilja sækja yfir í þjónustu norðan megin þá með undirgöngum eða samgöngubrú. Vill ráðið að hugað verði að meiri blöndun aldurs á svæðinu og horft verði til fjölbreytts íbúðaforms eins og að co-living íbúðaformi að fyrirmynd félagstofnunar stúdenta. Að hönnun íbúðanna taki mið að þörfum eldra fólks m.t.t. velferðatækni, öryggi, rafmagnsbúnaðar, lífsgæðum og sveigjanleika til að eldast á heimilum sínum samhliða því að missa færni til lengri eða skemmri tíma vegna veikinda án þess að þurfa flytja. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á ársskýrslu velferðarsviðs 2023. VEL24060031

    Sara S. Öldudóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð vill þakka fyrir upplýsandi og góða kynningu um ársskýrslu velferðarsviðs. Mikið og gott starf er unnið af hendi starfsmanna sviðsins í hverfum borgarinnar. Vill ráðið hvetja til þess að ráðist verði í könnun til framtíðar notenda borgarbúa á aldrinum 50 – 60 ára og kanna hug þeirra varðandi hvernig þjónustu þau vilja sjá í borginni þegar þau eldast. Ánægja notenda og aðstandenda er góð í samþættingu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta þá þjónustu þar sem betur má fara og halda áfram að vinna að velferðatækni og fleiri nýjungum í þjónustu við eldra fólk.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram starfsáætlun öldungaráðs 2025. MSS22110104 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram fundadagatal öldungaráðs vor 2025. MSS22060166

    -    Kl. 12.00 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12.03

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Sigurður Á. Sigurðsson Jóhann Birgisson

Viðar Eggertsson Eva Kristín Hreinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 11. desember 2024