Öldungaráð - Fundur nr. 85

Öldungaráð

Ár 2024, miðvikudaginn 13. mars var haldinn 85. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir og Gunnar Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík. MSS22020030

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð þakkar fyrir góða og umhugsunarverða kynningu. Mikilvægi blandaðrar búsetuforma fyrir alla hópa samfélagsins eru mikilvægir til að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Ef eitt hverfi eða sveitafélag þjónustar eitt aldurskeið umfram annað gæti það leitt til skerðingar á þjónustu við aðra hópa. Sú hugmyndafræði að skapa borg væna fyrir allan aldur eins og fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn og brýnt að  borgarstjórn fylgist  með þróun hverfa innan borgarinnar út hugmyndafræði aldursvænna borga.

    Kolbeinn H. Stefánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á verkefninu Hverfið mitt, verkhönnun hugmynda 2022 - 2023. MSS22020075 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð vill þakka fyrir kynninguna og brýnir borgarbúa á öllum aldri til að koma með hugmyndir í verkefnið Hverfið mitt sem tengjast aðgengi eldra fólks að sameiginlegum gæðum borgarinnar.

    Guðný Bára Jónsdóttir og Heiða Hund Jack taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á bæklingi velferðarsviðs um þjónustu fyrir eldra fólk í Reykjavík. VEL24030022 

    Fylgigögn

  4. Öldungaráð leggur fram svohljóðandi tillögu: 

    Lagt er til að Öldungaráð beini því til velferðarráðs og menningar-, íþrótta og tómstundaráðs í samvinnu við stafræna leiðtoga sviðanna að útbúa samræmdan upplýsingavettvang sem inniheldur upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, styrkir eða niðurgreiðir fyrir eldra fólk innan allra borgarhluta í rauntíma. Frístundavefur Reykjavíkurborgar, fristund.is væri góður grunnur til að byggja á  en þar eru m.a. upplýsingar um tíma í íþróttahúsum, aðgengi tómstundaðila að skráningu inn í kerfið, hægt að velja eftir aldri, hverfum og tímabilum.

    Greinagerð fylgir tillögunni. MSS24030074

    Vísað til umsagnar velferðarráðs og menningar- íþrótta- og tómstundaráðs. 

    -    Kl. 11.57 víkur Ingibjörg Sverrisdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið Kl. 12.05

Sara Björg Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson

Unnur Þöll Benediktsdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir

Gunnar Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 13, mars 2024