Öldungaráð - Fundur nr. 77

Öldungaráð

Ár 2023, miðvikudaginn 10. maí var haldinn 77. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.12. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Egill Þór Jónsson og Viðar Eggertsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á Sóltúni Heima. MSS23040030

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráðið vill þakka fyrir fræðandi og upplýsandi kynningu. Endurhæfing hvort sem er í skamman tíma eftir veikindi, slys eða til að viðhalda mannlegri reisn, sjálfstæði og þátttöku er eitt mikilvægasta verkfæri sem samfélagið okkar getur boðið upp á. Því er áhugavert að sjá hvernig aðferðafræði hjá Sóltúni Heima og Heilsusetri er útfærð. Þjónusta sem þessi gefur fólki tækifæri til að læra fjölbreyttar leiðir til endurhæfingar sem notendur geta tekið með sér þegar þau flytja aftur heim. Mikilvægt er að sýna fram á hvort ábati sé fyrir skjólstæðinganna til langs tíma en dæmi eru um að fólk útskrifist úr heimaþjónustu eftir dvöl hjá endurhæfingarteymi Sóltúns með góðum árangri. 

  Bryndís Guðbrandsdóttir og Sigrún Sæmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á Björtum lífstíl, hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri. MSS22120050  

  -    Kl. 11.40 víkur Egill Þór Jónsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráðið vill þakka fyrir fræðandi og upplýsandi kynningu á heilsueflingu eldra fólks. Það er ánægjulegt hvað verkefnið Bjartur lífstíll hefur náð góðu flugi síðustu mánuði enda er máttur heilsueflingar mikilvægur og gefur líkamlegan, andlegan og félagslegan ávinning sem hlýst af reglulegri hreyfingu. Vill ráðið hvetja til að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar, verkefnastjóra lýðheilsumála hjá Reykjavíkurborg og stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur, taki teyminu frá Björtum lífstíl fagnandi í samstarf og samtal. Tækifæri eru til samþættingar þannig að það nái til sem flestra borgarbúa af báðum kynjum í reglubundna hreyfingu fyrir 60 ára eldri. 

  Margrét Regína Grétarsdóttir, Ásgerður Guðmundsdóttir og Ketill Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12.05

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Ingibjörg Sverrisdóttir Kolbrún Stefánsdóttir

Eva Kristín Hreinsdóttir Viðar Eggertsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 10. maí 2023