Öldungaráð - Fundur nr. 87

Öldungaráð

Ár 2024, miðvikudaginn 8. maí var haldinn 87. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Ellen J. Calmon, Ingibjörg Sverrisdóttir, Sigurður Á. Sigurðsson, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Anna Sigrún Baldursdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á fundarsköpum, ábyrgð og skyldum fulltrúa í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090134 

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Öldungaráð þakkar fyrir yfirferðina á fundarsköpum, ábyrgð og skyldum fulltrúa í ráðum og nefndum. Mikilvægt veganesti fyrir nýja fulltrúa að fá í farteskið. 

  Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á aðgengi og biðstöðvum Strætó. MSS24050044 

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu á biðstöðvum Strætó út frá aðgengi. Gott aðgengi að almenningssamgöngum er ekki bara hvetjandi til að nýta þær heldur ýtir undir hreyfingu, dregur úr félagslegri einangrun og bætir lífsgæði borgaranna. Á árunum 2020 til 2023 hafa verið endurgerðar 69 strætóstöðvar en 114 strætóstöðvar þarfnast endurgerðar. Öldungaráð telur brýnt að styðja við áframhaldandi endurbætur þannig að þær sem eftir eru komist til framkvæmda. Gott og öruggt aðgengi að almenningssamgöngum er mjög brýnt einmitt til að notendur óháð aldri upplifi sig örugg þannig er ánægjulegt að sjá innleiðingu Navilens kerfisins inn á stoppistöðvar og á strætó.

  Grétar Mar Hreggviðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Bragi Bergsson með rafrænum hætti. 

  Fylgigögn

 3. Lögð fram að nýju tillaga öldungaráðs um samræmda upplýsingagjöf til eldra fólks um heilsueflingu og afþreyingu á vegum Reykjavíkurborgar, sbr. 5. lið fundargerðar öldungaráðs frá 13. mars 2024. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir menningar- íþrótta- og tómstundaráðs dags. 12. apríl 2024 og velferðarráðs dags. 30. apríl 2024. MSS24030074 
  Samþykkt. 

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð fagnar því að verkefnið sé komið á rekspöl enda hefur ráðið unnið um skeið að leita leiða til að samræma framboð þjónustu tengda lýðheilsu, félagsstarfi, gjaldskrá og upplýsingagjöf fyrir eldra fólk þvert á svið borgarinnar á einn stað eins og kemur fram í bókun öldungaráðs þann 12. apríl 2023. Hvort frístundavefurinn verði fyrir valinu eða aðrar lausnir er þarft að vinnan fari sem fyrst í gang og mun öldungaráð vera til taks þegar sú vinna hefst hjá menningar-, íþrótta- og tómstundasviði og velferðasviði. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11.48

Sara Björg Sigurðardóttir Ellen Jacqueline Calmon

Sigurður Á Sigurðsson Ingibjörg Sverrisdóttir

Elinóra Inga Sigurðardóttir Eva Kristín Hreinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 8. maí 2024