Öldungaráð - Fundur nr. 75

Öldungaráð

Ár 2023, miðvikudaginn 8. mars var haldinn 75. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Jóhann Birgisson, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Geir A. Guðsteinsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynningin Endurhæfing- eða hjúkrunarrými? MSS23030013 

    -    Kl. 10.10 tekur Eva Kristín Hreinsdóttir sæti á fundinum. 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð þakkar fyrir áhugaverða og upplýsandi kynningu um endurhæfingarúrræði fyrir eldra fólk og stöðuna eins og hún er í dag. Ráðið er sammála því hve mikið endurhæfingarúrræði eru mikilvægur liður til að halda virkni einstaklingsins sem lengst og tryggja að borgarbúar fái að eldast með reisn. Endurhæfing heima fyrir er best en mikilvægt er að horfa til þeirra sem geta ekki búið heima en þurfa á endurhæfingu að halda á meðan bata stendur.Staða biðrýma inn á hjúkrunarheimili er óásættanleg og vandi sem þarf að leysa hið snarasta. Öldungaráð tekur undir þau sjónarmið að þörf er á fjölbreyttum búsetuúrræðum sem hentar mismunandi einstaklingum og þörfum þeirra.

    Anna Björg Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynningin Búsetuúrræði aldraðra framtíðarsýn. MSS23030018 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð þakkar fyrir mjög spennandi og áhugverða kynningu á nýrri tegund búsetuforms sem finnst í AArhus og Sølund í Danmörku. Kynslóðakjarni sem er líka lífsgæða kjarni en hýsir margar kynslóðir, samfélag þar sem íbúar njóta stuðnings hvers annars, grunnþörfum er fullnægt og gefst kostur á félagslegu samneyti ekki bara innan kynslóða heldur milli þeirra líka. Samfélagshús með óþrjótandi möguleikum. Íbúðir fyrir fjölskyldur, stúdíó íbúðir fyrir ungt fólk, íbúðir sem þjóna þörfum fatlaðs fólks og eldra fólks með og án þjónustu, jafnvel endurhæfingar íbúðir fyrir þá sem eru að jafna sig eftir tilfallandi aðgerð eða veikindi. Á jarðhæð finnst fjölbreytt þjónusta, Heilsugæsla, veitingahús, gróður, garðrækt, samkomusalur fyrir viðburði. Leikskóli sem samnýtir útisvæði með íbúum, allt innan seilingar - aðgengilegt í göngufjarlægð, stutt í hágæða almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga og græn útivistarsvæði. Í þróun eru 564 íbúðir fyrir eldra fólk, hluti af þeim verður í lífsgæðakjarna en Öldungaráð vonar að Kynslóðakjarni verði líka skoðaður í þeirri þróunarvinnu sem framundan er.

    Halldór Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram umsagnir öldungaráðs um styrkumsóknir Grundar, Skjóls og Eirar í Framkvæmdasjóð aldraðra 2023. MSS23020162 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar velferðarsviðs dags. 2. mars 2023, við fyrirspurn öldungaráðs um húsnæði eldri borgara, sbr.4. lið fundargerðar öldungaráðs frá 11. janúar 2023. MSS23010106 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11.58

Sara Björg Sigurðardóttir Jóhann Birgisson

Eva Kristín Hreinsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Geir A. Guðsteinsson Einar Magnús Sigurbjörnsson

Ingibjörg Sverrisdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 9. mars 2023