Öldungaráð
Ár 2016, 27. janúar var haldinn 9. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 13.10. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Grétar Jónsson, Hrafn Magnússon og Berglind Magnúsdóttir. Kjartan Magnússon boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Stefán Eiríksson, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um félagsstarf eldri borgara og stefnumótun frístundastarfs.
- Sóley Tómasdóttir og Soffía Pálsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Fram fer umræða um verkefnið Aldursvænar borgir. Guðrún Ágústsdóttir sagði frá fundi stýrihópsins og því sem framundan er þar.
3. Fram fer umræða um fundi ráðsins og starfið framundan. Ákveðið var að fundur með borgarstjórn verði haldinn haustið 2016. Sent verður erindi á forsætisnefnd varðandi nánari útfærslu fundarins. Einnig fer fram umræða um opinn fund öldungaráðs sem áætlað er að halda í vor þar sem rætt verður um fátækt á meðal eldri borgara í Reykjavík og aldraða innflytjendur.
Fundi slitið kl. 14:20
Guðrún Ágústsdóttir
Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Grétar Jónsson