Öldungaráð - Fundur nr. 80

Öldungaráð

Ár 2023, miðvikudaginn 11. október var haldinn 80. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Ingibjörg Sverrisdóttir og Viðar Eggertsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar. MSS22080074 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráðið vill þakka fyrir upplýsandi kynningu frá aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar. Verkefni nefndarinnar eru mikilvæg og vinnan virkilega brýn einmitt til að tryggja aðgengi allra að gæðum samfélagsins. Leggur öldungaráðið áherslu á mikilvægi samtalsins þegar nýbyggingar fyrir eldra fólk rísa nálægt þjónustukjörnum, að hugað sé að öruggum, upplýstum og upphituðum stígatengingum frá nýbyggingum inn í þjónustukjarna þar sem fyrir er félagstarf, matsali og eftir atvikum milli húsa þannig að aðgangur fyrir öll sé tryggt allan ársins hring þar sem því verður komið við. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé fulltrúi eldri borgara í aðgengis- og samráðsnefndinni. 

    Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Samþykkt að taka á dagskrá umræðu um gjaldtöku og þjónustu í sundlaugum Reykjavíkurborgar. MIR23100012

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráðið vill þakka fyrir samtal um mögulegar útfærslur menningar- og íþróttasviðs á gjaldtöku eldri borgara í sundlaugum borgarinnar. Markmiðið er að erlendir ferðamenn greiði fyrir sundferðir óháð aldri. Ef af verður er mikilvægt að kynna breytingarnar mjög vel innan þess hóps sem um ræðir og hugað verði að  mótvægisaðgerðum fyrir þann hóp sem nú þegar uppfyllir skilyrði afsláttar af fasteigna- og fráveitu gjöldum vegna tekjumarka. Til dæmis að kanna möguleika á aðgangskorti að menningar-, félags- og íþróttastöðum, allri þjónustu sem tengist eldra fólki.

    Eiríkur Björn Björgvinsson, Anna Karen Arnarsdóttir og Steinþór Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer umræða um könnun Félagsvísindastofnunnar, Einangrun eldra fólks – greining á einangrun og einmanaleika eldra fólks eftir uppruna. MSS23100054

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Meinsemd 21. aldar, einmanaleikann, þarf að ávarpa og fanga eftir megni í allri þjónustu, ákvarðanatöku sem tekin er og tengist fólki óháð aldri. Það er jákvætt að Ísland kemur vel út úr alþjóðlegum samanburði en 5 % telja sig vera oft einmana. Telur ráðið brýnt að horft sé til þeirrar staðreyndar að búsetuhagir breytast með hækkandi lífaldri, en hlutfall þeirra sem býr eitt fer úr 24% fyrir yngsta aldurbilið, 67 – 72 ára í 67% fyrir elsta aldursbilið eða 88 ára og eldri. Hvetur ráðið borgaryfirvöld að í þeirri uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk sem framundan er, verði horft til þessara staðreynda og reynt að koma til móts við þær í gegnum markvissa hönnun íbúða og umhverfis í gegnum borgarskipulag. Til dæmis að blanda fjölbreyttari íbúðum fyrir aðrar kynslóðir sem samnýta gæðin í borgarumhverfinu, snertast í daglegu lífi og ýta undir samveru og samkennd. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um breytingu á heimsendum mat frá framleiðslueldhúsi Vitatorgs, sem tók gildi 2. október s.l. MSS23100053 -

    -  Kl. 11.51 víkur Egill Þór Jónsson af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða umhverfislegan ávinning og rekstrarlegt hagræði við endurskipulagningu á heimsendum mat sem er sendur heim þrisvar í viku í stað þess að koma daglega. Maturinn er hraðkældur með fimm daga endingatíma en mikill ávinningur fæst með minni akstri samhliða því að viðskiptavinurinn þarf ekki að vera heima alla daga og bíða eftir matnum. Mikilvægt er eftir sem áður að tryggja gæði máltíða. 

    -  Kl. 12.00 víkur Viðar Eggertsson af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

Fundi slitið kl. 12.10

Sara Björg Sigurðardóttir Dagbjört Höskuldsdóttir

Eva Kristín Hreinsdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir

Ingibjörg Sverrisdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 11. október 2023