Öldungaráð - Fundur nr. 84

Öldungaráð

Ár 2024, miðvikudaginn 14. febrúar var haldinn 84. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Unnur Þöll Benediktsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Anna Sigrún Baldursdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning velferðarsviðs á heimaþjónustu- og búsetukerfi í velferðarþjónustu, dala. care. MSS24020054 

    -    Kl. 10.28 tekur Egill Þór Jónsson sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð vill þakka fyrir kynningu á stafrænni lausn fyrir heimaþjónustu og búsetuþjónustu sem veitt er af velferðarsviði. Markmið er að gera umönnunaráætlun aðgengilega í rauntíma, gefa notanda, aðstandendum og fagfólki kleift að fylgst með henni og skrá niður mikilvægar upplýsingar og um leið auka öryggi notenda, auðvelda starfsfólki skipulagningu og veitingu þjónustunnar. Í stað dýrmæts tíma starfsfólks sem fór í utanumhald og gagnainnslátt verður hægt að nota hann til að bæta persónulega þjónustu. Áhugavert er að sjá hve stór innleiðingin er en 474 einstaklingar starfa í heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, 176 í heimahjúkrun og 298 í heimastuðningi. Fjöldi notenda heimaþjónustu er um 4000. Starfsfólk og notendur þjónustunnar koma til með að geta notað þessa nýju lausn.

    Magnús Bergur Magnússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram umsagnarbeiðnir Skjóls og Eirar dags. 7. febrúar 2024 og Grundarheimilanna dags. 11. febrúar 2024 til öldungaráðs vegna styrkumsókna í Framkvæmdarsjóð aldraðra 2024. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir öldungaráðs dags. 14. febrúar 2024, um styrkumsóknir Skjóls, Eirar og Grundarheimilanna. MSS24020055
    Samþykkt.

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð gagnrýnir það verklag að veita umsagnir við styrkumsóknir í Framkvæmdarsjóð aldraðra. Verkefnin virðast vera blanda af viðhaldsverkefnum og nýfjárfestingu sjálfstæðra sjálfseignastofnana sem sinna þjónustu við eldra fólk. Öldungaráð hefur ekki forsendur til að meta umfang þeirra verkefna sem verið er að sækja um styrk fyrir né kostnaðaráætlun. Ársreikningar sjálfseignastofnana þarf ekki að birta og því ógerningur fyrir ráðsmenn að meta fjárhagslega skiptingu þeirra og efnahagsreikning. Öll verkefnin snúa að viðhaldi og nýfjárfestingu í umgjörð rekstrar en ekki þróun þjónustu við eldra fólk, sbr. 5. mgr. 9. gr. laga um málefni aldraðra nr.1999/125, og það finnst öldungaráði miður. Öldungaráð kallar eftir að verklag um veitingu umsagna í Framkvæmdarsjóð aldraðra sé endurskoðað, svo ráðið geti uppfyllt lagaskyldu sína við veitingu umsagna.

    Samþykkt að senda bókun öldungaráðs til stjórnar Framkvæmdarsjóðs aldraðra og heilbrigðisráðherra. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um akstursþjónusta aldraðra. MSS22110103 

    -    Kl. 11.46 víkur Anna Sigrún Baldursdóttir af fundinum 

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 9. janúar 2024, um skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík. MSS22020030 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 26. janúar 2024, um verklagsreglur - Fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170 

    Fylgigögn

Kl. 11.54

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Egill Þór Jónsson Ingibjörg Sverrisdóttir

Ingibjörg Óskarsdóttir Viðar Eggertsson

Eva Kristín Hreinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 14. febrúar 2024