Öldungaráð - Fundur nr. 76

Öldungaráð

Ár 2023, miðvikudaginn 12. apríl var haldinn 76. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Egill Þór Jónsson. Einnig sat fundinn Anna Sigrún Baldursdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgastjórnar dags. 31. mars 2023, um samþykkt borgarstjórnar þann 21. mars s.l., á tillögu að breytingu á samþykkt fyrir öldungaráð. MSS23010279 
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, dags. 10. apríl 2023, um tilnefningar félagsins í öldungaráð. Kolbrún Stefánsdóttir tekur sæti sem aðalfulltrúi í stað Ingibjargar Óskarsdóttur, sem tekur sæti sem varafulltrúi. Gunnar Magnússon og Árni Gunnarsson taka sæti sem varafulltrúar í stað Halldórs V. Frímannssonar og Geirs A. Guðsteinssonar. MSS22060165 

    Fylgigögn

  3. Kynning á starfsemi Sóltún heima. MSS23040030 
    Frestað. 

  4. Lagt fram tölvubréf velferðarsviðs dags. 24. mars 2023, þar sem auglýst er eftir umsögnum um drög að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk. Jafnframt eru lögð fram til samþykktar drög að umsögn öldungaráðs dags. 12. apríl 2023. VEL23020070 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um opinn fund öldungaráðs. MSS23040031

    -    Kl. 11.18 víkur Egill Þór Jónsson af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

  6. Lagt fram svar menningar- og íþróttasviðs dags.10. mars 2023, við fyrirspurn öldungaráðs um styrki tengda heilsueflingu eldra fólks, sbr. 5. lið fundargerðar öldungaráðs frá 11. janúar 2023. MSS23010107 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Félags eldri borgara og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Félags eldri borgara og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu þakka fyrir svarið, en lýsa jafnframt undrun sinni á að tölulegar upplýsingar um þátttöku meðal eldra fólks séu ekki aðgengilegar þegar um er að ræða fjármuni borgarbúa. Fulltrúar vilja hvetja Menningar- og íþróttasvið til að taka betur utan um tölulegar upplýsingar um þátttöku og virkni eldra fólks í borginni hjá þeim aðilum sem borgin er að styrkja. Það vekur furðu að ekki séu til tölur um fjölda sundkorta sem gefin hafa verið út til eldra fólks og gætu varpað ljósi á þátttöku og virkni þeirra í sundleikfimi sem og fjölda þeirri sem mæta í skipulagða leikfimi á vegum íþróttafélaga. Hvatt er til að frístundarsíða Reykjavíkurborgar fristund.is verði nýtt til að halda utan um allt heilsueflingar, tómstundar og félagsstarf sem er í boði fyrir Reykvíkinga á öllum aldri í borginni. Ávinningurinn yrði samræmd upplýsingagjöf og bætt aðgengi að fjölbreyttri þjónustu sem Reykvíkingum á öllum aldri stendur til boða.

    -    Kl. 11.51 víkur Kolbrún Stefánsdóttir af fundinum. 
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12.00

Sara Björg Sigurðardóttir Dagbjört Höskuldsdóttir

Ingibjörg Sverrisdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir

Eva Kristín Hreinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 12. apríl 2023