Öldungaráð - Fundur nr. 83

Öldungaráð

Ár 2024, miðvikudaginn 10. janúar var haldinn 83. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn á samfélagshúsinu Vitatorgi, Varmá og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Egill Þór Jónsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Félagsstofnunar stúdenta á Sambúð (e. co - living). MSS24010068 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð Reykjavíkurborgar þakkar fyrir áhugaverða kynningu á Sambúð (e. co - living), búsetuformi fyrir nemendur Félagstofnunnar Stúdenta. Búsetuformið er svar við meinsemd 21. aldar einmanaleikanum, sem virðist sækja allan aldur heim ekki bara eldra fólk. Sambúð er meira en bara þak yfir höfuðið og spornar gegn félagslegri einangrun, minna sérrými, meira samrými, hönnun og samfélag skiptir líka miklu máli. Í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar 2024-2033 kemur fram að hafið sé samtal við fimm uppbyggingaaðila um lífsgæðakjarna. Telur ráðið brýnt að huga að þessu búsetuformi samhliða öðrum valmöguleikum í því samtali sem hafið er. Nýta þá reynslu sem skapast hefur af hálfu Félagstofnunnar Stúdenta með búsetuformið enda mikilvægt að horfa til fjölbreytileika í búsetuformi fyrir eldra fólk, líka því sem hefur reynst vel fyrir annan aldur. 

    Guðrún Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um gjaldtöku á skíðasvæðum fyrir 67 ára. MSS24010069

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð Reykjavíkurborgar lýsir yfir vonbrigðum yfir vinnubrögðum samstarfsnefndar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu og stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðum við uppfærslu og endurskoðun gjaldskrár fyrir skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins. Öldungaráð áttar sig á mikilvægi þess að endurskoða gjaldskrár í ljósi mikilla fjárfestinga síðustu misserin og hærri rekstrarkostnaði vegna þeirra en brýnt hefði verið að leita umsagnar hagaðila eins og Öldungaráðs í vinnuferlinu og kalla eftir samtali við þeim hugmyndum að setja þennan tiltekna aldurshóp á gjaldskrá. Öldungaráð gerir kröfu á samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, að þegar um jafn veigamiklar stefnubreytingar verða á högum og lýðheilsu eldra fólks, eins og um ræðir í þessu tilviki, að leitað verði eftir umsögnum við ráðið.

    Samþykkt að senda bókun til menningar- íþrótta- og tómstundaráðs, samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samstarfsnefndar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu.  

    -    Kl. 11.00 víkur Egill Þór Jónsson af fundinum. 

    Þorvaldur Daníelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar velferðarsviðs við fyrirspurn öldungaráðs um stuðningsþjónustu fyrir eldra fólk, sbr. 4. lið fundargerðar frá 13. desember 2023. MSS23120089 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á starfsemi samfélagshússins á Vitatorgi. MSS24010070 

    -    Kl. 11.47 víkur Eva Kristín Hreinsdóttir af fundinum. 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð Reykjavíkurborgar þakkar fyrir gagnlega og fræðandi kynningu um þá fjölbreyttu starfsemi sem er á Vitatorgi fyrir öll óháð aldri. Gaman að sjá hversu fjölbreytt og gott starf er leitt af fagfólki og hvort sem um er ræða samveru í samfélagshúsinu, kaupa mat af Vitatorgi, styrktaræfingar eða endurhæfing. Staður þar sem leiðarljósin eru líkamleg virkni, andleg vellíðan, tilgangur, lífsgæði, þátttaka og dagleg virkni. Allt þættir til að stuðla að heilbrigðri öldrun og félagslegum samskiptum sem eflir samkennd óháð aldri. 

    Drífa Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Kl. 12.03

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Ingibjörg Sverrisdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir

Viðar Eggertsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 10. janúar 2024