Öldungaráð - Fundur nr. 82

Öldungaráð

Ár 2023, miðvikudaginn 13. desember var haldinn 82. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Sigrún Baldursdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning velferðarsviðs á tengslanetinu Aldursvænar borgir. MSS23120059 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráðið þakkar fyrir áhugaverða kynningu á ráðstefnu Aldursvænna borga í Kaupmannahöfn. Þátttakendur Aldursvænna borga þurfa að uppfylla skilyrði Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO, til að geta skilgreint sig sem aldursvæna borg fyrir allan aldur, ekki bara fyrir eldra fólk. En áherslur innan borga sem skilgreina sig sem aldursvænar er á samfélag, heilbrigði, aðgengilegar samgöngur og áherslur algildrar hönnunar. Reykjavíkurborg hefur verið þátttakandi í þessari samvinnu frá árinu 2015. Ánægjulegt að félagstarf og samfélagsþátttaka Korpúlfa, veki athygli og eftirtekt utan landsteinanna. Finnst öldungaráði mjög áhugavert tilraunaverkefni, sem kom fram í kynningunni, um að bjóða eldra fólki í mat inn í matartíma í grunnskóla einmitt til að blanda saman kynslóðum og auka félagslegan hreyfanleika. Einnig má nefna eftirtektarvert verkefni á Dalvík sem kallast Góðverkadagurinn. Spennandi ef velferðasvið og skóla- og frístundsvið myndu skoða hvort staðir innan borgarinnar hefðu áhuga á svona tilraunaverkefnum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 8. nóvember 2023, um umsagnarbeiðni til öldungaráðs um drög að stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar. ÞON23010021

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Öldungaráð fagnar drögum að stafrænni stefnu og þeirri þjónustumiðuðu nálgun sem lagt er upp með, notendamiðuðum lausnum og áherslu á lýðræði og mannréttindi með því að leggja áhersla á stafrænt aðgengi. Ráðið telur mikilvægt að leitað verði til eldra fólks eftir vissan reynslutíma til að meta hvort sú umbreyting í þjónustunni hafi náð tilætluðum árangri og að horft verði sérstaklega til þess hóps sem skortir meiri hæfni í stafrænu læsi. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundardagatal öldungaráðs janúar - júní 2024. MSS22060166 

    Fylgigögn

  4. Öldungaráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Öldungaráð óskar eftir upplýsingum um stuðningsþjónustu fyrir eldra fólk. Þá upplýsinga um fjölda aðila sem eru eldri en 67 ára og uppfylla skilyrði fyrir stuðningsþjónustu, oft nefnt félagsleg liðveisla, vegna skertrar færni sem kann að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Þau, sem vegna félagslegra aðstæðna, skortir öryggi ef það býr eitt. Í þeim tilvikum sem skortur er á samfélagsþátttöku og virkni, hvernig hægt er að nýta styrkleika og aðra möguleika á stuðningi frá fjölskyldur eða öðrum í samfélaginu. Hvaða þjónusta er skilgreind undir félagslega liðveislu fyrir eldra fólk? Eru e-r fjölda takmarkanir á veitingu þjónustunnar? Er gjaldtaka fyrir vissa þætti þjónustunnar? Ef svo er, hver er hún? 
    MSS23120089

    Vísað til umsagnar velferðarsviðs. 

12.08

Sara Björg Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson

Ingibjörg Óskarsdóttir Ingibjörg Sverrisdóttir

Viðar Eggertsson Eva Kristín Hreinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 13. desember 2023