Öldungaráð - Fundur nr. 78

Öldungaráð

Ár 2023, miðvikudaginn 14. júní var haldinn 78. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.06. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Viðar Eggertsson og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Egill Þór Jónsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Ingibjörg Sverrisdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024 –2028. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. VEL23030065

    -    Kl. 10.19 tekur Anna Sigrún Baldursdóttir sæti á fundinum.

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð fagnar því að þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024 –2028 hafi verið samþykkt. Öldungaráðið gleðst yfir að tekið hafi verið tillit til umsagnar ráðsins um að hið opinbera skilgreini húsnæði fyrir eldra fólk, að í húsnæðisáætlunum sveitarfélaga komi fram uppbyggingarþörf íbúða fyrir eldra fólk og að væntingar verði kannaðar um hvert sé eftirsóknarvert búsetuform til framtíðar. Ánægjulegt að stefnt sé að nýjungum í búsetufyrirkomulagi eldra fólks, þau verði kortlögð í viðtæku samtali hagaðila einmitt til að samþætta þjónustu og búsetu í víðara samhengi. Mikilvægt er að fjármagn fylgi aðgerðaáætluninni til að hún gangi eftir.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á viðbót við öldrunarráðgjöf velferðarsviðs. MSS23060084 

    Öldungaráð vill þakka góða kynningu Velferðarsviðs um eflda öldrunarráðgjöf. Reykjavíkurborg er þjónustuborg og þessi aðferðafræði um að beina almennum fyrirspurnum og upplýsingum í gegnum rafræna þjónustumiðstöð mun gefa fagfólki þjónustumiðstöðva færi á að sinna þyngri málum innan hverfishluta borgarinnar. Með því að flokka og sía erindin sem koma inn gefast tækifæri að veita betri þjónustu og koma til móts við þarfir skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Fræðsla, stuðningur og ráðgjöf er mikilvæg bæði fyrir skjólstæðinga og aðstandendur. Leggur Öldungaráð áhersla á mikilvægi þess að sýna sveigjanleika í þjónustunni og brýnt að geta aðlagað hana að aðstæðum eldra fólks sem geta tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Brýnt er að huga að sýnileika þjónustunnar og að aðgengi að henni og verði sem auðveldust fyrir þau sem eftir henni leita. 

  3. Kynning á lyfjaskömmturum velferðarsviðs. MSS23060085
    Frestað.  

    -    Kl. 11.19 víkur Egill Þór Jónsson af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

Fundi slitið kl. 11:30

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Ingibjörg Sverrisdóttir Eva Kristín Hreinsdóttir

Viðar Eggertsson Kolbrún Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
78. fundur öldungaráðs frá 14. júní 2023