Öldungaráð
Ár 2022, miðvikudaginn 14. desember var haldinn 72. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Birna Hafstein, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Haraldur Sumarliðason og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Jóhann Birgisson. Einnig sátu fundinn Þórhildur Guðrún Egilsdóttir og Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefninu Bjartur Lífsstíll - hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri. MSS22120050
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráðið vill þakka fyrir fræðandi og upplýsandi kynningu á heilsueflingu eldra fólks. Sterkur er máttur heilsueflingar en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Rannsóknir sýna fram á að markviss og skipulögð heilsuefling gerir fólki kleift að búa lengur heima hjá sér, hefur þannig forvarnargildi fyrir einstaklinginn, eflir bæði líkamlega og andlega heilsu sem eykur lífsgæði þeirra sem taka þátt. Rannsóknir sýna að skipulögð heilsuefling getur lækkað dvalarkostnað og jafnvel lækkað bæði sjúkra- og lyfjakostnað. Á vefsíðunni bjartlif.is er aðgengilegt framboð á heilsueflingu og félagsstarfi innan hverfa borgarinnar. Vill öldungaráð hvetja til að sambærilegt verði skoðað af hálfu Reykjavíkurborgar en hægt væri að nýta frístundarsíðu Reykjavíkurborgar fristund.is til að halda utan um allt heilsueflingar, tómstundar og félagsstarf sem er í boði fyrir Reykvíkinga á öllum aldri í borginni. Ávinningurinn yrði samræmd upplýsingagjöf og bætt aðgengi að fjölbreyttri þjónustu sem Reykvíkingum á öllum aldri stendur til boða.
Margrét Regína Grétarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023, merkt SBPC-3 tillaga vegna breytinga á fjölda fulltrúa í öldungaráði, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 6. desember 2022. FAS22010020
Fylgigögn
-
Lögð fram starfsáætlun öldungaráðs 2023. MSS22110104
Samþykkt.- Kl. 11.50 víkur Birna Hafstein af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11.54
Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Ingibjörg Sverrisdóttir Viðar Eggertsson
Ingibjörg Óskarsdóttir Haraldur Sumarliðason
Eva Kristín Hreinsdóttir Birna Hafstein
Jóhann Birgisson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 14. desember 2022