Öldungaráð
Ár 2023, miðvikudaginn 8. nóvember var haldinn 81. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.07. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir og Árni Gunnarsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Anna Sigrún Baldursdóttir.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á Gott að eldast, aðgerðaráætlun á þjónustu við eldra fólk 2023-2027. MSS23010166
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð þakkar kærlega fyrir kynningu á verkefninu Gott að eldast. Það er gleðilegt að sjá vilja ríkistjórnarinnar vinna þetta mikilvæga mál áfram. Í málaflokknum eru margvíslegar áskoranir eins og mönnun og fjölgun eldra fólks sem kallar á meiri og fjölbreyttari lausnir við þjónustu. Ráðið þakkar einnig fyrir tækifærið til að koma sínum athugasemdum á framfæri við verkefnahópinn. Í aðgerðaráætluninni má finna ýmsar aðgerðir sem byggja á útfærslu á þjónustuúrræðum Reykjavíkurborgar og gleðilegt hve borgin er leiðandi í þjónustu við eldra fólk og því eftirsóknarvert að læra af reynslu borgarinnar. Við fylgjumst grannt með framgangi þess og því kærkomið að fá svona kynningu á stöðunni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. október 2023, þar sem óskað er umsagnar öldungaráðs á skýrslu vöggustofunefndar á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Jafnframt er lögð fram umsögn öldungaráðs dags. 8. nóvember 2023 til samþykktar. MSS23090194
Samþykkt.Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Vill Öldungaráð þakka fimmenningum, þeim Árna H. Kristjánssyni, Fjölni Geir Bragasyni, Hrafni Jökulssyni, Tómasi V. Albertssyni og Viðari Eggertssyni, fyrir frumkvæðið af rannsókninni. Skýrslan er mikilvæg staðfesting á staðreyndum sem áttu sér stað í skjóli borgaryfirvalda og því tekur öldungaráð heilshugar undir ályktun borgarstjórnar frá 17. október s.l. og biður þau börn sem vistuð voru á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og fjölskyldur þeirra innilegrar afsökunar á illri meðferð, vanrækslu og því óréttlæti sem þau urðu fyrir og sem lýst er í skýrslu vöggustofunefndar. Mikilvægt er að vanda til verka við næstu skref og styður ráðið þær fyrirætlanir borgaryfirvalda að veita fyrrum vöggustofubörnum bæði geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu sem og mögulegar sanngirnisbætur.
Þorsteinn Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:45
Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Ingibjörg Sverrisdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir
Eva Kristín Hreinsdóttir Þorkell Sigurlaugsson
Árni Gunnarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 8. nóvember 2023