Öldungaráð
Ár 2015, 16. desember var haldinn 8. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Grétar Jónsson, Elísabet Valgeirsdóttir, Jóhanna Axelsdóttir, Þórdís Backmann Kristinsdóttir og Sjöfn Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Guðrún Ágústsdóttir fór yfir helstu verkefni öldungaráðs Reykjavíkurborgar frá upphafi.
2. Sveinn Grétar Jónsson sagði frá starfshópi um heilsueflingu eldra fólks sem hann starfar með.
3. Elísabet Valgeirsdóttir formaður öldungaráðs Hafnarfjarðar sagði frá hlutverkum ráðsins og framtíðarsýn.
4. Rætt var um að halda opinn fund um kjör aldraðra í mars 2016.
5. Næsti fundur ráðsins verður haldinn 27. janúar 2016.
Fundi slitið kl. 12.00
Guðrún Ágústsdóttir
Sveinn Grétar Jónsson Þórunn Sveinbjörnsdóttir